Dagur - 23.09.1987, Blaðsíða 2

Dagur - 23.09.1987, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 23. september 1987 mm ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SfMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 560 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 55 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 400 KR. RITSTJÓRAR: ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.) BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON, HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585 hs. 41529), KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauðárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Ueiðari.____________________:_____________ Jón Baldvin féll á prófinu Ekki alls fyrir löngu skipaði Jón Baldvin Hanni- balsson, fjármálaráðherra, í stöðu útibússtjóra Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins á Akureyri. Alls sóttu rúmlega tuttugu um starfið - þar af nokkrir gamlir og reyndir starfsmenn ATVR. Starfið fékk ungur alþýðuflokksmaður sem aldrei hefur starfað innan veggja ÁTVR og því síður komið nálægt verslunarrekstri. Á þeim árum sem Jón Baldvin Hannibalsson dansaði utan stjómar var honum tíðrætt um spillinguna í kerfinu. Án efa hefur málflutningur formannsins fært honum atkvæði fólks sem taldi að hann hefði á réttu að standa - og að kratar væru boðberar nýrra og breyttra tíma. En Jón Baldvin féll á prófinu. Þegar starf útibússtjóra ÁTVR á Akureyri losúaði töldu margir gamlir starfsmenn fyrirtækisins að Jón Baldvin myndi standa við stóm orðin og gefa þeim tækifæri á að „vinna sig upp" eins og kallað er. í stað þess að lesa vandlega skrána yfir umsækjendur hlustaði fjármálaráðherra á flokksbræður og -systur á Akureyri. Þar var nafn flokksholla krat- ans oftast nefnt og Jón Baldvin valdi hann. Stundum em svona vinnubrögð nefnd pólitískur vinargreiði. Á árum áður átti Jón Baldvin til mun sterkari orð um stöðuveitingu sem þessa. Sum tæplega prenthæf. Nýi „ríkisstjórinn" mun vinna sitt verk af alúð og samviskusemi rétt eins og þau störf sem hann hefur áður gegnt á Akureyri. Hins vegar er ljóst að fjármálaráðherra gekk hiklaust fram hjá mönnum sem hafa unnið trúnaðarstörf hjá ÁTVR og leyfðu sér að gera ráð fyrir að slíkt væri metið þegar kæmi að nýjum og áhugaverðum störfum. Annars er það afar sérkennilegt að það skuli þurfa fjármálaráðherra til að skipa í starf eins og hér um ræðir. Að sjálfsögðu ætti það að vera í verkahring forstjóra ÁTVR að ráða útibússtjóra hvort sem er á Akureyri eða annars staðar. Hann þekkir starfið vel og sömuleiðs hvaða kröf- ur á að gera til þess sem starfið hlýtur. Það hefur komið fram í blaða- og útvarps- viðtölum við starfsmenn ÁTVR að þeir eru afar óánægðir með afgreiðslu fjármálaráðherra. Við sömu tækifæri hafa þeir jafnframt minnt sjálfa sig og aðra á að Jón Baldvin hefur í gegnum tíð- ina hamrað á því að hann væri á móti pólitískum stöðuveitingum. Þeir eins og aðrir hafa átt svo- lítið erfitt með að skilja að fjármálaráðherra not- aði fyrsta tækifæri til að koma flokksbróður sín- um í gott starf hjá virtu ríkisfyrirtæki. Á hvaða prófi ætli Jón Baldvin falli næst? ÁÞ. Óli Þór Ragnarsson er í viðtali dagsins í dag. Hann er lyfsali á Dalvík og hefur verið um 6 ára skeið. Oli hyggur á frekari landvinninga á lyfsölusviðinu því hann er u.þ.b. að setja upp útibú í Ólafsfirði. En til Dal- víkur fluttist hann af malbikinu í Reykjavík árið 1981 þar sem hann vann sem lyfjafræðingur í stóru apóteki og kynntist því hvernig rekstur apóteks í stór- borginni gengur fyrir sig. Hver finnst honum munurinn vera á rekstri apóteks í Reykjavík og úti á landi. „Það eru engin vandkvæði að reka apótek af þessari stærðar- gráðu sem er hér á Dalvík. Minnstu apótekin eru mun erfið- ari í rekstri og í sumum tilfellum geta þau ekki gengið ein og sér. Hvað varðar samanburðinn milli Reykjavíkur og landsbyggðar- innar þá er mikill munur á rek- strinum. í Reykjavík eru apótek- in í sambandi við mun fleiri lækna en úti á landi. Þetta hefur í för með sér að lyfjaúrvalið er meira og einnig er hitt að allir aðdrættir fyrir landsbyggðar- apótekin eru erfiðir og því verður úrvalið minna. Þetta hefur líka það í för með sér að maður ein- ÓIi Þór Ragnarsson, lyfsali á Dalvík. Mynd: JÓH „Við erum eins og kaupfélögin“ - Óli Þór Ragnarsson lyfsali, flugmaður og ferðagarpur í viðtali dagsins angrast í faginu með því að vera einn úti á landi í stað þess að vera innan um kollega sína í Reykja- vík, því er ekki að neita.