Dagur - 25.03.1986, Blaðsíða 11

Dagur - 25.03.1986, Blaðsíða 11
25. mars 1986 - DAGUR - 11 Tímarítið Þroska- hjálp komið út Tímaritið Þroskahjálp 1. tölu- blað 1986 er komið út. Útgefandi er Landssamtökin Þroskahjálp. í ritinu er að finna ýmsar grein- ar, upplýsingar og fróðleik um málefni fatlaðra. Sem dæmi um efni má nefna: Leiðarann sem ber heitið Sönn saga frá árínu 1986 og er um brunann á Kópa- vogshælinu í janúar síðastliðn- um. viðtöl eru m.a. við þrjá bræður og foreldra þeirra, um líf- ið og tilveruna. Þá er rabbað við foreldra fatlaðra barna um nauð- syn á hjálp við heimilin s.s. stuðn- ingfjölskyldum, skammtíma- heimilum og fleiru í samantekt sem nefnist Erum við á réttri leið? Það er einnig sagt frá tveim- ur skammtímaheimilum og rætt við fólk sem hefur notfært sér það sem þannig heimili bjóða upp á. Þá er ritað um Fram- kvæmdasjóð fatlaðra í grein sem nefnist Þingmenn brugðust og skrifað er um leiðir til fjáröflunar í grein sem heitir Getraunir - Þroskahjálp ekki með. Fjallað er um fatlaða barnið í almenna skólanum í grein sem nefnd er Foreldrar of lítilþægir og greint er frá norrænu málþingi með yfir- skriftinni Skóli fyrir alla. Tímaritið Þroskahjálp er til sölu í bókabúðum og á skrifstofu Þroskahjálpar Nóatúni 17. Áskriftarsíminn er 91-29901. mm Til páskanna Full borð af kjöti og kjötréttum. Til dæmis svínalærisneiðar á aðeins kr. 280.- kg ★ Kjúklingar kr. 189.- kg og fleira og fleira á mjög hagstæðu verði. Ennfremur bjóðum við nýja þjónustu í ávaxta- og grænmetisborði. Valið er ykkar beint úr borðinu. Páskaeggin renna út. Veljið meðan úrvalið er. Verslið ódýrt- Velkomin í Hrísalund Gleðilega páska mmmm E I l«L _ „Það kostar ekkert að leita tilboða“ - segir Bernharð Steingrímsson hjá Auglýsingastofunni Delfi Auglýsingastofan Delfi er flutt úr húsi Búnaðarbankans á Akureyri út í Verslunarmið- stöðina við Sunnuhlíð og hefur um leið fært út kvíarnar, er komin með aðstöðu fyrir skiltagerð. Bernharð Stein- grímsson hefur rekið auglýs- ingastofuna Delfí frá upphafí. Hann var spurður að því hve- nær hann hefði byrjað að starfa við auglýsingagerð. „Ég var í Myndlista- og hand- íðaskóla íslands árin 1968 til 1972. Að loknu námi vann ég hjá auglýsingastofunni Argus og auglýsingastofu Sambandsins í nokkur ár þar til ég byrjaði að starfa sjálfstætt og stofnaði Delfi. Eftir 5 ár var ég orðinn dálítið þreyttur á þessum rekstri. Það var orðið erfitt að fá nokkuð borgað fyrir sína vinnu í Reykja- vík á tímabili og ég ákvað að breyta til. Ég lærði svolítið inn á tölvuvinnslu og kom hingað norður og fór að vinna í Búnað- arbankanum. Fljótlega eftir að ég kom norð- ur fóru menn að biðja mig að taka eitt og eitt verkefni í sam- bandi við auglýsingagerð og ég var í þessu í hjáverkum þangað til þetta var orðið það mikið að ég ákvað að hætta í bankanum og opnaði Delfi. Sjónarmið forráðamanna fyrir- tækja hafa breyst dálítið á þess- um síðustu árum. Fyrirtæki gera meira af því nú orðið að láta hanna fyrir sig bréfsefni, auglýs- ingar, vörumerki o.fl. í þeim dúr. Mér finnst samt að ýmsir skipu- leggi ekki auglýsingar sínar nógu vel og þá er hætt við að árangur verði ekki í samræmi við tilkostn- að. Forráðamenn fyrirtækja ættu að leggja það niður fyrir sér í upphafi árs t.d. hvað þeir ætla að verja miklu fé í auglýsingar og láta svo auglýsingastofu bjóða í verkið og leggja fram áætlun. Svo sér auglýsingastofan um alla framkvæmd, útbýr auglýsingar, sendir þær í blöð o.s.frv. Ég hef líka tekið eftir því að stjórnendur fyrirtækja hér fyrir norðan leita gjarnan suður eftir þjónustu hjá auglýsingastofum og kosta þá sennilega meiru til en þeir þyrftu að gera. Þær auglýs- ingastofur sem hér eru geta hæg- lega sinnt þeim markaði sem hér er dg það kostar ekkert að leita eftir tilboðum. Hér er hægt að fá jafn góða vinnu og fyrir sunnan en verðið er að líkindum lægra hér en þar.“ -yk. Bernharð Steingrímsson er búinn að hreiðra um sig í nýju húsnæði við Sunnuhlíð. Mynd: KGA Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Óskar eftir að ráða sjúkraþjáifara til starfa. Möguleiki fyrir íbúðarhúsnæöi og dagvistunar- plássi. Upplýsingar veitir María Kristjánsdóttir yfirsjúkra- þjálfari í síma 26031 eftir kl. 19.00. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Bjöm Sigurðsson, Baldursbrekku 7. Símar 41534 & 41666. Sérleyfisferðir. Hópferð r. Sætaferðir. Vöruflutningar Húsavík - Akureyri - Húsavík 26. mars til 2. apríl. Frá Húsavík Frá Akureyri Miðvikudag 26. mars kl. 9.00 kl. 17.00 Laugardag 29. mars kl. 13.30 kl. 16.00 Mánudag 31. mars kl. 18.00 kl.21.00 Þriðjudag 1. apríl kl. 18.00 kl.21.00 Miðvikudag 2. apríl kl. 9.00 kl. 16.00 Mývatn - Laugar - Akureyri. Frá Reynihlíð Frá Laugunr. Frá Akureyri Miðvikud. 26. mars kl. 8.00 kl. 9.00 kl. 17.00 Þriðjud. 1. april kl. 17.00 Síðan venjuleg vetraráætlun. kl. 18.00 Sérleyfishafar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.