Dagur - 20.12.1950, Blaðsíða 8

Dagur - 20.12.1950, Blaðsíða 8
8 DAGUR Miðvikudaginn 20. desember 1950 DAGUR Ritstjóri: Haukur Snorrason. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson Skrifstofa í Hafnarstræti 87 — Sími 1166 Blaðið kemur út á hverjum miðvikudcgi. Árgangurinr. kostar kr. 25.00 Gjalddagi er 1. júlí. PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F. Afgreiðsla fjárlaganna í SÍÐASTL. VIKU voru nokkrar horfur á þvi að fjárlögin yrðu ekki afgreidd fyrir jól, en er kom fram í vikuna komst ski-iður á málið og fór svo að lokum, að fjárlögin voru samþykkt áður en þingmenn hurfu heim í jólaleyfi. Er gott til þess að vita, að sá háttur skuli nú aflagður, að geyma afgreiðslu fjárlaga langt fram á það ár, sem lögin eiga að gilda fyrir, og fleyta þjóðarbúskapnum mánuðum saman á bráðabirgðaheimildum sv j sent lengi .tíðkaðist, til lítils sóma fyrir Alþingi en tjóns og álitshnekkis fyrir þjóðina í heild. En enda þótt lofa beri þetta framtak Alþingis, og það þá með, að fjárlögin voru afgreidd án greiðsluhalla, er ekki þar með sagt, að þjóðin geti mjög fagnað fjárlögunum í heild eða þeim aðferðum, sem til- tækilegastar þóttu er á hólminn kom, til þess að láta tekjur mæta útgjöldum. Það hlaut að valda þjóðinni vonbrigðum, að það skyldi verða álögu- leiðin, sem valin var til þess að ná því marki, en ekki sparnaðarleiðin. Hefur virzt minni áhugi fyrir því að feta veginn til sparnaðar í rikisút- gjöldum og minnkandi álaga á þegnana, en ýmsir væntu um það bil er Alþingi settist á rökstóla. Hlýtur sú stefna að mæta sérhverjum vanda með hækkandi tollúm og sköttum, að valda þjóðinni vaxandi áhyggjum og leiða til ófarnaðar, ef aldfei er gerð nein veruleg tilraun til að sþyrriá við fót- um. í F J ÁRL AG AFRUM V ARPINU var reiknað með 15 stiga vísitöluuppbót á laun, en undir lokin var sýnt að vísitöluuppbótin mundi verða 22 stig og varð þá að gera ráðstafanir til þess að mæta þeim útgjöldum, bæði vegna aukinna launa- greiðslna beinlínis og hækkaðs framlags til al- mannatrygginganna af þessum sökum. Þá þótti nauðsynlegt að hækka ýmsa útgjaldaliði, og bæta ýmsum nýjum liðum á gjaldadálkinn, þar á meðal framlagi til áburðarverksmiðjunnar. Alls námu útgjöld þau, er þannig bættust ofan á fyr-ri áætl- anir, um 9 milljónum króna. Og ;rræðið, sem var hendi næst til þess að mæta þessum vanda, var hvorki frumlegt né nýtt, heldur það áhaldið, sem Alþingi hefur nú um langt skeið verið tamast að nota, en það er að hækka tolla og skatta og taka þannig að verulegu leyti með annarri hendinni úr vasa þegnanna það, sem með hinni er rétt til þeirra í síhækkuðum launum, tryggingatekjum, verklegum framkvæmdum o. s. frv. Að þessu sinni var söluskatturinn hækkaður um 1%, 10% álag lagt ofan á hluta af vörutollinum, tollur af inn- lendum tollvörum (sælgæti o. fl.) hækkaður um 20%, aukatekjur ríkissjóðs ýmsar, stimpilgjöld o. fl. hækkað um 20%. Alls eiga þessar auknu álögur að gefa ríkissjóði þær 9 millj. króna, sem á vant- aði eftir að fjárlagafrumvarpið var komið í hinn nýja búning. f UPPIIAFI þings, og einkum í ræðu fjármála- ráðherra, er hann fylgdi frumvarpinu úr hlaði, yar lögð nokkur áherzla á nauðsyn þess að draga úr útgjöldum ríkisins. Var hafin tilraun til þess með fækkun embætta og hagánlegra fyrirkomu- lagi stofnana. Var þessum tíðindum vel fagnað af landsmönnum. En hér var aðeins byrjunin og nú er fyrir það séð, að framhaldið er ekki væntanlegt í bráðina og lítið uppsker almenningur af þeim sparnaði, er ráðgerður var, er nýjum álögum er bætt ofan á þær, sem fyrir voru, og þóttú engum litlar. Allir ábyrgir stjórn- málamenn hafa viðurkennt, að mikil þörf sé á auknum sparnaði og hafa talið að víða mætti hefja það starf. Sú innsýn, sem lands- menn hafa fengið í rekstur sumra ríkisstofnana að undan- förnu, virðist og benda til þess, að ærin ástæða sé til gagngerðrar endurskoðunar á reksturskerfi ríkisins og' stofnana