Dagur - 30.09.1985, Side 9

Dagur - 30.09.1985, Side 9
fokdreifat 30. september 1985 - DAGUR - 9 Eins og kunnugt er mörgum, einkum Eyfiröingum og þá helst hestamönnum af því kyni, þá hefur Herbert „Kóki“ Olason verið búsettur í Þýskalandi um skeið. Þar sinn- ir hann áhugamálum sínum sem flest munu tengjast hesta- mennskunni. Hann ritaði bréf til Eiðfaxa sem birtist í 8. tölu- blaði þess og ræddi þar meðal annars um brautryðjandastarf Gunnars Bjarnasonar í því að kynna íslenska hestinn í meg- inlandi Evrópu. Kóki segir m.a. í bréfi sínu: „Því miður eru alltaf margir heima sem halda að það sé eng- inn vandi að selja hesta hérna á meginlandinu, það sé nóg að koma með flugvél fuila af hestum og á flugvellinum bíði kaupendur í röðum eftir þeim og þeir rifnir út. Því miður er þetta ekki svona. Þetta er harður „business" og kemur þar margt til, mikil ræktun Þjóðverja, efnahagsástand síðari ára, sumarexem, óheyrilega mik- ill flutningskostnaður, tollar og fl. En öll él birtir um síðir. Efna- hagsástand er á batavegi hér í Þýskalandi, nýjustu fréttir af sumarexeminu eru mjög hug- hreystandi, sennilega er búið að finna varanlegt lyf við því og ef það reynist rétt fer boltinn, sem Gunnar bjó til forðum, aftur af stað með meiri hraða en áður. En þá ætlum við að torvelda Fríðþjófar - skemmtilegt nýyrði „Tæknin á bak við Friðþjóf- ana“ - fyrirsögn í fréttabréfi Landssambands hjálparsveita skáta - vakti athygli okkar. Hér er að sjálfsögðu ekki um það að ræða að einhver önnur tækni sé notuð til að geta menn, sem síðar fá nafnið Friðþjófur, heldur er hér um að ræða boðunarkerfi sem veldur byltingu í neyðarút- köllum, eins og segir í frétta- bréfinu. Upphaf klausunnar er svohljóðandi: Tilgangur boðunarkerfis er að ná til einstaklinga og hópa, á fljótan og öruggan hátt, gefa upplýsingar um hvað þeir eigi að gera og hvert þeir eigi að fara. Þetta er gert með því að senda fyrirfram ákveðin tónmerki í gegnum þar til gerð viðtæki sem einstaklingarnir bera á sér. Kerfið samanstendur af sendi, loftneti, tóngjafa (stjórnborði) og viðtækjum (friðþjófum). allt saman með bjánalegum regl- um um útflutningstoll o.s.frv. Er það annars ekki dásamlegt fyrir bóndann og framleiðandann að hann þurfi frekar að senda hryss- una í sláturhús fyrir fimm þúsund kr. og fá það seint og illa borgað, frekar en að selja hana út fyrir 29 þúsund. Vonandi fær svona hugs- unarháttur ekki hljómgrunn. Mig skal ekki undra þó að líkaböng hafi farið að hringja í hausnum á Gunnari þegar þetta kom upp. í 16. tbl. Freys skrifar Oddný Guðmundsdóttir, forstöðu- maður Ferðaþjónustu bænda, hugleiðingar um sveitadvöl barna. Hún telur m.a. að sveitafólk sem tekur börn til sumardvalar þurfi að stofna með sér félag, en gefum henni orðið: Áður fyrr var þetta allt einfald- ara. Þá voru börniri send í sveit strax á vorin til að létta undir við bústörfin. Þá var hver hönd vel þegin sem gat haldið um hrífu- skaft. Flestir áttu þá vini eða ætt- ingja í sveitinni sem þeir gátu sent börnin til. Núna er ekki eins algengt að fólk eigi vini eða ætt- ingja í sveitum. Bæði hefur fólki fækkað í sveitum og þörfin fyrir liðléttinga hefur minnkað. En þörfin á að koma börnum í sveit hefur síst minnkað. Kannski hefur aldrei verið brýnna en núna að eiga kost á góðum sveitaheim- ilum fyrir börn. Nútíminn með allri sinni vélatækni dregur nefni- lega stóran dilk á eftir sér. Með auknum vinnuafköstum eykst hraðinn og streitan í sama hlut- falli. Þrátt fyrir alla vélatækni vinnur fólk á íslandi mjög mikið. Verðbólgan og lífsgæðakapp- hlaupið knýr það til að vinna óvenju langan vinnudag. Margir vinna eftir bónuskerfi til að afla nægilegra tekna, en það eru þau vélrænustu og sálarlega erfiðustu vinnubrögð sem hægt er að hugsa sér. Að loknum erfiðum vinnu- degi er oft leitað hvíldar yfir sjónvarpi eða myndböndum. Mannlegi þátturinn í daglegum samskiptum gleymist því miður oft eða það er ekki tími til að sinna honum. Blessuð börnin „Varia verður héraðs- brestur" „Ég var haldinn einhverri framúrstefnudellu,“ segir Sig- urjón Sæmundsson, prent- smiðjustjóri á Siglufirði, í við- tali við