Dagur - 30.09.1985, Blaðsíða 12

Dagur - 30.09.1985, Blaðsíða 12
Akureyri, mánudagur 30. september 1985 Ritstjóm • Auglýsingar • Afgreiðsla Síminn er 2 4 222 Sauðfjárslátrun: Feitara fe á Norður- landi vestra Ef að líkum lætur verður með- alfallþungi dilka lægri á Norð- urlandi austanverðu í ár en í fyrra en svipaður því sem hann var í fyrra á vestanverðu Norð- urlandi. í sláturhúsi KP á Húsavík var meðalfallþungi dilka fyrstu vik- una um 14,1 kg en var 14,5 kg eftir sláturtíðina í fyrra. Þess skal gætt að fyrstu tölur eins og þær sem hér birtast eru ekki sérlega marktækar en þó má reikna með að þær séu ívið hærri en þegar sláturtíð lýkur þar sem bændur eru vanir að slátra vænstu dilkun- um fyrst. í sláturhúsi KEA á Ak- ureyri var slátrað rúmlega 4000 fjár fyrstu vikuna og var meðal- fallþungi dilka 14,9 kg. Til samanburðar má nefna að á sama tíma í fyrra var meðalþungi 15,9 kg og að lokinni slátrun var með- alþunginn í fyrra 15,4 kg. Að sögn Þórarins Halldórssonar sláturhússtjóra var árið í fyrra betra en í meðallagi og kvaðst hann telja að fallþunginn í ár yrði í meðallagi. Hjá Kaupfélagi Vestur-Hún- vetninga hafði verið slátrað 3600 kindum um síðustu helgi og var meðalfallþungi dilka fyrstu fjóra dagana 15,3 kg sem er svipað því sem var á sama tíma í fyrra og virðist því ljóst að betur hefur árað til sauðfjárbúskapar í sumar á Norðurlandi vestra en austan til. - yk. Á „æfingu“ hjá RUVAK. Hcr bera þeir saman bækur sínar Finnur Gunn- laugsson dagskrárgerðarmaður og tæknimennirnir Bergsveinn Gíslason og Björn Sigmundsson. Mynd: KGA. Svæðisútvarpið: Útsending hefst á morgun Akureyrardeild Ríkisútvarpsins Rúvak, mun hefja útsendingar svæðisútvarps að nýju á morgun, þriðjudag kl. 17.00. Sú breyting verður á frá út- sendingum í vor að í stað þess að útvarpa í hálftíma í senn tvisvar á dag, verður nú ein út- sending sem hefst kl. 17 og lýk- ur kl. 18 alla virka daga. Rúvak býr nú betur að frétta- öflun en áður, því féttamennirnir Erna Indriðadóttir og Jón Bald- vin Halldórsson annast frétta- flutning á Rás 1 og skipta með sér fréttum í svæðisútvarpinu. Þá vinna dagskrárgerðarmennirnir Hrafnhildur Jónsdóttir og Finnur M. Gunnlaugsson eingöngu við svæðisútvarpið og séra Pálmi Matthíasson mun sjá um allar íþróttafréttir. Auglýsingastj óri Rúvaks er Björg Þórðardóttir og sýndist henni allt stefna í að aug- lýsingamagn svæðisútvarps færi vaxandi. Að sögn Jónasar Jónassonar deildarstjóra Rúvaks eru allar til- raunir til að stækka útsendingar- svæði Rúvaks frekar en orðið er mjög kostnaðarsamar og ekki inni í myndinni á næstu mánuð- um. Jónas sagði að aldrei hefði ver- ið eins erfitt og nú að komast „inn í ramma Rásar 1“, því mikið framboð væri af efni í Reykjavík. „En við komum líka að einhverju leyti inn á Rás 2 í vetur og eins og alltaf áður erum við með góða blöndu af reyndu starfsfólki og nýju. Og svo er bara að vona að við verðum í sem allra bestu sambandi við hlustendur, það er okkar markmið," sagði Jónas Jónasson að lokum. Dagur sendir starfsfólki Rúvaks baráttukveðjur og óskar því alls hins besta. BB. Halldór Áskelsson knattspyrnumaður Akureyrar og Þórleifur Karlsson markakóngur KRA með verðlauna-gripi sína. Mynd: KGA. Vörur „Að norðan“: „Verða að standast ákveðnar gæðakröfur“ - segir Guðmundur Viðar Friðriksson, framkvæmdastjóri „Landsverslunar" sem dreifir norðlenskum vörum um landið „Á Nojðurlandi er verið að framleiða mikið af mjög góð- um vörum sem aldrei hafa komið á markað annars staðar. Okkar markmið er að koma þessum vörum á framfæri við neytendur alls staðar á land- inu,“ sagði Guðmundur Viðar Friðriksson framkvæmdastjóri nýstofnaðs fyrirtækis sem kall- ar sig „Landsverslunin sf.“ Að sögn Guðmundar er hug- myndin sú að höfuðstöðvar Landsverslunarinnar verði á Ak- ureyri en útibú í Reykjavík. „Dreifingarstöðin á Akureyri mun sjá um að koma vörunum um allt Norðurland, á Austfirði og jafnvel á Vestfirði. Reykja- víkurdeildin sér hins vegar um dreifinguna á höfuðborgarsvæð- inu,“ sagði Guðmundur enn- fremur. Allar vörur sem fara í gegn um þetta fyrirtæki verða seldar undir kjörorðinu „Að norðan“. En til þess verða þær að standast ákveðnar gæðakröfur. Auk þess ætlar Landsverslunin sf. ekki að einskorða sig við dreifingu mat- væla, alls kyns iðnaðarvörur eru einnig inni í myndinni. Guðmundur Viðar sagði að- spurður að Landsverslunin sf. væri ekki í samkeppni við einn eða neinn. Það er þörf fyrir svona fyrirtæki og við erum tilbúnir að dreifa vörum fyrir alla aðila, svo framarlega sem þær standast þær gæðakröfur sem við gerum. Og ég vil sérstaklega taka það fram að Landsverslunin er aðeins með einn veltureikning og hann er hér á Akureyri. ÖIl okkar velta mun því fara þar í gegn,“ sagði Guð- mundur Viðar Friðriksson að lokum. BB. Ámi leikur í „Silfurtunglinu“ Silfurtunglið hans Halldórs Kiljans Laxness verður annað verkefni Leikfélags Akureyrar í vetur. Leikstjóri verður Haukur Gunnarsson, en í aðal- hlutverkum verða Vilborg Halldórsdóttir og Árni Tryggvason. Frumsýning verð- ur í lok janúar. Æfingar standa nú yfir á Jóla- ævintýrinu, en það er heljarmikið „ævintýri“ í uppfærslu. Það er flókið og leikstjórinn verður að beita öllum brögðum. Það ber meira að segja á draugagangi, því heilu rúmin hverfa og menn láta sig hafa það að ganga í gegnum rammbyggða veggi eins og ekkert sé. Jólaævintýrið er jafnframt ein- hver sú fólksflesta sýning sem Leikfélag Akureyrar hefur feng- ist við. Þannig koma um 17 börn fram í sýningunni, auk 12 at- Árni Tryggvason. vinnuleikara, 6 dansara og 6 hljóðfæraleikara. Þá eru ótaldir allir þeir sem að sýningunni vinna, en koma þó ekki fram á fjalirnar. Una Collins mun sjá um búningana, en leikstjóri er María Kristjánsdóttir. Frumsýn- ing verður um miðjan nóvember.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.