Dagur - 25.03.1986, Blaðsíða 8

Dagur - 25.03.1986, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 25. mars 1986 Itoaói rituð nöfn þeirra er vinna Hængsbikarinn hverju sinni. Elvar Thorarensen á fullri ferð í borðtcnniskeppninni. Sigurrós Karlsdóttir varð í öðru sæti í boccia. ; Reynir Pétur með bikarinn sinn sem hann fékk sem heiðursgestur ásamt Guðmundi Sigurbjörnssyni formanni Hængs. „Ég gleymi þessu aldrei" „Eg gleymi þessu aldrei það er öruggt,“ sagði Reynir Pét- ur Ingvarsson heiðursgestur á Hængsmótinu í spjalli við Dag. „Petta er búið að vera voða- lega gaman. Sennilega er það skemmtilegast við þetta að ég hef komið 6 sinnum áður til Akureyrar en þetta var í fyrsta skipti sem ég kem í flugvél hingað. Og nú get ég sagt fólki að ég hafi líka flogið til Akur- eyrar. Ég hef nefnilega svo svakalega gaman af því að fljúga,“ sagði Reynir Pétur að lokum og var hinn hressasti að loknu mótinu. Úrslit í mótinu Hængsmótið, opið íþróttamót fyrir fatlaða var haldið í Höll- inni á laugardaginn. Það voru Lionsklubburinn Hængur og ÍFA sem sáu um framkvæmd mótsins. Alls mættu 90 kepp- endur til leiks víðs vegar af landinu og var keppt í boccía bæði í einstaklings- og sveita- keppni, borðtennis, bogflmi og lyftingum. Mótið þótti takast mjög vel og voru hinir fjöl- mörgu þátttakendur ánægðir á svipinn á meðan mótið fór fram. Lionsmenn buðú Reyni Pétri Ingvarssyni göngugarpi norður, var hann heiðursgestur mótsins að þessu sinni og hrókur alls fagnaðar. Mótsstjóri var Magnús Ólafs- son, yfirdómari var Þröstur Guðjónsson og formaður móts- nefndar var Guðmundur Stefáns- son. Allir þessir menn skiluðu störfum sínum mjög vel og eiga þakkir skildar. Úrslit í einstökum greinum á mótinu urðu þessi: Boccía einstaklingskeppni hreyfihamlaðir: 1. Sigurður Björnsson ÍFR 2. Sigurrós Karlsdóttir ÍFA 3. Stefán Thorarensen ÍFA 4. Elvar Thorarensen ÍFA 5. Haukur Gunnarsson ÍFR 6. Halldór Guðbergsson ÍFR Boccía sveitakeppni hreyfihamlaðir: 1. ÍFA A 2. ÍFR A 3. ÍFA C

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.