Dagur - 14.05.1986, Blaðsíða 5

Dagur - 14.05.1986, Blaðsíða 5
14. maí 1986- DAGUR-5 VATN: Að dreyma sjó, tengist oft fæðingu. Vatnið hefur þótt vera hættumerki í draumum, það á að segja þér að þú skulir gefa tilfinn- ingum þínum meira frelsi. Hættu að bæla þær niðri. Ef þú sekkur í draumi skaltu reyna að öðlast já- kvæðara viðhorf til lífsins. ELDUR: Að dreyma eld, á að gefa þér meiri kjark til að gera hlut- ina. Ef þú og sá eða sú sem þú elsk- ar eruð umkringd eldi getur verið merki um innri hamingju. Að leika sér að eldi getur merkt að þú sért flæktur í eitthvað sem er mun hættulegra en þú gerðir þér grein fyrir. Pá látum við þessum drauma- ráðningum lokið í bili og vonum bara að þær komi einhverjum að liði. Fermingarafmæli í Akureyrarkirkiu Lengi hafa fermingar tengst hvítasunnuhátíðinni hérlendis og er svo víða enn, einkum til sveita. Þótti fara vel á því að kirkjunni bættust nýir fullgildir þegnar á þeim degi, þar sem hvítasunnan hefur frá fornu fari verið litin sem eins konar afmælishátíð kristinnar kirkju og stofndagur hennar tengdur hinum fyrsta hvítasunnudegi. Þótt víða í þéttbýli séu ferm- ingar nú fyrr á vorinu eða í apr- ílmánuði, er þessi hátíð nátengd fermingunni í hugum margra. Þess vegna var sá siður tekinn uppi í Akureyrarsöfnuði fyrir all- mörgum árum að minnast ferm- inga hinna eldri á þessum degi og voru þeir sérstaklega boðaðir til guðsþjónustu sem áttu 10, 20 eða 30 ára fermingarafmæli. Að þessu sinni er ákveðið að kalla á fjóra afmælisárganga, þ.e.a.s. þá sem fermdust 1946, 1956, 1966 og 1976, en það eru þeir sem fæddir eru á árunum 1932, 1942, 1952 og 1962, því að flestir eru fermdir á 14. aldursári. Er þess vænst að sem flest þess- ara eldri fermingarbarna sæki hátíðarguðsþjónustuna í Akur- eyrarkirkju, en hún er kl. 11 f.h. á hvítasunnudag. Allir aðrir eru að sjálfsögðu velkomnir. Við biðjum sóknarbörnunum ölluin blessunar Guðs og von- umst til að sjá sem flest í kirkj- unni á hvítasunnudag kl. 11 f.h. Birgir Snæbjörsson, Þórhallur Höskuldsson. Skíðabörn á Húsavík: Verðlaun og viðurkenningar afhentar Foreldrafélag skíðabarna á Húsavík gekkst fyrir samkomu á sunnudaginn, nokkurs konar lokahófi vertíðarinnar. Um 100 börn tóku þátt í skíðamót- um í vetur og hlutu þau öll viðurkenningu fyrir þátttök- una. Einnig voru afhent verðlaun fyrir árangur í tveim mótum, Pét- ur Skarphéðinsson og Svavar C. Kristmundsson gáfu verðlaun fyrir annað mótið en Björn Sig- urðsson og Hannes Pétursson fyrir hitt. A samkomunni var sungið og farið í leiki og auk þess sá for- eldrafélagið um veitingar. Það var þétt setið í salnum og allir skemmtu sér hið besta. IM Aðalverðlaunin eru ferð fyrir tvo til Rhodos Dregið Einnig verða veitt tven vöruúttekt fyrir kr. 10.000 í einhverri af verslunum KEA. Þessa dagana er verið að bera út bréf til félagsmanna, en í því eru gögn getraunarinnar. Gert er ráð fyrir að bréfið sé komið í h 15. maí. ■ Á það er lögð áhersla að þessi getraun er einvörðungu fyrir félagsmenn. Nýir í félagið. Þeir sem vilja gerast félagsmenn og búa utan Akureyrar eru beðnir um að hafa samband við útibússtjóra KEA á viðkomandi stað, en á Akureyri annast starfsmaður Fjármáladeildar skráningu nýrra félagsmanna. Þar sem margir félagsmenn eru án efa búnir að skipuleggja sitt sumarleyfi í ár var ákveðið að þefa aðalvihningshafa rúman tíma til að ákveða brottför til Rhodos. Ferðina getur hann farið á tímabilinu frá 10. júní 1986 til 10. september 1987. Þeirsem taka þátti getrauninni eru beðnir að athuga að svör við spurningum verða að vera á sérstöku eyðublaði. Á sama blaði er gert ráð fyrir að félagsmaður riti nafn, heimilisfang, símanúmer og félagsnúmer í KEA. KAUPFÉLAG 'gayy iv/-vur-rruijrtvj cirinmnun

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.