Dagur - 23.09.1987, Blaðsíða 9

Dagur - 23.09.1987, Blaðsíða 9
Umsjón: Kristján Kristjánsson vðöl' 'tddmaíQOS GSI - RU3AQ - 23. september 1987 - DAGUR - 13 íþróttir.: Haustmót KRA: Ellefu titlar til Þórs og fjórir til KA Knattspyrnuvertíðinni hér norðanlands er lokið að mestu enda vcður til að stunda knatt- spyrnu utanhúss ekki upp á það besta um þessar mundir. í næstu viku hefst handbolta- vertíðin af fullum krafti og körfuboltinn og blak í næsta mánuði. I lokin á knattspyrnu- vertíðinni er rétt að renna yfír úrslitin í haustmóti KRA sem lauk fyrir skönimu. Mfl. kvenna: í kvennaflokki skildu KA og Þór jöfn 1:1 í leik sem fór fram við frekar erfiðar aðstæður. Ey- dís Marinónsdóttir skorðai fyrir KA en Þórunn Sigurðardóttir fyrir Þór. 2. flokkur kvenna: í 2. flokki kvenna varð einnig jafnt, hvorugu liði tókst að skora mark í daufum leik. Þórsstelp- urnar fengu þó gott tækifæri til þess að skora mark er dæmt var víti á KA en Sveindís Benedikts- dóttir skaut hátt yfir úr því. 3. flokkur kvenna: Þór sigraði KA bæði í leik A- og B-liðanna og reyndar í leik C- liðanna líka því KA gaf þann leik. Úrslitin í leik A-liðanna urðu 2:1 fyrir Þór og skoruðu þær Harpa Orvarsdóttir og Inga Stella Pétursdóttir mörk Þórs en íris Gunnlaugsdóttir svaraði fyrir KA. Þór sigraði einnig 2:1 í leik B- liðanna og skoruðu þær Hólm- fríður Guðnadóttir og Brynhild- ur Smáradóttir mörk Þórs en Svanhildur Björgvinsdóttir fyrir KA. Old boys: Strákarnir í Old boys liðum KA og Þórs léku fjóra leiki í sumar og sigruðu KA-menn í þremur þeirra en Þórsarar í ein- Árni Þór Árnuson skoraði 2 mörk fyrir Þór í 1. flokki. Mynd: kk unt. KA vann vormótsleikinn 6:2 en í fyrri leiknum í Ak.-mótinu snéru Þórsarar dæminu við og sigruöu 6:1. KA-menn unnu seinni leikinn í Ak-mótinu og því var haustmótsleikur liðanna einnig útslitaleikur í Ak.-mótinu. KA-menn höfðu einnig betur í þeim leik, sigruðu 4:2 og unnu því Þórsara í öllunt mótunum þremur. Bjarni Hafþór Helgason spilaði tvo leiki með Þór í sumar og skoraði alls 7 niörk, þar af 5 í 6:1 sigrinum í Ak.-mótinu. Eyjólfur Ágústsson var atkvæða- mestur KA-manna, hann spilaði einnig tvo leiki og skoraði 5 mörk. 1. flokkur: Þórsarar unnu nokkuð örugg- an sigur í 1. flokki. Vaskarar mættu ekki til leiks en Þórsarar sigruðu KA-menn örugglega 6:2. Þeir Ólafur Þorbergsson og Árni Þór Árnason skoruðu tvö rnörk hvor fyrir Þór og þeir Birgir Karlsson og Sveinn Pálsson eitt mark hvor. Mörk KA skoruðu þeir Árni Hermannsson og Árni Freysteinsson. Leikur liðanna í 2. flokki féll niður. 3. flokkur: Það gekk illa að finna tíma fyr- ir leiki KA og Þórs í 3. flokki. Það tókst þó að leika þá leiki sem til var ætlast. í seinni leik A-lið- anna í Ak.-mótinu sigruðu Þórs- arar 1:0 með marki Axels Vatnsdal og þar sent KA hafði sigrað í fyrri leiknum þurfti að fá fram úrslit í Ak.