Dagur - 14.05.1986, Blaðsíða 12

Dagur - 14.05.1986, Blaðsíða 12
★ Efnitil loftlagna STRAUMRÁr ÞJÓNUSTA MEÐ LOFT- HÁÞRÝSTI- OG RAFMAGNSVÖRUR Furuvöllum 1 • 600 Akureyri • Sími 96-269S8 Kaupfélag V-Húnvetninga: Hagn- aður á rekstr- inum Aðalfundur Kaupfélags Vest- ur-Húnvetninga var haldinn um síðustu mánaðamót. Á aðalfundinum voru kynntir reikningar félagsins og kom í Ijós að hagnaður varð á rekstr- inum á síðasta ári. „Já, við hérna viljum vera rétt- um megin við strikið,“ sagði Gunnar V. Sigurðsson kaupfé- lagsstjóri en vildi þó gera sem minnst úr þessu, taldi það varla fréttnæmt þó að tekist hefði að skila um 229 þúsundum í hagnað. Heildarvelta félagsins á síðasta ári var um 456 milljónir sem er um 37% hækkun frá fyrra ári, afskriftir af verslun voru tæpar 12 milljónir og niðurfærðar við- skiptaskuldir liðlega tvær millj- ónir. Hjá kaupfélaginu eru um 50 manns í föstu starfi auk þess sem um 100 mann koma til vinnu yfir sláturtíð. Gunnar sagði að auk þessa hefðbundna reksturs sem félagið sæi um þá væru þeir einnig hluthafar í ýmsum hluta- félögum á staðnum sem ekki gengju allt of vel og mætti þar nefna bakarí, steypustöð og jafn- vel fleira. Þrátt fyrir lítillæti Gunnars kaupfélagsstjóra má ætla að afkoman hjá Kaupfélagi V.-Hún- vetninga sé með því skásta sem gerist um þessar mundir sé borið saman við upplýsingar frá aðal- fundum hinna ýmsu kaupfélaga sem haldnir hafa verið nýlega. G.Kr. í vikunni afhenti sendiherra Breta á íslandi, Richard Thomas Menntaskólanum á Akureyri ákaflega vermæta bóka- gjöf. Það var Jóhann Sigurjónsson, skólameistari sem tók við gjöfinni fyrir hönd skólans. Gjöf þessi samanstendur af 8 bókum sem fjalla nánast um gervalla bókmenntasögu Breta. Er þar að finna æviágrip allra breskra rithöfunda sem komist hafa á blað, auk úttektar á verkum þeirra. Til eru 2 eintök á landinu af þessu ritsafni, annað er í eigu Háskólans og hitt í eigu MA. Mynd: KGA. Utflutningur á hrossum: Flutningskostnaöur er nú mun lægri Allt útlit er nú fyrir að mun auðveldara verði í framtíðinni að selja íslenska hesta til útlanda en verið hefur, sé mið- að við reynsluna af síðasta átaki í þeim málum. Eins og kunnugt er hefur flutn- ingskostnaðurinn verið einn erf- „Hvíldarheimili“ seglbrettamanna! Margir hafa verið að velta því fyrir sér hvað stór gúmmí- björgunarbátur er að gera inn- arlega á Pollinum. Ýmsir tengdu það komu breska rann- sóknarskipsins HMS Hecate sem kom til hafnar í síðustu viku. „Þetta er hugsað sem hvíldar eða afþreyingarheimili fyrir seglbrettamenn og siglingamenn á Pollinum,“ sagði Jörundur Torfason formaður Sjóbjörgun- arsveitar Slysavarnafélags íslands á Akureyri, en það félag setti upp þessa aðstöðu fyrir siglingamenn. Jörundur sagði að báturinn hefði verið settur þarna í samráði við Siglingaklúbbinn Nökkva. „Það er oft að menn hafa þrótt í sigl- ingu út á Poll, en þurfa hvíld áður en lagt er til baka og er þá gott fyrir þá að hafa slíkt afdrep. gej- iðasti þröskuldurinn í þessum útflutningi en nú virðist vera að rofa til í þeim málum. í apríl síð- astliðnum kom hingað til lands sérstakt gripaflutningaskip á veg- um búvörudeildar SÍS og Félags hrossabænda og sótti 268 hross sem seld voru til Norðurland- anna, Þýskalands og Sviss auk þess sem hluti af þeim fór til slátrunar í Belgíu. Að fenginni þeirri góðu reynslu sem af þessari ferð fékkst er fyrirhugað að reyna að safna í annan farm í ágúst í sumar og eru öll líkindi til að það muni takast. Að sögn Sigurðar Ragnarssonar sölufulltrúa hjá Sambandinu var flutningskostnaður á hest um 15 þús. krónur sem er mikið lægra en verið hefur. Útflutningsverð- mæti þeirra hrossa sem fóru með þessari ferð er um 15 milljónir og fengust nálægt 60 þúsund krónur að meðaltali fyrir taminn hest. Sá háttur var hafður á að Félag hrossabænda safnaði hrossunum Húsavík: alls staðar af landinu og flutti þau í Ölfus þar sem