Dagur - 20.12.1950, Blaðsíða 9

Dagur - 20.12.1950, Blaðsíða 9
Miðvikudaginn 20. desember 1950 D AGUR 9 ú. ÍBÓkanfiaark^HiEitim MAÐUR OG MOLD Eftir Sóley í Hlíð Hér birtist algerlega óvænt nútímasaga, sem fer unaðslega yljandi um huga manns eins og ljúfur blær laufvinda eftir lang- varandi rosa og hryssingsveður að haustlagi! Þetta er efnismikil sveitalífs- og ástarsaga og kemur víða við. En hún gnæfir svo furðu lega hátt upp úr syndaflóði rit- sulls og ritsullara, sem ekki geta hugsað sér né þekkja ástahneigð og ástalíf ungs fólks sem dásam- legasta draum heilbrigðrar æsku og göfugasta þátt mannlegs lífs, heldur aðeins sem meira og minna brjálaða kynóra og lausa- leiks-kapphlaup út um hvippinn og hvappinn á ferfætlinga-plani tilverunnar. Sóley í Hlíð er skáld og fag- urfræðingur og afbrigða skyggn. Kona í afskekktri sveit þyrfti alls ekki að afsaka ritstörf sín í formála. Hver skynbær lesandi hlýtur að vita, að sveitakona verður að hafa ritstörf í hjáverk- um, sé hún þeim gáfum gædd, og að þau hljóta að verða „olnboga- börn“ hennar. — En rættist ekki einmitt svo dásamlega úr fyrir mörgu olnbogabarninu að lok- um? — Sóley í Hlíð er bersýni- lega hamingjusöm sveitakona, sem ann manni sínum og sveita- lífinu í öllum myndum. Og það viðhorf til lífsins opnar henni allar gáttir að leyndardyrum mannlegs lífs og Sesam-hellum mannssálarinnar. Hún sér í gegn- um holt og hæðir, ekki aðeins í ríki náttúrunnar, heldur einnig í sálarlífi manna, með kvenlega næmu innsæi gáfaðrar konu og göfugrar, andlega vel þroskaðrar við lestur og meðfædda listhneigð sína. Stíll höfundar og frásagnar- háttur er skáldlega listrænn og fagur. Lýsingar allflestar iðulega hrein snilld, oft í aðeins örfáum orðum. Á einum stað t. d. er ör stuttur kafli í hreinni hrynjandi óbundins máls, svo listrænn og tær, að lesandi verður ósjálfrátt undrandi og áttar sig um hríð ekki á, hvað veldur þessum töf um stíls og máls! En um leið og málsgreininni lýkur, vcrður hon- um ljóst, hvað veldur, og þá fyrst opnast augu hans fyrir „einfald- leik fegurðarinnar". Fyrir skömmu skrifaði einn af frægustu rithöfundum vorum all-langa smásögu, þar sem heil- ir kaflar voru stuðlað mál. Þar kvað um of að stílskrauti þessu, svo að frásögnin varð þung- streym og hnyklótt, og gerði íes- anda órótt í geði. Hér varð listin tilgerðarleg, svo að furðu gegndi hjá jafnsnjöllum höfundi! — Auðvitað er ekkert samband milli þessara tveggja fyrirbrigða. Hjá Sóley í Hlíð er þessi örstutti kafli aðeins hámark Ijóðrænnar fegurðar í stuttri lýsingu, og ber háttvísi hennar lofsamlegt vitni! — Eg nefni þetta aðeins sem fremur fágætt dæmi á víðari vett vangi, þótt iðulega bregði fyrir stupðluðum setningum hjá góð- um rithöfundum. Islenzkan er sannkallað „stuðlaberg" í þeim skilningi. Lýsingar Sóleyjar í Hlíð eru sannarlegar perlur, sumar hverj- ar. Djúpsæi hennar og skilningur á tengslum manns og moldar og viðhorfi manns til dýra sinna er víða ljúft og unaðshlýtt, oft og tíðum í örfáum orðum. Auðvitað er þessi langa saga ekki gallalaus. Það er engin íslenzk saga. En hún minnir á fjölbreytt landslag fagr- an sumardag með sólardýrð og hraðstreymt skýjafar. Öðru hvoru varpa dökkir skýflókar dimmum skuggum niður á jörð. En svo er himinbjarminn mikill, að jafnvel dimmustu skuggarnir verða bládjúpir og gagnsæir af endurvarpi hans, og birtist einnig þar fegurð, sem engan hafði grunað! Á þann hátt verður einn- ig lífið sjálft fagurt, með skini sínu og skúrum, sólfari og dimmum skuggum!