Dagur - 20.12.1950, Blaðsíða 2

Dagur - 20.12.1950, Blaðsíða 2
2 D A G U R Miðvikudaginn 20. desember 1950 KRISTJÁN S. 75 í GÆR, 19. des. varð einn af heiðursmönnum þessa bæjar 75 ára. Það var Kristján S. Sigurðs- son trésmíðameistari og kirkju- vörður. Hann er fæddur á Kálf- borgará í Bárðardal 19. des. árið 1875. Foreldrar hans voru þau hjónin Sigurður Jónsson bóndi og kona hans, Sigríður Halldórs- dóttir. Tvítugur að aldri hóf Kristján trésmíðanám hjá Snorra Jónssyni timburmeistara á Oddeyri og stundaði það í þrjú ár. Hefur hann síðan lengst af fengist við trésmíðar og jafnan staðið mjög framarlega í þeirri iðn. Hann er óvenjulega fjölhæfur í þeirri grein og leggur gjörva hönd á flest, er lýtur að trésmíði. Árið 1915 fór hann til Osló og nam þar skíðasmíði, en stofnaði síðan tré- smíðavinnustofu á Akureyri. Um 8 ára skeið stundaði hann búskap úti í Glæsibæjarhreppi, en hér á Akureyri hefur hann verið bú- settur síðan árið 1934 og jafnan verið vinsæll með afbrigðum. — ýKvæntur var Kristján Guðríði Jósefsdóttur frá Finnastöðum á Skagaströnd, en missti hana árið 1923. Saga Kristjáns er hvorki stór- brotin né viðburðarík fremur en annarra alþýðumanna, sem orðn- ir voru miðaldra menn eða meir, þegar hin mikla leysingatíð hófst í íslenzku þjóðlífi. Hann gat því hvorki sótt þroska sinn né menntun í skóla. En hefðu hinir margþættu hæfileikar hans feng- ið að njóta sín og þjálfast í höll menntagyðjunnar, myndi saga hans ef til vill hafa orðið önnur, og"þó er vandi að spá, hvort hún hefði orðið giftudrýgri. í Krist- jáni búa t. d. miklir listrænir hæfileikar. Á því sviði var því úr miklu efni að vinna. Hann var ekki aðeins hinn mesti hagleiks- og hugvitsmaður í iðn sinni, heldur bjó einnig í Kristjáni efni í rithöfund. í stopulum tóm- stundum hefur hann jafnan haft hið mesta yndi af ritstörfum og þá einkum fengizt við ýmsan þjóðlegan fróðleik og leikrita- gerð. Hefur hann frumsamið og þýtt allmörg leikrit, sem hafa verið leikin viða um land. Hann er listelskur og hefur yridi af lei'klist og hljómlist, og fram til síðustu ára hefur hann bæði starf að í kórum og lúðrasveit. Félags- lyndur og félagsþroskaður er hann í bezta lagi, og enn telur hann ekki eftir sér að taka þátt í slíkum störfum, þar sem hann finnur, að starfskrafta hans er þörf. En ef eg ætti svo að segja eitt- hvað meira um manninn sjálfan, þá væri það þetta: Kristján er óvenjulega mikill þegnskapar- og drengskaparmaður. Hann er sí- vinnandi og þó hefur hann alltaf tíma til að leggja hverju góðu máli lið, þegar á liðsmanni þarf að halda. Störf hans fyrir Akur- eyrarkirkju munu vekja einna mesta athygli. Og þau hefur hann ekki unnið með hangandi SIGURÐSSON hendi. Hann hefur verið formað- ur sóknarnefndar síðan árið 1936 og kirkjuvörður um langt skeið, og áhugi hans á þessu trúnaðar- starfi, trúmennska hans og þegn- skapur lýsir manninum vel. Þar er ekki fyrst og fremst verið að vinna fyrir launum, heldur af óvenjulegri ræktarsemi við þessa stofnun og fórnfýsi. Og eg hef stundum verið að hugsa um það, að dýr myndi Kristján á fóðrun- um hjá Akureyrarkirkju, ef hann tæki fullt tímakaup fyrir öll sín störf fyrir kirkjuna og öll sín spor i hennar þágu, einkum á sumrin, því að þá sé eg ekki, að hann hafi nokkurn tíma vinnu- frið. En Kristján telur þetta ekki eftir. Hann er ekki einn af þeim mönnum, sem „alheimta daglaun að kvöldum". Málefnið, sem hann vinnur fyrir er alltaf í fyrstu röð, launin ,endurgjaldið í ann- arri röð. Og einmitt þetta er einn sterkasti stregurinn í skapgerð Kristjáns. Hann er alls staðar jafn heill í starfi, og honum má alltaf treysta. Hann hefur um langt skeið verið einn traustasti liðsmaður í Reglu Góðtemplara og hefur hvorki séð éftir tíma né sé, þegar hún hefur þurft á liði sinni hans að halda, og aldrei hefur Kristjáni verið falið svo starf þar, að hann hafi ekki leyst það með sömu