Dagur - 30.09.1985, Blaðsíða 4

Dagur - 30.09.1985, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 30. september 1985 Smælki: • Talnaglöggir menn halda því fram að rokkstjarnan Prince þéni 1408 milljónir á ári (já, þetta er ekki prentvilla). Þar með hefur hann skotið Michael Jackson ref fyrir rass, því Michael hefurekki „nema“ 1320 milljónir í árstekjur. Bruce Springsteen, sem löng- um hefur verið talinn tekjuhár í tónlistarheiminum, er í 3. sæti með 990 milljónir. Hvernig væri að skella sér í „bransann"? ? ? • Charles Bronson og Chuck Norris munu fá 88 milljónir króna hvor fyrir að leika aðal- hlutverkin í mynd sem ber heitið „The Delta Force“. Mynd þessi er byggð á sann- sögulegum atburðum og fjallar um gíslatökuna í Beirút. Kvik- myndatakan hófst í ísrael i byrjun september. • Heyrst hefur að Warren Beatty muni fá sem samsvarar 220 milljónum króna fyrir að skrifa handrit, leikstýra og leika sjálfur aðalhlutverkið í mynd sem byggð verður á einni af fjölmörgum sögum breska rithöfundarins Dick Tracy. Tökur munu hefjast á næstunni. Kota- sæla • Hann heitir Tom Platz þessi gjörvu- legi maður hér á myndinni og ekki er ólíklegt að hann hafi eitthvað verið að dunda sér í líkams- rækt. Annars hafa menn skiptar skoðanir á þessari tálgun líkamans. Sumum finnst þetta ógeðslegt, meðan að aðrir segja að maður verði eins og Kotasælan: Fitulítill og freistandi. „Æ, æ“ „Þetta virðist vera hálf- gert hundalíf hjá þér, fé- lagi. Hresstu þig upp og komdu að leika.“ . * • Þessir yndislegu apar fæddust í Twycross dýra- garðinum í Englandi fyrir skömmu. Mæður þeirra höfnuðu þeim einhverra hluta vegna og þeir lentu því í manna höndum og fengu bleiur og svoleiðis. Vonandi halda þeir heilsu og verða hamingjiusamir. Þeir eru, talið frá vinstri: Becky, 2ja vikna sjimpansi, Lee Lee, 3ja vikna orangutan og As- ante, 8 daga gömul górilla. Splass!600krónur takk! Það verður seint hægt að segja að þá skorti hugmynda- flug þarna úti í Bandaríkjunum og uppátæki þeirra oft á tíðum ótrúleg. Ray Jones frá Austin í Kaliforníu stofnaði fyrir skömmu mjög óvenjulegt fyrirtæki sem þó hefur gert það ansi gott það sem af er. Fyrirtæki hans þrífst á tengdamömmum, ef svo má að orði komast. Málið snýst nefnilega um það, að ef þú vilt ná þér niður á tengdamömmu þá hefur þú samband við þetta fyrirtæki og það tekur að sér að móðga tengdamömmu opinberlega fyrir 1250 krónur. Hins vegar kostar það 600 krónur í viðbót ef þú vilt að þessir ósvífnu menn gangi svo langt að slengja rjóma- tertu í andlit hinnar grandalausu tengdamóður. „Reksturinn gengur mjög vel,“ segir Ray Jones og glottir illgirnislega, „og það er fullbókað fram í apríl á næsta ári. Og hver einasti maður hingað til hefur viljað fulla þjón- ustu.