Dagur - 23.09.1987, Blaðsíða 12

Dagur - 23.09.1987, Blaðsíða 12
Akureyri, miðvikudagur 23. september 1987 Tvær nætur með morgunverði á kr. 1.920 Hrafnagilsskóli: Nvtt barnaheimili ekur til starfa I vikunni tók til starfa nýtt barnaheimili sem rekið verður í samciningu af Hrafnagils- hreppi og Ongulsstaðahreppi. Heimilið er til húsa í kennara- íbúð við Hrafnagilsskóla og er Anna Gunnbjörnsdóttir for- stöðumaður heimilisins. í samtali við Dag sagði Anna, að þar væru nú í vistun 15 börn víðs vegar að úr sveitinni á aldr- inum 2-4 ára. Barnaheimilið er ætlað fyrir alla sem þörf hafa. ekki eingöngu starfsfólk við Hrafnagilsskóla. Anna sagði að þörfin hefði greinilega verið brýn, því þegar er næstum því fullt hjá þeim, en auk hennar starfa þar tvær konur í hálfu starfi, en stefnt er að ráðn- ingu þeirrar þriðju. VG Heimavist MA: Eldhætta mjög lítil - búið er að endurnýja raflagnir og banna reykingar á herbergjum segir skólameistari „Þegar ég tók við embætti skólameistara gerði ég áætlun um verklegar framkvæmdir við skólann. Þar var m.a. gert ráð fyrir tveimur nýjum eldvarna- kerfum. Annars vegar í gamla skólanum og hins vegar í heimavist M.A. Það var að sjálfsögðu mín ákvörðun að láta gamla skólahúsið ganga fyrir. Sú ákvörðun byggir m.a. á því að verulegar líkur eru á að hafin verði bygging nýrrar heimavistar. Auk þess hefur á Húsavík: 15 millj. vantar - til að fjárhagsáætlun standist Rætt var um stöðu bæjarsjóðs og lagðar línur að endurskoð- un fjárhagsáætlunar á fundi Bæjarstjórnar Húsavíkur í síð- ustu viku. Ljóst er að um 15 milljónir króna vantar ef vinna á þau verk sem fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir á árinu. „Því miður eigum við ekki von á meiri tekjum," sagði Bjarni t>ór Einarsson bæjarstjóri í samtali við Dag. „Þær lausnir sem við sjáum eru annars vegar að skera niður verkefni og hins vegar að auka lántökur. En það á eftir að ákveða hvað mikið verður gert af hvoru fyrir sig.“ IM þessu ári verið unnið að endur- nýjun raflagna í heimavistinni og reykingar eru bannaðar nema á einum stað í húsinu þannig að eldhætta í heima- vistinni er hverfandi,“ sagði Jóhann Sigurjónsson, skóla- meistari Menntaskólans á Akureyri, en á baksíðu Dags sl. mánudag var fjallað um að ekki væri fullkomið eldvarna- kerfi í heimvist M.A. Jóhann sagði að nýtt eldvarna- kerfi yrði væntanlega keypt þegar ljóst er hvort og hvenær ný heimavist verður byggð. „Nýtt kerfi verður hluti af stærri heild. Það verður að geta vaxið ef svo mætti að orði komast." Jóhann vildi leggja áherslu á þau orð Víkings Björnssonar að heima- vist M.A. væri engin eldgildra. Jóhann vildi einnig gera athuga- semd við þá fullyrðingu að hægt væri að fá eldvarnakerfi á u.þ.b. hálfa milljón fyrir heimavistina. Samkvæmt kostnaðaráætlun kostar kerfi, eins og Jóhann vill að sett verði upp, tæpar tvær milljónir með uppsetningu. „Eld- varnaeftirlit í húsum Mennta- skólans er nú eins gott og það getur verið með þeirri undan- tekningu að við höfum ekki sjálf- virkt eldvarnakerfi í heimavist- inni en þar er eldhætta líka í algjöru lágmarki af ástæðum sem ég hef þegar greint frá,“ sagði Jóhann Sigurjónsson. Helgargisting á Hótel Húsavík Hötel Húsavik sími 41220. Sannarlega glæsilegt skip. Mynd TLV Jón Finnsson RE: A loðnuveiðar eftir þrjár vikur Hið nýja og glæsilega fiskiskip Jón Finnsson RE er nú statt á Akureyri. Skipið hefur eins og flest önnur loðnuskip verið á rækjuveiðum að undanförnu og er nýkomið úr þriggja vikna túr. Skipið er smíðað í Pól- landi en kom hingað til lands í byrjun febrúar. Þegar blaðamenn Dags litu um borð var þar engan að finna fyrr en komið var niður í vélarrúm. Þar fannst loksins yfirvélstjórinn um borð, Sæmundur Guðlaugs- son. Sæmundur sagðist