Dagur - 20.12.1950, Blaðsíða 10

Dagur - 20.12.1950, Blaðsíða 10
D AGUR Miðvikudaginn 20. desember 1950 i"3 Brauðbúðir vorar verða opnar sem hér segir: A Þorláksmessu til kl. 6. A aðfangadag frá kl. 10—12. Opnað aftur 27. desember kl. 10 f. h. Brauðgerð KEA. Brauðgerð Kristjáns Jónssonar. Jóladansleikur 1 Framsóknarfélögin á Akureyri halda al- mennan dansleik að Hótel KEA á ann- an jóladag kl. 9. — Aðgöngumiðar verða seldir á skrifstofu Framsóknarflokksins (sími 1443), frá kl. 4—6 e. h. og við inn- ganginn. Hljómsveit Óskars Ósberg leikur. K v e n k j ó 1 a r teknir upp í dag. ★ Kaupfélag Eyfirðinga Vejnaðarvörudeild. Gula bandið er búið til úr beztu fáan- legum hráefnum og 1 nýtízku vélum. Samvinnumenn nota smjörlíki frá samvinnuverksmiðju Fimmtug: Margrét Kristinsdóttir, umsjónarkona hjá Kea Þann 16. þ. mánaðar vai’ð Mar- grét Kristinsdóttir fimmtug, kona Jóns Þórðarsonar verzlunar- manns. Þann dag var margt manna saman komið á heimili þeirra og minnist eg ekki að hafa öðru sinni setið veglegra né ánægjulegra hóf. Enda var af hálfu þeirra hjóna ekkert til sparað að gera gestum þeirra dvölina sem ákjósanlegasta. Það var gleði og glaumur, dansað, spilað 'og sungið, að ógleymdum veitingum, sem voru með af- brigðum góðar. Það er auðvitað ekki nýtt fyrirbrigði þótt fólk njóti góðra veitinga hjá Margréti og þeim hjónum og alls konar greiða. Margrét er rómuð fyrir hjálpfýsi og góðvild í annarra garð, enda mátti heyra það á ræðum þeim, sem afmælisbarn- inu voru fluttar, hve sterk ítök hún á í huga og hjörtum fólks nær og fjær. Það er ánægjulegt fyrir hana á þessum tímamótum ævinnar, að finna þann yl, sem streymir til hennar frá þakklátu samferðafólki. Þennan dag var skírt yngsta barnabarnið þeirra hjóna, ynd- islegur drengur, sem ber nafnið Þórður Gunnar, eru það foreldra- nöfn Jóns. Þess má og geta, að öll barnabörn hennar og þeirra hjóna eru mjög efnileg og mann- vænleg börn, sem gera sitt til að Veita birtu og.yl inn í líf þeirra. Megi guð halda sinni verndar- hendi yfir Margréti og ástvinum hennar. H. J. Jólaldað Samvion- unnar Jólablað Samvinnunnar flytur að þessu sinni þessar greinar: Það er maðurinn sjálfur, rit- stjórnargrein. Seiður lífsins í fylgsnum skógar og einveru eftir séra Benjamínu Kristjánsson, Valdimar og hjólhesturinn, smá- saga eftir Vilhelm Moberg, Bónd- inn, gestgjafinn og málarinn Ól- afur Túbals, frásögn og myndir, í heimsókn hjá minnstu kaupfé- lögunum, eftir Baldvin Þ. Krist- jánsson, Galilei uppgötvar lögmál fallsins, endursögn, Símon, kall- aður. Pétur, þýdd grein með mörgum myndum, grein um sænskan samvinnuleiðtoga Fisk- markaðurinn í auðugasta landi heims eftir Valgarð J. Ólafsson, Svona teiknaði H. C. Andersen, grein með myndum, þátturinn Konurnar og samvinnan — rætt um jólaskraut o. fl. Þátturinn Svipir samtíðarmanna, sagt frá skáldinu Hemingway, Á förnum cegi, framhaldssagan o. fl. Margar myndir prýða heftið. Á forsíðu er teikning eftir Guðm. Frímann. Kuldahúfur Skíðahúfur Barnalúffur Verzlunin Ásbyrgi. p? Gl e ð il e g ) ól! Farsœlt komandi ár! Þökkum viðskiptin! FLUGFÉLAG ÍSLANDS H.F. Grammofónplöturnar eru komnar Sportvöm- og hljóðfœraverzlunin Preston frostlögurinn er kominn Kaupfélag Eyfirðinga Véla- og varahlutadeild. Ljósaperur fyrir 6, 12 og 32 volta spennu eru nú komnar Kaupfélag Eyfirðinga Járn- og glervörudeild. Aleggið aldrei eins fjölbreytt og nú: Skinke Svínarúlla Nautarúlla Nauta vöðvi Hanginn vöðvi Rúllupylsa Steik Hryggur ítalskt salat Síldar salat Rækju salat Gráðaostur Kjötbúð KEA. Simi 1714 Jóla-appelsínurnar koma með ,,Arnarfelli“. Kaupfélag Eyfirðinga. Nýlenduvörudeild og útibú. Sameiginleg árshátíð SKIPSTJÓRA OG VÉLSTJÓRA verður að Hótel Norðurland laugar- daginn 6. jan. n. k., kl. 20. — Félagar vitji aðgöngumiða milli kl. 17 og 22 4. og 5. jan. n. k. á Hótel Norðurland. Skemmtinefndin.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.