Dagur - 30.09.1985, Side 6

Dagur - 30.09.1985, Side 6
6 - DAGUR - 30. september 1985 30. september 1985 - DAGUR - 7 íþróttitL knattspymu- maður Akureyrar Það kom manni svo sem ekkl mjög á óvart þegar Páll Magnússon tilkynnti fyrir hönd Knattspyrnuráðs Akureyrar að Halldór Áskelsson hefði verið útnefndur knatt- spyrnumaður Akureyrar 1985 í hófi er stjórn KRA hélt af því tiiefni. Halldór hefur spilað mjög vel í sumar með Þór í 1. deildinni og var valinn efnilegasti leikmaður 1. deildar af leikmönnum sjálfum eins og áður hefur komið fram í fréttum. Halldór hefur lcikið bæði með A-landsliði og landsliði skipað leikmönnum 21árs og yngri og staðið sig fráhærlega. Nú síðast á Spáni í síðustp viku, en þá lék Halldór með 21árs liðinu gegn spönskum jafnöldrum sínum í Evrópukeppninni í knattspyrnu. Spánverjar sigruðu í þeim leik með 1 marki gegn engu og misnotaði íslenska liðið vítaspyrnu sem Halldór ftskaði. Dagur óskar Halldóri til hamingju með sinn góða árangur og vonar að hann eigi eftir að gera enn betur á næsta ári. Þorieifur markakóngur K.R.A. „Það er ofsalega gaman aö skora mörk,“ sagði nýkrýndur markakóngur KRA Þorleif- ur Karlsson úr 6. fl. KA í fótbolta. „Við vorum meö góðan þjálfara sem heitir Njáll Eiðsson og sigruöum við í Pollamóti KSÍ og Eimskips sem var haldið hér á Akur- eyri í sumar," sagöi Þorleifur einnig. Já, hann hefur verið sannkallaður mark- varðahrellir hann Þorleifur. í sumar skoraði hann hvorki fleiri né færri en 54 mörk og þar af 12 í fjórum leikjum á vcgum KRA. Hann er því vel að tiflinum kominn. Félagi hans úr 6. fl. Leó Þorleifsson var einnig iðinn upp við mark andstæöinganna en hann skoraði 50 mörk í sumar. Stórieikur Sigmars þegar KA vann Þrótt KA vann þrótt örugglega með 27 mörkum gegn 21 I íþrótta- húsi Seljaskóla á laugardag í leik sem einkenndist af góðri markvörslu og mikilli baráttu. Jafnræði var með liðunum framan af fyrri hálfleik og var jafnt á öllum tölum upp að 7-7, en þá tóku Þróttarar smá kipp og skoruðu 2 mörk í röð og komust í 9-7 og náðu stærstu forystu sem sést hafði í leikn- um. En Þróttur var ekki lengi í paradís, því Erlingur skoraði 8. mark KA þegar um 10 mínútur voru til leikhlés og Pétur Bjarna- son bætti við tveimur fallegum mörkum í röð og þar með breytt- ist staðan snögglega í 10-9 KA í vil. Þá fór heldur að vænkast hag- ur norðanmanna og hinir þó nokkuð mörgu norðlendingar á áhorfendapöllunum tóku við sér. Segja má að restin af fyrri hálf- leik hafi verið eign KA-manna því þeir skoruðu 3 mörk í viðbót áður en Þróttarar skoruðu síð- asta mark hálfleiksins. Staðan því í leikhléi 13:10 fyrir KA. í síðari hálfleik var svo aldrei spurning hvort liðið mundi ganga með sigur af hólmi, þar sem vörnin þéttist hjá KA og Sigmar lokaði markinu langtímum sam- an og varði m.a. tvö vítaskot. Jafnframt því gekk sóknarleikur- inn vel upp og mikið var skorað af fallegum mörkum. Þrótturum tókst ekki einu sinni að nýta sér það að vera tveimur fleiri um tíma heldur skoruðu KA-menn þá tvö mörk í föð, fyrst Sigurður Pálsson með lúmsku skoti og svo Guðmundur Guðmundsson úr hraðaupphlaupi. Þegar 