“ Já, það er víst ábyggilegt að ósvífninni eru engin takmörk sett þegar gróðafíknin er annars vegar. # Grenn- ingargos Eitt af þefm verkefnum sem aldrei þrýtur á íslandi á meðan íslensk tunga er við Ifðf er að semja heiti á nýja hluti og hugtök sem ekki hafa verið nefnd áður á íslensku. Velunnara S&S hefur dottlð i hug ágætis orð sem skeyta mætti framan við nöfn þeirra gosdrykkja sem innihalda minni sykur en aðrir og auðkenndir hafa verið með enska orðinu „diet*‘ sem þýðir sérfæði, í þessu tilfelii megrunar- fæðí. Þarna mætti sem best nota í staðinn orðið „grenningar...** sem kæmi framan við „gos“ og út- koman yrði þá „grenníng- argos“, orð sem fellur vel að íslenskum málfræði- reglum og beygist eins og bros. # Of hratt Það bar til fyrir nokkru að maður nokkur var að flýta sér á bílnum sínum úti á þjóðvegi. Hann fór of hratt í beygju og bíllinn sentist ut í móa. Bílstjórinn slapp naumlega lifandi með brotínn hrygg og fleira skaddað. Að dreif fljót- lega lögreglu og sjúkrabíl og var meðvitundarlaus maðurinn borinn í sjúkra- bílinn. Þá kemst hann til meðvitundar og einn af lögregluþjónunum spyr hann hversu hratt hafí verið ekíð. Lerkaður bíl- stjórinn stynur því upp að hann hafi verið á um 90 km hraða. # Sekt Bílstjórinn náði sér eftir meiðslin og varð að flestu leyti heili heifsu. Svo fær hann bréf frá lögreglunni, þar sem honum er gert að mæta fyrir sýslumanns- fulltrúa, sakaður um of hraðan akstur, dagfnn sem hann lenti í áður- nefndu slysi. Manninum þótti þetta heldur harka- legt og hringdi í sýslu- mann. Sagði þetta vera ósvífni og ekki kæmi til greina að hann borgaðf. Sýslumaður brást vel við, sagði þetta hljóta að vera einhver mistök og málið var látið niður falla. En það er ekki að spyrja að árvekni lögregluþjóna, né heldur staðföstu „Kerf- inu“. á Ijósvakanum. \siónyarrM Þjóðverjar og heimsstyrjöldin síðari. MANUDAGUR 30. september 19.25 Aftanstund. Barnaþáttur. Tommi og Jenni, Hananú, brúðu- mynd frá Tékkóslavíu og Strákamir og stjaman, teiknimynd frá Tékkóslóvakíu, sögumað- ur Viðar Eggertsson. 19.50 Fréttaágrip á tákn- máli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 íþróttir. Umsjónarmaður: Bjami Felixson. 21.10 Næst á dagskrá... Þáttur sem Ríkisútvarpið hefur látið gera um sjón- varp og hljóðvarp og er meðal kynningarefnis þess á sýningunni „Heim- ilið ’85“. Þessari kynning- armynd er ætlað að gefa nokkra hugmynd um þá fjölþættu starfsemi sem fram fer á vegum Ríkisút- varpsins. Hljóð: Halldór Bragason. Handrit og þulur: Sigrún Stefánsdóttir. Kvikmyndataka, klipping og umsjón: Rúnar Gunn- arsson. 21.35 Fílabeinsturn. (Ebony Tower) Bresk sjónvarpsmynd frá árinu 1984, byggð á sögu eftir John Fowles. Leikstjóri: Robert Knight. Aðalhlutverk: Laurence Ohvier, Roger Rees, Greta Scacchi og Toyah Willcox. Ungum rithöfundi er falið að rita bók um lífshlaup frægs málara. Sá hefur dregið sig í hlé og býr á bóndabæ í Frakklandi ásamt tveimur stúlkum. Þýðandi: Jón O. Edwald. 22.55 Fréttir í dagskrárlok. \útvarp\ MANUDAGUR 30 september 7.00 Veðurfregnir • Fréttir • Bæn. 7.15 Morgunvaktin Gunnar Kvaran, Sigríður Árnadóttir og Hanna G. Sigurðardóttir. 