Dagur - 14.05.1986, Blaðsíða 6

Dagur - 14.05.1986, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 14. maí 1986 14. maí 1986 - DAGUR - 7 Atvinnumál: Það er stefna Framsóknarflokks- ins, að bæjarfélaginu beri að beita sér fyrir því af fremsta megni að skapa fyrirtækjum á Húsavík góðar ytri aðstæður þannig, að þau verði samkeppn- isfær við innlend og erlend fyrir- tæki í sömu starfsgrein. Lífvæn- legar aðstæður leiða til uppbygg- ingar arðsamra fyrirtækja, sem veitt geta íbúum byggðarlagsins ný og vellaunuð störf. Bæjarfé- laginu ber að hafa forystu í þess- um efnum og vera frumkvöðull að því, að nýtt sé sú þekking og þeir möguleikar, sem fyrir hendi eru á hverjum tíma. Framsóknarflokkurinn minnir á þá stefnu, sem núverandi bæjarstjórn markaði með stofnun Framkvæmdalánasjóðs Húsavík- ur. Hlutverk framkvæmdasjóðs- ins er að efla atvinnulíf á Húsa- vík. Markmiði sínu nær hann með því að veita lán og ábyrgð á lánum, veita styrki til kannana og þróunar nýrra atvinnugreina, kaupum á hlutabréfum í fyrir- tækjum og þátttöku í að koma upp byggingum, er veitt geta iðn- fyrirtækjum starfsaðstöðu. Framsóknarflokkurinn leggur áherslu á, að atvinnulíf á Húsa- vík sé traust og fjölbreytt. Til að svo megi vera þarf að hlúa að starfandi fyrirtækjum á hverjum tíma og efna til stofnunar nýrra arðbærra atvinnufyrirtækja. Á þeim vettvangi leggur Framsókn- arflokkurinn áherslu á eftirfar- andi: • Auka þarf afla hráefnis til fisk- vinnslu. Fá þarf a.m.k. einn togara auk fiskveiðibáta til viðbótar þeim fiskveiðiflota, sem fyrir er á Húsavík. Auka þarf fjölbreytni í þessari undir- stöðugrein atvinnulífsins og styrkja afkomu hennar. Styðja þarf hvert það frumkvæöi er fram kemur og stuðlar að því að ná þessum markmiðum. • Leita þarf allra leiða til að koma upp feitfiskverksmiðju, þar sem unnin yrði loðna, síld og e.t.v. fleiri tegundir sjáv- arafurða. • Auka þarf hvers konar úrvinnslu sjávar- og landbún- aðarafurða. • Auka þarf hlut Húsavíkur í ferðamannaútvegi og í því sambandi þarf að leita leiða til að lengja ferðamannatímann ár hvert. • Framsóknarflokkurinn leggur áherslu á að aukin verði sala á húsvískri framleiðslu og hvet- ur framleiðslufyrirtæki á Húsavík að sameinast um sölustarfsemi á Reykjavíkur- svæðinu. • Framsóknarflokkurinn vill stuðla að framgangi allra góðra hugmynda um hvers kyns smáfyrirtæki á sviði fram- leiðslu og þjónustu. • Húsavíkurhöfn: Framsóknar- flokkurinn leggur áherslu á mikilvægi hafnarinnar fyrir allt atvinnulíf á Húsavík. Stöðugt hefur verið unnið að endur- bótum á hafnarmannvirkjum og aðstaða bætt fyrir skip og báta, athafnasvæði stækkuð og byggð dráttarbraut. Samt sem áður er þörf á miklum fram- kvæmdum við Húsavíkurhöfn á næstu árum. Nú liggja fyrir niðurstöður af líkantilraunum fyrir höfnina og gert hefur ver- ið framtíðarskipulag fyrir hafnarsvæðið. Á grundvelli þeirra upplýsinga, sem þar koma fram hafa verið gerðar tillögur um framtíðaruppbygg- ingu