Dagur - 25.03.1986, Blaðsíða 4

Dagur - 25.03.1986, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 25. mars 1986 á Ijósvakanum. IsjonvarpM ÞRIÐJUDAGUR 25. marfi 19.00 Aftanstund. Endursýndur þáttur frá 17. mars. 19.25 Fjársjódsleitin. Nýr flokkur - annar þáttur. (The Story of the Treasure Seekers). Breskur myndaflokkur í sex þáttum, gerður eftir sígildri bama- og ungl- ingabók eftir Edith Nesbit. Sagan gerist fyrir aldamót- in síðustu. Sex systkini reyna með ýmsu móti að afla peninga til að hjálpa föður sínum sem er í fjár- krögguin. Þýðandi: Jóhanna Jóhannsdóttir. 19.50 Fréttaágrip á tákn- máli. 20.00 Fréttir og vedur. 20.30 Auglýsingar og dag- skrá. 20.35 Sjónvarpid. (Television). 11. Hláturinn lengir lífið. Breskui heimildamynda- flokkur í þrettán þáttum um sögu sjónvarpsins, áhrif þess og umsvif um víða veröld og einstaka efnisflokka. í þættinum er rakin saga gamanþátta og gaman- myndaflokka í sjónvarpi, allt frá Lucy Ball til Löðurs. Þýðandi: Kristmann Eiðs- son. Þulur: Guðmundur Ingi Kristjánsson. 21.30 í vargaklóm. (Bird of Prey II). Annar þáttur. Breskur sakamálamynda- flokkur í fjómm þáttum. Aðalhlutverk: Richard Griffiths. Tölvufræðingurinn Henry Jay á enn í vök að verjast vegna baráttu sinnar við alþjóðlegan glæpahring sem hann fékk veður af í tölvugögnum sínum. Þýðandi: Bogi Arnar Finn- bogason. 22.25 Kastljós. Þáttur um erlend málefni. Umsjónarmaður: Ögmundur Jónasson. 23.00 Fréttir í dagskrárlok. ÞRIÐJUDAGUR 25. mars 11.10 Úr söguskjódunni - Barnið í augum mannúd- arstefnunnar: Uppeldi fyrr á öldum. Umsjón: Sigrún Guð- mundsdóttir. Lesari: Þor- gils Jónasson. 11.40 Morguntónleikar. Þjóðleg tónlist frá ýmsum löndum. 12.00 Dagskrá • Tilkynning- ar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir • Til- kynningar • Tónleikar. 13.30 í dagsins önn - Heilsuvernd. Umsjón: Jónína Bene- diktsdóttir. 14.00 Miðdegissagan: „Á ferð um ísrael vorið 1985“. Bryndís Víglundsdóttir segir frá (7). 14.30 Miðdegistónleikar. 15.15 Barid aö dyrum. Inga Rósa Þórðardóttir sér um þátt frá Austurlandi. 15.45 Tilkynningar • Tón- leikar. 16.00 Fréttir • Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Hlustaðu með mér. - Edvard Fredriksen. (Frá Akureyri). 17.00 Barnaútvarpið. Stjórnandi: Kristín Helga- dóttir. 17.40 Úr atvinnulífinu - Iðnaður. Umsjón: Sverrir Alberts- son og Vilborg Harðardótt- ir. 18.00 Neytendamál. Umsjón: Sturla Sigurjóns- son. 18.15 Tónleikar • Tilkynn- ingar. 18.45 Vedurfregnir Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.40 Tilkynningar. 19.45 Daglegt mál. Sigurður G. Tómasson flyt- ur þáttinn. 19.50 Fjölmiðlarabb. Þórður Ingvi Guðmunds- son talar. 20.00 Vissirðu það? - Þáttur í léttum dúr fyrir börn á öllum aldri. Stjórnandi: Guðbjörg Þór- isdóttir. Lesari: Ámi Blandon. (Fyrst útvarpað 1980). 20.30 Að tafli. Umsjón: Jón Þ. Þór. 20.55 íslensk tónlist. 21.30 Útvarpssagan: „í fjall- skugganum" eftir Guð- mund Daníelsson. Höfundur les (13). 