-mótinu í haust- mótsleiknum. Þórsarar sigruðu í þeim leik 2:1 og tryggðu sér titil- inn. Birgir Arnarson skoraði fyrst fyrir KA en Þórir Áskelsson jafnaði úr vítaspyrnu. Það var svo Axel Vatnsdal sem tryggði Þórsurum sigur er hann skoraði annað mark liðsins. í leik B-liðanna í Ak.-mótinu sigruðu Þórsarar 3:2 en KA- menn töldust sigurvegarar þar sem þeir unnu fyrri leikinn með meiri ntun. Atli Rúnarsson, Orri Ormarsson og Rúnar Sigtryggs- son skoruðu mörk Þórs en Rúnar Magnússon bæði ntörk KA. 4. flokkur: Þór vann alla leikina þrjá í 4. flokki í haustmótinu en leikir B- og C-liðanna voru einnig úrslita- leikir í Ak.-mótinu. Þórsarar höfðu áður unnið Ak.-mótið í 4. flokki A. í leik A-liðanna í haust- mótinu sigruðu Þórsarar 3:1 og skoraði Steindór Gíslason tvö mörk og Ágúst Bjarnason eitt. Mark KA skoraði Þorvaldur Sig- björnsson. Þór sigraði 2:0 í leik B-liðanna og skoraði Jóhann Bessason bæði mörk liðsins. í leik C-liðanna sigraði Þór 2:1, með mörkum Elmars Eiríkssonar og Ómars Kristinssonar en Ingimar Erlings- son skoraði mark KA. 5. flokkur: Það fór eins í leikjum 5. flokks, að Þór hafði betur í öllum þremur leikjunum. í leik A-lið- anna sigraði Þór 2:0 og skoraði Ómar Kristinsson bæði mörk liðsins. Úrslitin í leik B-liðanna urðu 6:2 og skoraði Sigurgeir Finnsson 3 mörk, Þorgils Sig- valdason 2 og Erlendur Óskars- son 1. Mörk KA skoruðu þeir Auðunn og Ingvar Már Gíslason. Þórsarar sigruðu einnig örugg- lega í leik C-liðanna, eða 6:0. Mörk liðsins skoruðu þeir Sveinn Stefánsson 2, Valdimar Guð- ntundsson 2, Alexander Kárason 1 og Gísli R. Gíslason 1. 6. flokkur: KA sigraði Þór 2:1 í haustmóti A-liöa 6. flokks og dugði sá sigur einnig til sigurs í Ak.-mótinu. Leikur B-liðanna var einnig úr- slitaleikur í Ak.-móti. Honum lauk með jafntefli 2:2 og voru þau úrslit látin standa. í leik C- liðanna sigraði KA 3:1. 7. flokkur: Þór og KA gerðu jafntefli í leik A-liða 7. flokks, hvort lið skoraði eitt mark. Þórsarar sigruðu í leik B-liðanna 2:1 en KA-menn snéru dæminu við í leik C-liðanna og sigruðu 1:0. lngibjörg Olafsdóttir leiddi KA til sigurs í 6. flokki A. Mynd: KK Knattspyrna: Jafnt í Póllandi Landslið Islands og Póllands í knattspyrnu, skipuð leikmönn- um 18 ára og yngri gerðu' markalaust jafntefli í gær. Leikurinn sem frani fór í Pól- landi var liður í Evrópukeppn- inni. íslenska liðið heldur frá Póllandi til Belgíu og mætir heimamönnum á föstudag í sömu keppni. Axel Vatnsdal var atkvæðamestur Þórsara í 3. flokki. Mynd: et Það var að venju hart barist í leikjum KA og Þórs í suinar og hvergi gefið eftir eins og sést á þessari inynd. Mynd: Rt>B Úrslitaleikur 3. deildar: llla staðiö að málum Leikmenn og forráðamenn Tindastólsliðsins voru allt ann- að en ánægðir með fram- kvæmd úrslitaleiks 3. deildar- keppninnar sem fram fór í Laugardalnum í síðustu viku. Fyrir það fyrsta var engum boðunt kontið til fjölmiðla um leikinn og liann því hálfgerður leynileikur. Þá voru engir boltar til staðar fyrir liðin viö upphitun- ina og til að kóróna allt saman er dómarinn sem fenginn var til að dæma, Gylfi Orrason, bróðireins í Fylkisliðinu. Ekki verður hann þó sakaður um hlutdrægni í hjá KSI leiknum, en öllum hlýtur að vera ljóst, þ.