Dagur - 14.05.1986, Blaðsíða 11

Dagur - 14.05.1986, Blaðsíða 11
14. maí 1986 - DAGUR - 11 Minning: Þorvaldur Jón Ólafsson Fæddur 21. október 1898 - Dáinn 2. maí 1986 Þorvaldur Jón Ólafsson frá Ljós- stöðum í Glerárhverfi, andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri að kveldi 2. maí. Hann var fæddur að Lamba- nes-Reykjum í Fljótum í Skaga- firði, sonur hjónanna Bjargar Halldórsdóttur og Ólafs Eiríks- sonar. Valdi frændi, eins og hann var alltaf kallaður af nánustu ættingj- um sínum var elstur sjö systkina, fjögurra bræðra og þriggja systra, og eru bræðurnir nú allir látnir. Átta ára gamall flyst Valdi með foreldrum sínum til Siglu- fjarðar, en árið 1919 flyst fjöl- skyldan til Akureyrar. Það er svo árið 1923, að foreldrar hans reisa smábýlið Ljósstaði í Glerárþorpi, þá tilheyrandi Glæsibæjarhreppi, og bjó Valdi þar síðan í nær sex- tíu ár, eða þar til hús hans varð að víkja af skipulagsástæðum. Á uppvaxtarárum Valda bjuggu foreldrar hans við nokkra fátækt framan af ævi, enda barnahópurinn stór og margir munnar að metta, en heimilið var þó alltaf vel bjargálna. Mikil samheldni ríkti jafnan innan fjöl- skyldunnar, og voru systkinin alin upp við mikla ástúð og kær- leika. Þrátt fyrir stóra fjölskyldu tóku foreldrar Valda að sér fóst- urdóttur árið 1923, Elísu Elías- dóttur, þá tveggja ára gamla og 1930 taka þau að sér fóstur og uppeldi dóttursonar síns Björg- vins Pálssonar sem þá var nýfæddur. Það var alltaf nóg pláss á Ljósstöðum hjá ömmu minni og afa, þó húsplássið gæti ekki talist stórt á nútíma mæli- kvarða, þannig var hjartaþel þeirra og það hjartaþel erfði Valdi frændi í ríkum mæli af for- eldrum sínum, sem kom fram í því, að alla sína ævi var hann að hugsa um að hlúa að öðrum en hugsaði minna um eigin hag. Strax og Valdi gat farið að vinna, stóð hann við hlið föður síns við að sjá fyrir þörfum heimilisins, og eftir lát föður hans 1935, hvíldi heimilið alfarið á hans herðum. Hann annaðist vel um móður sína, fóstursystur og fósturson, en móðir hans andað- ist 1960. Og þegar fóstursystir hans eignaðist soninn Ólaf Krist- jánsson 1942, gekk Valdi honum þá þegar í föður stað og alla tíð síðan, en þeir Valdi og Ólafur bjuggu tveir saman síðustu árin, eða þar til Valdi fluttist á Dvalar- heimilið Skjaldarvík. Ég man Valda frænda minn vel frá mínum unglingsárum, er ég kom í Ljósstaði til ömmu minnar, en við kynntumst þó ekkert náið fyrr en allra síðustu ár ævi hans. Eftir að Valdi fluttist í Skjaldarvík heimsótti ég hann reglulega, og áttum við marga ánægjustundina saman við að rifja upp fyrri tíma allt frá æsku Valda til líðandi stundar. Hann hafði alltaf frá mörgu að segja, en hugurinn var þó mest bundinn við þá tíma er hann starfaði á Siglufirði og f Sandgérði, en á þeim stöðum vann hann til skiptis í um tíu ára skeið, á Siglufirði á sumrin í síld og í Sandgerði á vetrum í frystihúsi. Einnig voru árin hans í Krossanesi honum hugleikin, en þar starfaði hann lengstan tíma ævi sinnar. Síðustu árin vann hann við uppskipun hjá Eimskip, en hann var orðinn 75 ára er hann lét endanlega af störfum. Valdi frændi var mikill reglu- maður í alla staði, vildi engum skulda neitt, og neytti hvorki áfengis né reyktóbaks. Hann hafði skoðanir á öllum málum og fór ekkert dult með meiningar sínar jafnvel þó svo hann vissi að þær féllu ekki í góðan jarðveg. Þannig var Valdi, hreinn og beinn, kom ávallt til dyranna eins og hann var klæddur. Þeim vinnuveitendum sem hann vann um ævina vann hann vel og af ósérhlífni, enda kunnu þeir að meta handtök hans, sem sést best á því að hann starfaði fyrir fáa, en var lengi hjá hverj- um og einum. Þó svo Valdi kvæntist aldrei, eignaðist hann stóra fjölskyldu. Hann var einstaklega barngóður maður og hændust því börn að honum þar sem hann kom á heimili ættingja sinna. Það er því ekki svo lítill hópur systkina- barna