22.00 Fréttir Dagskrá morgundagsins Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Ave María - Boðun Maríu. Dagskrá, tekin saman af Nínu Björk Árnadóttur. Lesari með henni: Gunnar Eyjólfsson leikari. (Áður flutt á boðunardegi Maríu, 25. mars, fyrir fjór- um ámm). 22.45 „Grunur", smásaga eftir Matthías Magnús- son. Höfundur les. 23.00 Kvöldstund í dúr og moll með Knúti R. Magnússyni. 24.00 Fréttir • Dagskrárlok. MIÐVIKUDAGUR 26. mars 7.00 Veðurfregnir • Fróttir ■ Bæn. 7.15 Morgunvaktin. 7.20 Morguntrimm. 7.30 Fréttir • Tilkynningar. 8.00 Fréttir • Tilkynningar. 8.15 Veðurfregnir. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barn- anna: „Beta, heimsmeist- arinn" eftir Vigfús Björnsson. Ragnheiður Steindórsdótt- ir lýkur lestrinum (8). 9.20 Morguntrimm • Til- kynningar • Tónleikar, þulur velur og kynnir. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.05 Daglegt mál. Endurtekinn þáttur frá kvöldinu áður sem Sigurð- ur G. Tómasson flytur. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Lesið úr forystugrein- um dagblaðanna. 10.40 Hin gömlu kynni. Valborg Bentsdóttir sér um þáttinn. frás 21 ÞRIÐJUDAGUR 25. mars 10.00 Kátir krakkar. Dagskrá fyrir yngstu hlustendurna í umsjá Guð- laugar Mariu Bjarnadóttur og Margrétar Ólafsdóttur. 10.30 Morgunþáttur. Stjórnandi: Páll Þorsteins- son. 12.00 Hlé. 14.00 Blöndun á staðnum. Stjórnandi: Sigurður Þór Salvarsson. 16.00 Sögur af sviðinu. Þorsteinn G. Gunnarsson 17.00 Hringiðan. Þáttur í umsjá Ingibjargar Ingadóttur. 18.00 Dagskrárlok 3ja mín. fréttir kl. 11, 15, 16 og 17. >'■: i'7no.iQ*jn níwisútvarpið á /æðisútvarp. RI KJSLTIVARPID A AKlJRfcYRI Að vinna í happdrætti Hún þarf ekki að kvíða framtíðinni, hún Evelyn Marie Adams. Þann 24. október í fyrra, rétt á meðan íslenskar kon- ur héldu daginn hátíðlegan, var henni tilkynnt að hún hefði unnið 3,9 milljónir dollara. Síðan gerist það 10 febrúar að hin stálheppna 32 ára gamala Evelyn vinnur 1,5 milljón dollara. „Guð minn góður, ég trúi þessu ekki,“ hrópaði ég í símann þegar mér var tilkynnt um vinninginn. Hendur mínar skulfu svo mikið að númerið á miðanum mínum dansaði fyrir augum mér. Mig hlýtur að vera að dreyma. Evelyn blikkaði augunum nokkrum sinnum, hvessti augun á númerið: 12-15-25-31-33-42. „Ég vann, ég vann, ég vann aftur!“ hrópaði hún og ekki að ástæðulausu að hún léti í sér heyra. Henni hafði verið sagt að líkurnar á að hún ynni aftur væru 17 triiljón á móti 1! „Virkilega ánægjuleg tilfinning að þurfa ekki að berjast áfram í lífinu eins og ég hef þurft að gera síðastliðin 10 ár.“ Evelyn skildi við mann sinn árið 1976 og flutti þá með dótt- ur sína til mömmu og pabba. Peningalaus, atvinnulaus, í stuttu máli allslaus. Fékk vinnu í búð og vann sig upp eins og gengur í henni Ameríku og varð framkvæmdastjóri. En rukk- ararnir voru alltaf á eftir henni. „Þó ég væri peningalaus, spilaði ég alltaf í happdrætti. Ég elska að spila í happdrætti.“ Kærastinn hennar Evelyn var staddur hjá henni er hún vann í fyrsta skipti. „Þegar í ljós kom að ég hafði unnið, hoppaði ég um allt húsið og hrópaði: Ég er rík!