Iðnaðarblaðið nýlega. Hann hefur starfrækt prent- smiðju á Sigló í hálfa öld, en er auk þess kunnur söngmaður og frumkvöðull í tónlistarmálum. Hann var spurður um framtíð- ina í umræddu viðtali: - Um það er lítið að segja fyrir mann á mínum aldri. Og varla verður héraðsbrestur þó að svona gamalt sprek hrökkvi í tvennt. Starfsemi manna í svona litlu byggðarlagi er lítið efni til frá- sagnar, en ég álít að dugnaður, árvekni og markviss tækniþróun verði alltaf að vera til staðar, hvort sem starfssviðið er lítið eða stórt. Áfram skal haldið, traust- lega byggt upp og umfram allt er nauðsynlegt að menn missi aldrei trúna á bjarta og örugga framtíð, sagði Sigurjón Sæmundsson að lokum. okkar sem bera framtíð landsins á herðum sér verða stundum sál- arlega heft eða andlega einangr- uð í samfélagi hraða og tölvu- væðingar. Enginn hefur tíma til að sinna þeim og smám saman verða þau að félagslegu vanda- máli sem þarf að leysa. Þá er leit- að til félagsráðgjafa eða geð- lækna sem eru vaxandi stéttir í dag, en þekktust lítt eða ekki á blómaskeiði hrífunnar. Þegar félagsfræðingar. sál- fræðingar eða geðlæknar eru bún- ir að skoða barnið, þá hljóðar lyfseðillinn oft eftirfarandi: „sendið barnið í sveit". Vanda- málinu er vísað til Félagsmála- stofnunar og hún er látin finna gott sveitaheimili fyrir barnið. Hvernig stendur á þessu? Er betra fólk í sveit en í bæ? Svarið er einfaldlega að svo er ekki. Mannfólkið er alls staðar eins og mennirnir eru eins misjafnir og þeir eru margir. En aðstæðurnar eru betri í sveit en í bæ til að ala upp börn. Atvinnuhættirnir gera það að verkum að fjölskyldan getur verið saman við störf og leik. Það er hægt að tala við börnin á meðan verkunum er sinnt og þau geta tekið þátt í að gefa dýrunum, mjólka kýrnar, marka lömbin eða rýja féð. Það eitt að umgangast dýr höfðar til þess besta í manninum. Dýrin eru lifandi verur sem maðurinn ber ábyrgð á. Barn sem vantar traust og hlýju, finnur þetta oft í félags- skap dýranna. Einnig verkar kyrrðin og nálægð náttúrunnar mjög róandi á sálarlífið. Það eitt að heyra hjalið í bæjarlæknum getur verið læknismeðal. Á blómaskeiði hrífunnar - þekktust tæpast félagsráðgjafar og geðlæknar MYNDLISTASKÓLINN Á AKUREYRI Almenn námskeið Myndlistaskólans á Akureyri 3. október til 23. janúar Teiknun og málun fyrír börn og unglinga 1. fl. 5 og 6 ára. Einu sinni í viku. 2. fl. 6 og 7 ára. Einu sinni í viku. 3. fl. 8-10 ára. Einu sinni í viku. 4. fl. 10-12 ára. Einu sinni í viku. 5. fl. 13-15 ára. Einu sinni í viku. Teiknun og málun fyrir fullorðna Byrjendanámskeið I. Tvisvar í viku. Byrjendanámskeið II. Tvisvar í viku. Framhaldsnámskeið I. Tvisvar í viku Framhaldsnámskeið II. Tvisvar í viku. Myndlistardeild I. Tvisvar í viku. Myndlistardeild II. Tvisvar í viku. Skrift og leturgerð Byrjendanámskeið I. Tvisvar í viku. Byrjendanámskeið II. Tvisvar í viku. Módelteiknun Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Framhaldsnámskeið. Tvisvar í viku. Byggingarlist Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. A uglýsingagerð Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Allar nánari upplýsingar og innritun í síma 24958 virka daga kl. 13.00-18.00. Skólastjóri. Frá Sláturhúsi KEA Slátursala og kjötsala er í fullum gangi Við viljum vekja athygli á að í sláturtíðinni er gefinn afsláttur, kr. 10,- af hverju kílói kjöts sem er selt ófryst í heilum skrokkum. Uppl. í síma 21400-227. Sláturhús KEA. LYFTARAR Eigum til afgreiðslu nú þegar mikið úrval notaðra rafmagns- og diesellyftara, ennfremur snúninga- og hliðarfærslur. Tökum lyftara upp í uppgerðan, leigjum lyftara, flytjum lyft- ara. Varahluta- og viðgerðaþjónusta. Líttu inn - við gerum þér tilboð. Tökum lyftara í umboðssölu. LYFTARASALAN HF. Vitastíg 3, símar 26455 og 12452. Björn Sigurðsson • Baldursbrekku 7 • Símar 41534 • Sérleyfisferðir • Hópferðir • Sætaferðir ■ Vöruflutningar HÚSAVÍK - AKUREYRI - HÚSAVÍK VETRARÁÆTLUN FRÁ 16. SEPTEMBER 1985. S M Þ M Fi Fö L Frá Húsavík kl. 18 9 9 9 Frá Akureyri kl. 21 16 16 17 Geymið auglýsinguna. Sérleyfishafi.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.