hafnarinnar. Haft er að markmiði að draga úr ókyrrð í höfninni og auka öryggi hennar; ennfremur að bæta við viðlegurými hafnarinnar og stækka athafnasvæði í landi fyrir vöruflutninga og fisk- vinnslu. Framsóknarfólk fagnar þeirri framtíðarsýn, sem felst í þessum skipulagstillögum og heitir að vinna að framkvæmd þeirra. Skólamál: Framsóknarflokkurinn leggur áherslu á, að fólk á Húsavík og í Þingeyjarsýslu hafi ætíð sem besta aðstöðu til náms. Nú, þegar hillir undir, að bygg- ingu íþróttahússins ljúki, þarf mjög að huga að því að halda áfram byggingu Barnaskólans og Gagnfræðaskólaris. Leitast þarf við að búa svo vel að skólunum, að þeir verði jafnan skipaðir nægilega mörgum vel færum og vel menntuðum kennurum. Halda ber áfram þeirri stefnu að gefa ungu fólki og fullorðnu kost á framhaldsnámi í ýmsum greinum. Á þeim vettvangi þarf að koma á skipulegu samstarfi við nálæga skóla, Laugaskóla og framhaldsskóla á Akureyri. Við tilkomu nýs íþróttahúss, losnar íþróttasalur Barnaskólans til annarra nota en íþrótta- kennslu. Huga verður að því hvernig hann verði best nýttur í þágu skólastarfsins. Huga verður að því hvernig best megi koma fyrir athvarfi fyr- ir skólabörn og unglinga utan skólalímans. Heilbrigðis- og félagsmál: Heilsugæsla: • Fulltrúar Framsóknarflokksins munu ætíð hlúa að þeirri góðu heilbrigðisþjónustu, sem byggð hefur verið upp á Húsa- vík í sainstarfi við sveitarfélög í Þingeyjarsýslum og beita sér fyrir framhaldi á uppbyggingu hennar. • Mikilvægt er að tryggja, að á hverjum tíma fáist til heilsu- gæslunnar hæfir og vel menntaðir starfsmenn: Lækn- ar og hjúkrunarfólk. • Næsta stórverkefni er bygging heilsugæslustöðvar í tengslum við sjúkrahúsið. Allur undir- búningur að þeirri byggingu er nú á lokastigi og fengist hefur fé til að ljúka hönnun hennar. Stefna þarf að því, að hún geti risið og komist í notkun á næstu fjórum til fimm árum. Fulltrúar Framsóknarflokksins munu eftir megni beita sér fyr- ir því að fá til þess nægilegt fé frá fjárveitingavaldinu. 1! Frá Húsavík. • Öll heilbrigðisþjónusta kostar mikið fé fyrir Húsavíkurbæ. Því er áríðandi að marka stefnu um þá þjónustu sem heilsugæslustöðin á að veita: Ungbarnaeftirlit, heilbrigðis- þjónustu í skólum, heima- hjúkrun, félagsráðgjöf o.s.frv. • Sjúkrahúsið á Húsvík er ekki iengur nýtt og er þörf fyrir meira fé, en til þessa hefur fengist til viðhalds á því og endurbóta. Aðkallandi er að fá ríkisvaldið til að taka fullt tillit til þess við úthlutun á rekstrar- fé til sjúkrahússins. Einnig þarf að leita eftir fé til endur- bóta á Gamla sjúkrahúsinu og koma því í svo gott horf, að það megi nota fyrir aldrað fólk, sem þarf á verulegri hjúkrun að halda. Málefni fatlaðra: Framsóknarflokkurinn telur það skyldu bæjarfélagsins að leitast við að tryggja því fólki sem illa er sett vegna líkamlegrar eða and- legrar fötlunar jafnrétti við aðra þegna þjóðfélagsins og skapa því skilyrði til að lifa