“ Evelyn keypti sér nýjan bíl, annars gekk lífið sinn vanagang hjá henni og kærastanum Ed. „Ég fékk 69 tilboð um giftingar, en ég elska Ed og við ætl- um að gifta okkur í apríl. Fólk sem kemur í búðina til mín er hissa á að sjá mig vinna. En ég ætla ekki að breyta mínu lífi þó ég hafi unnið þessa peninga. Mér finnst gaman að vinna.“ I stuttu máli, í febrúar vann Evelyn aftur og varð jafn hissa og í fyrra sinnið. Hún heldur áfram að lifa einföldu lífi, ætlar í skóla og læra viðskiptafræði svo hún viti hvernig peningunum best verði varið. Svo ætlar hún að byggja svokallað drauma hús handa sér og kærastanum. „Ég ætla ekki að spila í happdrættinu framar. Ég vil gefa öðrum tækifæri á að vinna.“ # Af stuttum Stínum og fleira fólki Að undanförnu hafa átt sér stað afskaplega „menningarlegar" um- ræður um svonefndan „Pan-sýníngarflokk“, sem troðið hefur upp á öldur- húsum og i einkasam- kvæmum f Reykjavík. Menn greinir á um hvað flokkurinn sýnir; undir- fatnað segir ein, klám segir annar. Þessi flokkur var settur á laggirnar til að auglýsa ýmiss konar varning, sem sagður er vel til þess fallinn, að hressa upp á ástarlífið. Þar á meðal eru uppblásn- ar dúkkur; Stutta-Stína og Langi-Jón, eða hvað þær nú heita, auk aflangra víbratora með gi'rskipt- ingu! Þetta er varningur sem landinn kaupir helst ekki í verslun hérlendis, en er tilbúinn til að panta sér eins og eina Stuttu- Stfnu í póstkröfu. Hefur þetta skapað mikið álag hjá póstmönnum, enda hefur þessi starfsemi fengið einstaka auglýs- ingu með allri þeirri umræðu, sem sýningar- flokkurinn hefur hrundið af stað. Samkvæmt stað- festum heimildum blaðs- ins fer að meðaltali önnur hver sending frá umrædd- um „gleðibanka“ til póst- hússins á Akureyri. Þang- að koma menn síðan með lambhúshettur til að leysa út kröfur sínar! Vegna mikilla viðskipta vlð Akureyringa þótti ófært annað en senda sýningarflokkinn marg- umtalaða til Akureyrar, enda þurfti að kenna bæjarbúum að nota allan þann varning, sem þeir höfðu keypt. Og menn hópuðust f Sjallann til að sjá herlegheitin. Um tfma leit út fyrir að ekkert yrði úr öllu saman, því veður- guðinn tók lltið tillit til þessara augljósu þarfa bæjarbúa. Fyrir vikið urðu miklar tafir á flugi. En öll él styttir upp um sfðir og Pan-flokkurinn komst í Sjallann, þar sem hans var beðið með mikílli eftir- væntingu. Og þegar sýn- ingin hófst var spenna í loftinu, það mátti heyra saumnál detta. En mikið var spennufallið. Þessi umtalaði flokkur að sunn- an reyndist samanstanda af misjafnlega drukknum ungmennum, sem fram- kvæmdu misjafnlega mik- ið „dill“, sem heimamenn hefðu svo sem getað séð um sjálfir, enda er slíkt „dill“ aldagamall siður hér, Ifklega kominn frá danskinum! í það minnsta voru tveir íturvaxnir norðanmenn á þessari skoðun, þvf þeir vippuðu sér upp á sviðið og ber- háttuðu sig fyrlr Sjalia- gesti. Með því gáfu þeir „frat“ í sýningarflokkinn að sunnan, um leið og þeir björguðu kvöldinu fyrir gestina.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.