“ - Er erfitt að fylgja tæknivæð- ingunni í lyfjaframleiðslu eftir? „Já, það eru stöðugt að koma ný lyf þannig að til að fylgja þessu eftir þarf maður að lesa mikið. Síðan koma lyfjafræðing- ar stundum saman til að bera saman bækur sínar en það er samt allt of sjaldan. Dreifbýlis- apótekarar koma hins vegar sam- an til fundar einu sinni á ári þar sem rætt er um sameigin- lega hagsmuni dreifbýlisapóteka, kannski fyrst og fremst rekstrar- lega afkomu þeirra." Óli segir að um 3000 manns þurfi til að apótek beri sig. Apó- tekið á Dalvík nái þeim fjölda þar sem miklar sveitir séu í kring og auk þess bætist Ólafsfjörður við. Þar er Óli að fara að setja upp útibú og ég spurði hann hvort apótekarar væru að fara út í þá þróun að vera með útibú frá apótekum sínum úti um landið. „Já, á þeim stöðum þar sem apótek ber sig ekki eitt og sér er hagstæðara að setja upp lyfja- útsölu. Þetta er bara þjónusta við fólkið, við getum ekki ætlast til þess að fólk komi t.d. frá Ólafs- firði til Dalvíkur til að komast í apótek. Að þessu leytinu til má segja að við séum eins og kaup- félögin. Hitt er annað mál að samkvæmt lyfjalögum getur ráðu- neytið skikkað okkur til reksturs lyfjaverslunar." - Fleira gerir Óli en að brugga lyf. Hann á það til að stíga upp í fíugvél og skoða landið úr lofti. Ég spurði hann hvenær hann hefði lært að fljúga. „Það eru tvö ár síðan ég lauk einkaflugmannsprófi. Ég hef að vísu ekki flogið nálægt því nóg, • Hraður akstur Akureyringar eru þekktir fyrir flest annað en að fara eftir umferðarlögum. Þrátt fyrir ítrekaðar óskir lögreglu aka bæjarbúar langt yfir lögleg- um hraða framhjá skólum og barnaheimilum. Oft kemur fyrir að börnin mega þakka fyrir að sleppa frá ökuþórum sem virðist liggja þessi lika reiðinnar ósköp á. Að venju hefur lögreglan hert eftirlit við skóla bæjarins en það segir sig sjálft að örfáir lög- reglumenn geta ekki - þrátt fyrir góðan vilja - náð umferðarhraðanum niður. Víða erlendis tíðkast það að birta nöfn þeirra ökumanna sem staðnir eru að ógætileg- um akstri - svo ekki sé talað um þá sem teknir eru drukknir. Það er spurning hvort ekki sé rétt að taka upp slíkt hér á landi. # Sérkennileg lokun Dagur greindi frá því í gær að umferð um Grenivelli austan Norðurgötu myndi fimmfald- ast þegar Norðurgötu verður lokað. Samkvæmt skýrslu frá tæknideild bæjarins munu um þúsund bílar fara um götuna að meðaitali hvern dag í miðri viku þegar búið er að loka. íbúar við Grenivelli hafa ekki kvartað en svo seg- ir umsjónarmanni S&S hugur að þeir séu nú sem óðast að vakna upp við vondan draum. Grenivellir hafa nefnilega verið fremur róleg gata en nú munu íbúarnir geta „skemmt sér við“ að horfa á nokkur hundruð bíla á dag. # Var þagað? í bókun skipulagsnefndar kemur fram að kostirnir við lokun Norðurgötu séu fleiri en gallarnir. Þetta álit stang- ast á við skýrslu tæknideildar bæjarins en þar er talað um að ókostirnir séu fleiri en kostirnir. Umferð um Norður- götu og Grænugötu minnkar en í stað þess verður stór- aukið álag á hluta Grenivalla og Hjalteyrargötu. Umsjónar- mann þessa þáttar rekur ekki minni til að bæjaryfir- völd hafi sagt ítarlega frá áliti tæknideildarinnar en þess í stað hafi áliti skipulags- nefndar verið haldið nokkuð á lofti. Var þagað yfir skýrslu tæknideildar af því að hún féll ekki i kramið? Annars verður umferðin um Eyrina nokkuð sérkennileg þegar fram líða stundir og segja mætti umsjónarmanni að fólk við Grenivelli þyldi vart að sjá bil þegar nokkuð líður frá lokun Norðurgötu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.