Dagur - 23.09.1987, Blaðsíða 8

Dagur - 23.09.1987, Blaðsíða 8
12 - DAGUR - 23. september 1987 Einar Petersen frá Kleif: Hollur er heimafenginn baggi Fyrir skömmu barst mér í hendur ritgerðasafn þar sem vísinda- menn á ýmsum sviðum hugleiða hvaða sambönd eru á milli sveiflu veðurfarsins og örlaga samfélaga. Hún heitir á enskri tungu „Climate and History" og er gef- in út árið 1981 af Cambridge University Press, Cambridge, England. Mesta athygli mína vakti grein eftir amerískan mann- fræðing, Thomas M. Mcgovern að nafni, um örlög hinna fornu Grænlendinga þar sem hann íhugar hvað olli því að þeir gengu fyrir ætternisstapa undir þeim kringumstæðum þar sem eskimóar héldu velli og döfnuðu. Nú er það svo að Forngræn- lendingar og íslendingar voru tvíburar í erfðafræðilegu tilliti og tilheyra sama menningarheimi. Skilyrði til lífsframfærslu hafa verið mjög svipuð í Austur- og Vesturbyggð á Grænlandi og víð- ast hvar á Islandi, en um 1340 var Vesturbvggðin komin í auðn og um 1500 hafði Austurbyggðin hlotið sömu örlög. Til eru margar tilgátur um hvers vegna svo fór. Líklegast er að margir samvirk- andi þættir hafi valdið helför bændasamfélagsins grænlenska. Eðli bændanna og áhrifavald hefur verið viðfangsefni margra fræðimanna því áður en alþýða manna gat almennt neytt kart- aflna voru þeir sem oftast illa haldnir af fæðuskorti og hörgul- sjúkdómum og dóu langt fyrir aldur fram ef eitthvað bar út af með fæðuöflun. Fram að síðustu aldamótum hékk nokkuð stór hluti fslendinga á horriminni ef fæðuöflun mistókst eitthvað og þannig er ennþá staða verulegs hluta mannkynsins. Pað er ekki öld síðan safnað var saman á hin- um Norðurlöndunum til að kaupa lífsbjörg handa íslending- um enda hefst þjóðarsaga íslend- inga með frásögn af manni sem þurfti að flýja Iand til þess að ná í lífsbjörg handa sér og sínum. Hann skorti greind til að skilja og haga sér samkvæmt þeirri fornu reynslu að þegar lífsbjörg skortir verður allt annað verðlaust. Staðreynd sem auðsjúklingar í íslenskum nútíma virðist skorta greind til að skilja þrátt fyrir að sú meginstaðreynd hafi í tugþús- undir ára blasað við augum manna í öllum samfélögum hvar- vetna á jörðu. Fæða er frumskil- yrði alls mannlegs lífs á jörðu, líka á íslandi. Áður fyrr vissu all- ir sent ekki voru algerir fábjánar að án þessa grundvallarlögmáls væri ekki hægt að komast af og að tilraunir til þess leiddu óhjá- kvæmilega af sér eymdardauða, meira eða minna langdreginn. Lokaniðurstaða Mcgoverns, eftir að hafa gaumgæft allt sem vitað er um 500 ára lífsskeið Græn- lendinga hinna fornu, virðist hafa orðið sú að ördauði þeirra væri rökrétt afleiðing af því að nær all- ir verðmætaskapandi menn hefðu orðið gjörnýttir leiguliðar, í reynd í þrælastöðu, verandi á valdi manna sem lögðu allan sinn metnað í að verða sem þyngst byrði á þeim. Einnig að valdasýki og auðhyggja valdastéttar græn- lenska þjóðarbrotsins hafi orðið því að fjörtjóni. Þegar saga mannkynsins er krufin til mergjar kemur ævin- I. hluti lega í ljós að auðsýkin er andleg- ur þjóðfélagssjúkdómur með svipað eðli og áhrif alnæmis á lík- ama manna. Þessi andlega pest gekk af tvíburum íslendinga, Grænlendingum, dauðum fyrir um 500 árum og nú virðist það vera mesta kappsmál mektar- manna að eins fari fyrir íslend- ingum nútímans. Viðhorfum slíkra manna virðist stjórnað af eðlisbundinni óvild og fjandskap í garð þeirra sem halda samfélag- inu uppi. Ef fram heldur sem horfir kemur óhjákvæmilega að því að þjóðinni verður statt eins og fjárhópi á eyðiskeri með vax- andi flóði. Ef menn með auðsýki- eyðni ráða örlögum hennar og mér finnst að hún verðskuldi betri örlög. Ég