Dagur - 14.05.1986, Blaðsíða 2

Dagur - 14.05.1986, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 14. maí 1986 ÚTGEFANDI: ÚTGAFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SfMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 420 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 40 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BRAGI V. BERGMANN, GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík), YNGVI KJARTANSSON, KRISTJÁN G. ARNGRfMSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. leiðari_____________________________ Varhugaverðar tillögur íbúar landsbyggðarinnar hafa lengi barist gegn þeirri þróun að allar mikilvægustu ríkisstofnan- irnar séu í Reykjavík og hvergi annars staðar. Reynt hefur verið með öllum ráðum að snúa þessari þróun við en þar gildir hið fornkveðna að auðveldara er um að tala en í að komast Upp á síðkastið hafa komið fram tillögur frá nefndum ýmissa ráðuneyta Sjálfstæðisflokksins um að auka enn á misréttið á milli landshluta með því að minnka völd og umsvif ríkisstofnana úti á landsbyggðinni og auka fjarstýringuna frá höfuðborginni. Nýjasta dæmið um slíkt eru til- lögur svo kallaðrar „skattsvikanefndar" sem fjármálaráðherra skipaði til að kanna umfang skattsvika hér á landi. Nefndin telur að ríkis- skattstjóri sé í reynd valdalítill og þar sem skatt- stofurnar séu sjálfstæðir ákvörðunaraðilar um eigin vinnubrögð sé heildarskipulagi ábótavant og vinnubrögð ósamræmd. Auk þess er fullyrt að skattstofurnar skorti menntað og þjálfað starfsfólk til að vinna úr skattframtölum á viðun- andi hátt. Lagt er til að skattaeftirliti verði stjórnað alfarið frá Reykjavík en skattstofurnar á landsbyggðinni verði nánast lagðar niður í núverandi mynd. Nefndin hugsar sér að skatt- stofurnar myndu eftirleiðis gegna hlutverki eins konar umboðsskrifstofa — þær yrðu minniháttar útibú frá Reykjavík, og þangað gætu menn leitað til að fá ýmis gögn til útfyllingar. Það er álit flestra sem skattaeftirliti tengjast að nefndin hafi ekki kynnt sér þessi mál sem skyldi og tillögurnar endurspegli það. Á skatt- stofunum starfar fjöldinn allur af hæfu og reynslumiklu fólki og þess hefur ávallt verið gætt að halda góðum tengslum við skattrann- sóknastjóra og vísa til hans umfangsmeiri málum. Hins vegar er það staðreynd að erfitt hefur reynst að fá fólk með sérþekkingu í bók- haldi til starfa í skattakerfinu, vegna þess að launin hjá hinu opinbera eru ekki sambærileg við það sem gerist og gengur á atvinnumarkað- inum. Þar eru skattstofurnar á landsbyggðinni engin undantekning og vandinn verður ekki leystur með flutningi til Reykjavíkur. Slíkt er frá- leitt að ætla. Varla þarf að nefna hvílíkt óhagræði það yrði fyrir fólk og fyrirtæki úti um land ef það þyrfti að leita til Reykjavíkur til að gera athugasemdir og leita upplýsinga um skattframtöl sín. Það er rétt að vara eindregið við þessari áráttu ákveðinna afla að vilja flytja alla hluti til Reykja- víkur. Hér býr ein þjóð í einu landi og það er ákaflega varhugavert að ala á misrétti og sundr- ungu meðal landsmanna. Tillögur „skattsvika- nefndar" um miðstýringu skattaeftirlitsins eru vart til annars fallnar. BB. „Ekki í annan tíma jafn mikið um bókanir“ - á ferðamönnum til Akureyrar, segir Gunnar Karlsson, nýráðinn hótelstjóri á Hótel KEA Fyrir nokkru var tilkynnt að Gunnar Karlsson hefði verið ráðinn hótelstjóri á Hótel KEA og tekur hann við stöð- unni á morgun, fimmtudag. Gunnar hefur áður verið hótel- stjóri á Hótel KEA en hefur nú í tvö ár verið framkvæmda- stjóri Kaffibrennslu Akureyr- ar. Hann er í viðtali dagsins og ræðir við Dag um ferðamál. Fyrst spurði ég um menntun hans á sviði hótelrekstrar. „Ég er að nokkru leyti uppal- inn á Hótel KEA. Ég byrjaði á að læra þar framreiðslu. Eftir það lærði ég hótelstjórn og hótel- rekstur úti í Noregi og starfaði svo eftir það á Hótel KEA sem aðstoðarhótelstjóri þangað til að ég fór í Háskóla íslands þar sem ég lærði viðskiptafræði og lauk prófi þaðan árið 1981. Um ára- mótin 1979/80 tók ég við hótel- stjórn á KEA og var því í eitt og hálft ár hótelstjóri með skólan- um.“ - Var það ekki strembið? „Það var dálítið strembið, jú. En ég var með góðan aðstoðar- hótelstjóra sem var Ásdís Árna-. -dóttir sem sér nú um skrifstofu Samvinnuferða/Landsýnar á Akureyri, þannig að þetta gekk allt saman. í þessu starfi var ég svo til haustsins 1983. Þá hætti ég og kenndi þann vetur í verslunar- deild framhaldsdeilda Gagn- fræðaskólans sem síðar varð hluti af Verkmenntaskólanum. Ég tók svo við framkvæmdastjórastarfi í Kaffibrennslunni í júní 1984 og verð því búinn að vera hér í tvö ár þegar ég skila Helga M. Bergs lyklinum í næsta mánuði.