Dagur - 25.03.1986, Blaðsíða 7

Dagur - 25.03.1986, Blaðsíða 7
25. mars 1986 - DAGUR - 7 Margir góðir gestir voru við vígsluna. stöðum. En alltaf vantar einhver tæki þó að mest ríði á að fá slitlag á völlinn.“ - Þurfið þið ekki að bæta við starfsfólki núna? „Það verður ekki gert til að byrja með. En margt bendir til að svo verði. Fastur starfsmaður verður á skrifstofunni á Húsavík og hann kemur ekki á flugvöllinn eins og verið hefur, þannig að við gætum þurft að fá mann til að Þarna er hvíldarherbergi fyrir fólk með ungbörn. Ég er mjög ánægður með að landi umhverfis nýja húsið hefur ekki verið spillt þannig að aðkoman er skemmtileg. Hraun- ið nær uppundir stöðvarvegg og trjágróður ekki langt frá!“ Ég þakka Birni fyrir spjallið og óska honum og starfsfólkinu til hamingju með nýju aðstöðuna. IM. Erlingur Sigfússon færði flugstöðinni gjöf frá Flugleiðum, sem Rúnar Sig- mundsson tók á móti. húsið og fólkið taki farangurinn sjálft af vögnunum. Á meðan ekki er búið að malbika framan við húsið verður líklega drullu- slóð inn á mitt gólf eftir vagnana, þetta er galli sem maður sér svona í byrjun.“ - Á ekki að setja færiband fyr- ir farangurinn? „Nei, þetta er hannað að erlendri fyrirmynd og er gert til að spara starfsfólk. Við setjum dótið á vagn við vélina og svo tekur fólkið það sjálft af vagnin- um í húsinu. Þá þurfum við ekki að vera að handlanga sömu töskuna mörgum sinnum. Þetta sparar mannskap, en hefur ókosti í för með sér í sambandi við þrif. En það hlýtur að verða malbikað mjög fljótlega. Þegar flugvél fer af stæði núna stendur strókurinn aftur af henni og það hlýtur að skemma gler og fleira í húsinu þar til malbikað verður.“ - En völlurinn sjálfur, á að setja slitlag á hann? „Það eru áætlanir í gangi um það en ekki tímasettar, bæði um slitlag og að lengja hann smáveg- is.“ - Búnaður á vellinum, er hann góður? „Aðflugstæki eru allgóð og hér er hægt að lenda við slæm skil- yrði, verri en á mörgum öðrum Séra Sigurður Guðmundsson, vígslubiskup. vera á vellinum meðan verið er að afgreiða flugvélarnar.“ - Éykst ekki ferðamanna- straumurinn á svæðið með til- komu nýrrar flugstöðvar? „Það skapar möguleika á að láta fara vel um menn. Til dæmis er oft hægt að lenda á Húsavík þegar ekki er hægt að lenda á Akureyri, það getur orðið til þess að vélar lendi hér og bíði, í stað- inn fyrir að fljúga aftur til Reykjavíkur - og reyna seinna. Það gæti orðið skemmtilegt að njóta góðra veitinga á svölunum og jafnframt útsýnisins á fallegum sumarkvöldum. Myndir: gej- „Engin vandamál, bara verkefni sem þarf aö leysa“ -segja Friðjón og Zophonías Árnasynir sem fljótlega opna nýjan veitingastað á Akureyri „Mesti mótbyrinn hefur falist í því að koma málum gegnum hið svokaliaða kerfi. Að öðru leyti höfum við fengið frábær- ar móttökur hjá bæjarbúum og þeim peningastofnunum sem við skiptum við, svo ekki sé minnst á samstarfið við eigend- ur og íbúa hússins, sem er eins og best verður á kosið,“ sagði Friðjón Árnason veitingamað- ur Alþýðuhússins á Akureyri, sem fljótlega opnar nýjan veit- ingastað ásamt bróður sínum Zophoníasi. Einnig er Gunn- laug Ottesen eiginkona Frið- jóns með í rekstri staðarins. En þeir bræður eru einu starfs- menn Svartfugls