vera vakt- maður um borð, aðrir úr áhöfn- inni hefðu farið til síns heima og kæmu ekki fyrr en á fimmtudag- inn en þá væri ætlunin að láta úr höfn. Sæmundur sagðist reikna með að farinn yrði einn rækjutúr enn, sem stæði í um það bil þrjár vikur, en síðan yrði farið á loðnu. Rækjuveiðarnar hafa gengið vel en þær eru einkum stundaðar í „Kantinum" í Húnaflóa og á Dormbanka. Aðspuröur um álit manna á loðnuverðinu sagði Sæmundur að vissulega væru menn óánægðir með verðið en ef vel fiskaðist væri þó enn meira að hafa úr loðnuveiðum en rækjuveiðum, fyrir áhöfnina. „Eg lield að það myndu engir aðrir en loðnusjó- menn sætta sig við það að hafa ekki fengið launahækkun í 3-4 ár. Það kemur mér ekki á óvart ef erfiðlega gengur að manna sum Ioðnuskipin í ár,“ sagði Sæmund- ur að lokum. ET Launahækkanir STAK: Glöggt dæmi um launaskrið“ - segir Þórarinn V. Þórarinsson hjá VSÍ „Þetta er þensluvaki, það er engin spurning,“ sagði Þórar- inn V. Þórarinsson formaður VSI þegar hann var beðinn um að segja sitt álit á þeim launa- hækkunum sem bæjarstjórn Akureyrar samþykkti á fundi í gær. Eins og skýrt var frá í Degi í gær, eru þetta launa- Stöðuveitingin á FSA: „Ekki í anda jafnréttislaganna“ - segir fulltrúi þeirra 100 kvenna sem skiluðu undirskriftalistum „Það eru margar konur hér í bæ og annars staðar, sem hafa saknað þess lengi að hafa ekki konu í stöðu kvensjúkdóma- læknis hér. Ekki er langt síðan kvensjúkdómalæknar urðu fleiri en einn, svo ekki hefur verið um margar stöður að ræða fyrr en nú. Þegar þessi staða var auglýst, vaknaði von um að nú kæmi kona,“ sagði Valgerður Bjarnadóttir sem er ein þeirra hundrað kvenna sem rituðu undir skjal til stjórnar FSA þess efnis að ráðin yrði kona í stöðu kven- sjúkdómalæknis við sjúkrahús- ið. Sem kunnugt er var það karlmaður sem var ráðinn. „Þetta hefur ekkert með það að gera að þessar konur séu óánægðar með þá lækna sem fyrir eru. Málið er að vegna eðlis starfs kvensjúkdómalækna, finnst mjög mörgum konum mun betra að leita með sín vandamál til konu en karls. Þegar Ijóst var að kona, sem þar að auki mun vera mjög hæf, hafði sótt um stöðuna, ákváðum við nokkrar konur að reyna að hafa áhrif á þessa ráðningu. Það var gert með söfnun undirskrifta hjá breiðum hópi kvenna og þeim komið á framfæri. Það er ekki ofsögum sagt, að við erum óánægðar með niður- stöðuna. Við höfum ekkcrt út á manninn sem var ráðinn að setja. En þegar komnir eru þrír kven- sjúkdómalæknar í bæinn, finnst okkur það ætti að vera sjálfsagt að einn þeirra sé kona. í landslögum er stefnt að því að kynjahlutfall sé jafnt og þó þessi stöðuveiting sé ekki brot á jafnréttislögunum er hún örugg- Iega ekki í anda þeirra.“ VG hækkanir upp á 6% til þeirra bæjarstarfsmanna sem ekki hafa fengið leiðréttingu á árinu. Forsvarsmenn VSI hafa haldið því fram, að launakröfur Al- þýðusambandsins sem byggja að sögn á hækkun vísitölu og kaup- máttarrýrnun henni samfara, séu ekki raunhæfar því mikið hafi verið um launaskrið sem farið hafi út í verðlagið og valdið þeirri verðbólgu sem nú er. Þórarinn sagði launahækkan- irnar hjá Akureyrarbæ glöggt dæmi um þetta launaskrið sem Alþýðusambandið vill ekki viðurkenna að sé til staðar. „Bæjarstjórnin hefur tekið þann kostinn, að finna þá sem ekki hafa náð þessu kaupmáttarstigi og gera það sem menn hafa kall- að „að holufylla". Þetta verður meira ábcrandi þegar opinberir aðilar eiga í hlut vegna fundar- halda og formlegra samþykkta sem þessu fylgir. Þetta heitir launaskrið, því þetta eru hækk- anir utan venjulegra samninga og Alþýðusambandiö talar um sem pláguna miklu. Staðreyndin er sú, að hækkanirnar renna til félagsmanna þessarar sömu verkalýðshreyfingar." VG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.