Dagur - 14.05.1986, Blaðsíða 9

Dagur - 14.05.1986, Blaðsíða 9
14. maí 1986 - DAGUfi ~ 9 —íþróttic Umsjón: Kristján Kristjánsson gátu mest fengiö 290 stig og varð röð liðanna þessi: Stig 1. Frani 270 2. Valur 235 3. Þór 216 4,- 5. KR og ÍA 195 6. ÍBK 164 7. FH 102 8. ÍBV 81 9. UBK 78 10. Víðir 59 Á fundinum tóku einnig til máls tulltrúar liðanna og þeir ræddu um möguleika síns liðs í deildinni í sumar og um fyrsta leikinn á laugardag. Voru menn misjafnlega bjartsýnir á gott gengi en allir ætluðu sínum liðum áframhaldandi setu í 1. deild að keppnistímabili loknu. Þá kom fram á fundinum að fyrsta umferðin í deildinni og sú síðasta verður öll leikinn á sama tíma. Fyrsta umferðin hefst á laugardag kl. 14.30 og síðasta umferðin verður leikinn laugar- daginn 13. september á sama tíma. Allir leikirnir í fyrstu umferð fara fram á grasi nema viðureign Pórs og Vals sem leikinn verður á malarvelli félagsins við Glerár- skóla. Golf hjá konum: Námskeiði frestað - um viku Um 40 konur mætu á fund er David Barnwell golfkennari á Akureyri boðaði til þar sem lagt var á ráðin varðandi nám- skeið fyrir konurnar í golfleik. Það er því greinilega mikill áhugi meðal kvenna á Akureyri, en nú hefur David ákveðið að fresta byrjun námskeiðsins um eina viku. Hefst það því í næstu viku, en ekki í dag eins og ráð hafði verið fyrir gert. mikílvægur - segir Nói Björnsson í Þór íslandsmótið í knattspyrnu hefst á laugardaginn kemur. Þá fer fram heil umferð í 1. deild og þrír leikir í 2. deild. Þórsarar fá íslandsmeistara Vals í heimsókn í fyrsta leik. En hvernig leggst leikurinn við Val og sumarið í heild í Nóa Björnsson fyrirliða Þórs. „Ég er nokkuð bjartsýnn á gott Nói Björnsson fyrirliði Þórs í knatt- spyrnu. Mynd: KK gengi Þórsliðsins í sumar. Við stefnum að því að gera betur en á síðasta keppnistímabili en þá urðum við í þriðja sæti. Félagið hefur orðið fyrir miklu áfalli sem er fráfall Óskars Gunnarssonar sem hefur verið einn af burðarás- um liðsins síðustu ár. Lát Óskars hefur haft mikil áhrif á þópinn en menn eru ákveðnir í að standa saman til að komast yfir það áfall. Að öðru leyti er hópurinn sá sami og á síðasta tímabili. Lið- ið kemur vel undirbúið til leiks eftir miklar og strangar æfingar í allan vetur. Hvað varðar leikinn við Val á laugardag þá komum við með að mæta í hann með sama hugarfari og í aðra leiki, þ.e. að sigra. Leikurinn fer fram á mölinni okkar og held ég að það sé ekkert verra fyrir okkur að leika á möl þar sem við höfum ekkert getað æft á grasi enn. Þá má ekki gleyma því að við verðum á heimavelli og með góðum stuðn- ingi áhorfenda aukast sigurlíkur okkar eins og sýndi sig svo vel í fyrrasumar," sagði Nói Björns- son að lokum. Fyririiöar 1. deildarliðanna í knattspyrnu, efri röð frá vinstri: Ómar Jóhannsson ÍBV, Benedikt Guðmundsson UBK, Þorgrímur Þráinsson Val með íslandsmeistarabikarinn, Sigurður Lárusson ÍA og Valþór Sigþórsson ÍBK. Fremri röð frá vinstri: Guðjón Guðmundsson Víði, Guðmundur Steinsson Fram, Viðar Halldórsson FH, Gunnar Gíslason KR og Nói Björnsson Þór. Mynd:KK Fundur í Reykjavík um 1. deildina í knattspyrnu: Fram íslandsmeistari samkvæmt spá fundarins í gær fór fram í KR-heimilinu fundur þar sem saman komnir voru fyrirliðar, þjálfarar og stjórnarmenn 1. deildarlið- anna, ásamt blaðamönnum. Þar var rætt um íslandsmótið sem nú fer í hönd og ýmislegt fleira. Þá fór einnig fram leyni- leg kosning meðal fundar- manna um það hver yrði end- anleg röð liðanna í haust. Kosningin fór þannig fram að fundarmenn fengu miða með nöfnum liðanna í 1. deild og áttu þeir að gefa þeim núrner eftir því í hvaða sæti þeir teldu að við- komandi lið lenti í. Þessi kosning fór nú fram í þriðja sinn en í fyrri tvö skiptin reyndust fundarmenn sannspáir um það hvaða lið ynni íslandsmeistaratitilinn. Liðin Björn Árnason. Mynd: KK kem einnig til með að standa og falla með mínum gerðum. Allt er þetta gert til þess að ná sem best- um árangri. Þó finn ég að þetta er að lagast og ég veit að leikmenn koma til með að standa með mér í því sem ég legg fyrir og þannig næst árangur. Þá langar mig að þakka leik- mönnum og stjórn Þórs það traust sem mér var sýnt er ég var ráðinn sem þjálfari liðsins ásamt Þórsteini Ólafssyni sem hefur verið ómetanlegur við stjórnun æfinganna í vetur. Ég veit að samstarf okkar Þorsteins á eftir að verða mjög gott í sumar eins og áður. Að lokum langar mig að nefna að við höfum orðið fyrir miklu áfalli við fráfall Óskars Gunnars- sonar, sem var einn okkar sterk- asti og leikreyndasti leikmaður og við munum sakna hans um ókomna tíð. En við verðum að horfa fram á veginn og reyna allir að gera okkar besta,“ sagði Björn Árnason. 