trúmennskunni, sömu alúðinni og sömu vinnu- gleðinni og öll Örinur störf, sem hann vinnur. Og enn sækir hann hvern fund í stúku sinni, og enn er hann alltaf- rbjðubúirin ,‘til hverra þeirra félagsstárfa, sem honum eru fengin. — Þegar Dýraverndunarfélag Akureyrar var stofnað, gerðist Ki'istján fé- lagi þess. Þegar Barnaverndai'fé- lag Akureyrar var stofnað, gei'ð- ist Ki'istján félagi þess. Það varð ekki hlutskipti hans, að rækta jöi-ðina, nema að litlu leyti, en hann vill leggja fram krafta sína til að rækta mánnlífið. Hann trú- ir á mátt guðstrúar til áð bæta og fegra lífið. Þess vegn'a ef hann allra manna félagslyndastur, alli-a manna fúsastur til að gei'a öðrum gi-eiða og leysa annarra vandræði, ef það stendur í hans valdi. Kristján er alltaf á sínum stað og oftast fyrstur allra manna. í Fjalli'æðunni standa þessi "orð: Biðji nokkur þig um einnar mílu fylgd, þá gakk með honum tvær. — Ki'istján er einn þeiri-a manna, sem alltaf er fús til að ganga seinni míluna líka. Hann er einn þeirra manna, sem ekki aðeins gei'ir skyldu sína, heldur meii'a en skyldu sína. Og einmitt þetta lýsir honum betur en flest annað, Slíkum mönnu mer gott að kynn- ast og slíka menn er gott að eiga, þeir eru máttaiviðir þjóðfélags- ins, hvort sem þeir stai-fa á hæri'i eða lægri stöðum. Eg efa því ekki, að mai'gir muni hafa hugsað hlýtt til þessa hái'a öldungs á 75 ára af- mæli hans. Sjálfur þakka eg hon- um góða og ánægjulega samfylgd á liðnum árum. Hannes J. Mganússon. Barnaleikföng Golt úrval. Verzlunin Ásbyrgi Söluturninn, Hamarsst. í STUTTU MÁLI * í nóvemberlok fengu Danir heimsókn. Síðía dags liinn 26. nóv. vai'ð strandgæzlan danska vör við að floti þýzkra togara stefndi til Kauþmanna- hafnar að sunnan, og var kom- inn inn á hafnarsvæði borgar- innai'. Er siglingaleiðin inn til borgai'innar að sunnan mjög toi'vötuð og vandfarin, en tog- ararnir sigldu lciðina slysa- laust og komust alla leið inn í höfnina, en þar tók dönsk sjó- lögregla við þeim og voru þeir kyrrsettir. Togarar þessir voru frá rússneska hernámssvæð- inu, og sögðust þeir vera á leið norður fyrir Skagen til fisk- veiða, en kváðust hafa villzt, því að þeir hefðu engin sjó- kort af leiðinni. Þótti Dönum þessi skýring dularfull mjög með því að þeir höfðu siglt um sund og örmjóar rennur til borgarinnar að sunnan eins og sú leið væri þeim vel kunn og vel merkt. Skipunum var vís- að frá Khöfn daginn eftir og fylgt xit á rúmsjó. * VESTUR-ÞÝZKA . stjórnin leitar nú hófanna hjá Norð- mönniirn um leyfi til þess að þýzk íiskiskip fái að taka ís, kol, olíur og annan varning í norskum höfnum, eins og fyrir stríð. Þjóðverjar veiða nú æ mest af þe-im fiski, er þeir neyta, sjálfir. Þá vilja Þjóð- verjar sjólfir Ieggja til sldp undir þann fisk. er þeir kaupa af Norðinönnum, en hingað ti! hefur þessi fiskur allur verið flutfur til Þýzkaiands á norsk- um skipum. * RÚSSNESKA ÚTVARPIÐ og blöðin — og siðan konun- únistablöðin um allar jarðir — birtu nýlega frétt þess efnis, að fyrrverandi fjármálaráð- herra Júgóslafíu, Sreten Zu- jovic, hefði látizt í íangelsum Títós, en þessi maður var sett- ur frá embætti fyrir þremur árum og honum varpað í fang- elsi fyrir undirróður gegn Tító og þjónustu við Kominform. Tító svaraði frétt þessari á þann hátt, að hann bauð blaða mönnum frá mörgum þjóðum að ræða við Zujovic, sem var hinn hressasti að sögn blaða á Vcsturlöndum, og sízt nokkur dauðamörk á honum. Zujovic sagði blaðamönnunum að liann hefði fengið tækifæri til þess að hugsa ráð sitt í fang- elrinu og væri nú kominn að þeirri niðurstöðu, að Júgó- slafar liefðu breytt rétt er þcir neituðu að láta Rússa kúga sig íil undirgefni, og hann hefði sannfærst æ betur lun innihald þess lygaáróðurs, sem Kominfoi'ín dreifði út um löndin, og taldi glöggt dæmi um sannleiksást áróðurspost- ulanna, að þcir hefðu þá fyrir nokkrum dögum sagt frá því að