s/f, en svo heitir fyrirtækið sem sér um veitingareksturinn. í húsinu er um að ræða tvo sali sem Frið- jón segir að heiti Alþýðuhúsið, og Fiðlarinn. Alþýðuhúsið er stór salur sem getur tekið um 300 manns í sæti og er auk þess mögulegt að skipta salnum í tvo minni sali. Svo er það Fiðl- arinn sjálfur, sem er á efstu hæð hússins. Þar ætla þeir bræður að opna glæsilegan veitingastað sem tekur um 50 manns í sæti. Auk þess eru svalir við salinn sem nýttar verða þegar veður er gott og fólk vill sitja utandyra og njóta útsýnisins sem er bæði mikið og fallegt. Svartfuglsmenn tóku veitinga- reksturinn á leigu 1. september á síðasta ári og hafa rekið starf- semina síðan. Þeir sóttu um vín- veitingaleyfi fyrir staðinn strax í upphafi, en lengi stóð á að það leyfi væri veitt. Það var svo nú í síðustu viku að formlegt leyfi barst þeirn. „Leyfið táknar að auðvelt er að sinna því hlutverki sem við settum okkur í upphafi, en það er að opna fyrsta flokks • veitingastað í mat og drykk," sagði Friðjón. Frá því að þeir bræður tóku við rekstrinum í Alþýðuhúsinu hefur verið mikið að gera. Árshátíðir, fundir, ráðstefnur, afmæli, ferm- ingarveislur og nánast allt sem tengist slíkum rekstri. Um opin- bera dansleiki verður ekki að ræða í húsinu. Bæði er það skil- yrði í leigusamningnum og eins vilja þeir bræður ekki fara út í slíkt. „Við tökum að okkur allt í sambandi við veislur, hvort sem þær eru haldnar hér í húsinu, eða úti í bæ. Ef einhver hringir og pantar hjá okkur veislu eða annað, þá sjáum við um allt sem þarf til þess, við sjáum um tilskil- in leyfi, útvegum blóm, hljóm- sveit ef óskað er. Ef þetta er í heimahúsi komum við með allt á staðinn," segir Friðjón. Þá er best að spyrja Zophon- ías, eða Sissa eins og hann er kallaður, livert sé markmiðið með stofnun nýs veitingastaðar á Akureyri. Áður en Sissi hefur dregið and- ann laumar Friðjón inn í: „Við höfum eitt mottó, en það er, aldrei nein vandamál, bara verk- efni sem þarf að leysa." Þá kemst Sissi að og segir: „Þjónusta við viðskiptavininn er númer eitt, tvö og þrjú. Einnig ætium að gera allt til að halda góðum klassa yfir staðnum. Fyrsta flokks hráefni til að vinna úr er líka nauðsyn og verðinu verður stillt í hóf.“ Þá er komið að Fiðlaranum (á þakinu). Húsgögn voru ekki komin í salinn, „en þau eru á leiðinn," sagði Friöjón. - Útlend? „Nei íslensk. Við stefnum að því að kaupa eins mikið íslenskt og kostur er,“ segir Sissi og bætir við. „Fiðlarinn verður í ljósum lit- um í stað þessa dökka sem ein- kennir svo marga veitingastaði á landinu. Það verða Ijós húsgögn með leðuráklæði. ljósir litir á veggjum og ljós gólfteppi. Fiðlar- inn á að vera nútímaveitingastað- ur. Einnig er hugmyndin að hafa lifandi tónlist fyrir gesti og er ver- ið að skipuleggja það fvrir okkur. Skreytingar í salnum verða hljóð- færi af ýmsum tegundum. sem hengd verða í loftið. meira að segja píanó." - Hvenær á að opna? „Við stefnum að því að opna í apríl, eða þegar allt er tilbúið. ekki fyrr," segja þeir bræður. u.Fyrst þurfum við að reyna mat- seðilinn á nokkrum vinum okkar áður en opnað verður, því allt á að vera klárt þegar Fiðlarinn fer í gang.“ gej-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.