------------ Saga óðalserfingjans í Fellsási, drengsins góða, sem hafnaði emb- ættis-vegsemd og gerðist bóndi heima að loknu stúdentsprófi, og stoltu stúlkunnar ungu, en hjarta hlýju, sem flúði úr Reykjavík, er hún hafði misst báða foreldra sína, er eins og fögur og spá- mannleg framtíðarsýn. Og á þann hátt munu óefað rætast fegurstu framtíðardraumar margra vor, sem þráum að íslenzk æska vakni og taki höndum saman úr byggð og borg! Maður og mold er efnismikil saga og fjölbreytt. Gætir víða kvenlegrar geðnæmi, en nær hvergi ofnæmi, er þó hlýtur að liggja nærri mjög víða á þessum vettvangi. — Betri jólabók verð- ur torfundin ungu fólki. Hún er ljúfur óður lífsins sjálfs, þar sem manngöfgi og djúpúð greiða úr flestum torfærum, og ást góðrar móður og húsfreyju brúar að lok- um djúpið, sem myndast hefir og gín við á milli hamingju einka- sonarins og fallegu stúlkunnar foreldralausu — úr Reykjavík! Helgi Valtýsson. TVÖ MERKISRIT Öldin okkar. Minnisverð tíðindi 1901—1930. Rit- stjórn hefur annazt Gils Guðmundsson. — Forlagið Iðunn. Valdimar Jóhanns- son. Reykjavík 1950. Eg hef heyrt á skotspónum, að upplag þessarar bókar sé þegar á þrotum — fáum dögum að kalla eftir að hún kemur á markaðinn, og mig undrar það satt að segja ekki. Hugmyndin, sem að baki hennar liggur, er svo snjöll og líkleg til vinsælda. Þarna er fjallað með sérstökum og nýstár- legum hætti, sem hefur á sér allt nýjabragð og fréttasnið líðandi stundar, um innlenda viðburði frá upphafi þessarar aldar til árs- loka 1930. En í síðara bindinu verða á sama hátt raktir minnis- verðir viðburðir frá 1930 til árs- loka 1950. í formálSorðum sínum segir ritstjóri verksins, Gils Guð- mundsson, á þessa leið m. a.: „Þetta er hvorki sagnfræðirit né annáll. Þó er það — eða á að vera — saga lands og þjóðar síðastliðin 50 ár, sögð með sérstökum hætti. .... Tíðindin eru skoðuð af sjón- arhól samtíðarinnar og frá þeim skýrt með hennar eigin orðum. Fylgt hefur verið þeirri megin- reglu, að velja einkum til frá- sagnar atburði, sem mesta athygli og umtal hafa vakið, þegar þeir gerðust, en minni hliðsjón höfð af hinu, hvern mælikvarða síðari tími hefur á þá lagt. Með þeim hætti var talið, að fram komi sönnust og gleggst spegilmynd þjóðlífsins á hverjum tíma, en sá er einn megintilgangur ritsins. Af þessum sökum hefur vei’ið látið fljóta með sitt hvað, sem litlum tíðindum kann að þykja sæta frá öllu samanlögðu tel eg, að þetta rit sé einhver bezti fengur, sem rekið geti á fjörur bókamanna úr öllum þeim hafsjó merkra rita og ómerkra, sem þar flæðir um eða fram hjá nú um þessi jól. Safn til landfræðisögu ís- lands. Sýslu- og sóknalýs- ingar hins íslenzka bók- menntafélags 1839—1873.1. bindi. Húnavatnssýsla. — Norðri. Akureyri 1950. Það hefur lengi verið kunnugt, að í fórum Bókmenntaíélagsins og