veit að erfitt mun reynast að stemma stigu við dreifingu og áhrifum auðsýkinnar því hún byrjar með því að eyða mann- gildi og vitsmunum manna. Hún eykur auð- og valdagirnd þeirra og hún beinist gegn þeim sem þjóðfélagsstöðu sinnar vegna eiga erfiðast með að koma vörn- um við. Hún beinist gegn konum sem ráða framtíð þjóðarinnar með barneignum. gegn mönnum sem nota andlega og líkamlega orku sína í að draga björg að þjóðarbúinu, varðveita og auka þjóðarauð hennar. Fyrir ósýktan mann er þetta allt saman lofsvert og hann kallar á hvern nýtan mann til liðsinnis við framtíð þjóðarinnar og það strax, því nú er unnið markvisst að því að slíta og eyða rótum hennar í landinu. Þetta er ekki á nokkurn hátt sér- íslenskt fyrirbrigöi því þegar saga mannkynsins er gaumgæfð kem- ur ævinlega í ljós að þessi sókn afætanna að hámarksgróða leiðir ævinlega að hruni og tortímingu að lokum. Þess vegna er það í mesta máta óhugnanlegt að fylgj- ast með sókn þjóðardauðans á íslandi því það er eins og að fylgjast með þróun banvæns sjúk- dóms í unglingi á þröskuldi blóma lífs síns. Mér finnst að íslenska þjóðin verðskuldi betri örlög en að grotna niður í lifanda lífi en ég veit líka að erfitt mun reynast að stemma stigu við því og beita vörnum. Sálarlegt alnæmi byrjar með því að eyða manngildi og vitsmunum manna og þess vegna er nú þegar orðið svo að því betri og nýtari þegn íslendingurinn er samfélagi sínu því lægra er hann settur í virðingarstigann. Afætan sækir líka fast að honum að koma honum í Iágstéttarstöðu og þræla honum út, sent engu ræður um eigin örlög. Hann er á valdi hag- fræðilegra þjóðfélagssníkjudýra sem stunda af eðlishvötum efna- hagslegan og sálrænan hernað í garð þeirra sem draga björg að þjóðarbúinu og standa undir því með verðmætissköpun. Þetta má teljast hreinræktuð heimska í þjónustu illgirninnar því það kemur þeim óhjákvæmilega sjálf- um í koll fyrr eða síðar. Það er nú einu sinni svo að allt lifandi þarf visst lágntark af lífs- nauðsynjum til að halda lífi. Áður vissi það hver heilvita íslendingur en nú geta menn ver- ið orðnir gamlir, hlaðnir fræði- mannatitlum, haft öll tækifæri til að öðlast visku en þó beitt öllum ráðum til að koma þv.í til leiðar að sem flestir hafi ekki nauð- þurftir hérlendis einhvern tíma í framtíðinni. Það ástand getur komið mjög skjótlega og orðið mjög grimmt ef áætlun þeirra að slíta ræturnar milli þjóðar og moldar nær fram að ganga og gera hana að þurrabúðarþjóð- flokki í verbúðum þjónandi erlendum auðhringjum með því að afla þeim hámarksgróða. Fyrir mann eða þjóð, sem hægt er að beita hungurótta er tómt mál að tala um sjálfstæði og frelsi. Risið er ekki hátt á manni sem statt er fyrir eins og hungr- uðum flækingshundi en þannig var þjóðfélagsstaða mikils hluta alþýðumanna í Evrópu og um leið á íslandi áður fyrr. Það er mikil furða að fylgjast með því kappi sem nú er lagt á að koma nýtum íslendingum í þá fornu stöðu, leggja landið í auðn og koma þjóðinni til að trúa því að nágrannaþjóðirnar vilji með glöðu geði framfleyta henni með matargjöfum í framtíðinni. Valdastétt þjóðarinnar vill koma henni á vonarvöl og mun víða í heimi verða litið á slíkt sem verið sé að taka brauð frá munni hungraðra barna. Það er beisk- legt að horfa upp á að verulegur hluti íslensku valdastéttarinnar virðist vera svo algerlega gjör- sneyddur góðvild og ábyrgðartil- finningu gagnvart framtíð íslensku þjóðarinnar að hann vill leggja landið í auðn. Varla fyrirfinnst sá íslenskur bóndi sem er svo heimskur að hann telji óhagkvæmt að heyja handa búfé sínu þó að nágranni hans vilji fóðra það cndurgjalds- laust þegar það er komið að hor- felli