og barna þeirra sem nú sjá á bak Valda frænda sínum með söknuði og trega. En þó Valdi sé nú horfinn úr lífi okkar, skildi hann eftir þá minningu sem aldrei mun okkur gleymast sem kynntumst honum, minningu um góðan og traustan frænda og vin. Að leiðarlokum viljum við hjónin og synir okkar, þakka Valda frænda af einhug fyrir góð kynni, og ég sérstaklega allar góðu samverustundirnar sem við áttum saman síðustu árin. Systrum hans, fóstursystur og fóstursonum flytjum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Þorvaldar Jóns Ólafssonar. Tryggvi Pálsson. Gagnfræðingar 1971 (árgangur 1954) Hittumst og gleðjumst nk. laugardagskvöld kl. 20 að Gránufélagsgötu 49 (uppi í Ljósgjafanum). Kvöldverður kl. 20.30. Verð ca. kr. 800-900 kr. Mætum vel og stundvíslega. Þeir sem ekki hafa látið skrá sig vinsamlegast hringi í síma 31244, 24543, 22472, 24990, 25496 eða 24980. Orlofshús Iðju Ákveðið hefur verið að í ár fari fram úthlutun or- lofshúsa félagsins sem eru á lllugastöðum, Svignaskarði og fleiri stöðum. Sækja þarf um húsin á sérstökum eyðublöðum sem fást á skrif- stofu félagsins og vinnustöðum. Umsókn þarf að skila fyrir 20. maí næstkomandi. Leiga á viku kr. 3000. Iðja félag verksmiðjufólks. Skipagötu 14. Viðskiptavinir ath. Bílaverkstæði okkar og varahlutalager að Fjölnisgötu 1b Akureyri, verða lokuð fimmtudaginn 15. og föstudaginn 16. maí vegna flutninga. Opnum aftur þriðjudaginn 20. maí í nýju húsnæði að Draupnisgötu 1 Akureyri. Höldur s. f. Akureyri. Kökubasar Styrktarfélags vangefinna verður í Húsi aldraðra laugardaginn 17. maí kl. 14. Nefndin. Viðtalstímar bæjarfulltrúa Miðvikudaginn 14. apríl 1986 kl. 20-22 verða bæjarfulltrú- arnir Sigurður Jóhannesson og Jón G. Sólnes, til viðtals í fundarstofu bæjarráðs í Geislagötu 9, 2. hæð. Bæjarstjori. Húsvörður Starf húsvarðar við félagsheimilið Húnaver í Austur-Húnavatnssýslu er laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 30. maí nk. Nánari uppl. veittar í símum 95-7165 og 95-7143 um hádegi og á kvöldin. Atvinna Þrítugan fjölskyldumann bráðvantar atvinnu. Er með meirapróf og rútupróf. Vinsamlega hringið í síma 25754 eftir kl. 17. A söluskrá: Oddeyrargata: Einbýlishús um 200 fm. Sumarbústaður: 35 fm nýr sumarbústaður staðsettur í Vaðlaheiði. Óska eftir raðhúsaíbúð með bílskúr, í skiptum fyrir 4ra herb. íbúð við Skarðshlíð. Kringlumýri: Einbýlishús á einni hæð ásamt bílskúr. Hamarstígur: 4-5 herb. íbúð, afhending strax. Háhlíð: Mjög stór raðhúsaíbúð í byggingu, ath. skipti. Hólabraut: 4-5 herb. íbúð á efri hæð í tvíbýli. Sólvellir: 3ja herb. íbúð á neðri hæð í tvíbýli, ásamt bílskúr. Skarðshlíð: 2ja herb. íbúð á 3. hæð. Stórholt: 4-5 herb. íbúð á neðri hæð. Henni getur fylgt tvö herbergi, eldhús og snyrting í kjallara. Til sölu sem ein heild eða sitt í hvoru lagi. Brekkugata: 4ra herb. íbúð. Hvammshlíð: Einbýlishús í byggingu, skipti. Eyrarlandsvegur: 5 herb. íbúð á neðri hæð. Norðurgata: 4ra herb. efri hæð og rishæð. Tjarnarlundur: 4ra herb. íbúð á fyrstu hæð. Vestursíða: Rúmlega fokheld raðhúsíbúð, ýmis skipti koma til greina. Tjarnarlundur: 2ja herb. íbúð. Afhending strax. Hafnarstræti: 2ja herb. íbúð. Furulundur: 3ja herb. íbúð á efri hæð, í tveggja hæða raðhúsi, 76 fm. Norðurgata: Einbýlishús á tveimur hæðum. Eiðsvailagata: 2ja herb. íbúð á jarðhæö. Vestursíða: Raðhúsaíbúð á tveimur hæðum með bílskúr, samtals um 150 fm. Höfðahlíð: 3ja herb. eldra einbýlishús. Tjarnarlundur: 3ja herb. stór íbúð á 4. hæð, svalainn- gangur. íbúð í sérflokki. Gránufélagsgata: Einbýlishús, tvær hæðir og kjallari. Símsvari tekur við skilaboðum allan sólarhringinn. Fasteignasalan hf opið frá Gránufélagsgötu 4, , efri hæð, sími 21878 Kl. 5—7 e.h. Hreinn Pálsson, lögfræðingur Guðmundur Jóhannsson, viðskiptafræðingur Hermann R. Jonsson, sölumaður

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.