Dagur - 20.12.1950, Blaðsíða 16

Dagur - 20.12.1950, Blaðsíða 16
16 Daguk Miðvikudaginn 13. desember 1950 Danskir vísindamenn teija þorsk- stofninn við Grænland tíu sinnum stærri nú en 1925 Fiskifræðingur lieldur því íram, að Grænlandsþorskuriun fari ekki leng- ur á íslandsinið íil lirygningar íslendingar þurfa að vanda fisk- verkunina sem mest - þá eiga þerr öruggan markað í Rætt við Joannis Ádamis, umboðs- mann grískra fiskinnflytjenda Danska blaðið Berlingske Tid- ende birti hinn 30. nóv. sl. viðtal við danska fiskifræðinga, sem unnið hafa að fiskirannsóknum við Grænland undanfarin ár. Er aðalniðurstaða þessara rann- sókna, að þorskstofninn við Grænland vaxi mjög ört og sé nú 10 sinnum stærri en hann var 1925. Ennfremur telja þeir sannað, að þorskurinn leiti ekki lengur á íslandsmið til hiygningar og séu grænlenzkú miðin orðin sjálfstæð að þessu leyti. Auðugustu fiskimiðin verða enn auðugri. í greininni segir svo: „Auðug- ustu fiskimið veraldar eru sífellt að verða auðugri. Síðustu rann- sóknir vísindamanna hafa leitt til sérstaklega mikillar bjartsýni á þessu sviði. Hafið við strönd Grænlands er blátt áfram fullt af fiski, aðallega þorski. í ár eru 10 sinnum fleiri seiði á sveimi þar en voru 1925 og fjöldinn eykst mjög hratt og hraðar en nokkru sinni fyrr. Þar að auki er geysi- legt magn af smáþorski alveg fast upp við ströndina miklu norðar en þorskur hefur áður gengið. Á þessu augnabliki er verið er að undirbúa stórfelldar fiskveið- ar við Grænland, og þegar ljóst er, að framtíð Grænlands veltur að mestu leyti á fiskveiðum, er riiðurstaða þessara rannsókna mjög ánægjuleg og til mikillar hvatningar í þeim undirbúningi, sem þegar er hafinn. 25 ára raimsóknartímabil. Á síðustu 25 árunum hafa farið fram skipulegar riannsóknir á Grænlandsmiðum. Mikill fjöldi fiska hefur verið merktur og þró- un þeirra könnuð. í sumar fóru þessar rannsóknir fram með sama hætti og áður og voru fram- kvæmdar af fiskifræðing Græn- landsstjórnar, dr. phil. Paul M. Hansen og samstarfsmanni hans, mag. scient. Erik Smidt. Þeir hafa ferðast um miðin á rannsóknar- skipinu „Adolf Jensen“ og rann- sakað þroskamöguleika þorsksins og lífsskilyrði á þessum slóðum. Undir haustið hurfu þeir heim aftur og vinna nú úr þeim gögn- um, er þeir öfluðu sér, á rann- sóknarstofum sínum. Dr. Paul M. Hansen hefur lýst því yfir við Berlingske Tidende, að rannsóknir hans komi alveg heim Við niðurstöður fiskifraúð- ingsins dr. Vedel Taning, er hann komst að á rannsóknarferðum sínum á skipinu „Dana“ og náðu m. a. til Grænlandsmiða á síðastl. sumri. —Þoi'skur þessi þroskast ágæt- lega í hafinu við Grænland, sagði dr. Hansen. Hann vex ört og virð- ist oi'ðinn fullkomlega „hagvan- ur“ á þessum slóðum. Samganga við íslandsfiskinn er miklu sjaíd- gæfari en áður. Það þýðii', að þoi'skurkin við Grænland er orð- inn óháður hrygningarstöðvun- um við ísland. Það er kominn grænlenzkur þorslcstofn, sem ekki hverfur frá ströndum Græn lands til þess að hrygna. Hinn mikli aragrúi smáþorska, sem við fundum alveg upp við ströndina, sýnir, ásamt hinu mikla magni af seiðum, að þróunin ætlar að verða mjög hagstæð. Eitt áliyggjuefni. En di'. Hansen bætti því við, að fiskifræðingarnir