síðar Landsbókasafnsins, hafa varðveitzt handrit sóknalýsinga þeirra, er Bókmenntafélagið beitti sér fyrir að gerðar yrðu fyrir miðja síðastliðna öld. Það var Jónas skáld Hallgrímsson, sem fyrstur manna hreyfði þess- ari hugmynd, og samkvæmt til- lögu hans, sem samþykkt var á fundi Kaupmannahafnardeildar félagsins 25. ágúst 1838, var í september það sama ár kosin nefnd manna til þess „að safna öllum fáanlegum skýrslum, forn- um og nýjum ,er lýsi íslandi eð- ur einstökum héruðum þess, og undirbúa svo til prentunar nýja og nákvæma lýsingu á íslandi, er síðar verði prentuð út af fyrir sig á félagsins kostnað.“ í nefnd þessa voru kosnir ekki lakari eða óþekktari menn en Jónas sjálfur Jón Sigurðsson forseti, Finnur Magnússon, Konráð Gíslason, Brynjólfur Pétursson. Nefnd þessari „kom það ásamt“, eins og Jón forseti kemst að orði í 50-ára afmælisriti Bókmenntafélagsins, „að haganlegast og bezt væri að byrja á því, að safna lýsingum sókna og sýslna sérílagi, svo mörgum sem fá mætti, og væri til þess bezt fallið að sénda bréf til allra presta og allra sýslumanna, og treysta góðvild þeirra, að þeir sendi félaginu lýsingar, hver yfir sína sókn eða sýslu.“ Lét nefndin «• prenta dreifibréf, sem hún sendi öllum sóknarprestum á íslandi í þessu skyni. Var þar gerð ýtarleg grein fyrir hinni fyrirhuguðu ís- landslýsingu og heitið á presta til liðveizlu. Jafnframt fylgdu 70 spurningar til leiðbeiningar um sjónarmiði nútímans. — — En þessir og ýmsir aðrir lítilfjörleg— ir hlutir, geta átt fullan rétt á sér, þar eð þeir lýsa hugsunarhætti og aldaranda síns tíma. Þótt ríkjandi væri um efnisval það meginsjónarmið, sem lýst hefur verið, þótti ekki kleift að fylgja því út í yztu æsar. Kom í ljós, að ýmsir atburðir, sem telj- ast mega hinir merkustu, gerast með svo hljóðlátum hætti; að samtíðin verður þeirra naumast vör og nefnir þá að litlu eða engu.... Hefur á nokkrum stöð- um, þá er slíku var til að dreifa, þótti rétt að láta þess háttar við- burði skipa meira rúm hlutfalls- lega en fréttamenn samtíðarinn- ar sáu ástæðu til.“ Þetta er skynsamleg starfsáætl- un, og við lauslega yfirsýn fæ eg ekki betur séð en að ritstjóranum hafi prýðilega tekizt að -fylgja ! söfnun og innihald þess efnis og henni fram. í því skyni hefur j upplýsinga, sem sérstaklega var hann og samstarfsmenn hans óskað eftir með hliðsjón af efnis þurft að kanna aðalheimild sína — íslenzk fréttablöð frá öllu þessu tímabili — allvandlega, velja og hafna, og hefur það vissulega ekki verið neitt áhlaupa verk, því að efnismagnið er geysimikið og þó fremur hitt, að þótt ritið sé allstórt — fyrra bindið rösklega 300 bls. í stóru broti — hefur þó orðið að sleppa fjölmörgu, sem til greina hefur komið að flyti með, og einhverjir -kunna vafalaust að sakna. Allt þetta mikla efni, sem sloppið hefur í gegnum þessa „tollskoðun11 ritstjórans, hefur síðan verið „sett upp“ og prentað með nýtízku blaðamannasniði og skreytt miklum fjölaa mynda, sem enn auka gildi ritsins. Að skipan hins fyrirhugaða heildar verks. Jafnframt þessu ritaði nefndin öllum sýslumönnum landinu og hét á þá að semja sýslulýsingar, hvern í sínu um dæmi. Brugðust bæði