Dagur - 23.09.1987, Blaðsíða 1

Dagur - 23.09.1987, Blaðsíða 1
70. árgangur Akureyri, miðvikudagur 23. september 1987 180. tölublað Filman þin á skiliö þaö besta' w H-Lúx gæðaframköllun FHrab- framköllun Nýja Filmuhúsið Hafnarstræti 106 • Sími 27422 • Pósthólf 196 Opið á laugardögum frá kl. 9-12. Grímsey: Vindmyllan komin í gang á ný Nú er vindmyllan fræga í Grímsey farin að snúast aftur eftir að hafa verið biluð frá því í mars á þessu ári. Viðgerðar- menn frá Raunvísindadeild Háskólans voru úti í ey nú nýverið og þá var skipt um þá hluti sem höfðu bilað. Hafliði Guðmundsson í Grímsey hefur haft umsjón með vindmyllunni. Hann sagði að skipt hafi verið um legur og öxul Ólafsfjörður: Sjónvarps- mastur á Múlakollu Nú fer að styttast í að Ólafs- firðingar geti séð útsendingar Stöðvar 2. Skúli Pálsson eig- andi Vídeo-Skann í Ólafsfirði hefur nú um eins árs skeið sýnt bæjarbúum efni Stöðvar 2 viku gamalt en nú hefur Skúli feng- ið leyfi til að seja upp 6 metra hátt mastur á Múlakollu til að ná útsendingum beint. Skúli sagði í samtali við Dag að hér væri um að ræða mastur og annan búnað svo sem sendi og vindmyllur til raforkuframleiðslu fyrir sendinn. Skúli sagði að þessu fylgdi mikill kostnaður sem hann stendur sjálfur straum af en auk þess hefur hann sjálfur smíð- að mastrið. „Petta þýðir að auk þess að Ólafsfirðingar geti séð efni Stöðvar 2 beint þá mun efni frá Eyfirska sjónvarpsfélaginu einnig verða sýnt hér því að þessar send- ingar verða í gegnum sendinn inni í firði. Og fyrir vikið verðum við i' nánara sambandi við Akur- eyri og Eyjafjörð,“ sagði Skúli. Á næstunni verður mastrið og annar þungabúnaður flutt upp á Múlakolluna með þyrlu en að sögn Skúla er ekki enn ljóst hve- nær Ólafsfirðingar fá að sjá bein- ar sendingar. JÓH í myllunni en það hafi verið síð- ustu hlutirnir sem eftir hafi veriö að endurnýja frá því myllan var sett upp fyrir 5 árum. Vindmyllan hitar nú upp vatn fyrir tvö syðstu húsin á eynni. Myllan var keyrð á fullu síðasta vetur þ.e. þegar vindur var til þess og sagði Hafliði að á tíma- bilinu frá okt.-mars hafi hún sparað húseigendunum um mán- uð í upphitun. Vindmyllan hitar upp vatn með núningi og getur hitað vatnið allt upp í 60 gráður. Við vindmylluna er 14 tonna vatnstankur sem er nokkurs kon- ar forðabúr þegar vindur er ekki nægjanlegur til að knýja mylluna. Sagði Hafliði að þessi forði af u.þ.b. 70 gráðu heitu vatni nægði til viku upphitunar. „Það má segja að þessi tilraun sé búin. Allir útrcikningar gagn- vart myllunni hafa staðist fylli- lega og ég held að það sé ekkert sem útilokar að þriðja húsið geti verið tengt við mylluna. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu samfara fjarvarmaveitu að fleiri myllur verði settar upp. Menn eru þegar farnir að sýna því áhuga að fjöldaframleiða þessar myllur,“ sagði Hafliði Guðmundsson. JÓH Brunað á hjólabrettum. Mynd: TLV Björgúlfur EA: Sjómenn neita að róa Björgúlfur, togari Útgerðarfé- lags Dalvíkinga átti að halda til veiða á mánudagskvöld en í gær lá togarinn enn bundin við bryggju. Astæðan var sú að sjómenn á togaranum neituðu að halda til veiða fyrr en ákvörðun um fiskverð lægi fyrir. „Við vorunt með fiskverð sent var miðað við verð á fiskmarkað-, inum í Hafnarfirði. Frystihúsið sagði þessu verði upp hálfum mánuði áður en það rann sjálf- krafa út og við höfum því landað tvær landanir hér heima án þess að vita hvað við fáum í kaup. Þessu getum við ekki unað lengur. Það er ljóst að við förum ekki á veiðar fyrir frystihúsið við þessar aðstæður,“ sagði Sigurður Haraldsson, skipstjóri á Björgúlfi í samtali