Dagur - 23.09.1987, Blaðsíða 6

Dagur - 23.09.1987, Blaðsíða 6
Wí DAGUR : ^’29; 'Septe^nt>«l'1987 „Gróður er eitt hið fyrsta sem menn veita athygli í ókunnu landi, og þau áhrif móta oft álit þeirra á landi og þjóð. Eftir gróðurfari metum við land- gæði og fáum vísbendingu um ríkjandi veðurfar, því að gróðurinn og lcngd vaxtartím- ans endurspeglar þætti þess svo sem hitastig, úrkomu og sólfar betur en nokkuð annað. En gróður er því aðeins mæli- kvarði á landgæði og veður- skilyrði að honum hafi ekki verið spillt af manna völdum. Gróðurinn segir okkur þannig mikið um þá þjóð sem landið byggir - hvort hún hefur skilið nauðsyn þess að varðveita þau verðmæti sem felast í gróðri og jarðvegi, eða hvort þessum verðmætum hefur verið eytt með rányrkju, ýmist af illri nauðsyn, skilningsleysi eða skammsýni.“ Svo segir í riti Námsgagna- stofnunar: Gróðurevðing og endurheimt landgæða ' frá árinu 1986. Einn af þeim mönnum sem ötullega hafa starfað að gróður- ræktarmálum er Andrés Arnalds ráðunautur hjá Landgræðslu staðar höldum við í horfinu, sem er þó ekki nóg ef ástand gróðurs er slæmt, því við verðum að gera upp huga okkar um það hvernig við viljum hafa ásýnd landsins okkar. Allt of víða verðum við svo að lúta í lægra haldi fyrir eyðing- aröflunum. Miðað við það hve Landgræðslan hefur haft tak- markaðan mannafla og fjárráö má segja að árangur starfseminn- ar sé ótrúlega góður. Það sést best ef litið er til baka, því búið er að stöðva að mestu þá hrað- fara eyðingu gróðurs og jarðvegs sem einkenndi fyrstu áratugi þessarar aldar. Landgræðslu- starfið og hefting sandfoks hafa sums staðar skipt sköpum fyrir viðkomandi byggðarlög. Þar má nefna staði eins og Þorlákshöfn. Vík í Mýrdal, Kirkjubæjarklaust- ur og hluta af Öxarfirði. Starfsemin beinist nú æ rneir að verndun gróðurs og upp- græðslu. Góð samvinna hefur náðst milli margra sveitarstjórna og Landgræðslunnar um gróður- verndaraðgerðir. svo sem stytt- ingu beitartíma og minnkun beit- arálags með öðrum hætti. Þessar aðgerðir hafa skilað töluverðum árangri. Við eigum hins vegar Andrés Arnalds ráðunautur. „Gróður og jarðvegseyðing eru alvarlegasta umhverfísmál íslendinga“ ríkisins. Blaðamaður Dags hitti Andrés að máli nú fyrir skömmu og ræddi þessi mál við hann. Fyrsta spurningin sem við lögð- um fyrir hann var hvert hans starfssvið væri? Yfírleitt gott samkomulag við bændur „Hinn opinberi titill minn er gróðureftirlitsmaður Land- græðslu ríkisins. Það þýðir að ég fylgist með gróðri landsins og sinni gróðurvernd í samvinnu við starfsfélaga mína hér hjá Land- græðslunni og aðra sem málið varðar, svo sem ráðunauta og gróðurverndarnefndir. Við erum einungis þrír hér á stjórnunar- sviðinu: Sveinn Runólfsson land- græðslustjóri, Stefán H. Sigfús- son sem er sérfræðingur á sviði áburðar og áburðardreifingar og svo ég. Sérgrein mín er beitar- þolsfræði og af því leiðir að ég hef mikil samskipti við bændur og samtök þeirra." - Hvernig hefur samkomulag- ið verið við bændasamtökin? „Yfirleitt hefur það verið mjög gott. Það eru þó undantekningar á því og hjá mörgum finnst mér vanta skilning á því hve beitin, eins og gengur, getur haft afger- andi áhrif á gróðurfar og mót- stöðuafl gróðurs gegn eyðingar- öflunum. Auðvitað hafa veður- far, eldvirkni og aðrir náttúruleg- ir þættir haft afgerandi áhrif, þetta er allt samverkandi. Beitin er samt eini þátturinn sem máli skiptir sem við mennirnir getum haft stjórn á - Drottinn sér um hina.