Dagur - 30.09.1985, Blaðsíða 8

Dagur - 30.09.1985, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 30. september 1935 „F :imm“ í viðtali - „Það er ekki vegna þess að við eigum svo leiðinlegar konur" i: SHj <*’ ■■ ; W.i'í i w fi ; i i ^ |fl* i s * 4IRHIRHR^| e ■ I dMkJB mm Í^|||Í|||||||||^^ Peir eru engir öldung- ar, en samt hafa þeir leikið í hljómsveitum frá 20 og upp í 28 ár, með hléum að vísu. Þekktustu hljómsveitir sem þeir hafa myndað kjarnana í eru Húsa- víkur-Haukar, Víbrar og Stuðlar. ífyrrahaust stofnuðu þeir nýja hljómsveit er kallast einfaldlega „Fimm“, og léku þeir á dans- leikjum víða um Norðurland, með miklufjöri ífyrravetur. - Nöfn og hljóðfæri? „Nú við heitum Sigurður Frið- riksson hljómborðsleikari, Leifur Vilhelm Baldursson gítar, Stefán Helgason trommur, Hafliði Jó- steinsson sem sér um söng ásamt hinum og Karl Hálfdánarson bassaleikari og umboðsmaður.“ - Hvaða tegund tónlistar leik- ið þið helst? „Dinermúsík, gömlu dansana og nýju, einnig erum við að hugsa um að bjóða upp á skemmtiatriði, þegar líða tekur á árshátíðarvertíðina. Við höfum nýlega hafið æfingar aftur og erum bókaðir á fyrsta dansleik- inn um mánaðamótin." - Hafa ekki orðið miklar breytingar á tónlistinni og dans- leikjunum öll þessi ár? „Eg sé ekki neinar stórbreyt- ingar á dansleikjunum, en ég hald að melódían sé að koma aftur,“ segir Vilhelm. Eftir mikar umræður hjá fimm- menningunum sættast þeir á að áfengisneysla hafi heldur aukist og einkum meðal yngri aldurs- hópa. - Nú eruð þið allir fjölskyldu- menn, hvernig nennið þið að æfa kvöld eftir kvöld og spila á dans- leikum um helgar? „Það er ekki vegna þess að við eigum svo leiðinlegar konur,“ segir Sigurður. „Nú og svo fáum við aur til að borga saltið í graut- inn.“ - Borðið þið þá mikiö saltan graut? Nú svöruðu allir í einu og reyna varð að sjá hvað þeir sögðu því ekki heyrðist það. Ekki virt- ust þeir vilja játa á sig saltneyslu í því magni að þeim yrði meint af á nokkurn hátt. Hafliði svaraði síðan fyrri spurningunni. „Það er ekki auðvelt að losna við þessa bakteríu, það er gaman að skemmta fólki og svo er það mjög góður félagsskapur að starfa í svona hljómsveit." „Ástæðan er að þetta er áhuga- mál og svo er félagsskapurinn góður,“ segir Vilhelm. Nú ferðist þið mikið um á vet- urna í sambandi við dansleika- hald, lendið þið ekki oft í svaðil- förum og ævintýrum? „Það var ævintýri að fara til Grímseyjar í maí í vor. Við fór- um með Samkór Dalvíkur, sem hélt söngskemmtun og gaf ágóð- an til sundlaugarbyggingar í Grímsey. Farartækin sem við notuðum voru frá hraðbátum upp í varðskip. Þetta var mjög eftirminnileg ferð sem tókst frá- bærlega vel, það var besta veður sem komið hafði í eyjunni í ára- raðir, og þar eru mjög sjaldan haldin svona böll. Núna er beðið eftir okkur út í Grímsey,“ segir Hafliði og Stefán bætir við: „Og næst höldum við ball í Kolbeins- ey á leiðinni til Grímseyjar." „Þú spurðir um svaðilfarir," segir Sigurður hugsandi. Það versta sem ég hef lent í var blindstórhríð á leiðinni frá Vopnafirði, það var 17. júní og við vorum fastir uppi á fjallgarði, svo veltum við bíl einu sinni. En við höfum sloppið lifandi frá þessum ferðalögum ennþá.“ Nú vill Karl segja sitt álit 'á málun- um: „Það versta sem ég hef lent í voru buxurnar hans Hafliða,“ segir hann ákveðinn, en neitar að ræða málið frekar. Þá er bets að kveðja þá félaga, aðeins fróðari af tóninum í um- ræðunum hvað það er sem þeir kalla góðan félagsskap og þeir sækjast eftir. Þó konurnar séu ekki neitt leiðinlegar er erfitt að hafna umgengni við fjóra gaman- sama félaga. - IM Hagkaup auglýsir: Nú bjóðum við ný egg á kr. 148,- pr. kg. Rúgmjöl kr. 16,- pr. kg. 4 slátur m/sviðnum haus í kassa kr. 699,- ★ ★ ★ Höfum einnig mikið úrval af útifatnaði barna og skólabuxum. HAGKAUP Akureyri

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.