þess. En allar vonir um að hafizt yrði handa um þessi mál af skörungsskap og dugnaði, eru nú að engu orðnar í bráðina og er það illa farið. EN ÞÓTT ÞANNIG hafi nú farið í bili, verður krafan um aukinn sparnað ekki látin niður falla og víst er um það, að Alþingi getur ekki í það óendanlega haldið áfram að hækka skatta og tolla og sú kemur tíð, að reynslan sjálf kennir þingmönnum aðrar aðferðir til þess að mæta óvið- ráðanlegum útgjöldum, meðan í'íkisreksti'inum er eins háttað og nú er orðið. Hitt er rétt að við- urkenna, að minna var nú að því gert en oftast áður, að hlaða vafasömum útgjöldum og enn vafasamari ábyrgðum á í'íkissjóð við lok afgreiðslunnar, og tilraunir stjórnarandstæðinga til þess að bæta milljónaútgjöld- um ofan á hina háu áætlun stjórn arinnar, runnu út í sandinn, enda hefði samþykkt tillagna þeirra þýtt stórauknar álögur frá því sem nú er orðið, eða mikinn hallarekstur ríkisins. Var skerfur þeirra til málanna ábyrgðarlaus með öllu og fram borinn að því er virðist til þess eins að hampa ó- raunhæfum glansmyndum fram- an í kjósendur í von um fylgi þeirra. Enginn ábyrgur þegn læt- ur glepjast af þeim áróðri, enda þótt flestum sýnist þjóðarskútan haldi úr höfn á nýja árinu með glæfralega yfirbyggingu, sem naumast muni þola válynd veður óvissra tíma. Mundu margir telja siglinguna traustari ef meiri gæt- ur hefðu verið gefnar að kjöl festunni — gjaldþoli og efnahag hins óbreytta borgara. FOKDREIFAR Tóniistarkennsla í 20 ár. EITT REYKJAVÍKURBLAÐ- ANNA upplýsti í sl. viku, að þá héfði verið opnuð í höfuðborg- inni ný grammófönplötuverzlun, sem hefði á boðstólum 30.000 grammófónplötur. Rúmast í hill- um verzlunarinnar 25.600 plötur í einu, en auk þess er vel séð fyrir geymsluplássi, og er þar rúm fyr- ir 50.000 stk. að auki. Munu þetta þykja allmei'k tíðindi á þessum síðustu og verstu verzlunartím- um, og sannar það, sem fyrr var vitað, að vegir innflutnings- ^tjórnarinnar eru órannsakanleg- ir á stundum. í þessu sambandi fer það svo fýrir mörgum mann- inum úti um landið, að honum verður hugsað til útvarpsins. — Hvað skyldu þær vera orðnar gamlar plöturnar, sem þeir leika fyrir okkur í morgunútvarpinu? Eg man það, að á mínum ungl- ingsárum voru sum þau lög kunn ustu „trafarar" dagsins, og með hjálp útvarpsins hafa þau hald- ei' ið þeim heiðurssessi, enda þótt vinsældirnar séu fyrir löngu af þeim foknar, sem vonlegt er, eft- ir 20 ára látlausa brúkun. Engin hljómlist mrin íslenzku þjóðinni nú kunnari, en söngur Comedian Harmonists, og það eins þótt þeir félagar séu nú allir dauðir fyrir mörgum árum, utan einn. Þá munu og flestir hlustendur hafa og enda þótt ekki. hefði verið nema á þeim árunum er amerískt og brezkt gull var í hvers manns lófa? Hvað var útvarpið og allir ráðunautarnir að hugsa í þá daga? Stundum hefur verið spurt á þessa leið, en, enginn hefur svarað. En Comedian Harmonists og allt þeirra fylgilið halda á meðan áfram að bæta tónlistar- smekkinn á hverjum degi, sem guð gefur yfir, og víst mun nokk- ur árangur hafa náðst á því sviði eftir 20 ára þrotlaust starf ráðu nautanna og grammóionsins. Er allt vel um útvarpið, á þessu sviði sem öðrum. fengið meira en nóg af bjór- söngvum þeim, sem algengastir munu hafa verið í þá tíð, er tón- listarráðunautur útvarpsins las við Tómasarskólann í Leipzig. — Yfirleitt mun sá háttur hvergi þekkjast nema á íslandi, að leika fyrir alla þjóðina slíkar hljóm- plötur mikinn hluta dagskrártím- ans, þegar hljómlistin á plötunum er með þeim hætti, að hún er sungin á framandi tungum. — Mundu margir miklu heldur ^jósa- að þulirnir rauluðu Núma- rímur í míkrofóninn en að þurfa að hlýða á illa sungna trafara á ýmsum annarlegum tungumál um. Þetta ástand allt er í meira lagi dularfullt, þegar til þess er hugsað, að útvarpið hefur bæði tónlistarráðunaut og tónlistar- fuíltrúa og opnuð er grammófón plötuverzlun með 30.000 plötur á boðstólum á þessu öndvegis