10 mínút- ur voru til leiksloka höfðu KA- menn náð 10 marka forystu 26:16, en leyfðu þá yngri og óreyndari mönnum að spreyta sig jafnframt því sem slakað var svo- lítið á, og Þróttarar minkuðu muninn um 4 mörk síðustu mín- úturnar. Lokastaðan eins og fyrr sagði 27:21 fyrir KA. KA-liðið spilaði nokkuð vel, en erfitt er að dæma getu þess af þessum leik vegna þess hve slakir Þróttararnir voru. Bestir í liðinu voru Sigmar markvörður sem varði 18 skot og þar af 2 vítaskot, Guðmundur Guðmundsson sem skoraði úr ýmsum færum, Erling- ur og Pétur Bjarnason, sem átti góða spretti en var helst til villtur á köflum. Hjá Þrótti voru Guð- mundur Jónsson markvörður og Konráð Jónsson bestir. Mörk KA skoruðu: Guðmund- ur 7, Pétur 5, Erlingur 5, Jón 4, Sigruður 2, Hafþór 2 og Þorleifur 2. ■ 7 í VW'v'V.. ýfc; Pétur Bjarnason lék vel fyrir sunnan um helgina. Mynd: KGA. Gústafáfram meðKA KA hefur endurráöiö Gústaf Baldvinsson til að þjálfa meistaraflokk félagsins næsta keppnistímabil. „Já, það er rétt, við gengum frá ráðningu Gústafs síðasta fimmtudag,“ sagði Stefán Gunnlaugsson formaður knattspyrnudeildar KA í samtali við Dag. Gústaf hefur þjálfað KA-liðið síðustu tvö ár og hefur verið al- menn ánægja með störf hans hjá félaginu en liðið var aðeins 1 stigi frá því að endurheimta sæti sitt í 1. deild í sumar, og verður það verkefni Gústafs að koma liðinu þangað á ný. Líkurnar á því ættu að vera mjög góðar ef þeim tekst að halda sama mannskap og var í sumar. Mörk Þróttara skoruðu: Kon- ráð 7(3), Birgir 3, Sigurjón 3 og aðrir minna. KA-menn voru reknir útaf í 16 mínútur en Þróttarar í 8 mínútur þá var Bergur Birgisson útilokað- ur frá leiknum á 28. mín. fyrir að henda boltanum í æðiskasti fram- an í Jón Kristjánsson, en áður hafði hann unnið sér það til frægðar í leiknum að gera tilraun til að slá Þorleif. Alveg furðuleg- ur leikmaður og undirritaður vonast til að sjá ekki fleiri slíka í vetur. Þróttur fékk 7 vítaköst en KA ekkert. Fremur slakir dómarar leiksins voru þeir Sigurður Bald- ursson og Þórður Sigurðsson. AE/Reykjavík. Gunnar Gunnarsson þjálfari og leikmaður Þórs. Sætur sigur á Stjömunni Gústaf Baldvinsson þjálfari KA. Mynd: KGA. „Þetta er mun sætari sigur heldur en í gær vegna þess að Stjarnan er með mun betra lið en Þróttur,“ sagði Guðmund- ur Guðmundsson eftir leikinn. „Þetta var miklu erfiðari leik- ur en betur spilaður af okkar hálfu,“ sagði Guðmundur einnig. Jafnræði var með liðunum framan af leiknum og jafnt á öll- um tölum upp að 6:6 og 20 mín. liðnar af leiknum og hafði Guð- mundur Guðmundsson skorað 5 af 6 mörkum KA en Sigurður Pálsson hafði skorað það 6. En þá skoruðu Stjörnumenn næstu 2 mörk og breyttu stöðunni í 8:6. Síðan skoruðu liðin á víxl fram að hálfleik og staðan í leikhléi 10:8 Stjörnunni í vil. KA-menn hófu seinni hálfleik á því að skora 5 mörk í röö, fyrst Jón 2,þá Þorleifur,síðan Jón 1 og svo Þorleifur aftur og breyttu stöðunni í 13:10 fyrir KA. Stjörnumenn skora sitt 11. mark og KA-menn skoruðu næstu 3 og staðan orðin 16:11 fyrir KA. Þá gripu Stjörnumenn til þess ráðs að taka þá bræður Erling og Jón úr