hann hefði látizl af illri meðferð í júgóslafnesku fang- elsi. Er svo að sjá, að Tító muni enn vel aðferðir fyrrv. yfirboðara sinna við að láta menn játa og breyta um skoð- un í fangelsum. * NORSKA alþýðusambandið og atvinnurekendur þar í landi hafa nýlega endurnýjað samning sín á milli frá árinu 1945, þar sem stofnaðar voru sameiginlegar framleiðslu- nefndir verkamanna og at- vinnurekenda í fyrirtækjum, sem hafa fleiri en 50 starfs- menn í þjónustu sinni. Nefnd- ir þessar eru eingöngu ráðgef- Meira tjón í ofviðrinu fyrra sunnudsg en ætlað var s fyrstu Brimið tók geymsluliás í Hofsós, bryggju í Haganesvík og 70 kindur á Slétfu — bátar skemmdust og sukku Mun meira tjón varð í ofviðr- inu fyrra sunnudag hér norðan- lands og austanlands, en fregnir bárust af í fyrstu. Hefur veður þetta valdið tiífinnanlegu tjóni víða í sjávarþorputn og sveitum og mun eignatjónið nema stórum íjárhæðum. í viðbót við það, seni áður er frá skýrt hér í blaðinu um tjón á einstökum stöðum, verður hér greint frá skemmdum á nokkrum stöðum. Brimið tók geymsluhús í Hofsós. Brimalda tók steinsteypt geymsluhús í Hofsós og sópaði því í sjó fram. Húsið, sem var byggt í fyrra, stóð ú svokallaðri Nöf, í'étt ofan við bryggjuna í Hofsós. Var þar til húsa lifrar- bræðsla, veiðarfærageymsla o. fl. Aldan tók húsið af grunninum og mest allt er í því var, en litlu einu af veiðarfærum tókst að bjarga af grunninurn. Húsið átti Sveinn Jóhannsson í Hofsós. — Brimið var svo mikið, að það sleit grjót úr varnargarðinum við höfnina og færði suma steinana upp á bryggjuna. Voru sumir 3 —4 tonn að þyngd. Bryggjan > Haganesvík eyðilagðist. í Haganesvík tók brimið tré- bryggju, sem byggð var fyrir nokkrum árum, og eyðilagði hana alveg. Bátar þorpsbúa höfðu ver- ið settir á land, svo sem venja er, en brimið náði til þeirra og skemmdi þá nær alla, meix'a og minna. Sjór komst inn í slátur- húsið á staðnum, en olli ekki miklum skemmdum. Þá eyðilagði það árabót á Reykhóli við Hofsós, gróf undan vegi á sjávarkambi og vann fleiri hervirki. Flutningabátur Mjófii'ðinga sökk. í Mjóafirði sökk vöruflutn- ingabátur héraðsins, m.b. Marzi- lía, 7 smál., eign Stefáns Einai-s- sonar í Sandhúsum. Er að þessu tilfinnanlegt tjón og óhagræði fyrir Mjófirðinga, sem liéldu uppi samgöngum við Noi'ðfjörð á þess- um bót. andi og hlutverk þeii'ra er að benda á lciðir til þess að bæta vinnuafköst, hagkvæmari rekstur, stuðla að aukningu framleiðslunnar, vinna að auknu öryggi starfsmanna á vinnurtöðuin o. s. frv. Þykir þessi skipan hafa gefizt vel í Noregi og hafa stuðlað að framlciðsluaukningu og efna- hagsendurreisn þjóðarinnar, auk þess sem hxín hefur aukið samstarf og skilning í milli alvinnurekenda og verka- manna 70 kindur fórust á Sléttu. Loks er það að telja, að bóndinn á Sigurðarstöðum á Sléttu varð fyrir því mikla tjóni, að 70 kind- ur af bústofni hans fórust í veðr- inu, og mun rokið hafa hrakið þær í sjóinn. Var þetta um helm- ingur bústofnsins. Víðar hér norðanlands urðu skemmdir. í Ólafsfix'ði löskuðust hafnarmannvii'kin eitthvað, en ókannað, liyersu mikið, á Sauð- árkróki braut brimið land, skúr- ar við sjó skemmdust o. s. frv. Að öllu samanlögðu er þetta eitt hið mesta fái'viðri, sem yfir þennan landshluta hefur gengið í mörg ár og var mildi, að ekki skyldi hljótast manntjón af. Með jólasíelkinni: Niðursoðnar: A g ú r k u r P i c k I e s Rauðrófur Kjötbúð KEA Simi 1714 Vilkaupa Deering rakstrarvél, notaða. Afgr. vísar á. Dekk á mótorhjól, ónotað, til sölu. — Stærð: 325 x 19. A. v. á. Gullúr tapaðist síðastliðínn laug- ardag á leiðinni úr Inn- bænum niður á Oddeyri. Skilist gegn fundarlaunum í Verzlun F.ggerts F.inars- sonar, Strandgötu 21. Gleraugu Sá, sem hefur fundið gler- augun mín, er vinsamlega beðin að skila þeim í Skipa- srötu 2, seern fundarlaunum. Sigrún Pálsdóttir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.