Dagur - 23.09.1987, Blaðsíða 3

Dagur - 23.09.1987, Blaðsíða 3
’ * . . .1 _ » 4%»«» <r«T » » «v «»%l 23. september 1987 - DAGUR - 3 maður tekur tarnir í þessu en til að halda þessu vel við þarf maður að fljúga mikið. Pví miður þarf ég að fara til Akureyrar til að komast í flugið því að enginn er nú flugvöllurinn hér við Dalvík og við áhugamenn um flug hér á staðnum sjáum ekki fram á að geta komið upp flugvelli hér í nánustu framtíð, aðallega vegna þess að landrými er af skornum skammti.“ - Ert þú ekki líka áhugamaður um vélsleðaferðalög? „Jú, ég hef mjög gaman af því að fara upp á fjöll þ.e.a.s. á vél- knúnurn farartækjum, ég er linur við að ganga. Ég hef farið upp á jökla á vélsleða, bæði á Langjök- ul og Hofsjökul. Þessar ferðir hef ég farið í tenglum við landsmöt vélsleðamanna. Síðan er Vatna- jökullinn takmarkið og við erum alltaf með eina slíka ferð á prjón- unum, hvenær sem hún kemst í framkvæmd." Ekki lætur Óli lyfsali þar við sitja. Hann ferðast nefnilega líka á jeppa um hálendið þegar sá gállinn er á honum. „Lað er skemmtilegast að ferð- ast bæði á vetrum og sumrunt um hálendið. Maður fær samanburð- inn, sömu staðir geta verið gjörólíkir í sumarbúningi og vetrarbúningi. Síðan fær maður enn eitt sjónarhornið þegar mað- ur horfir á.hálendið úr lofti. Það er fastur hópur sem ég er í sem fer í jeppaferðir um hálend- ið. í þetta fer sumarfríið hjá okkur, við ntælum okkur mót einhvers staðar á hálendinu og skipuleggjum síðan einhverjar leiðir sem við ætlum að fara. Þetta erum við búnir að gera nú í allmörg ár og eftir að maður fór að fara vetrarferðirnar metur maður sumarferðirnar ennþá meira." - Hafið þið orðið varir við skemmdir á landi þarna uppi? „Já, við urðum varir yið það uppi við Álftavatn í sumar að land hafði verið skemmt með slóðum og troðningi. Annars reyna menn alltaf að fylgja slóð- um í feröum sínum um hálendið til þess að forðast allar skemmdir á landi. Um leið og ég kveð Óla spyr ég hann að því hvort hann hafi ekki smitast af laxveiðidellunni eins og svo margir. Óli hlær við og svarar því neitandi, segist aldrei hafa fengið þá ágætu dellu en þó hafi hann lítillega prófað veiði- skapinn. „Ég átti einu sinni trillu- horn hérna heima og skrapp að- eins á henni hér út á fjörð en ég læt hálendið og útivistina nægja núna,“ svarar hann. JÓH Samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra: Allar teikningar af húsnæði fyrir almenning verði lagðar fyrir nefndina Samstarfsnefnd uni ferlimál fatlaðra hefur óskað eftir því að allar teikningar af opinberu húsnæði eða öðru húsnæði fyr- ir almenning verði lagðar fyrir nefndina áður en bygginga- nefnd samþykkir þær cndan- lega. Sigrún Sveinbjörnsdóttir formaður samstarfsncfndar- innar var beðin að skýra þetta nánar: „Samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra, sem skipuð er af hálfu félagsmálaráðuneytis og staðsett er í Reykjavík, fór þess á leit við sveitarfélög að þau settu á fót svona nefndir sem meðal annars fylgdust með og fengju að skoða teikningar af nýju húsnæði sem snerti alntenning," sagði Sigrún. H’-n gat þess að hér væri um að ræða allt það húsnæði sem ætlað væri almenningi, bæði í eigu hins opinbera og í eigu hlutafélaga eða einstaklinga. „Það er því beiðni okkar að bygginganefnd Fatlaðir eiga ekki greiðan aðgang að skrifstofum Akureyrarbæjar. um ferlimá! fatlaðra er búin að skoða þær og koma með athuga- semdir," sagði Sigrún ennfremur. Aðspurð um það hvernig þess- unt málum væri háttað í dag sagði Sigrún að byggingafulltrúi, sem er starfsmaður bygginganefndar, hefði stundum borið teikningar undir samstarfsnefndina. ekki