sýslumenn og prestar furðu fljótt og vel við þessum tilmælum Bókmenntafé lagsins, þótt margir hefðu all miklar úrtölur um vanmátt sinn og erfiðar aðstæður. Senda marg- ir svör sín þegar á næsta ári 1839 ,en flestir á árunum 1840- 1842. Virðist nefndin og stjórn fé lagsins í Kaupmannahöfn hafa unnið af mikilli árvekna að þv að heimta skýrslur úr þeim sóknum, sem vantaði, og voru þær að tínast til félagsins allt fram um 1860. Ur sumum sókn um komu tvær lýsingar með nokkurra ára millibili. Það mun hafa vakað fyrir Jón- asi Hallgrímssyni og öðrum þeim, er að þessum mikla undirbúningi stóðu, að hann tæki sjálfur að sér að vinna úr þeim miklu heimild- um, er söfnuðust með þessu rrióti, enda virtist hann til þess sjálfkjörinn. Hann hófst líka þeg- ar handa um verkið og eru kafl- ar og drög, sem hann hafði þegar gert, áður en dauðinn hreif hann brott frá þessu og öðrum afrek- um, geymd í Landsbókasafni og flest prentuð í hinni ýtarlegu út- gáfu Matthíasar Þórðarsonar á itum hans. Hins vegar hafa sýslu- og sóknalýsingarnar sjálf- ar legið sem hálfgleymdur og fólginn fjársjóður í nefndum söfnum og alls ekki komið al- menningi að notum, þótt ein- stakir fræðimenn hafi jafnan sótt jangað ýmiss konar fróðleik og upplýsingár, og hérforingjaráðið danska mun og hafa fengið afrit af köflum úr sóknalýsingunum til hliðsjónar við mælingar sínar og staðsetningar örnafna á upp- dráttunum. Fyrir áeggjan þeirra félaga Jóns Eyþórssonar og Pálma Hannes- sonar hefur nú bókaútgáfan Norðri ráðizt í það að hefja heildarútgáfu þessa mikla og merkilega heimildarrits og hafa peir lofað að sjá um fyrstu bindin til prentunar, „til þess að hjálpa fyrirtækinu af stað, hvað sem síðar verður,“ og hefur því séð um þetta fyrsta bindi til prent- íar. í formálsorðum sínum segja )eir félagar m. a.: „Mun stefnt að því, að lýsing hverrar sýslu verði í sérstöku bindi, og verða þau þá alls 18 að tölu, en stærðin allmisjöfn, og’ gæti svo farið, að hentgura þætti að skipta sumum sýslunum á tvö bindi. Oll útgáfan verður eins einföld að gerð og ódýr sem fram ast er unnt, enda er hér um heimildarrit að ræða fyrir fræði- menn og fróðleiksfúsa menn víðs vegar á landinu, en ekki veggja- skraut. í því efni lítum -við svo á, að Sóknalýsingarnar eigi sam- stöðu með Safni til sögu íslands, Fornbréfasafn og fleiri slíkum ritum, sem færri eiga nú kost á að eignast en kjósa mundu.“ Hér hefur aðeins verið lögð stund á að kynna lesendum blaðs ins fyrirætlunina um útgáfu þessa þessa mikla og stórmerka ritsafns í heild. Ef til vill gefst tóm til að rekja nokkru nánar efni þessa 1. bindis, sem þegar er út komið, en það verður þá- að bíða betri tíma. En víst á Norðri og þeir útgefendurnir, miklar þakkir sklidar fyrir þannstórhug, sem þeir sýna að hefjast nú handa um útgáfu þessa mikla og þarfa ritsafns, og er vonandi, að fróðleiksfúsir menn, svo og sýslu og sveitarfélög, sýni nú ekki alltof mikið tómlæti, heldur styðji útgáfuna í verki — með ráðum og dáð — svo að ekki komi til þess, að hún þurfi að stöðvast í miðjum klíðum, heldur megi henni verða lokið á sem skemmstum tíma. J. Fr.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.