Dagur - 20.12.1950, Blaðsíða 1

Dagur - 20.12.1950, Blaðsíða 1
16 síður og jólablað Næsta tbl. Dags — og'síðasta tbl. árgangsins — kemur út næstk. föstudag. Auglýsingar þurfa að berast afgreiðslunni fyrir hádegi á fimmtudag. Dagu DAGUR sendir lesendum sínum nær og fjær beztu óskir um gleði- ‘ leg jól og farsælt ár! XXXIII. árg. Akureyri, miðvikudaginn 20. desember 1950 54. btl. 12 vom drepnir — 200 særðir ■V ^- '1* : i. . •'<> 12 inenn létn lífíð og um 200 særðust í óeirðum beim, sem urðu í Singapore í sl. viku í sambandi við mál hollenzku stúlkunnar Maria Bartha Hertogh, 13 ára. Er myndin hér að ofan af þessari umdeildu stúlku. Móðir hennar kom henni í fóstur hjá Malajakonunni Che Aminsh árið 1940 og ólst hún unp í frmnskóginum með henni, og hlaut ágætt uppeldi, segja kunnugir. Che Aminah gifti hana 13 ára gamla malaiiskum kennara, og fór vígslan fram að helgisiðum Mú- hammeðstrúarmanna. Þegar foreldrar bamsins vissu, hvar hún var niður komin, vildu þau fá það framselt, en fóstran neitaði. Dómstóll í Smgapore úrskurðaði þeim yfirráð bamshis og var stúlkan send til Hollands. Óeirðirnar urðu vegna úrskurðar dómstólsins, og bitn- aði einkum á kristnum mönnum og hvítum. Voru margir Evrópu- menn limlestir og margir aðrir sluppu nauðuglega. Húsvíkingar mófmæia harðlega óviðunandi póstsamgöngum Esja sigldi framhjá Hásavík í s. 1. viku Póstur héðan hefur ekki kom- ið til Húsavíkur í hátt á þriðju viku og ríkir megn óánægja með- al bæjarbúa og íbúa héraðsins yf- ir þessu ófremdarástandi. Esja, sem fór héðan austur um land í sl. viku, sigldi fram hjá Húsavík og skildi póst og farþega eftir hér. Vakti þessi ákvörðun útgerðarinnar hina megnustu óá- nægju, sem vonlegt var, því að Esja átti áætlun í Húsavík. — Ástæðan mun talin sú, að veður- útlit hafi verið slæmt, er skipið fór héðan, en það dokaði þá held- ur ekkert við til þess að sæta betra veðri. Pósturinn sendur til Siglufjarðar. Ráðgert var síðan að sonda bát hingað eftir pósti og farþegum, sem Esja hafði skilið eftir, en þá var pósturinn kominn til Siglu- fjarðar í veg fyrir Fjallfoss. Seinkaði því skipi þar og var það fyrst væntanlegt til Húsavíkur í gær. Voru þá hátt í þrjár vikur síðan póstur héðan og að sunnan hafði komið til Húsavíkur. Bæjarstjórn mótmælir. Bæjarstjómin í Húsavík hefur samþykkt harðorð mótmæli gegn þessu ástandi og hefur skorað á ríkisskip að láta hraðferðir hing- að til Akureyrar jafnan hafa við- komu í Húsavík. Sýnist það eðli- leg krafa og sanngjörn. Ríkisskip hefur nú ákveðið að láta m.s. Heklu, sem snúa átti við á Aust- fjörðum, til Reykjavíkur, koma norður fyrir til Húsavíkur, til þess að bæta úr þessu vandræða- ástandi að einhverju leyti. ijrin hér áætluð 6.635.000 krónur við íyrri umræðu í bæji jókmynd í V erkamanniniiim Kominform-blaðið okkar hefur nú birt s-inn jólaboð- skap, á forsíðunni sl. föstudag. Er þar með snilldarhandbragði brugðið upp einkar fallegri og hugþckkri mynd af fundi í bæjarstjórninni hér. Hefst lýs- ingin á fundinum þannig: — „Fjós. Nautgripir standa á básum og rymja. Einstaka reka upp gaul, aðrir stara skepnulegum augum hugsun- arlaust út í loftið.... Til hægri eru 7 kýr, hver annarri feitari og sællegri og hver annarri aulalegri og illgjarn- ari á svip. ... Til vinstri eru aðeins 4 kýr. Eitthvað hreint og göfugt emkennir yfirbragðll þeirra. . . . “ — Sú spurning vaknar, er meiin lesa þessa| Iistilcgu frásögn, hvort ekki hefði verið kurteislegra af blaðinu að taka svo til orða, að vinstra megin í fjósinu væru 3 tarfar og 1 kýr. Leitað eftir er- lendo láni til nýja sjúkraluissins Bæjarráð Akureyrar samþykkti fyrir nokkru að gefa bæjarstjóra umboð til þess að taka erlent lán, allt að 2Vz millj. króna, vegna byggingar fjórðungssjúkrahúss- ins, og leita jafnframt eftir ábyrgð ríkisins fyrir því láni. — Unnið mun nú að þessari lánsút- vegun og eru horfur taldar all- góðar. Harðbakur kenmr ekki fyrir jól „Harðbakur“ var afhentur hinum nýju eigendum, Útgerð- arfélagi Akureyringa h.f. í Aberdeen 15. þ. m., en heim- förin tefst nokkra daga vegna þess að fiskimjölsverksmiðja skipsins var ekki í fullkomnu Iagi og þurfti lagfæringar við. Er nú húizt við að Harðbakur leggi af stað á morgun eða hinn daginn og þá kemur hann hingað fljótlega úr jólum. Niðurstöðutölur fjárhagsáætlunar tæpar átta milljónir króna Fjárhagsáætlun hæjarins fyrir 1951 var til fyrri umræðu á bæj- arstjórnarfundi í gær og mun ætlunin að ljúka afgreiðslu fyrir nýjár. Niðurstöðutölur áætlunar- innar, eins og hún lítur nú út, eru kr. 7.834.900.00. Aðaltekjuliðurinn er útsvörin, og eru þau áætluð kr. 6.634.590.00 og er það nokkru hærri upphæð en í fyrra. í þessari áætlun er gert ráð fyrir hærri launagreiðsl- um bæjarins vegna vísitöluupp- bótar og var nauðsynlegt að hækka tekjurnar til þess að mæta því. IleJztu tekjuliðir. Helztu tekjuliðir, aði'ir en út- svörin, eru þessir: Dráttarvextir af of seint greiddum gjöldum 2000 kr., skattar af fasteignum 277 þús. kr., tekjur af fasteignum 145 þús. kr., endurgreiddir fátækrastyrkir 170 þús. Þátttaka Hafnarsjóðs í stjórn kaupstaðarins 25 þús., fyrir reikningshald rafveitunnar 35 þús., sundkennslustyrkur frá rík- iinu 15 þús., tekjur af sundlaug og gufubaðstofu 13 þús., tekjur af grjótmulningi 200 þús., óvissar tekjur, endurgreidd útsvör, skattar af ríkisverzlun og fram- lag úr jöfnunarsjóði 200 þús., greiðsla frá vatnsveitu fyrir bók- hald 10 þús., hluti bæjarsjóðs af stríðsgróðaskatti 26500 kr., sæta- gjald kvikmyndahúsa 20 þús. Gjöldin. Helztu gjaldaliðir eru þessir: Vextir og afbg. af föstum lánum 54 þús., stjórn kaupstaðarins 408 þús., löggæzla 313 þús., heilbrigð- ismál 182 þús., þrifnaður 360 þús. vegir og byggingamál 473 þús., til nýrra vega 800 þús., kostnaður við fasteignir 311 þús., eldvamir 150 þús., lýðtrygging og lýðhjálp 910 þús., þar af til alniannatrygg- inga 600 þús., framfærslumál 692 þús., menntamál 799 þús. Framlög til stofnana Af ýmsum útgjöldum eru þessi helzt: Til Lystigarðsins 25 þús., Leikfélagið 6 þús., til verka- mannabústaða skv. lögum 126 þús., Kantötukór Akureyrar vegna utanfarar 30 þús., söngfél. Geysir eitt þús., Lúðrasveitin 10 þús., Heimilisiðnaðarfél. 3 þús., Svifflugfélagið 3 þús., Skátafé- lögin 3 þús., Vinnumiðlunarskrif- stofan 21 þús., Mæðrastyrksnefnd 5 þús., Skömmtunarskrifstofa 20 þús., Eftirlaunasjóður, framlag, 75 þús., sjúkrahússbyggingin 250 þús., íþróttavöllurinn 50 þús., reksturshalli sjúkrahússins 150 þús., til nýbygginga við sund- laugina 100 þús., Skógræktarfél. Eyfirðinga 10 þús., íþróttafélögin í bænum 10 þús., Skákfél. Akur- eyrar eitt þús., Fjórðungssam- band Norðlendinga 3 þús., SÍBS 10 þús., Byggingasjóður Akur- eyrar, framlag, 150 þús., Dag- heimili fyrir börn 20 þús., verk- færakaup 100 þús., dráttarbraut- in 150 þús., slökkvistöðvarbygg- ingin 100 þús., breytingar á sam- komuhúsi bæjarins 200 þús., brú á Glerá 100 þús., almenningsal- erni 100 þús., viðbygging gagn- fræðaskóla 25 þús., og lán til La.x- árvirkjunar 500 þús. Ýmiss búnaður sjúkrahússins kominn frá útlöndum eða væntanlegur á iiæstunni Gunnar Jónsson, framkvæmda- stjóra sjúlirahússbyggingarinnar skýrði blaðinu svo frá í gær, að ýiniss búnaður nýja sjúkrahúss- ins, sem keyptur cr frá útlöndum, sé nú að koma til landsins eða væntanlegur á næstunni. Með Lagarfossi sl.' mánudag komu rafmagnseldhúsáhöld, svo sem suðupottar, steikarofn og hitunartæki o. fl. Þá eru nýlega komin hingað áhöld til upphit- unar á næturhitunarvatnsgeymi. í þessum mánuði verður afgreitt frá útlöndum sjúkralyftan og matarlyfta úr eldhúsi, ennfremur uppþvottavélar, hrærivélar og fleiri hjálparvélar í eldhúsi. Bygginganefnd sjúkrahússins leggur nú höfuðáherzlu á að fá sem mest af nauðsynlegum bún- aði sjúkrahússins er kaupa þarf frá útlöndum, hingað hið allra fyrsta.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.