við blaðið í gær. Fundur var haldinn í gærkvöld um málið og átti Sigurður von á að skipið héldi fljótlega til veiða ef lagt yrði fram tilboð sem sjó- menn gætu sætt sig við. JÓH Bæjarstjómin kevrði málið í gegn með valdníðslu - segir Kristján Möller íþróttafulltrúi á Siglufirði „Mér sýnist þessi aðgerð bara vera stólaskipti, „lítill stóla- leikur“, og sparnaðurinn að- eins liggja í nafnabreytingum,“ voru upphafsorð Kristjáns Möller íþróttafulltrúa og bæjarfulltrúa Alþýðuflokksins á Siglufirði, er hann var inntur álits á skipulagsbreytingum á bæjarskrifstofunni sem gengið var frá á bæjarstjórnarfundi fyrir helgina. Samkvæmt þeim verða stöður íþróttafulltrúa og aðalbókara lagðar niður um næstu áramót. „Ég er hissa á því að aðalbók- arinn Axel Axelsson bæjarfull- trúi Sjálfstæðisflokksins, sem nú er að láta af störfum og opna bókhaldsskrifstofu, skuli ekki hafa bent á þessa sparnaðarleið fyrr og að hann skuli ekki geta unnt eftirmanni sínum jafnhárra launa og hann hefur, en sam- kvæmt launatöflu munar 9 launa- flokkum á aðalbókara og bókara. Þá þekki ég af gamalli reynslu þá skoðun Sigurðar Hlöðvessonar (G) og þá túrverki sem fylgdu henni um hver mánaðamót, að Haraldur og Guðlaugur sf.: Atta íbúðir fyrír verkamannabústaði „Viðræður við Harald og Guð- laug sf. um kaup á átta íbúðum fyrir verkamannabústaði við Keilusíðu 11 eru nú á loka- stigi,“ sagði Hákon Hákonar- son, formaður stjórnar verka- mannabústaða á Akureyri. Fyrirtækið Haraldur og Guð- laugur sf. hóf framkvæmdir við byggingu tólf íbúða fjölbýlishúss við Keilusíðu fyrir skömmu. Gert er ráð fyrir að verkamannabú- staðir fái tvær tveggja herbergja íbúðir, tvær fjögurra herbergja og fjórar þriggja herbergja íbúð- ir. Stærðir íbúðanna eru 60, 80 og 102 fermetrar. Að sögn Haraldar Júlíussonar fékk fyrirtækið úthlutað lóð við Melasíðu 8 samkvæmt bókun bygginganefndar 16. september. Ætlunin er að reisa fjölbýlishús á þessum stað en endanlegar teikn- ingar hafa ekki verið ákveðnar. Að öllum líkindum verður stærð þess húss svipuð og þeirra sem fyrir eru við götuna eða um tólf íbúðir. Framkvæmdir hefjast eft- ir áramótin. Fyrirtækið Haraldur og Guð- laugur sf. hefur verið í stöðugum vexti frá stofnun þess árið 1979. Vegna framkvæmdanna á næst- unni festu þeir t.d. kaup á stórum og öflugum byggingakrana í Reykjavík fyrir skömmu. EHB IJnnið í grunninum við Keilusíðu. Mynd: TLV við bæjarfulltrúar ættum ekki að vinna innan veggja bæjarskrif- stofunnar, og fyrst að Axel var að fara hefur honum örugglega fundist sjálfsagt að ég færi líka. En málið er ekki það hvort Kristján Möller hefur vinnu sem íþróttafulltrúi, heldur finnst okk- ur alþýðuflokksmönnum í bæjar- stjórn skrýtið hvernig málið var keyrt í gegn í krafti valds. Með því að taka það fyrir í bæjarráði á miðvikudagskvöld og síðan í bæjarstjórn á fimmtudegi án vit- undar minnihlutans. Þetta er valdníðsla og ekkert annað. Þar sem íþróttafulltrúi þiggur laun að liálfu frá bæjarsjóði og að hálfu frá íþróttabandalagi Siglufjarðar samkvæmt samkomulagi frá 1979, lagði ég fram tillögu á fund- inum, þar sem óskað er eftir umsögn frá íþróttaráði og íþróttabandalagi um þessa til- lögu, að leggja niður starf íþróttafulltrúa og um leið hætta samvinnu við íþróttabandalagið um þetta starf,“ sagði Kristján Möller. Hann segir að hugmynd- in með hinni nýju stöðu félags- málafulltrúa sé að hún verði með alla þessa málaflokka á sinni könnu; sjúkrasamlagið, félags- starf aldraðra, önnur félagsleg málefni, heimilishjálp og æskulýðs- og íþróttamál. -þá

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.