umferð og um 15 mínútur eftir af leiknum. Stjarnan skoraði sitt 12. mark og Þorleifur svaraði fyrir KA og liðin skoruðu á víxl og staðan breyttist í 19:14, þá komu 3 Stjörnumörk í röð,en Logi bætti við 20. marki KA. Stjarnan skor- ar sitt 18. mark.Jón gerir 21:18 síðan 21:19, Erlingur skorar 22:19.Stjarnan skoraði næstu 2 og fóru að spila maður á mann, og mikil spenna farin að færast í leikinn. En Erlingur innsiglaði góðan sigur hálfri mínútu fyrir leikslok er hann skoraði 23. mark KA og lokatölur 23:21 KA í vil. ■ KA sigraði Stjörnuna spennandi leik 23:21 Sigmar spilaði mjög vel og varði 14 skot þár af 2 víti, en hann var rekinn útaf einu sinni og þá kom Þorvaldur inná og varði m.a. 1 víti. Aðrir er léku vel voru: Jón og Guðmundur. Flest mörk KA skoruðu Guðmundur 5, Jón 5, Logi 3, Erlingur 3, Þor- leifur 2 og aðrir minna. KA- menn voru alls 20 mínútur utan vallar og þá fékk Anton að líta rauða spjaldið í leiknum og þykir mönnum þeir spila nokkuð grimmt í vörninni. í heild spilaði liðið vel og er greinilegt að árang- ur mikilla æfinga er að koma í ljós. Miklar manna- breytingar í blaki „Mannabreytingar verða þó nokkrar bæði í kvenna- og ykarlaliðinu hjá KA í blaki, en þau leika bæði í 1. deUd,“ sagði Halldór Jónsson í viðtaii við Dag. Öldunga- mót GA Öldungamót Golfklúbbs Akur- eyrar fór fram i gær á Jaðarsvelli. Leiknar voru 18 holur og sigur- vegari án forgjafar varð Guðjón E. Jónsson á 79 höggum í 2. sæti varð Pétur Antonsson á 81 höggi og í 3. sæti Birgir Björnsson á 83. höggum. Með forgjöf sigraði Skjöldur Jónsson á 59 höggum í 2. sæti var Guðjón E. Jónsson á 62 höggum og í 3. sæti Sigurður Stefánsson á 64 höggum. „í karlaflokki verða 8 lið í einni deild og verður leikin tvö- föld umferð, að henni lokinni verður úrslitakeppni þar sem 4 efstu og 4 neðstu liðin leika saman. Lið númer 1 leikur við lið númer 4 og lið númer 2 við lið númer 3 og verður leikið þar til annað liðið hefur unnið 2 leiki, og þau 2 sem það gera spila síðan úrslitaleikinn. Hjá 4 neðstu lið- unum verður sama fyrirkomulag og það lið sem kemur best út þar fær sæti í 1. deild að ári en á næsta ári verður breytt skipulag á keppninni, því þá verður liðum fækkað um 3 og verða aðeins 5,“ sagði Halldór einnig. „í kvennaflokki eru 6 lið og spila stúlkurnar tvöfalda umferð og það lið sem þá er efst orðið ís- landsmeistari,“ sagði Halldór ennfremur. Þá kom einnig fram hjá Hall- dóri að deildakeppnin hæfist um mánaðamótin október-nóvember og yrði heimavöllur KA að öllum líkindum íþróttahús Glerárskóla. Umsjón: Kristján Kristjánsson Þór sigraði Völsung „Ég er þokkalega ánægður með vömina en það þarf að laga sóknarieikinn, en þetta var sætur sigur,“ sagði Gunnar Gunnarsson þjálfari Þórs eftir að þeir höfðu sigrað Völsung í 3. deildinni í handbolta. Völsungar náðu forystu í upp- hafi leiksins og voru yfir 1:0, 2:1 og 3:1 en þá jöfnuðu Þórsarar og komust yfir og breyttu stöðunni í 6:3. En þá skoraði Pálmi 4. mark Völsungs beint úr aukakasti. Þórsarar skoruðu sitt 7 mark og var það svolítið skrýtið. Bjarni Pétursson markvörður Völsunga varði þá glæsilega af línunni