sem eðlilegustu lífi í bæjarfélaginu. Nauðsynlegt er að styðja og hafa samvinnu við þau félög í bænum, sem vinna að málefnum fatlaðra. Framsóknarflokkurinn tekur heilshugar undir hugmyndir Svæðisstjórnar málefna fatlaðra um að koma upp á Húsavík „Sambýli fyrir fatlaða", og mun beita sér fyrir því, að til þess verkefnis fáist fjárframlag á næstu fjárlögum ríkisins. Málefni aldraðra: Með Hvammi, hinu glæsilega dvalarheimili, og byggingu sjö þjónustuíbúða hefur verið náð myndarlegum áfanga í málefnum aldraðra í Þingeyjarsýslum. Nú er hafin dagvistun fyrir aldraða í Hvammi. Þrátt fyrir þá uppbyggingu eru mörg aðkallandi verkefni fram- undan, því að mjög margt gamalt fólk er á biðlista hjá Dvalar- heimili aldraðra s.f. Brýnt er, að sveitarfélögin, sem standa að sameignarfélaginu greiði niður byggingaskuldir Hvamms, svo að félaginu verði fært að ráðast i þau miklu verkefni, sem sveitarfélög- in hafa falið því. Það er skoðun Framsóknar- flokksins að gera eigi gömlu fólki mögulegt að búa sem lengst á eig- in heimilum, í því umhverfi, sem því er kærast. Efla þarf heimilis- hjálp, heimahjúkrun og dagvist- un. Rækja þarf tómstundaiðju fyrir aldrað fólk. Sú er stefna Framsóknar- flokksins að byggja á þeim góða árangri, sem sveitarfélög í Þing- eyjarsýslum hafa þegar náð í málefnum gamals fólks í hérað- inu. Gera þarf dvalarheimilinu Hvammi fært að vera alhliða þjónustumiðstöð fyrir aldraða á félagssvæði sameignarfélagsins. Halda þarf áfram að byggja íbúðir með búseturétti í tengslum við Hvamm. Dagvistarmál: Á Húsavík er starfandi gott dag- heimili fyrir börn, það er vel rek- ið og börnin eru ánægð þar. Það mun vera með stærstu dagheimil- um á landinu. Samt sem áður eru mörg börn á biðlista eftir að komast þangað og sífellt fjölgar þeim börnum sem eru í gæslu hjá „dagmæðrum" á Húsavík. Framsóknarflokkurinn telur brýnt að fylgjast með nýjungum í dagvistunarmálum og kanna hverju sinni hvað best hæfir Húsavík og börnum hennar. Kanna þarf hvort hægt sé að taka upp þjónustu við foreldra með börn yngri en tveggja ára. Kanna þarf hvort tímabært sé að koma upp skóladagheimlili fyr- ir börn á aldrinum 6 til 8 ára. Eðlilegt er að bæjaryfirvöld hlutist til um að koma á nám- skeiðum fyrir dagmæður og hafi nokkurt eftirlit með starfsemi þeirra. Við uppbyggingu nýrra bæjar- hverfa þarf að muna eftir leik- völlum fyrir börn. Meta þarf hvort þörf er á að starfrækja gæsluvelli og starfsvelli fyrir börn. Hugsanlegt er, að ungling- ar í vinnuskóla bæjarins geti ann- ast gæslu og hirðingu á þeim völlum. * Iþrótta- og æskulýðsmál: Framsóknarflokkurinn fagnar byggingu íþróttahúss og leggur áherslu á að fjárveitingavaldið standi við áætlaðar fjárveitingar til þess, svo að taka megi það í notkun á næsta ári og byggingu þess verði síðan lokið á skömm- um tíma. Nýta þarf hið mikla íþróttahús sem kostur er, bæði fyrir íþrótta- og æskufólk og fullorðna. For- ráðamenn þess þurfa að hafa gott