verzlunarári. Hvað mundi þá hafa verið hægt að flytja inn af þessum varningi á 20 ára skeiði, Svartamarkaðsbraskararnir fá viðurkenningu. SUNNANBLÖÐIN skýra frá því, að ríkisvaldið hafi haldið enn eitt svarta-markaðs-uppboðið Arnarhvoli. Er svo að sjá, sem valdamönnum þyki jólafastan ekki fá rétt svipmót, fyrr en búið að halda uppboð þessi, og miðla ýmsum fáséðum varningi til höfuðstaðarbúa til jólaglaðn ings. Vafalaust er óþarfi að gruna þá um það hugarfai', að telja nylon-sokka og tyggi- gúmmí útgengilegri vöru á svartamarkaðsverðinu fyrir jólin en endranær. Hefur þeim sjálf- sagt verið mest í mun að gleðja samborgarana. Samkvæmt frásögn Reykjavík- urblaðanna hefur tollstjórinn í Reykjavík látið selja almenningi þar nylonsokka, tyggigúmmí (mikið af því, segja blöðin), kvenkjóla, gólfteppi, borðbúnað o. m.'fl. Fylgir það frásögninni að verzlun hafi verið mjög lífleg þennan dag og hafi nylonsokk- arnir farið á 125—150 krónur parið. Er vafasamt að stétt svarta markaðsbraskara geti státað af hærra verði en ríkisvaldið fékk þarna fyrir sína sokka. Er heldur ekki að efa, að þeim þyki nokkur fengur að þessum nýja samstarfs- manni „í bransanum", því að verzlunin í Arnarhvoli setur svo geðþekkan og virðulegan svip á þeirra eigið starf. Almenningi í landinu blöskrar þessar aðfarir valdhafanna. Hvers vegna ei' upptæk tollvara ekki seld viður- kenndum verzlunum á réttu verði og síðan miðlað til almennings? Eru ráðsmenn ríkisins undan- (Framhald á 15. síðu). er kekur og sætindi Undanfarið höfum við varla hugsað um annað en jólin, sem nú fara í hönd. Það heíur naumast um annað verið talað, ;krifað eða lesið. Allt hefur snúizt um jólagjafir, inn- caup, hreingern- ngar, bakstur og 3ar fram eftir göt- mum. Kassarnir eru að verða fullir og allt flýtur í sæt- ndum. Eru þá jólin bara hátíð kökukassanna og sætindanna, verður manni á að hugsa, þar sem þetta tekur huga okkar heljartökum og alla starfs- getu og þrótt. Ef við stöldrum við stundarkorn og hættum að hugsa með hinum heimtufreka maga okkar og hégómlega heila, mun hjartað segja okkur allt annað. Það mun segja okkur, að jólahátíðin sé í eðli sínu allt annað og miklu meira en sætabrauðs- hátíð eða hátíð hinna dýrkeyptu giafa. Jólin eru hátíð ljóssins, hátíð gleði og góðvildar og umfram allt hátíð kærleikans. Þetta.er kjaini málsins, en allt hitt hafa mennirnir búið til. í öllum undirbún- inginum óg amstrinu ættum við að reyna að missa ekki sjónar á kjarnanum, og við ættum að reyna að sporna við því, að hégóminn.nái á okkur heljar- tökum. Ef okkur tekst að halda gleðjnnar og ljóss- ins hátíð af kærleika og góðvild og skapa þann anda í heimilum okkar, sem jólaboðskapurinn flytur, er jólaundirbúningurinn aðeins til góðs, því að hann verður þá eins konar viðbót við hi.na sönnu jóla- gleði. En jólaundirbúningurinn og hátíðarhöldin mega aldrei verða þess valdandi að jólaboðskapur- inn lendi í skugganum. Hann verður alltaf að vera efst í huga okkar, og við verðum að minnast þess, að jólahátíðin er ekki bara kökui' og sætindi. Kvennadálkur Dags óskar öllum lesendum sínum gleðilegrar jólahátíðar og heimilum þeirra árs og friðar. Geðlileg jól! LIFANDI KISA 1 LESBOKINNI. í lesbók þeirri, sem fylgir þessu blaði, eða jóla- blaðinu, eins og við köllum það, er leikfang fljótgert og skemmtilegt, sem bömin munu hafa gaman af. Þetta er kisa, sem er næstum því lifandi, því að hún getur fett sig og brett eftir okkar eigin geð- þótta. Tilvalin jólagjöf handa barninu þínu. LEIÐRÉTTING. X frásögn um það, hvernig eigi að gera jólasæl- gæti heima, rugluðust nokkrar línur í síðasta kvennadálki. Marcipanuppskriftin var rétt, eins og hún er í blaðinu, en síðan á að standa: „Smjörið og rjóminn sett í pott og suðan látin koma upp. Hveit- ið er hrært saman við. Tekið af eldinum. Þegar deigið er orðið kalt, er flórsykurinn hnoðaður sam- an við,“ o. s. frv.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.