Dagur - 14.05.1986, Blaðsíða 8

Dagur - 14.05.1986, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 14. maí 1986 Stuðningsfjölskylda Félagsmálastofnun Akureyrar óskar eftir aö kom- ast í kynni viö fjölskyldu á Akureyri sem hefur möguleika á að annast þrjú lítil systkini gegn greiðslu, í samvinnu viö foreldri. Þeir sem hafa áhuga vinsamlega hafið samband í síma 25880. Fálagsmálastofnun Akureyrar. tr Framboðsfrestur Kosningar til sveitarstjórnar og sýslunefndar í Hrafnagilshreppi fara fram í Félagsheimilinu Laugaborg 14. júní 1986. Framboðsfrestur rennur út 22. maí. Ef ekki koma fram listar verður kosið beinni kosn- ingu. Kjörstjórn. Valgarður Stefánsson, Aðalbjörg Ólafsdóttir og Kristín Jónsdóttir. Mynd: KGA Orlofsferð Verkalýðsfélagsins Einingar verður farin dagana 13.-18. júlí, ef næg þátttaka fæst. Farið verður um Strandir og Dali með gistingu 2 nætur að Laugarhóli í Bjarnarfirði og 3 nætur að Laugum í Sælingsdal og síðan farnar dagsferðir út frá þessum stöðum. Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofum félagsins, en þátttaka tilkynnist eigi síðar en 2. júní nk. Verkalýðsfélagið Eining. Aðalbjörg sýnir í Alþýðubankanum Síðastliðinn föstudag opnaði Aðalbjörg Ólafsdóttir mál- verkasýningu í útibúi Alþýðu- bankans á Akureyri. Þetta er fyrsta einkasýning Aðalbjargar en áður hefur hún tekið þátt í samsýningu sem haldin var í tengslum við lok kvennaára- tugarins. Sýning þessi er liður í samstarfi Alþýðubankans og Menningar- samtaka Norðlendinga sem hófst þegar við opnun útibús bankans á Akureyri í febrúar 1984. Síðan þá hafa 12 listkynningar verið haldnar í bankanum. Bankinn hefur ávallt greitt listamönnum sem sýnt hafa nokkra þóknun og er það nýjung og hefur það vakið nokkra athygli meðal íslenskra listamanna. Hafa myndlistar- menn kunnað að meta þennan velvilja sem bankinn hefur sýnt í þeirra garð og hefur alltaf verið nokkur eftirspurn eftir því að komast að. Þar sem ekkert myndlistarfélag er starfandi á Akureyri hafa Menningarsamtök Norðlendinga haft umsjón með þessum listkynningum og hefur Valgarður Stefánsson verið full- trúi samtakanna í þessu samstarfi frá upphafi. Eins og aðrar sýningar sem settar hafa verið upp í Alþýðu- bankanum mun sýning Aðal- bjargar hanga uppi í tvo mánuði og eru öll verkin á sýningunni til sölu. -yk. Hjónin Þorgerður K. Jónsdóttir og Stefán Þórðarson á Teigi í Hrafnagils- hreppi, taka á móti stærsta vinningnum, Audi 100, í hausthappdrætti Krabbameinsfélagsins 1985. Ásbjörg ívarsdóttir, fulltrúi happdrættisins (t.h.), afhendir þeim bifreiðina. Hundrað vinningar í vorhappdrætti Krabbameinsfálagsins Um langt árabil hefur Krabba- meinsfélagið efrt til happdrættis tvisvar á ári, diegið 17. júní og 24. desember, og nú eru miðar í vorhappdrætti 1986 sem óðast að koma í póstkassa landsmanna. Happdrætti Krabbameinsfé- lagsins hefur verið ómissandi stoð undir daglegri starfsemi félagsins - og er það eftir sem áður þó að nú hafi fyrir skömmu verið safnað fé með öflugu „Þjóðarátaki gegn krabbameini" til sérstakra verkefna á vegum krabbameinssamtakanna. í fyrra urðu hreinar tekjur happdrættisins rúmlega 14 millj- ónir króna að meðtöldu andvirði vinninga sem komu á óselda miða. Rúmlega 42% útgefinna miða seldust á árinu en helming- ur allra vinninga kom á selda miða, þar af sex bílar af tíu. Það er föst regla hjá happ- drætti Krabbameinsfélagsins að gera mönnum viðvart um vinn- inga sem þeim hlotnast, sé þess nokkur kostur. Að þessu sinni eru vinningar fleiri en nokkru sinni fyrr eða eitt hundrað talsins, þar af tíu bílar. Nánar tiltekið eru þetta fimm Volvo bifreiðar og fimm Dai- hatsu og svo níutíu vöruvinning- ar að verðmæti 25 þúsund krónur hver. Happdrættismiðar eru að þessu sinni sendir heim til tæp- lega 90 þúsund ísiendinga á aldr- inum 23ja til 70 ára, tvcir á mann. Verð hvers miða er 200 krónur. Lausasala fer einungis fram á skrifstofu happdrættisins í Skógarhh'ð 8, Reykjavík, og síð- asta hálfa mánuðinn fyrir útdrátt í sölubíl í Austurstræti. Krabbameinsfélagið væntir þess að happdrættið hljóti góðar viðtökur hjá þjóðinni nú sem endranær.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.