Dagur - 14.05.1986, Blaðsíða 3

Dagur - 14.05.1986, Blaðsíða 3
14. maí 1986 - DAGUR - 3 Það fór ánægjukliður um flugáhugamenn er þessi glæsilega Cessna Citation II var lent á Akureyrarflugvelli á laug- ardaginn. Á innfelldu myndinni er Stefán Sæmundsson að heilsa föður sínum Sæmundi Stefánssyni. Eyjólfur Hauksson annar flugmaður Þotuflugs hf. er baka til. Þeir eru allir hluthafar í hinu nýja flugfélagi. Myndir: KGA Akureyri: Sameiginlegur fundur - allra stjórnmálaflokka í Húsi aldraðra i dag Stjórnmálaflokkarnir á Akur- eyri standa fyrir sameiginleg- um framboðsfundi í Húsi aldr- aðra á Akureyri í dag klukkan fyrirspurnum til frummælenda. Þetta er kjörið tækifæri fyrir eldri borgara þessa bæjar að kynna sér stefnu flokkanna og leita svara við spurningum sem upp kunna að koma. Aætlað er að fundinum ljúki klukkan 16.00. TF-JET: Lítil farþegaþota í flugflotann - Er Vh tíma til London Það var nokkur hópur flug- áhugamanna og fleiri sem voru saman komnir á Akureyrar- flugvelli um hádegisbil á laug- ardag. Ástæðan var koma lítillar þotu sem búið er að kaupa til landsins. Er það fyrirtækið Þotuflug h/f í Reykjavík sem er eigandi vél- arinnar. Þotan sem er af gerðinni Cessna Citation II og ber ein- kennisstafina TF-JET verður notuð í leiguflugi fyrir aðila sem þurfa að komast milli landa með stuttum fyrirvara og á sem skemmstum tíma. Kom þotan frá Reykjavík, en þangað kom hún á föstudag eftir flug frá San Fran- cisco, með millilendingu á Goose Bay í Kanada. Flún er byggð í Bandaríkjunum árið 1981 og á 1100 flugtíma að baki, sem þykir lítið, því eðlileg nýting er talin vera á bilinu 400 til 500 flugtímar á ári. Flughraði Cessna Citation II er mitt á milli hraða Boeing 727 og DC-8, sem nú eru notaðar mest í millilandaflugi íslendinga. Vélin er 21/2 klukkustund að fljúga milli Reykjavíkur og London, svo dæmi sé tekið. Markmið Þotuflugs h/f er að þjóna va.;andi þörfum þeirra sem vilja nota tíma sinn erlendis í erindagjörðum til fulls og spara sér óþarfa biðtíma og gistingu. Flugmenn TF-JET eru Stefán Sæmundsson og Eyjólfur Hauks- son, flugstjóri hjá Cargolux, en þeir eru meðal hluthafa í Þotu- flugi h/f. Framkvæmdastjóri er Valdimar J. Magnússon. Hámarksflughraði þotunnar er 443 mílur, eða 70% af hljóð- hraða. Hún er búin öllum full- komnustu tækjum og segir í fréttatilkynningu frá félaginu að tæki séu af nýjustu gerð og full- komnari en almennt gerist í far- þegaþotum á borð við Boeing 727 og DC-8. Farþegafjöldi er 8 manns, en vélin getur tekið 10 farþega. Sæti eru stærri og breið- ari en gerist í venjulegum far- þegaþotum. Flugtíminn kostar um 50 þúsund krónur, en- verð þotunnar er 1,5 milljónir Banda- ríkjadala, eða 60 milljónir íslenskra króna. Vélin er nú þegar tilbúin til farþegaflugs og verður staðsett á Reykjavíkurflugvelli, en það sparar mönnum akstur til og frá Keflavík. gej- 14.00. Efsti maður á lista hvers flokks flytur stutt framsöguerindi en síðan verða pallborðsumræður þar sem fundarmenn geta beint Skagaströnd: Fjórir listar lagðir fram Fjórir listar hafa verið lagðir fram til hreppsnefndarkosn- inga á Skagaströnd í vor og vekur það nokkra athygli þar sem í nágrannabyggðarlögun- um hafa komið fram alls konar listar sem studdir eru af „óháð- um“ frambjóðendum. Frambjóðendur í fimm efstu sætum listanna á Skagaströnd eru eftirtaldir: B-listi. Listi framsóknar- manna: 1. Magnús Jónsson, 2. Einar Hjartarson, 3. Guðrún S. Pétursdóttir, 4. Jón Ingi Ing- varsson, 5. Sigrún Guðmunds- dóttir. A-listi. Listi Alþýðuflokks: 1. Axel J. Hallgrímsson, 2. Guð- munda Sigurbrandsdóttir, 3. Herborg Þorláksdóttir, 4. Þor- valdur Skaftason, 5. Gunnar Stefánsson. D-listi. Listi sjálfstæðismanna: Adolf J. Berndsen, 2. Heimir L. Fjeldsted, 3. Sveinn S. Ingólfs- son, 4. Sigrún Lárusdóttir, 5. Kári Lárusson. G-listi. Listi Alþýðubandalags: 1. Guðmundur H. Sigurðsson, 2. Ingibjörg Kristinsdóttir, 3. Björgvin Karlsson, 4. Anna Sjöfn Jónasdóttir, 5. Guðný Björnsdóttir. G.Kr. Full búð af nýjum vörum r Vorum að taka upp stóra kjólasendingu þar á meðal ódýra þýska kjóla frá kr. 1.995.- Auk þess blússur, pils, buxur, jakkar o.fi. Surnarkápur og frakkar verð frá 3.890.- Þýskar sumarpeysur á ótrúlegu verði kr. 1.390.- Einnig úrval af Iðunnar peysum. SlMI (96)21400

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.