Dagur - 30.09.1985, Side 11

Dagur - 30.09.1985, Side 11
30. september 1985 - DAGUR - 11 , 90 ára: Óli P. Kristjánsson - fyrrverandi póstmeistari á Akureyri Níræður varð sl. laugardag læri- faðir minn, ÓIi P. Kristjánsson, fyrrverandi póstmeistari á Akur- eyri. Pað tilheyrir að geta um ætt og uppruna, þó þetta eigi aðeins að vera stutt afmæliskveðja. Óli er fæddur á Blönduósi þann 28. september 1895. Foreldrar hans voru hjónin Sigríður Sigurðar- dóttir, kölluð „vert“ og Kristján Halldórsson, smiður. Gagnfræð- ingur varð Óli hér á Akureyri árið 1914 og byrjaði þá að vinna hjá mági sínum, Þorsteini Bjarnasyni, kaupmanni á Blönduósi og síðar vann hann við vegavinnu víða í Húnavatns- sýslu. Þann 23. júní 1918 gekk Óli að eiga heitkonu sína, Jósefínu Páls- dóttur, sem ættuð var úr Vatns- dal. Foreldrar hennar voru hjón- in Hólmfríður Hannesdóttir og Páll Halldórsson. Jósefína andaðist árið 1975. Jósefínu og Óla varð þriggja barna auðið: Elstur er Sigurður, læknir á Ak- ureyri, kvæntur Herdísi Stein- grímsdóttur. Pá Hjördís, varð- stjóri hjá Pósti og síma, Akur- eyri, maður hennar var Jóhann G. Guðmundsson, sem var eftir- maður Óla í póstmeistaraemb- ættinu. Jóhann andaðist árið 1980. Yngst var Edda, en hún lést aðeins eins árs gömul. Haustið 1918 fluttu Jósefína og Óli frá Blönduósi til Akureyrar og árið eftir réð hann sig til starfa á Póststofunni á Akureyri, hjá Möller póstmeistara og síðan eftirmanni hans Guðmundi Bergssyni. Þar fann Óli sinn starfsvettvang, því það má með sanni segja að þar var réttur mað- ur á réttum stað. Óli var settur póstmeistari árið 1923 og skipaður frá 1. október 1924. Pví starfi gegndi hann til ársloka 1965, er hann lét af störf- um fyrir aldurs sakir. Óli er einn af þeim prúðu mönnum, sem byggja þetta land, ljúfur og góð- ur húsbóndi, en þó fastur fyrir og veit ég að ég mæli fyrir munn okkar allra, gömlu starfsmanna hans, að betri yfirmann er vart hægt að finna. Ekki má gleyma að geta allra gleðistundanna, sem hann tók þátt í með okkur að loknum vinnudegi. Óli er einn af þeim mönnum, sem setja svip sinn á bæinn, því svo mikinn persónuleika ber hann, en aldurinn er aðeins far- inn að segja til sín og þar af leið- andi hefur daglegum gönguferð- um hans á gamla vinnustaðinn fækkað. Óli hefur unnið mikið að félagsmálum, t.d. innan Odd- fellowreglunnar og Rótarýklúbbs Akureyrar, auk þess sem hann var einn af stofnendum Golf- klúbbs Akureyrar. Honum var veitt fálkaorðan árið 1970. Um leið og við hjónin sendum Óla og ættingjum hans okkar innilegustu hamingjuóskir á þess- um tímamótum, þakka ég honum af alhug föðurlega handleiðslu í gegnum árin, bæði í starfi og þar fyrir utan. Gísli J. Eyland. Viðskipti við útlönd: Nauðungaruppboð annað og síðasta á Smárahlíð 9L, Akureyri, íalinni eign ívars Sigurjónssonar, fer fram eftir kröfu veðdeildar Landsbanka fslands, innheimtumanns ríkissjóðs og bæjargjaldkerans á Akureyri á fasteigninni sjálfri föstudaginn 4. október 1985 kl. 14.00. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Sunnuhlíð 12, X-hluta, Akureyri, þingl. eign Smára hf., ferfram eftir kröfu Verslunarbanka íslands hf., bæjargjaldkerans á Akureyri, innheimtumanns ríkissjóðs og Ólafs Axelssonar hrl. á fasteigninni sjálfri föstudaginn 4. októ- ber 1985 kl. 17.30. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Sunnuhlíð 12, V-hluta, Akureyri, þingl. eign Smára hf., ferfram eftir kröfu Verslunarbanka fslands hf., innheimtumanns rlkissjóðs og bæjargjaldkerans á Akureyri á fasteigninni sjálfri föstudaginn 4. október 1985 kl. 17.15. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 61., 67. og 70 tbl. Lögbirtingablaðsins 1985 á fasteigninni Strandgötu 23 (skúrbyggingu), Akureyri, þingl. eign Þorsteins Gunnarssonar o.fl., fer fram eftir kröfu Jóns Þóroddssonar hdl., Björns Þorsteinssonar hdl., Guðjóns Á. Jónssonar hdl. og bæjargjaldkerans á Akureyri á fasteigninni sjálfri föstudaginn 4. október 1985 kl. 16.45. Bæjarfógetinn á Akureyri. Hagstæð um 765 millj. kr. í ágúst í ágústmánuði sl. voru fluttar út vörur fyrir 3.232 millj. kr. en inn fyrir 2.467 millj. kr. fob. Yöruskiptajöfnuðurinn var því hagstæður um 765 mUlj. kr. en var hagstæður um 162 millj. kr. í ágúst í fyrra. Fyrstu átta mánuði þessa árs voru fluttar út vörur fyrir 22.074 millj. kr. en innfyrir 21.230 millj. kr. fob. Vöruskiptajöfnuðurinn það sem af er árinu er því hag- stæður um 844 millj. kr. en á sama tíma í fyrra var 475 millj. kr. halli á vöruskiptum við útlönd. Á föstu gengi var útflutnings- verðmætið fyrstu átta mánuði ársins 16% meira en á sama tíma í fyrra. Þar af var verðmæti sjáv- arafurða 22% meira, verðmæti kísiljárns 23% meira, en verð- mæti útflutts áls 19% minna en fyrstu átta mánuði sl. árs. Loks var annar vöruútflutningur en hér hefur verið talin 20% meiri að verðmæti fyrstu átta mánuði þessa árs en á sama tímabili í fyrra. Verðmæti vöruinnflutningsins (reiknað á föstu gengi) var 8% meira fyrstu átta mánuði þessa árs en á sama tímabili í fyrra. Við samanburð af þessu tagi þarf að hafa í huga, að innflutningur skipa og flugvéla, innflutningur til stóriðju og virkjana og olíu- innflutningur er yfirleitt mjög breytilegur innan árs eða frá einu ári til annars. Séu þessir liðir frá- taldir reynist annar innflutningur (um 75% af innflutningnum á þessu ári) hafa verið 6% meiri en fyrstu átta mánuði sl. árs. Framsóknarfélag Akureyrar Bæjarmálafundur veröur mánudaginn 30. sept- ember kl. 20.00. Athugið nýjan fundarstað að Eiðsvallagötu 6. Alþingismennirnir Ingvar Gíslason, Stefán Valgeirsson og Guðmundur Bjarnason halda almenna stjórnmálafundi sem hér segir: Miðv.d. 2. okt. kl. 21 Bergþórshvoll Dalvík Fimmtud. 3. okt. kl. 21 Tjarnarborg Ólafsfirði Föstud. 4. okt. kl. 21 Samkomuhúsið Grenivík Framsóknarflokkurinn. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 41., 45. og 48 tbl. Lögbirtingablaðsins 1984 á fasteigninni Lækjargötu 11 a, Akureyri, þingl. eign Birgis Ottesen, fer fram eftir kröfu Tryggingastofnunar ríkisins, Björns J. Arnviðarsonar hdl. og bæjargjaldkerans á Akureyri á fasteigninni sjálfri föstudaginn 4. október 1985 kl. 17.00. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 61., 67. og 70 tbl. Lögbirtingablaðsins 1985 á fasteigninni Áshlíð 7, Akureyri, þingl. eign Friðriks Friðriks- sonar, fer fram eftir kröfu Jóns Ingólfssonar hdl. og Guðjóns Á. Jónssonar hdl. á fasteigninni sjálfri föstudaginn 4. október 1985 kl. 14.30. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 61., 67. og 70 tbl. Lögbirtingablaðsins 1985 á fasteigninni Sólvangi v/Höfðahlíð, Akureyri, þingl. eign Friðr- iks J. Friðrikssonar o.fl., fer fram eftir kröfu Jóns Ingólfssonar hdl. á fasteigninni sjálfri föstudaginn 4. október 1985 kl. 16.30. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 61., 67. og 70 tbl. Lögbirtingablaðsins 1985 á fasteigninni Borgarhlíð 7f, Akureyri, þingl. eign Vilbergs Pálmasonar, fer fram eftir kröfu Vilhjálms Vilhjálmssonar hdl. og bæjargjaldkerans á Akureyri á fasteigninni sjálfri föstudag- inn 4. október 1985 kl. 15.15. Bæjarfógetinn á Akureyri. f STAÐAR NEM! Öll hjól eiga að stöðvast algerlega áðuren að stöðvunarlínu er komið. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Ægisgötu 23, Akureyri, þingl. eign Sigurð- ar Pálmasonar, fer fram eftir kröfu Gunnars Sólnes hrl. og Ólafs B. Árnasonar hdl. á fasteigninni sjálfri föstudaginn 4. október 1985 kl. 13.45. Bæjarfógetinn á Akureyri.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.