vegna þess að bygginganefnd hefði óskað eftir því heldur af eigin frumkvæði. „Það hefur ekki verið ákveð- inn gangur í kerfinu á þessu máli en það er einmitt það sem við viljum. Við erunt að biðja um það að fá að vita hvað er á seyði," sagði Sigrún í gær en síð- degis átti að leggja bókun nefnd- arinnar fyrir bæjarstjórn Akur- eyrar. SS samþykki ekki teikningar af húsnæði sem ætlaó er fyrir almenning fyrr en samstarfsnefnd ÁTVR á Akureyri: Engar aðgerðir ákveðnar Engin ákvörðun hefur verið og fram hefur komið í fréttum tekin um aðgerðir starfsmanna þá ríkir talsverð óánægja með- ATVR á Akureyri varðandi al starfsmanna vegna ráðning- ráðningu útsölustjóra, en eins ar Hauks Torfasonar til starfsins. Ekki hefur neinn af starfs- mönnum ÁTVR sagt starfi sínu lausu vegna þessa máls en þó mun slíkt hafa komið til tals. Einnig hefur þeirri hugmynd skotið upp að skrifa ráðherra formlegt bréf til að mótmæla ráðningunni en hvort bréfið yrði jafnframt uppsagnarbréf er ekki enn ákveðið. Þrír af núverandi starfsmönnum ÁTVR auk trún- aðarmanns útsölunnar sóttu um starf útsölustjóra. Trúnaðarmað- urinn á að baki áratuga starf sem slíkur en lengstan starfsaldur starfsmanna hefur Anton Váldi- marsson, 15 ár. EHB —vegna frétta um vatnsbó! í frétt um vatnsból við Raufar- höfn sem birtist í Degi sl. mánudag var vitnað í bréf heil- brigðisfulltrúa sem hann sendi Raufarhafnarhreppi og hlutað- eigandi aðilum. 1 fréttinni er rælt við heil- brigðisfulltrúa um málið. Það skal tekið fram að upplýsingar um innihald bréfs hans til Rauf- arhafnarhrepps eru ekki komnar frá honum sjálfum. „Hrepps- nefnd hefur haft fullan vilja til að ganga frá vatnsbóli Raufarhafnar og hefur jafnframt sínar ástæður fyrir því að framkvæmd hefur dregist," segir heilbrigðisfulltrúi. JÓH S Leikfélag Akureyrar S áP „Er það einleikið?“ Sm ■ Þráinn Karlsson sýnir Varnarræðu ir'S ^ mannkynslausnara og /f Gamla manninn og kvenmannsleysið Höfundur: Böövar Guömundsson. Leiksjóri: Þórhildur Þorleifsdóttir. Laugadag 26. september kl. 20.30. Sunnudag 27. september kl. 20.30. Aðeins fáar syningar á Akureyri. Miðasala í leikhúsinu frá 2-6. M f Æ MIÐASALA Símsvari allan sólarhringinn ML í síma 96-24073. #§ 96-24073 töKFGLAG AKURGYRAR | Reikningsyfirlit bæjarsjóðs: Lakari innheimta en á síðasta ári «•••: „Það er ósköp lítið um stöð- una að segja eins og hún er núna, mér sýnist þetta allt vera ósköp eðlilegt,“ sagði Val- garður Baldvinsson, bæjarrit- ari í samtali við Dag, en á síð- Húsavík: 7,13% hækkun á rafmagni Gjaldskrá Rafveitu Húsavíkur hækkaði um 7,13% þann 1. ágúst sl. Þessi hækkun var formlega samþykkt á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku. Orsökin fyrir hækkuninni er 9,5% hækkun á heildsöluverði rafmagns frá Rafmagnsveitum ríkisins. IM asta fundi bæjarráðs var rætt um reikningsyfirlit bæjarsjóðs í ágústlok. „Ef útgjaldahlið bæjarsjóðs er skoðuð, er búið að nota 66,3% af áætlunarupphæð og það er ekk- ert óeðlilegt á þessum árstíma. Það eru liðnir % af árinu. Þetta er kannski í hærra lagi, en er þó lægra en á síðasta ári, þá var þessi prósentutala 68%. Innheimtan er aðeins lakari en hún var á síðasta ári. Hún er 50% núna en var 52% í fyrra. En þcssi munur er svo lítill að þetta getur vcrið þessi sveifla sent er frá ári til árs og innan skekkjumarka sem sett eru," sagði Valgarður. Sagðist hann jafnframt ekki sjá að það væri nein ástæða til að ætla annað en að endar muni ná saman á þessu ári. HJS Loksins! Loksins er komin enn ein bragðtegund! Súkkulaðijógúrt Mjólkursamlag KEA Akureyri Simi 96-21400

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.