Dagur - 30.09.1985, Blaðsíða 1

Dagur - 30.09.1985, Blaðsíða 1
68. árgangur Akureyri, mánudagur 30. september 1985 109. tölublað „Meginhlutinn af okkar fyrir- greiðslu við fyrirtækin í bæn- um felst í lengingu lána, van- skilin hafa ekkert minnkað,“ sagði einn af útibússtjórum bankanna á Akureyri, að- spurður um greiðslustöðu fyrirtækja í bænum. Það eru helst fyrirtæki í bygg- ingariðnaði sem eru verulega illa stödd og einnig á ýmis smáiðnað- ur mjög í vök að verjast. Þeir útibússtjórar sem Dagur hafði samband við virtust vera á einu máli um það að ástandið væri slæmt og enginn bati fyrirsjá- anlegur á næstunni. Þó benti einn á að verkefni Slippstöðvarinnar fyrir Kanadamenn væri af hinu góða og hefði áhrif á stöðu fyrir- tækja langt út fyrir Slippstöðina sjálfa. Hann sagði að það vantaði bara fleiri verkefni sem færðu at- vinnu og peninga til bæjarins. Sá atvinnuvegur sem einna best er staddur um þessar mundir virðist, samkvæmt upplýsingum bankamanna, vera verslunin. „Hún blaktir," sagði einn þeirra. Skólasetning Menntaskólinn á Akureyri var sett- ur í 106. sinn í gær. í setningarræðu Tryggva Gíslasonar skólameistara kom m.a. fram að nemendur verða 723 í vetur, þar af 100 í öldunga- deild. Á myndinni má sjá nokkra nemendur spjalla saman að setningu lokinni. Mynd: KGA. Aö sögn lögreglunnar á Akur- eyri leið þessi helgi stórslysa- laust. Nokkur ölvun var á föstudagskvöldið og aðfarar- nótt laugardags í miðbænum og bárust lögreglunni 4 kærur um minni háttar líkamsárásir, allar á sama manninn. Laugar- dagskvöldið var hins vegar mjög rólegt. Þrír árekstrar urðu á Akureyri um helgina. Á föstudagskvöld skullu tveir bílar saman á Skipa- götu á móts við Ráðhústorg með þeim afleiðingum að flytja þurfti tvo farþega úr öðrum bílnum á sjúkrahús. Þeir fengu þó að fara heim skömmu síðar. I gær urðu svo tveir minni háttar árekstrar. í Húnavatnssýslum bar það helst til tíðinda að 3 ökumenn voru teknir, grunaðir um ölvun við akstur. Þykir það óvenju há tala þar um slóðir. Þá kom upp eldur í íbúðarhúsi á Blönduósi aðfararnótt laugardags. Mun hafa kviknað í út frá eldavél. íbúi í húsinu var fluttur á sjúkrahús til skoðunar, en reyndist ekki alvar- lega slasaður. Að öðru leyti var tíðindalaust hjá lögreglunni norðanlands um helgina. BB. Byggðastofnun Athugaðir verði kostir þess og galla flytja Byggðastofnun til Akureyrar Fyrir skömmu voru lagðar fram á fundi stjórnar Byggða- stofnunar tvær tillögur þess efnis að kannaðir yrðu mögu- leikar á því að stofnunin yrði flutt til Akureyrar. Önnur til- lagan kom frá sjálfstæðis- mönnunum Halldóri Blöndal og Ólafi G. Einarssyni og hin frá Geir Gunnarssyni Alþýðu- bandalagi og Sigfúsi Jónssyni Alþýðuflokki. Állir þessir menn hafa opin- berlega lýst yfir þeim vilja sínum að stofnunin skuli staðsett á Ak- ureyri. Aðrir stjónarmenn eru Eggert Haukdal, Ólafur Þ. Þórð- arson og Stefán Guðmundsson sem er formaður stjórnar. Á sl. miðvikudag var haldinn annar fundur í stjórn Byggðastofnunar en þar var framtíðarstaðsetning hennar ekki tekin til umræðu og verður það sennilega gert á næsta fundi sem haldinn verður 11. október nk. Reikna má með að þá verði ákveðið að láta fara fram könnun á því hvaða kosti og galla það kunni að hafa að flytja stofnunina til Akureyrar. Sú könnun gæti tekið einhverjar vik- ur eða mánuði en þegar niður- stöður hennar liggja fyrir mun stjórnin koma saman og ræða það hvort flytja skuli stofnunina til Akureyrar. að sögn Stefáns Guðmundssonar. Stefán kvaðst í samtali við Dag ekki vilja taka afstöðu til þess hvar hann teldi að stofnunin ætti að vera fyrr en áð lokinni þeirri könnun sem minnst er á hér að framan. Ef stjórn Byggðastofnunar ákveður að undangenginni rann- sókn að flytja stofnunina til Ak- ureyrar má fastlega gera ráð fvrir að frá því að ákvörðun hefur ver- ið tekin líði ekki skemmri tími en ár þar til flutningur fer fram. Stofnfundur Akureyrardeildar samtaka um jafnan rétt milli landshluta var haldinn að Hótel Varðborg í gærdag. Hér er Pétur Valdimarsson, einn forsvars- manna samtakanna, í ræðustól. Blönduvirkjun seinkar: - segir Gunnar Ríkharösson for- maður Iðnþróunarfélags A.-Rúnvetninga „Eftir því sem verkið gengur um áhrif seinkunar framkvæmd hægar fá heimamenn meira af v'ð Blönduvirkjun á atvinnulíf vinnunni því ef það kemur Blönduósi og í nágrenni. mikil pressa á verkið, þá höf- Gunnar sagði að þó nokku um við ekki mannskap til að hóPur verkamanna og smið gera neitt stórt.“ hefði ha^ vhinu v'ð uppslát steypuvinnu og jarðgangagerð o Þetta sagði Gunnar Ríkharðs- verður framkvæmdum við jarc son, framdvæmdastjóri Vél- göngin haldið áfram í vetur. Hir smiðju Kaupfélags A-Húnvetn- vegar væri lítið framundan hj inga og formaðui Iðnþróunarfé- smiðum og öðrum iðnaðarmönr iags A-Húnvetninga, aðspurður um á Blönduósi í vetur. -yl Greiðslustaða fyrirtækja á Akureyri

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.