þau voru skoðuð af dýralækni og annast um þau þar til þau fóru í skip, þá var dýralæknir með skipinu alla ferðina sem fylgdist með heilsu og aðhlynningu dýranna. Þá sagði Sigurður að það væri greinilegt að fólk erlendis vildi frekar kaupa hross sem kæmu beint frá íslandi en þau sem rækt- uð væru erlendis ef verðlagið héldist skikkanlegt, sem hann taldi að myndi verða, miðað við að áframhald yrði á útflutningn- um með því móti sem nú hefði verið reynt. G.Kr. kvæmdir bæjarins „Það er nóg framboð af lóðum hér á Dalvík, en aðeins einni hefur verið úthlutað og er ekki fyrirsjáanlegt að fleiri verði teknar,“ sagði Snorri Finn- laugsson bæjarritari á Dalvík, er hann var spurður um bygg- ingaframkvæmdir á staðnum í sumar. Snorri sagði að það væri sem menn væru hræddir við að fara út í byggingu um þessar mundir. Þessi eina lóð sem búið er að út- hluta er undir einingahús og jafn- vel óvíst hvort byggt verður á henni í sumar. „Astæðan fyrir því að ekki er meira byggt getur verið sú að mikið hefur verið byggt hér í bænum á undanförn- um árum og markaðurinn jafnvel mettaður í bili,“ sagði Snorri. Um framkvæmdir á vegum bæjarins nefndi hann að áfram yrði unnið við áhaldahús fyrir bæinn, byggt yrði við barnaheim- ilið, unnið mikið við hitaveitu, þar sem aðalframkvæmdir yrðu við útskipti úr asbesti í stál á lögnum veitunnar, auk þess yrði lögð hitaveita að bænum Hóli sem er norðan bæjarins. Unnið verður við innréttingar í ráðhúsi bæjarins, þar sem nú er verið að vinna við tæknideild og skrifstofu bæjarstjóra. Endurbyggja á tré- bryggju á suðurkanti hafnarinn- ar, en sú bryggja er nánast ónýt, en mikið hefði verið unnið í hafn- armálum staðarins undanfarin ár. Varðandi kostnað við þessi verk eru áætlaðar 2 milljónir í áhaldahúsið, 2 milljónir í barna- heimilið, 5 milljónir í hitaveitu, 1 milljón í ráðhúsið. Auk þess er áætlað að setja 1 milljón í skíða- mannvirki á Dalvík. gej- Kaupfélag Langnesinga: 30 þús. króna hagnaður! Dalvík: Einni lóðút- hlutað - undir einbýlishús en miklar fram- Fundað um kapalkerfi Á sunnudag var haldinn fund- ur varðandi hugmynd um rekstur og lagningu kapalkerfis fyrir sjónvarpsrásir í Húsavík- urbæ. Á fundinum annaðist Örlygur Jónatansson rafeinda- tæknifræðingur kynningu á þeim tæknilegu möguleikum sem fyrir hendi eru með notk- un kapalkerfis. Áætlað er að aðalstofnlögn og móttökubúnaður muni kosta 1900 þús. krónur. Að viðbættri hverfalögn er lauslega áætlaður heildarkostnaður 8 - 10 milljónir króna. Friðrik Sigurðsson 16 ára Húsvíkingur á móttökuskerm fyrir gervihnattasendingar og lán- aði hann til notkunar á fundinn. Kosin var 7 manna nefnd til að vinna að frekari áætlunum. Nefndina skipa: Þorlákur Vest- mann Magnússon, Árni Sigur- bjarnarson, Þórarinn Ólafsson, Steingrímur B. Gunnarsson, Magnús Magnússon, Hafþór Valdimarsson og einnig er bæjar- ráði boðið að tilnefna fulltrúa í nefndina, en hún mun hefja störf eftir kosningar. IM Aðalfundur Kaupfélags Lang- nesinga á Þórshöfn var haldinn 10. maí s.l., en félagið er 75 ára á þessu ári. Rekstrarreikn- ingur fyrir árið 1985 var gerður upp með tæplega 30 þúsund króna hagnaði. Heildarvelta félagsins var rúmlega 190 millj- ónir króna. Eigið fé félagsins jókst um 5 milljónir á árinu. Mikill einhugur ríkti á fundin- um, um að standa saman að málefnum félagsins, til þess að það gæti staðist þau boðaföll sem nú brotna á kaupfélögun- um í landinu. Úr stjórn félagsins gekk Grím- ur Guðbjörnsson, sem ekki gaf kost á sér til endurkjörs. í stað hans var kosin Brynhildur Hall- dórsdóttir. Aðrir stjórnarmenn eru Sigtryggur Þorláksson for- maður, Ágúst Guðröðarson, Þórarinn Haraldsson og Jóhann A. Jónsson. Kaupfélagsstjóri er Þórólfur Gíslason, en hann hefur stjórnað Kaupfélagi Langnesinga síðastliðin 10 ár. Voru honum færð blóm og sérstakar þakkir af því tilefni. gej-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.