“ - Nú ert oft talað um að við séum í stríði við náttúruöflin. Erum við að lúta í lægra haldi eða sjáum við sigur í sjónmáli? „I þessu er ekki hægt að alhæfa. Á ýmsum stöðum á land- inu erum við í sókn bæði fyrir okkar tilstilli og svo grær mikið land upp af sjálfsdáðum. Sums víða undir högg að sækja. Oft stafa vandamálin af lélegri aðstöðu til að halda fé heima við vor og haust. Einnig eru allmarg- ir bændur með miklu stærri bú en jarðir bera. Uppbygging land- búnaðarins hefur oft tekið lítið mið af landkostum." - Nú hafa augu manna beinst að hrossunum sem skaðvöldum. „Já, það er rétt. Umræðan síð- astliðin ár hefur aðallega beinst að sauðkindinni en hrossin valda víða umtalsverðum gróður- skemmdum. Þungi hrossanna, hvassar hófbrúnir og framstæðar tennur valda því að meiri aðgátar er þörf við beit hrossa en nokk- urrar annarrar búfjártegundar. Þau geta gengið mjög nærri gróðri og valdið miklum skaða. Skemmdir vegna óhóflegrar hrossabeitar fara vaxandi á Þjóðgarðurinn í Jökulsárgljúfrum. Grasigróinn völlur og birkihlíð að baki. Birki- og víðikjarr sem vaxið hefur upp á foksandi í landgræðslugirðingu í Öxarfirði. sístækkandi svæði út frá mörgum þéttbýlisstöðum, svo og sums staðar í hrossflestu sveitunum t.d Skagafirði. Það er alls ekki nóg gert af því að stjórna beit hross- anna, t.d. með rafgirðingum, sem er mjög auðvelt, og bera á beitilandið til að auka beitarþol- ið. Beit hrossa á afrétti hefur ver- ið hætt alls staðar nema í Húna- vatnssýslum, Skagafirði og á ein- um stað í Borgarfirði. Ég er ekki viss um aö upprekstur hrossa á viökvæma hálendisafrétti eigi yfir höfuð neinn rétt á sér." Stöndum illa miðaö við aðrar þjóðir - Hvernig stöndum við í sam- bandi við gróðurvernd miðað viö aðrar þjóöir? „Við stöndum ekki nógu vel. Við höfum horft mest til Banda- ríkjanna því þar eru beitarþols- rannsóknir lengst á veg komnar. Þaö má rekja til þurrkanna miklu í kringum 1930. Þá urðu miðvest- urríkin t.d. Kansas mjög illa úti Landgræðslan unnið mikið starf á liðnum árum, girt fjölmargar landgræðslugirðingar, sem eru samtals yfir 100 km á lengd, og kostað til miklu fé. Samt dugir það ekki til að halda í horfinu því ný sár eru sífellt að myndast í gróðurhuluna, sem leiða oft til hraðfara uppblásturs. Ég var t.d. að skoða um daginn sandöldu, í svokallaðri Grænulág, sem hefur lengst um 2,6 km á nokkrum árum. Sandurinn æðir þarna áfram og kaffærir allan gróður. Ég gæti trúað því að þarna hafi eyðst á einu ári gróður af jafn- stóru landi og unnt er að græða upp fyrir allt það fé sem safnaðist í þjóðarátakinu til landgræðslu sem útvarpsstöðvarnar stóðu fyr- ir nú í sumar. Mergur málsins er sá að þarna, sem og víða annars staðar, hefur okkur ekki tekist að vega að rótum vandans, sem cr óhóflegt álag beitar á viðkvæman aðarins á Keldnaholti í nokkur ár. Þá hélt ég aftur vestur um haf og lauk doktorsprófi árið 1981 frý sama háskóla og fjallaði ritgerð mín um áhrif sauðfjárfjölda í högum á afurðir og arðsemi í sauðfjárræktinni. Þar kom vel f Ijós að það er ekki síst hagur bóndans að beita land hóflega, þannig fær hann mestan arð út úr búskapnum." Yiðhorfín eru að breytast - Ert þú bjartsýnn eða svartsýnn á framtíðina? „Til að halda þessu starfi áfram þá verða menn að vera bjartsýn- ir. íslendingar verða að gera sér grein fyrir því að gróður- og jarð- vegseyðing eru alvarlegasta um- hverfisvandamálið hér á landi. Það hefur mikið starf verið unniö og ég held að viðhorfin séu að breytast. Þessi viðhorf koma vegna samspils ofbeitar og mik- illa þurrka. Rykmökkurinn náði m.a. alla leið til New York en það er um 900 km leið. Þá tóku stjórnvöld í taumana og miklu fé var veitt til gróðureftirlits og upp- græðslu. Einnig voru sett ströng lög um gróðurnýtingu