samstarf við íþróttafélög á Húsa- vík um nýtingu þess. Kanna ber hvernig nýta megi Kosningastjóri Framsóknarflokksins Sveinn V. Aðalgeirsson er 21 árs Húsvíkingur. Hann stundar nám við Samvinnuskólann. Um síðustu mánaðamót tók hann að sér að vera kosninga- stjóri Framsóknarflokksins fyrir bæjarstjórnarkosningarn- ar í vor. - Sveinn, hvernig gengur undirbúningurinn? „Hann gengur bara vel, það er mikill áhugi hjá fólki svo það gengur vel að vinna að þessu og er mjög gaman. Maður öðlast mikla reynslu af að vinna með svona skemmtilegu og áhuga- sömu fólki. Margt ungt fólk og fólk sem ekki hefur starfað með okkur áður tekur þátt núna. Stefnuskráin er tilbúin og henni verður dreift í hús í næstu viku og verið er að undirbúa sam- eiginlegan framboðsfund allra lista sem haldinn verður á laugar- dag.“ - Þið eruð með opna skrif- stofu í Garðari, hvað er um að vera þar? „Undanfarið hefur verið unnið að gerð stefnuskrárinnar og þar fer fram almenn umræða. Við höfum haft opið þrisvar í viku hingað til þó við séum þarna flesta daga. Upp úr helginni verður opnun- artími skrifstofunnar aukinn og það verður auglýst síðar. Frambjóðendur eru fúsir til að mæta á vinnustaði og verða einn- ig til viðtals á skrifstofunni. Ég hef hugsað mér að boða fund með ungu fólki til að heyra vilja þess um framkvæmdir í bæjar- félaginu. Unga fólkið mætti láta meira í sér heyra og ég vil hvetja það til að mæta á fundinn, auk þess er það að sjálfsögðu alltaf velkomið á skrifstofuna." - Ertu bjartsýnn á kosningarn- ar? „Já, við erum alltaf bjartsýn og getum ekki annað. Framsóknar- flokkurinn er búinn að vera í forsvari hér í bænum undanfarin kjörtímabil og margt gott hefur verið gert. Til dæmis erum við að eignast íþróttahús og framsókn- armenn stóðu fyrir því að Kol- beinsey kom aftur. Margt fleira hefur verið gert en of langt mál að telja það hér upp.“ - Hvað vildirðu segja að lokum? „Ég vil endilega hvetja fólk til að sýna okkur stuðning, við höf- um gott fólk í framboði og góð málefni á stefnuskrá." IM það í þágu félagsstarfa í samstarfi við Tómstundaráð Húsavíkur- bæjar, Félagsheimili Húsavíkur og skóla á Húsavík. Þörf er að ráða æskulýðsfull- trúa, er vinni að félagsmálum æskufólks í samstarfi við æsku- lýðsfélög, tómstundaráð og skóla. Fulltrúar Framsóknarflokksins munu styðja alla baráttu gegn neyslu vímuefna og fagnar stofn- un landssamtakanna „Vímulaus æska“. Landsmót UMFÍ verður haldið á Húsavík á næsta ári. Áherslu verður að leggja á að koma íþróttamannvirkjum á Húsavík í mjög gott horf í tæka tíð fyrir landsmótið. Framsóknarflokkurinn minnir á að huga þuríi að framtíðarskíða- svæði fyrir fólk á Húsavík og í nálægum sveitum. Snjór er jafn- an stopull í Húsavíkurfjalli. Hug- að hefur verið að stæðum fyrir veg að Gyðuhnjúki, austan Húsavíkurfjalls og þar hafa verið gerðar nokkrar snjómælingar. í Gyðuhnjúki er jafnan nægur snjór fyrir skíðafólk mikinn hluta ársins og hefur áhugafólk um