1. deildin verður jafnari en í fyrra - segir Björn Árnason þjálfari Þórs Björn Árnason er þjálfari 1. deildarliðs Þórs í knattspyrnu. Björn er ekki ókunnugur í her- búðum Þórs því hann þjálfaði liðið árið 1983 með góðum árangri. Birni til aðstoðar er Þorsteinn Ólafsson en hann þjálfaði einmitt liðið 1984 einnig með ágætum árangri. Ég fékk Björn til ræða við mig um sumarið, hvaða möguleika Þórsliðið hafi í hinni hörðu keppni 1. deildar og um ýmislegt annað er við kemur knattspyrn- unni. Við byrjum á því að spyrja Björn um sumarið. „Sumarið leggst bara vel í mig. Ég hef nú verið hér áður og þá stóðu leikmenn Þórs sig vel. Undirbúningur okkar fyrir mótið hefur verið góður þannig að ég tel möguleika á góðum árangri. Ég er þó ekki tilbúinn til þess að spá um það hvernig endanleg röð verður í haust. Deildin verð- ur að mínu mati jafnari en í fyrra. Ég held þó að það séu lið sem komi til með að blanda sér í toppbaráttuna frekar en önnur. Á ég þar við lið eins og Þór, Fram, KR, ÍA og Val. Þessi 5 lið koma til með að berjast á toppnum. Hin liðin, Víðir, FH, UBK, ÍBV og ÍBK verða í neðri hlutanum. En ætli sé ekki rétt að taka það fram að í knattspyrn- unni getur allt gerst og þetta gæti orðið allt öðruvísi.“ - Hvernig Ieggst leikurinn við Val í þig? „Við komum til með að leika við Valsmenn á möl og ég er á því áð það hjálpi okkur ekkert. Þór hefur í gegnum tíðina spilað sína bestu leiki á grasi og liðið kemur til með að gera það áfram þannig að mölinn kemur ekki til með að hafa áhrif á úrslit leiks- ins. Við eigum alla möguleika á sigri á Iaugardag. Ég hef óbilandi trú á mannskapnum sem ég hef. Þeir hafa sýnt það að þeir geta gert mjög góða hluti. Þórsliðið mætir með það hugarfari í hvern leik að vinna sigur. Liðinu hefur gengið vel í heimaleikjum sínum en það er ekki völlurinn sem slík- ur sem skapar sigurinn heldur þeir leikmenn sem spila hverju sinni og að sjálfsögðu með stuðn- ingi áhorfenda. Styrkur Þórsliðs- ins er það mikill að það á ekki að skipta máli hvar leikið er. Þetta er líka stór spurning um hugarfar leikmanna í hverjum leik.“ - Hvað er það sem vantar í liðið til þess að það komist alla leið á toppinn? „Ég held að liðið sé allt of bundið við sigurinn sem slíkan eftir hvern leik. Það gilda sömu lögmál og í styrjöld, þótt ein orr- usta tapist erum við ekki búnir að tapa stríðinu. Þá hefur einnig vantað einbeitingu og sjálfsaga í mannskapinn. Ef lið ætlar að komast á toppinn þarf hugsunin að vera skýr allan tíman og menn verða að trúa á sjálfa sig. Gott dæmi er Valsliðið á síðasta ári. Liðinu gekk illa í byrjun en þeir trúðu því að þeir gætu náð langt og að lokum stóðu þeir upp með íslandsmeistaratitilinn." - Hvað með leikkerfi liðsins í sumar, hvernig verða þau? „Þegar menn tala um leikkerfi eru þeir oftast að leika sér að tölum. Árið 1983 var Þórsliðinu spáð falli. Þá var leikin nokkuð stíf rangstöðutaktík. Við notuð- um 4,4,2 aðferðina. Það er ekki hægt að segja að árangurinn hafi verið slæmur þá. Liðið hafnaði í fjórða sæti og sá árangur náðist með góðri liðsheild og góðum mannskap. Árið eftir var breytt í 5.3.2 leikkerfi á miðju tímabili vegna þess að ekki gekk vel með 4.4.2 kerfið og þá fór að ganga betur. I fyrra var einnig leikið 5.3.2 kerfi og þá gekk vel. Það er alveg sama hvaða leikkerfi eru sett upp, það er algerlega undir leikntönnum komið hvort þau ganga upp og hvort leikmenn eru meðtækilegir gagnvart því sem þjálfarinn leggur fyrir hverju sinni. Varðandi árið í ár hef ég fund- ið fyrir því bæði meðal leik- manna og svo annarra sent fylgj- ast með knattspyrnu hér í bæ að þeir eiga erfitt með að kyngja breytingum á leikkerfum liðsins. Ég sem þjálfari verð að fá tæki- færi til þess að leggja línurnar og „Stuðningur áhorfenda

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.