á m. starfsmönnum KSÍ, að forðast beri að láta dómara dæma leik þegar slíks skyldleika gætir við annað liðið. Hvað vítaspyrnukeppnina að leik loknum varðar, má geta þess að aðra vítaspyrnu Tindastóls þurfti að endurtaka eftir að búið var að skora og Fylkismenn fengu að endurtaka sína þriðju spyrnu eftir að Gísli hafði varið, en hann var sagður hafa hreyft sig. Þessi atriði voru umdeilanleg og var dómarinn ekki öfunds- verður af hlutskipti sínu. -þá Blak: Æfingatafla KA Æfíngatafla blakdeildar KA hefur litið dagsins Ijós en í vet- ur verða æfíngar hjá meistara- flokki karla og kvenna og hjá 3. aldursflokki pilta og stúlkna. Æfingar hjá meistaraflokki karla eru á mánudögum kl. 17, miðvikudögum kl. 18.45 og föstudögum kl. 19.50. Æfingar hjá meistaraflokki kvenna eru á mánudögum kl. 18.45, miðviku- dögunt kl. 17 og föstudögum kl. 21.10. Hjá 3. flokki pilta og stúlkna eru æfingar á miðviku- dögurn kl. 17 og á sunnudögum kl. 14. Allir æfingatímarnir eru í íþróttahöllinni, nema meistara- flokksæfingar á föstudagskvöld- unt sem fara fram í íþróttahúsi Glerárskóla. Knattspyrna: Halldór og Guð- mundur til Noregs Halldór Askelsson knatt- spyrnumaður úr Þór, hefur verið kallaður í leikinn við Norðmenn sem fram fer á Ullevaal-leikvanginum í Osló í kvöld en hann hafði áður verið valinn í ólympíuliðið sem mæt- ir franska liðinu Bordeaux í Frakklandi á sama tíma. Viðureign Islendinga og Norðmanna er liður í Evrópu- keppninni en leikurinn í Frakklandi vináttuleikur. Nokkur forföll hafa verið í A- landsliðshópnum og þurfti að kalla tvo leikntenn til liðs við hópinn á síðustu stundu vegna þess. En auk Halldórs var Guð- mundur Steinsson kallaður til Noregs. Ómar Torfason kemst ekki í leikinn og á laugardag kom í ljós að Sigurður Jónsson mun heldur ekki geta leikið þar sem hann var í eldlínunni með liði sínu Sheffield Wednesday í gær. Þá hefur Pétur Ormslev átt við meiðsli að stríða og óvíst er hvort hann getur leikið. Að auki var ljóst fyrir nokkru að þeir Ásgeir Sigurvinsson og Arnór Guðjohn- sen lékju ekki vegna meiðsla og heldur ekki Pétur Pétursson sem er í brúðkaupsferð. Eins og komið hefur fram í blaðinu ntun Hörður Helgason stjórna ólympíuliðinu í Frakk- landi og hann hefur valið Þor- grím Þráinsson úr Val í stað Hall- dórs og auk þess kemur félagi hans Jón Grétar Jónsson inn í hópinn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.