skíðaíþróttir lengi til hans horft. Fyrir nokkrum árum fluttu konur í bæjarstjórn Húsavíkur tillögur á bæjarstjórnarfundi til stuðnings því áhugafólki. Framsóknarflokkurinn hvetur til þess að fram verði haldið undirbúningi að gerð skíðavæðis við Gyðuhnjúk og að leitað verði samstarfs viö nálæg sveitarfélög um það málefni. Menningarmál: Grundvöllur góðs mannlífs á Húsavík er gróska í menningar- lífi. Þess er mikil nauðsyn, að almenningur á Húsavík styðji alla menningarstarfsemi í bænum okkar og njóti þess, sem gott áhuga- og listafólk gefur því kost á að njóta á sviði tónlistar, mynd- listar og leiklistar. Mikil menningarverðmæti eig- um við þar sem er starfsemi Safnahússins á Húsavík og Bóka- safns Þingeyinga. Framsóknarflokkurinn leggur áherslu á, að ætíð ríki jákvætt viðhorf til félaga áhugamanna, sem að listum og öðrum menn- ingarmálum vinna. Hann telur, að Húsavíkurbæ beri að styrkja starfsemi þeirra eftir föngum. Umhverfis- og skipulagsmál: Nú er lokið gerð aðalskipulags fyrir Húsavíkurkaupstað til árs- ins 2005. Skipulagið nær til alls nýtanlegs lands Húsavíkurbæjar. í skipulaginu er landinu skipað í hafnarsvæði, íbúðarsvæði, í svæði fyrir smáiðnað, meiriháttar iðnað og útivistarsvæði. Húsavíkurkaupstaður er í mjög fögru umhverfi. Bærinn hefur fengið það orð, að hann sé snyrtilegur. Bæjarfélagið, fyrir- tæki og einstaklingar hafa lagt sig fram um að prýða umhverfi sitt. Sáning á grasfræi í hlíðum Húsavíkurfjalls hefur borið veru- legan árangur. Trjágróður þrífst vel í brekkum upp af fjallsrót- inni. Vel hefur tekist gerð skrúð- garðs við Búðará. Hið fyrsta þarf að hefja græðslu mela neðst á Reykjaheiði, upp af byggð í Húsavík, svo og á gróðurlausum svæðum niðri í byggðinni. Áherslu þarf að leggja á endur- byggingu gamalla gatna á Húsa- vík. Framsóknarflokkurinn legg- ur áherslu á, að allt land Húsa- víkur verði sem best nýtt í þágu Húsvíkinga í nútíð og framtíð. Kynning á frambjóðendum Framsóknarflokksins 1. Tryggvi Finnsson er 44 ára, fædd- ur á Svalbarðseyri en flutti með foreldrum sínum til Húsavíkur 12 ára gamall. Tryggvi varð stúdent frá MA ’62 og stundaði síðan fiskiðnaðarnám í Þýskalandi í þrjú og hálft ár. Síðan ’82 hefur Tryggvi setið í bæjarstjórn og bæjarráði, hann er formaður atvinnumálanefndar og starfar í hafnarnefnd. Hann er virkur í félagsmálum m.a. for- maður stjórnar Sambands fisk- framleiðenda og í stjórn Ice- landic Seafood Limited í Hull. Tryggvi er kvæntur Áslaugu Þorgeirsdóttur og eiga þau þrjú börn. 2. Hjördís Árnadóttir er 43 ára, fædd að Rauðuskriðu í Aðaldal og ólst þar upp. Hún er gagn- fræðingur frá Laugaskóla ’61 og stundaði nám við Húsmæðra- skóla ísafjarðar ’63-’64. Undanfarin 10 ár hefur Hjör- dís búið á Húsavík en áður hafði hún m.a. átt heima á Akranesi og Akureyri og stundað margvísleg störf. Nú starfar hún sem versl- unarmaður hjá KÞ. Hjördís er virk í félagsmálum m.a. stofnfé- lagi og síðar forseti JC Húsavík- ur, hún er í stjórn starfsmanna- félags KÞ og Verslunarmannafé- lags Húsavíkur. Hjördís á þrjú börn og er gift Kristni V. Magnússyni. 