og magn nautgripa sem mátti beita á landsvæði. Miðað við Banda- ríkjamenn þá erum við svona 50 árum á eftir. Aðrar þjóðir sem við höfum haft samvinnu við eru Bretland, Nýja-Sjáland og Ástralía. Jarð- vegseyðing hefur t.d. verið stórt vandamál á Nýja-Sjálandi vegna hins mikla fjölda af sauðfé sem fengið hefur að ganga sjálfala á hálendinu. Nú hafa stjórnvöld þar sett stranga löggjöf um þessi mál og er það strax farið að gefa góða raun. Við mat á beitarþoli í þessum löndum er farið að taka æ ríkara tillit til ástands gróðurs og jarðvegs og hættu á jarðvegseyð- ingu almennt. Við erum einnig komnir inn á þessa braut við mat á beitarþoli hér á landi, sem er mikilvægt vegna þess hve íslensk- ur jarðvegur er viðkvæmur. Sú staða getur komið upp í sumum tilvikum að uppskera landsins skipti hreinlega engu máli við ákvörðun á beitarþoli vegna upp- blásturshættu, einkum á móbergssvæðinu. “ Yið störfum sem slökkvilið - Hvernig er að starfa fyrir Landgræðsluna? „Þessu má líkja við að starfa hjá slökkviliðinu. Vegna fámenn- is hjá Landgræðslunni getum við ekki sinnt sem skyldi fyrirbyggj- andi aðgerðum, sem er tvímæla- laust ódýrasta og árangursríkasta leiðin til að varðveita landgæði þegar til lengdar lætur. Segja má að við séunt oft kallaðir til þegar allt logar glatt. Gott dæmi um þetta er Reykjahlíðarafréttur í Skútustaðahreppi. Þar hefur í Mýrdal nær gróður hátt til fjalla, en hann er eins og götótt flík, allur í henglum. gróður sem er á einstaklega rof- gjörnum jarðvegi. Almennt talað þá þarf að tengja miklu betur saman rétt til landnotkunar og ábyrgð." - Ef við snúum okkur nú að þér persónulega, hvað ert þú menntaður? „Ég er búfræðingur frá Hvann- eyri en hélt síðan til Bandaríkj- anna til framhaldsnáms. Þar lauk ég mastersprófi frá háskóla í Washington fylki en eins og ég hef áður minnst á þá eru Banda- ríkjamenn fremstir í rannsóknum á beitarþoli. Eftir að hafa lokið þessu prófi kom ég heim og starf- aði á Rannsóknastofu landbún- m.a. fram í sáttmála núverandi ríkisstjórnar sem hefur það á stefnuskrá sinni að búfjárfram- leiðsla verði aðlöguð betur að landkostum. Samtök sauðfjár- bænda samþykktu nýverið álykt- un um nauðsyn aukins fjármagns til beitarþolsrannsókna í því skyni að bæta búskaparhætti og aðlaga þá að landgæðum. Á fundi Stéttarsambands bænda á Eiðum nú um daginn kom svo fram tímamóta samþykkt um að búa í sátt við landið. Mér sýnist því allt stefna í rétta átt í gróður- verndarmálum þannig að við get- um litið bjartari augum til fram- tíðarinnar.“ AP Suóur af Mývatnssveit bera fáein rofabörð í eyðimörkinni vott um þann gróður sem eitt sinn var. YSSf Um val á landsmótsstað Hestamannafélögin Funi, Léttir og Þráinn, eigendur Melgerðis- mela í Eyjafirði hafa sent fjöl- miðlum til birtingar samþykktir sínar frá fundi 31. ágúst sl. Sam- þykktir þessar fjalla um ákvörð- un stjórnar Landssambands hestamannafélaga unt staðarval fyrir landsmót árið 1990. Hjá því verður ekki komist að svara þcim greinaskrifum, sem fylgt hafa samþykktum þessum svo og ýmsum misskilningi og rangfærslum, sem þar hafa birst þó svo stjórn L.H. kjósi ekki að útkljá slík mál á þeim vettvangi. Fundarboð Fyrst er rétt að gera grein fyrir því að eigi kornu fulltrúar úr stjórn landssambandsins til fund- arins 31. ágúst. Ákvörðun félaganna um þenn- an fund er tekin án nokkurs sam- ráðs við skrifstofu L.H. eða stjórn. Hefði fundarboðendum þótt nokkuð við liggja að stjórnin sendi menn til fundarins hefði það verið sjálfsagt mál að kynna sér möguleika stjórnarmanna til að mæta, ekki síst möguleika formanns L.H. sem þeir hafa mjög