“ - Þú hefur þó ekki sagt skilið við ferðamálin í þessi tvö ár? „Nei, ég hef alltaf verið viðloð- andi þetta þannig að ég hef verið formaður Ferðamálafélags Akur- eyrar og hef reyndar verið það allt frá því að við endurreistum Ferðamálafélagið haustið 1981. Þá hafði starfsemi þess legið niðri um nokkurra ára skeið.“ - Hvert er hlutverk Ferða- málafélags Akureyrar? „Ferðamálafélagið er samtök áhugamanna um ferðamál og þá fyrst og fremst þeirra sem vinna að ferðaþjónustu og aðalþáttur- inn í starfi Ferðamálafélagsins er að vekja athygli á ferðaþjónustu sem atvinnugrein og vekja athygli á því sem betur mætti fara og ónýttum möguleikum. Að nokkru marki vinnum við að kynningarstarfsemi. í rauninni má segja að við séum nokkurs konar málpípa ferðaþjónustunn- ar á Akureyri. Á síðustu árum hafa kynning- armálin orðið ríkari þáttur í okk- ar starfsemi. í fyrsta lagi höfum við rekið upplýsingamiðstöð í 4 sumur og hyggjumst nú reka hana 5. sumarið í röð. í hitteð- fyrra gáfum við út Akureyrar- bækling sem var nú bara svona frumgerð að bæklingi. í fyrra gáf- um við hann svo aftur út í breyttri mynd í öllu glæsilegra formi og þar fylgdi m.a. kort af Akureyri. Þennan bækling gefum við út aft- ur í ár og þetta tvennt hefur verið okkar aðalverkefni síðustu ár. Ef ég á að telja upp eitthvað af því sem við höfum áður gert þá lögðum við í upphafi mikla áherslu á lengingu flugbrautarinnar og það fékkst nú í gegn. Við lögðum mikla áherslu á endurbætur á tjaldstæðunum og það mál er nú í höfn. Við lögðum mikla áherslu á endurbætur í Hlíðarfjalli. Það hefur ekki mikið komið út úr því en þó eitthvað. Við létum líka mikið í okkur heyra um hótel- málin á Akureyri en staðan í þeim var mjög slæm á þessum tíma. Síðan hefur orðið gjör- breyting í þeiin efnum. Litlum gistiheimilum hefur fjölgað mjög mikið. í fyrra var Hótel Stefanía opnað og gjöroylting hefur orðið á Hótel KEA þar sem herbergjum var fjölgað mikið.“ - Hvaða nýjungar sérðu helst- ar fyrir þér í ferðamálum á þessu svæði á næstunni? „Ég veit ekki hvort hægt er að tala um svo miklar nýjungar. Auðvitað kemur alltaf eitthvað nýtt upp á hverju ári, en því mið- ur sýnist mér að stærsta nýjungin sem við áttum von á að fá í sumar komi ekki, en þar á ég við Gríms- eyjarferjuna. Mér sýnist að það líti vel út með bókanir og ég hef það eftir Gísla Jónssyni hjá Ferðaskrifstofu Akureyrar að það hafi ekki í annan tíma verið jafn rnikið um bókanir og nú fyrir sumarið. Það hefur orðið mikil aukning í ráðstefnuhaldi á Akur- eyri og það tengist þessari miklu aukningu á gistirými og því að öll aðstaða til ráðstefnuhalds hefur gjörbreyst til hins betra. Ég vænti mér einmitt heilmikils af þeim þætti í framtíðinni. Mér finnst því að við getum verið nokkuð bjartsýn hér. Menn hafa verið hræddir um að umræðan um hryðjuverk fæli menn frá að ferðast. Mér sýnist að þetta komi fyrst og fremst til með að hafa áhrif á komu Bandaríkjamanna til landsins og það hefur ekki svo mikil áhrif á okkur hér fyrir norð- an því að þeir eru alls ekki svo stór hluti af þeim ferðamönnum sem koma til okkar.“ - Hefur Ferðamálafélagið tek- ið einhverja afstöðu til hug- mynda sem upp hafa komið um byggingu orlofsbúða í bæjarland- inu? „Við höfum nú ekki gefið frá okkur neina opinberlega yfirlýs- ingu en hins vegar var okkur boð- ið að vera á fundinum þar sem þessi hugmynd var kynnt og stjórn Ferðamálafélagsins gat ekki annað en lýst ánægju sinni með þessar hugmyndir.“ - Telur þú að það sé nægilega vel búið að ferðaþjónustu á Akureyri af hálfu yfirvalda? „Það er dálítið erfitt að svara þessari spurningu. Það er alltaf spurning hversu mikil afskipti hins opinbera eiga yfirleitt að vera af atvinnulífinu. Menn hafa afskaplega mismunandi skoðanir á því. Ég verð að segja það að á þessum árum frá 1980 og þá sér- staklega á síðustu þremur árum hefur umræða um ferðamál sem atvinnugrein aukist mikið. Mér finnst að afstaða stjórnvalda og e.t.v. sérstaklega bæjaryfirvalda hafi gjörbreyst. Mér finnst menn hafi opnað augun fyrir mikilvægi ferðaþjónustunnar sem atvinnu- greinar. Atvinnumálanefnd bæjarins hefur t.d. lagt áherslu á þýðingu ferðamála og þeir hafa stutt við bakið á ferðamálum. Hins vegar er alls ekki búið vel að Ferðamálaráði fslands og það hefur aldrei fengið þær fjárveit- ingar sem því ber samkvæmt lögum. Á undanförnum árum hafa verið að koma upp lands- hlutasamtök í ferðamálum og það er vel. Þau þarf að efla og það þarf að efla Ferðamálaráð og með því heildarskipulagningu í ferðamálum á íslandi.“ -yk.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.