vegna heimsku og ómennsku þess sem lætur hann ímynda sér að hann muni geta lifað í alls- nægtum um alla framtíð á vöxt- um innstæðna í erlendum bönk- um sem borgun fyrir aðstoð við að láta þjóðina ganga sér til húðar. Á endanum hlýtur hann sömu örlög og bróðir hans á Grænlandi sem dó vegna þess að lífsrætur hans voru slitnar og fyrir mér virðist svo að öllum illum árum hafi verið beitt til að íslend- ingar hljóti sömu örlög. Bæjarstjórn Húsavíkur: Deilt á málsmeðferð fulltrúa í fynverandi bæjarstjóm - af fuBltrúum G-lista Á fundi í Bæjarstjórn Húsa- víkur í síðustu viku urðu mikl- ar umræður vegna fyrirspurnar frá Erni Jóhannessyni og Val- gerði Gunnarsdóttur fulltrúa G-lista um framkvæmdir sem unnið er að á vegum Húsavík- urbæjar í fjárhúsi Salómons Erlendssonar. Spurt var hvaða afgreiðsfu málið hefði hlotið í bæjarráði og bæjarstjórn á sín- um tíma og hverjar væru for- sendur fyrir þeirri afgreiðslu er málið hlaut. I fyrravor samdi Bjarni Aðal- geirsson þáverandi bæjarstjóri við Salómon, með samþykki efstu manna á öllum listum er þá áttu fulltrúa í bæjarstjórn, um að Húsavíkurbær annaðist hreinsun á fjárhúsum hans eftir að skera þurfti niður sauðféð vegna riðu- vciki en það var í annað sinn sem Salómon þurfti að skera fé sitt vegna riðu. Samningur þessi var aldrei formlega samþykktur í bæjarráði eða bæjarstjórn. „Við erum að fetta fingur út í að mál geti farið svona í gegnum kerfið og teljum það ámælisverð vinnu- brögð,“ sagði Valgerður á bæjar- stjórnarfundinum. Bjarni Þór Einarsson bæjar- stjóri sagði að kostnaður vegna hreinsunar húsanna næmi nú 185.646 kr. en eftir væri að endurbyggja garða, brynningar- aðstöðu og hluta af grindum í húsunum. Gengisskráning Gengisskráning nr. 178 22. september 1987 Kaup Sala Bandarikjadollar USD 38,820 38,940 Sterlingspund GBP 63,923 64,121 Kanadadollar CAD 29,470 29,562 Dönsk króna DKK 5,5604 5,5776 Norsk króna NOK 5,8407 5,8587 Sænsk króna SEK 6,0832 6,1020 Finnsktmark FIM 8,8368 8,8641 Franskurfranki FRF 6,4107 6,4305 Belgískur franki BEC 1,0294 1,0325 Svissn. franki CHF 25,7803 25,8600 Holl. gyllini NLG 18,9824 19,0411 Vesturþýskt mark DEM 21,3643 21,4303 ítölsk líra ITL 0,02959 0,02968 Austurr. sch. ATS 3,0360 3,0454 Portug. escudo PTE 0,2714 0,2722 Spánskur peseti ESP 0,3194 0,3204 Japansktyen JPY 0,27000 0,27083 írsktpund IEP 57,428 57,606 SDRþann21.9. XDR 50,1144 50,2696 ECU-Evrópum. XEU 44,3713 44,5084 Belgískurfr. fin BEL 1,0241 1,0273 Kristján Ásgeirsson, G-lista var sá eini af bæjarfulltrúunum, er stóðu að samningnum í fyrra, sem sat bæjarstjórnarfundinn á fimmtudaginn. Sagði hann að á þeim tíma hefðu menn ekki gert sér grein fyrir hvaða kröfur dýra- læknir gerði um hreinsunina og hvað hún yrði kostnaðarsöm. Leysa hefði átt mál þetta með friðsemd og koma til móts við Salómon á mannlegan hátt en slíkt hefði oft verið gert hjá Húsavíkurbæ. „Ef mál þetta verður fellt í bæjarstjórn er ég reiðubúinn að borga úr eigin vasa þann hlut sem mér ber, en ég svara ekki fyrir hina sem undir þetta skrifuðu,“ sagði Kristján. Hvorki Kristján eða aðrir bæj- arfulltrúar munu þó þurfa að borga hreinsun fjárhúsanna úr eigin vasa því samþykkt var á fundinum tillaga sem bæjarstjóri bar fram þess efnis að samþykkja yfirlýsinguna til Salómons eins og hún lægi fyrir. Einnig var sam- þykkt að vísa til bæjarráðs að setja nánari reglur um búfjárhald á Húsavík og marka skýra stefnu í riðuveikivörnum í framtíðinni. IM I.O.O.F. 2 = 1699258'/2 = 9.0. 70 ára er í dag, miðvikudag, 23. september, Baldvin Ásgeirsson forstjóri, Hólabraut 18 Akurcyri. Hann cr að heiman.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.