7.20 Leikfimi • Tilkynning- ar. 8.00 Fréttir • Tilkynningar. 8.15 Veðurfregnir. 9.00 Fréttir. 9.20 Morgunstund barn- anna: „Sætukoppur" eftir Judy Blume. Bryndís Víglundsdóttir les þýðingu sína (3). 9.20 Leikfimi • Tilkynning- ar • Tónleikar. 9.45 Búnaðarþáttur. Óttar Geirsson ræðir um heimaöflun í landbúnaði. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Lesið úr forustugrein- um landsmálablaða • Tón- leikar. 11.10 Ór atvinnulífinu - Stjómun og rekstur. Umsjón: Smári Sigurðsson og Þorleifur Finnsson. 11.30 Létttónlist. 12.00 Dagskrá • Tilkynning- ar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir • Til- kynningar • Tónleikar. 13.20 Inn og út um glugg- ann. Umsjón: Sverrir Guðjóns- son. 13.30 Útivist. Þáttur í umsjá Sigurðar Sigurðarsonar. 14.00 „Á ströndinni" eftir Nevil Shute. Njörður P. Njarðvík þýðingu sína (7). 14.30 íslensk tónlist. 15.15 Útilegumenn. Endurtekinn þáttur ings Sigurðarsonar laugardegi. (RÚVAK) 15.45 Tilkynningar • Tón- leikar. 16.00 Fréttir • Dagskrá. les Erl- frá 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Síðdegistónleikar. 17.05 Sögur úr „Sólskins- dögum" eftir Jón Sveins- son. Ragnheiður Gyða Jóns- dóttir lýkur lestri sögunn- ar „Völvan" og Ágústa Ól- afsdóttir byrjar lestur sögunnar „Sýnin hans Kjartans litla" í þýðingu Freysteins Gunnarssonar. 17.40 Síðdegisútvarp. - Sverrir Gauti Diego. Tónleikar • Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir ■ Dag- skrá kvöldsins. 19.00 Fróttir • Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál. Guðvarður Már Gunn- laugsson flytur þáttinn. 19.40 Um daginn og veginn. Ásta Sigurðardóttir, Akur- eyri, talar. 20.00 Lög unga fólksins. 20.40 Kvöldvaka. a. Sagnir af byggingu Ölfusárbrúar. Þorbjörn Sigurðsson les síðari hluta frásagnar Jóns Gíslasonar. b. Ríki kötturinn hennar Oddnýjar á Hraunsnefi. Torfi Jónsson les frásögn Guðmundar Illugasonar. c. Bmninn á Reynistað. Björn Dúason les frásögu- þátt sem greinir frá at- burðum í Skagafirði á 18. öld. 21.30 Útvarpssagan: „Ein- semd langhlauparans" eftir Alan Sillitoe. Kristján Viggósson les þýðingu sína (3). 22.00 Fréttir Dagskrá morgundagsins. 22.15 Veðurfregnir • Orð kvöldsins. 22.35 Fjölskyldan í nú- tímasamfélagi. Síðasti þáttur Einars Krist-, : jánssonar. 23.10 Nútímatónlist. Þorkell Sigurbjömsson kynnir. 24.00 Fréttir • Dagskrárlok. I rás 21 MÁNUDAGUR 30. september 10.00-12.00 Morgunþáttur. Stjórnandi: Ásgeir Tómas- son. 14.00-15.00 Út um hvippinn og hvappinn. Stjómandi: Inger Anna Aikman. 15.00-16.00 Sögur af svið- inu. Stjórnandi: Sigurður Þór Salvarsson. 16.00-17.00 Nálaraugað. Reggítónlist. Stjómandi: Jónatan Garð- arsson. 17.00-18.00 Rokkrásin. Kynning á þekktri hljóm- sveit eða tónlistarmanni. Stjómendur: Snorri Már Skúlason og Skúli Helga- son. 3ja mín. fréttir kl. 11, 15,16, og 17.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.