beint spjótum sínum að. Þá hefðu þeir getað fengið þær upp- lýsingar að formaðurinn yrði umræddan dag á aðalfundi Stétt- arsambands bænda svo og vara- formaðurinn og þriðji stjórnar- maðurinn einnig. í hlutarins eðli liggur að formaður mæti á slíkan fund sem hér um ræðir. Þessu til viðbótar skal þess getið að vegna þess að framkvæmdastjóri L.H. og einnig formaður L.H. voru í sumarleyfi vikuna fyrir títt nefnd- an fund, barst fundarboðið til formannsins ekki fyrr en degi áður en fund skyldi halda. Það er ekki sjálfgefið að stjórn L.H. geti mætt á fundi hjá hestamannafé- lögunum hvar sem er á landinu hvenær sem er. Það verður að teljast lágmarks skylda að kanna það mál fyrst, áður en fundur er boðaður. Fundarsamþykktin Fundurinn 31. ágúst skorar á við- komandi félög að senda ekki full- trúa á næsta ársþing L.H. Um þessa áskorun er fátt að segja fyrr en félögin hafa brugðist við henni. Stjórnin hlýtur að harma slík tilmæli til kjörinna þingfull- trúa, því þingin eru vettvangur umræðna og skoðanaskipta þar sem allir hafa jafna aðstöðu til að flytja sitt mál. Sömuleiðis harmar stjórnin þau tilmæli fundarins til félag- anna, að þau segi sig úr lands- sambandinu. Engunt blöðum er um það að fletta að stjórn L.H. fór nákvæmlega að þeim reglum sem þing hefur ákveðið varðandi val á landsmótsstað. Það verða því að teljast lítt skiljanleg við- brögð að hvetja menn til úrsagna þó svo þeir séu andstæðir ákvörð- un stjórnar. Að sjálfsögðu yrði mikil eftir- sjá í því ef þessi þrjú félög hyrfu úr samtökunum. í fyrsta lagi yrði eftirsjá í þeim mörgu félags- mönnum, sem þar eru og í öðru lagi myndu menn sakna þeirra ágætu gæðinga sem Eyfirðingar hafa jafnan liaft á að skipa á landsmótum L.H. Yiljayfírlýsing Með samþykktum sínum hafa fundarboðendur látið fylgja greinargerð þar sem reynt er að koma því að, að núverandi stjórn L.H. hafi verið skuldbundin til að velja Melgerðismela í Eyja- firði sem næsta landsmótsstað þ.e. hún hafi í raun ekki haft rétt til sjálfstæðrar ákvörðunar. Hér er um freklegan misskilning að ræða. Á síðasta landsþingi L.H. var það ítrekað að stjórnin ákvæði landsmótsstað. Fráfarandi stjórn hafði gert tillögur um mótahald og þar á meðal að ákveðnir yrðu tveir landsmótsstaðir til frambúð- ar. í þeirri nefnd þingsins er fjall- aði unt mótahald var þessum lið vísað aftur til stjórnarinnar með þeim tilmælum að ákvörðunar- valdið yrði áfram í höndum hennar. Það var því enn ítrekað að stjórnin hefði þar allt vald á, en þing tæki ekki ákvörðun um stað, ekki heldur fyrir landsmótið 1990. Um þá viljayfirlýsingu sem vitnað er til að samkomulag hafi orðið um í Varmahlíð 1980, þá er það mikill misskilningur að slík yfirlýsing geti bundið hendur stjórnar. Auðvitað er ekkert við því að segja þó slíkar samkomur samþykki hvað þeim kunni að þykja eðlilegt um mótshald á Norðurlandi, en að ætla að slíkt bindi hendur stjórnar tíu ár fram f tímann er fráleitt. Breytir þar engu um þó hluti af þáverandi stjórn L.H. sæti þennan fund. Fundur þessi hafði hreinlega ekk- ert vald til að ákveða um lands- mót eins og skýrt er tekið fram í fundarsamþykktinni. í greinargerðinni, sem hér er verið að fjalla um, er spurt með nokkrum þjósti hvaðan meiri- hluta stjórnar L.H. komi vald til að hundsa slíka viljayfirlýsingu. Því er fyrst til að svara, að stjórn- in hefur sitt vald frá ársþingi L.H. í annan stað verður enn og aftur að ítreka að viljayfirlýsing getur á engan hátt verið bindandi fyrir ókomnar stjórnir. Þessi mis- skilningur kemur enn fram, þeg- ar spurt er í nefndri grein, hvort ef til vill þurfi að skrifa í fundar- samþykktir