frá einum Þórsara, boltinn fór aftur fyrir markið, Bjarni stökk á eftir honum og ætlaði að gefa á Arnar, en boltinn fór í innkast, sem Þórsarar voru fljótir að taka og sendu þeir boltann beint í markið hjá Bjarna, dálítið ódýrt mark það. Völsungar héldu í við Þórsara í fyrri hálfleik og staðan í hálfleik 12:10 Þór í vil. Baldvin Heiðarsson skoraði 3 fyrstu mörkin fyrir Þór í upphafi síðari hálfleiks,en þeir Pétur og Helgi fyrir Völsunga á milli, og staðan orðin 15:12 Þór í vil. Aðalbjörn tók þá við af Baldvini og skoraði næstu þrjú mörk Þórs, en Arnar svaraði fyrir Völsung með tveim mörkum. Þá skora Þórsarar tvö mörk í röð og stað- an orðin 20:14 um miðjan síðari hálfleik, en Völsungum tókst að laga stöðuna aðeins fyrir leikslok en þó náðu þeir aldrei að ógna sigri Þórs. Lokastaðan var því 24:20 Þór í vil. Leikurinn var nokkuð harður og minna um að leikinn væri fal- legur handbolti, og fékk Aðal- björn Þórsari að líta rauða spjaldið fyrir þrjár brottvísanir. Bestu menn Völsungs voru Arnar, Pálmi og Pétur Pétursson. Hjá Þór voru þeir Aðalbjörn, Baldvin og Hermann markvörð- ur bestir. Mörk Völsungs skoruðu: Pálmi 8 (3), Arnar 5, Pétur 5 og Helgi Helga 2. Mörk Þórs skor- uðu: Baldvin 7, Jóhann 5, Aðal- björn 5 (1), Gunnar 4 (2) og Ing- ólfur 3. 7 Björn aftur í herbúðir Þórs. Mynd: KGA. Bjorn þjálfar Þór Þórsarar hafa ráðið Björn Árna- son sem þjálfara meistaraflokks karla í knattspyrnu næsta ár. „Við gengum frá þessum mál- um um helgina og við bindum rnjög miklar vonir við störf hans,“ sagði Árni Gunnarsson formaður knattspyrnudeildar Þórs. Björn er ekki ókunnugur í her- búðum Þórs, því hann þjálfaði liðið fyrir þremur árum með góð- um árangri, þeini besta þar til nú. Ef liðið helst svo til óbreytt næsta ár, ætti möguleiki á toppnum að vera töluverður. Þorsteinn Ólafsson. Þjálfar Þorsteinn Leiftur - eða verður hann áfram með Magna? „Jú, það er rétt það hafa tvö lið boðið mér að þjálfa næsta ár,“ sagði Þorsteinn Ólafsson er hann var spurður um þjálf- aramál sín. Þetta eru lið Magna á Grenivík og lið Leifturs frá Ólafsfírði sagði Þorsteinn einnig. En þessi mál eru í athugun hjá mér og skýrast á næstu dög- um sagði Þorsteinn að lokum. Það þarf engann að undra að Þorsteinn hafi nokkur tilboð upp á vasan því hann hefur get- ið sér gott orð sem þjálfari þann stutta tíma sern hann hefur starfað sem slíkur. | . j 1—X—2 Knatt- spymu úrslit Úrslit leikja í 10. umfcrð ensku knattspyrnunnar í 1. og 2. deild um helgina urdu þessi: 1. DEILD: Arsenal-Newcastle 0:0 x Aston Villa-Everton 0:0 x Coventry-W.B.A. 3:0 1 Leicester-Ipswich 1:0 1 Liverpool-Tottenham 4:1 1 | Man. IJnited South’pton 1:0 1 Oxford-Man. City 1:0 1 Q.P.R.-Birmingham 3:1 1 Sheffleld Wed.-Luton 3:2 1 West Ham-Nott’in For. 4:2 1 Watford-Chelsea 3:1 t 2.DEI1.D: Carlisle-Shrewsbury 0:2 Fulham-Brighton 1:0 Grimsby-Bradford 2:0 Leeds-Sheff. United 1:1 Middlesbro-Barnsley 0:0 Millwall-Oldham 0:1 Norwich-Hull C. 2:0 Portsmouth-Blackburn 3:0 1 Stoke-C. Palace 0:0 x Sunderland-Huddersfleld 1:0 Wimbledon-Charlton 3:1 1—X—2

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.