hefðu þó eitt áhyggjuefni í þessu sambandi Rannsóknarskipið Dana komst að þeirri niðurstöðu, að hitastig sjávarins við ströndina var lægra en næstu árin á undan. Hinir þi'ír stóru, köldu straumar, sem fara fram hjá þorskmiðunum, flytja kaldari sjó með sér. Hér er um að ræða hinn kalda Pól- straum, og grein Golfstraumsins, og svo loks hinn svonefnda Labradoi'-straum, sem í ár hefur verið svo breiður, að hann hefur náð tii yztu marka fiskimiðanna við Vestur-Grænland. Þessi kaldi sjór getur boðað breytingu, en vonir standa þó til að hér sé að- eins um tímabundið fyrirbrigði að ræða. —• Að lokum er lögð áherzla á nauðsyn þess að hraða undirbún- ingi fiskveiða í stórum stíl frá Grænlandi og benda fiskifræð- ingarnir á að engir hafi þar eins góða aðstöðu og Danir. Skemmtilegar stráka- sögur eftir Örn Snorrason Leiftur h. f. í Reykjavík hefur gefið út skemmtilegar strákasög- ur eftir Orn Snorrason kennara. Heitir bókin „Þegar við Kalli vorum strákar," og eru seytján samfelldar smásögur. Alls er bók- 116 bls. Hér eru ágætlega skrif- aðar og mjög skemmtilegar og hressilegar strákasögur, sem lík- legt er að vinni hylli allra hraustra stráka. Bókin er ódýr. Yfirmaður varnarhers Evrópu í gær var tilkynnt að Truman Bandaríkjaforseti hefði skipað Dwight D. Eisenhover yfirhers- höfðingja varnarhers Atlants- hafsbandalagsríkjanna, og að ráðherrafundur bandalagsríkj- anna, sem nú situr í Brussel, hefði samþykkt útneíninguna. Falleg bók um Sigurð málara Leiftur h. f. í Rej'kjavík hefur gefið út mjög fallega og smekk- lega bók um hinn ágæta frum- herja myndlistai' hér á landi, Sig- urð Guðmundsson málara. Ritar Jón Auðuns ýtarlega um Sigurð og störf hans og birtar eru mynd- ir af fjölmörgum málverkum Sig- urðar og teikningum. Þetta er ein hin fallegasta og eigulegasta bók sem út hefur komið fyrir þessi jól, og þaf er maklega getið mjög merks íslendings, sem of lengi hefur legið óbættur hjá garði. Myndir Sigurðar kom lista- mönnum þægilega á óvart. Svo snjall var þessi ágæti listamaður. „Fjallfoss44 kom hingað með Húsavíkurpóstinn Eins og skýrt er frá annars staðar í blaðinu, sigldi Esja fram- hjá Húsavík síðast, og var póst- urinn, sem hún átti að flytja, sendur til Siglufjarðar í veg fyr- ir Fjallfoss. En Fjallfoss kom hingað í gær, án þess að hafa komið til Húsavíkur. Er sagt brim þar eystra og erfið aðstaða. Nær þriggja vikna póstur fer því fyrst með Hekiu héðan í dag, ef gefur, og þykir Þingeyingum nú sem póstsamgöngur á 20. öldinni séu orðnar ærið undarlegar og ríkir megn óánægja í héraðinu út af þessum málum. „Hvassafeir4 með kola- farm til samvinnu- félaganna M. s. Hvassafell kom hingað nú í vikunni beint frá Stettin og losar hér kolafarm þessa dagana. Skipið mun fara héðan á morgun til Póllands, og sækja kolafarm. Um þessar mundir er staddur hér í bænum eftirlitsmaðurf frá gríska fiskinnflytpendasamband- inu, Joannis Adamis að nafni, og hefur hann með höndum eftir- lit með þeim fiski, sem seldur hefur verið til Grikklands. Þegar er farinn einn farmur, með m.s. Arnarfelli, og nú er m.s. Katla að lesta annan fann. Alls kaupa Grikkir um 6500 lestir af salt- fiski af íslendingum á þessu ári. Herra Adamis sagði bláðinu, að