hvort fara eigi eftir þeim eða eigi, fundarsamþykkt sem þó er búið að taka fram að geti ekki verið bindandi, því til þess skorti fundinn umboð. Slík yfirlýsing er siðferðilega bindandi fyrir þá stjórnarmenn, sem að henni standa meðan þeir eru í stjórn, en bindur á engan hátt hendur þeirra sem við taka. Hlutverk stjórnar Þegar núverandi stjórn L.H. hafði ákveðið að næsta landsmót skyldi haldið á Norðurlandi þá skrifaði hún hestamannafélögum nyrðra og óskaði eftir ákveðnum upplýsingum frá þeim. í fyrsta lagi var spurt hvort þau hefðu aðstöðu til að halda landsmót. Ef svo væri ekki, með hvaða stað þau mæltu þá og loks hvort þau væru tilbúin að standa að lands- móti burtséð frá því hvaða staður á Norðurlandi yrði valinn. Fimmtán félög tóku afstöðu til fyrstu spurningarinnar. í svöruni þeirra kom fram að tveir staðir kærnu til greina. Sex félög mæltu með Melgerðismelum, þar af fjögur úr Eyjafirði, en níu mæltu með Vindheimamelum. Varð- andi spurninguna um að standa að mótshaldi sögðust öll félögin nema tvö að þau myndu standa að mótinu, burtséð frá því hvar það yrði haldið. Þessi tvö félög voru úr Eyjafiröi og þau kusu að kljúfa sig frá, væri ekki farið að vilja þeirra. Öll hin félögin töldu sjálfsagt að hlíta ákvörðun stjórnar þó svo hún yrði á annan veg en þau kysu. Þessum tveimur félögum hlaut að vera það ljóst að þau voru með þessum skilyrð- um að kljúfa sig út úr samstarfi norðlensku félaganna. Stjórn L.H. bar skylda til að kanna hug félaganna þar sem ætl- unin var að standa að landsmóti 1990 með sama hætti og gert hef- ur verið síðan 1974, þ.e.félögin í þeim fjórðungi þar sem mótið yrði haldið stæðu að mótinu ásamt L.H. Þetta fínnst eyfirsku félögunum óskiljanlegt og órétt- látt. Stjórnin var að sjálfsögðu óbundin af afstöðu félaganna til staðarvals. Ef eingöngu hefði átt að spyrja um staðarvalið hefði mátt spyrja öll félög innan L.H., eins og Eyfirðingarnir minnast á, því þau hafa auðvitað sitt að segja um landsmótsstað. Eins og þeir taka fram er þetta landsmót, en ekki fyrir Norðlendinga eina, þó manni finnist það skína út úr allri greinargerð þeirra. En svona breytast tímarnir því á Varma- hlíðarfundinum margnefnda var ekki minnst á það sjónarmið að önnur félög hefðu neitt um þetta að segja og þótti ekki óréttlátt þá. Bréfaskriftir stjórnarinnar voru ekki aðeins eðlilegar heldur og nauðsynlegar áður en endan- leg ákvörðun yrði tekin. Þegar stjórn tekur ákvörðun um landsmótsstað verður hún að hafa í huga allt landið, en ekki einstaka fjórðunga. Landsmótin eru sameiginlegur vettvangur allra félaganna innan L.H. í þeim skilningi eru þau sameign okkar. Landsmót hafa tvívegis verið haldin á Vindheimamelum og tekist með ágætum. Reynslan sýnir að landfræðilega eru Vind- heimamelar vel settir með tilliti til aðsóknar. Landsmót eru mikið fyrirtæki fjárhagslega, fram hjá því getur stjórn ekki litið. Lands- mót geta ekki þjónað þeim til- gangi að byggja upp staði vítt og breitt eins og vikið var að í blaðagrein. Þar var. vitnað til landsmóta ungmennafélaganna. Slíku er ekki saman að jafna, þar sem sveitarfélög og ríki sjá um alla uppbyggingu og síðan rekst- ur á mannvirkjum. Landsmót hestamanna eiga að vera laus við hrepparíg og staðarvalið á að ráð- ast af því hvar hægt er að tryggja sent bestan framgang mótsins. Við munum svo ekki fjalla um þetta mál frekar í fjölmiðlum, nema sérstakt tilefni gefist til, en að sjálfsögðu mun stjórnin gera ársþingi L.H. grein fyrir málinu. F.h. stjórnar L.H. Leifur Kr. Jóhannesson form. Kári Arnórsson ritari.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.