3. Lilja Skarphéðinsdóttir er 35 ára. fædd og uppalin á Húsavík. Lilja starfaði við afgreiðslu, á dagheimili og við fiskvinnslu uns hún hóf nám á ný. Hún útskrifað- ist frá Ljósmæðraskólanum ’79 og hefur starfað sem ljósmóðir á Húsavík síðan. Lilja hefur verið virk í félagsmálum. Lilja er gift Eymundi Krist- jánssyni og eiga þau þrjú börn. 4. Stefán Haraldsson er 36 ára, fæddur og uppalinn á Húsavík. Hann varð stúdent frá MA ’70 og lauk tannlæknanámi frá Háskóla íslands '11. Stefán hefur starfað sem tannlæknir á Húsavík síðan. Stefán er kvæntur Valgerði Mikkelsen og eiga þau tvö börn. 5. Sigurgeir Aðalgeirsson er 32 ára, fæddur og uppalinn á Húsavík. Hann tók gagnfræðapróf og síð- an Samvinnuskólapróf ’73. Sigurgeir var í sveit í níu sumur, stundaði verslunarstörf hjá KÞ Húsavík og KL Þórshöfn, vann hjá Samvinnubankanum og Samvinnutryggingum. Hann starfar nú sem framkvæmdastjóri í fyrirtæki föður síns sem annast vöruflutninga milli Húsavíkur og Reykjavíkur og umboðsverslun. Sigurgeir er í skólanefnd, byggingarnefnd íþróttahúss og sjó- og verslunardómi. Hann er varabæjarfulltrúi, formaður Framsóknarfélags Húsavíkur, svæðisstjóri Kiwanis á Norðaust- urlandi og í stjórn Völsungs. Hann er kvæntur Margréti Sveinbjörnsdóttur og eiga þau tvö börn. 6. Egill Olgeirsson er 36 ára, fædd- ur og uppalinn á Húsavík. Hann stundaði nám í rafmagnstækni- fræði í Noregi og lauk prófi ’70. Egill starfar nú sem tækni- fræðingur við eigið fyrirtæki Tækniþjónustuna, auk þess hefur hann rekið útgerð ásamt bróður sínum síðan ’79. Egill var bæjarfulltrúi á árun- um ’74-’82 og sat í bæjarráði ’78- ’82. Hann er formaður stjórnar Dvalarheimilis aldraðra og for- maður sjúkrahússtjórnar, for- maður svæðisstjórnar um málefni fatlaðra. Hann hefur starfað í bæjarmálanefndum og er virkur í félagsmálum. Egill er kvæntur Pálínu Stef- ánsdóttur og eiga þau fjóra drengi. 7. Hafliði Jósteinsson er 45 ára, fæddur og uppalinn á Húsavík. Hann lauk gagnfræðaprófi og stundaði síðan sjómennsku, verslunar- og skrifstofustörf. Nú starfar Hafliði sem kirkju- vörður, er meðhjálpari við Húsa- víkurkirkju og annast umsjón kirkju og kirkjugarða, einnig tek- ur hann virkan þátt í æskulýðs- störfum á vegum kirkjunnar. Hafliði er í tómstundaráði og íþróttanefnd. Hann er virkur fé- lagsmálamaður og hefur starfað mikið að íþróttamálum á Húsa- vík. Hafliði er kvæntur Laufeyju Jónsdóttur og eiga þau fjögur börn. 8. Kristrún Sigtryggsdóttir er 34 ára, fædd og uppalin að Litlu- Reykjum í Reykjahverfi. Hún er gagnfræðingur frá Laugaskóla og hefur aðallega stundað verslunarstörf en einnig unnið á sjúkrahúsi. Nú er hún húsmóðir auk þess að vinna hálfsdagsstarf í Fiskiðjusamlag- inu. Hún er gift Hermanni Larsen og eiga þau eina dóttur. ea

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.