í Grikklandi væri íslenzki fisk- urinn talinn góð vara, en á árun- um fyrii' styrjöldina, hefði hann tvímælalaust verið talinn bezti fiskurinn á markaðinum. Hann taldi því eðlilegt og sjálfsagt fyr- ir íslendinga, að vinna að því að skapa þessari vöru þetta álit á ný, og taldi það raunar létt verk, því að varan væri í eðli sínu fyrsta flokks, meðhöndlunin þyrfti líka að verða fyrsta flokks. Af fiski þeim, sem nú hefur verið skipað út til Grikklands, sagði hann að smábátafiskurinn í hin- um smærri verstöðvum hafi bor- ið af, en togarafiskurinn reynst lakari. Ef allir þeir, sem með- höndla fiskinn; allt frá fiski- mönnunum sjálfum til verkunar- stöðvanna hafa það jafnan í huga, að þeir eri/ með matvæli í milli handanna, sef ætluð eru fólki, sem gerir kröfu um góða vöru, kemur það af sjálfu sér að vöru- vöndunin eykst, því að með því eru íslandi líka tryggðir öruggir markaðir fyrir þessa mikilvægu framleiðsluvöru. Færeyingar bjóða góða vöru. Þegar lokið var að ferma Arn- arfell í október, hélt Adamis til Færeyja og skoðaði þar fisk, sem Grikkir hafa keypt. Kaupa þeir alls um 3700 lestir af saltfiski af Færeyingum. Adamis segir fær- eyska fiskinn góða vöru og vandi Færeyingar fiskverkunina. Mest allur þessi fiskur er veiddur í Hvítahafi og á Grænlandsmiðum. Keypti fyrsta farminn til Grikklands. Adamis kynntist íslenzka fisk- inum fyrst árið 1931, en þá keyptu Grikkir mest allan fisk sinn frá Nýfundnalandi og Frakklandi. Þau kynni ui'ðu til þess að firma hans keypti þá fyrsta saltfiskfarminn, sem seld- ur var til Grikklands af íslands t hálfu. Það var falleg vara, sagði Adamis, og skipaði íslenzka fisk- inum heiðurssess í hugum neyt- enda í Grikklandi. Undrast fróðleik íslendinga. Adamis finnst kalt hér hjá okkur, en að öðru leyti kann hann mæta vel við sig, en hygg- ur nú samt bráðlega á heimferð. Hann undrast fróðleik íslend- inga, segir hvex-n mann, sem hann hitti, kunna skil á sögu Grikklands og meimingu, og sé það raunar meix’a en margir heimamenn geti státað af. Guimar Ailoiins- son tekur við skip- stjórn á .Kaldbak4 Bv. Kaldbakuf fer væntanlega á veiðar í kvöld, og siglir þá Gunnar Auðunsson skipinu í fyi-sta sinn, en hann er í'áðinn skipstjói'i á Kaldbak. Gunnar Auðunsson er bróðir Sæmundar skipstjóra á Harðbak og Þorsteins skipstjóra á Svalbak. Var hann áður skipstjóri á bv. Goðanesi frá Norðfirði. Fyrsti stýrimaður á Kaldbak er Ingvar Guðmundsson. Áður var Auðunn Auðunsson 1. stýrimaður þar, en hann er nú skipstjóri á bv. Fylki frá Reykja- vík. Eru því fjórir bræður skip- stjórar á nýju togurunum og allir annálaðir dugnaðar- og aflamenn. ísfisksölur togaranna Svalbakur seldi afla sinn í Gi-imsby sl. miðvikudag, 2313 kit fyérir 7841 sterlingspund, og Jör- undur seldi á sama stað á fimmtudaginn, 1940 kit, fyrir 5840 sterlingspund. Hátt á þriðja hundrað bækur gef nar út á þremur mánuðum Fró því í októbei'byi'jun munu hafa komið út hér á landi hótt á 3. hundrað bækur. Mun láta nærri að fjórar bækur hafi kom- ið út á hvei’jum vii'kum degi. — Hefur því ekki reynst pappírs- skortur hjá bókaútgefendum eins og stundum hefur heyrzt fleygt, heldur þvert á móti.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.