Dagur - 25.09.1990, Blaðsíða 1

Dagur - 25.09.1990, Blaðsíða 1
73. árgangur Akureyri, þriðjudagur 25. september 1990 183. tölublað LACOSTE Peysur • Bolir HERRADEILD Gránutélagsgötu 4 Akureyri • Sími 23599^ Nýtt útibú fslandsbanka í gær var opnað nýtt og stærra útibú Islandsbanka að Skipagötu 14 á Akureyri. Jafnframt yar útibúum við Geislagötu og í Hafnarstræti lokað. Óskar og Emma brugðu á leik við opnun útibúsins í gær og lúðrasveit lék fyrir gesti og gangandi. Eyjólfur Magnússon, hár- skeri, var fyrsti viðskiptavinurinn í nýja útibúinu og fékk að launum afhentan veglegan blómavönd úr hendi Guðjóns Steindórssonar, útibússtjóra. íslensku sjávarútvegssýningunni lokið: Sýnendur ánægðir með útkomuna - þrátt fyrir minni aðsókn en árið ’87 íslensku sjávarútvegssýning- unni í Laugardalshöll lauk um helgina. A sýninguna komu um 13 þúsund gestir og er það nokkuð færra en á síðustu sýn- ingu 1987. Þrátt fyrir það voru aðstandendur sýningarinnar ánægðir með hvernig til túkst og þeir sýnendur sem Dagur hafði tal af voru einnig ánægð- ir með útkomuna. Tómas Tómasson, blaðafull- trúi, sagði í samtali við Dag að framkvæmd sýningarinnar hefði gengið mjög vel og engin stór- vægileg vandamál komið upp. „Þó að það hafi komið færri sýn- ingargestir en árið ’87, þá létu þeir aðilar sjá sig sem skiptu ein- hverju máli fyrir sýnendur. Það má segja að það hafi komið færri gestir af götunni, ef svo má að orði komast. Sem hugsanlega skýringu á minni aðsókn má benda á að sjávarútegur er í lægð um þessar mundir á íslandi og í nágrannalöndunum. Árið 1987 var mikill uppgangur í greininni, auk þess sem mun meira framboð er af sjávarútvegssýningum nú en áður," sagði Tómas, aðspurður um ástæðu fyrir minni aðsókn. Dagur kom við í Laugardals- faöll sl. sunnudag, á lokadegi sjávarútvegssýningarinnar, og hitti að máli forráðamenn þeirra norðlensku framleiðslufyrirtækja sem þátt tóku í sýningunni. Afrakstur þeirrar heimsóknar er að'finna á bls. 4-5. -bjb Vopnaijörður: Mikill Qár- skaði í norðan ofsaveðri Málefni Bjargs á Akureyri eru á borðum Ijögurra ráðuneyta - „Viljum sjá Bjarg sem gegnumstreymisstofnun,“ segir Bjarni Kristjánsson Samstarfsnefnd félagsmála-, fjármála-, menntamála-, og heilbrigðisráðuneytisins, sem unnið hefur á undanförnum vikum að málefnum Bjargs á Akureyri, mun að sögn for- manns nefndarinnar, Runólfs B. Leifssonar, skila áliti um næstu mánaðamót og kemur þá í hlut embættismanna og ráðamanna að ákveða um framtíð Bjargs. Rekstur Bjargs hefur um skeið átt við mikla fjárhagsörðugleika að stríða. Á miðju nýliðnu sumri sendi Svæðisstjórn um málefni fatlaðra á Norðurlandi eystra inn greinargerð til félagsmálaráðu- neytisins um erfiðan rekstur Bjargs og í kjölfar þess var skip- uð samstarfsnefnd fjögurra ráðu- neyta til að fjalla um málið. Bjarni Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri Svæðisstjórnar, segir ljóst að þurfi tugi milljóna til að koma rekstri Bjargs aftur á réttan kjöl. „Menn vilja sjá mjög breytta starfsemi á Bjargi í þá veru að þar yrði fyrst og fremst rekinn verndaður vinnustaður, sem höfðaði til ákveðinna hópa. Þar færi fram vinnuþjálfun og ákveðin endurhæfing," sagði Bjarni. Hann sagði að m.a. væri óleyst vandamál sem snéri að launa- greiðslum á vernduðum vinnu- stöðum eins og Bjargi. Bjarg hefði notið sérstöðu hvað þetta varðaði vegna fullra launa sem þar væru greidd. „Það er spurn- ing hvort það er eðlilegt, hvort ekki beri að líta á starfsemi Bjargs sem ákveðna endurhæf- ingu og fólk sé þar ekki á launum nema takmarkað, að minnsta kosti ákveðinn þjálfunartíma. Við viljum gjarnan sjá Bjarg sem einskonar gegnumstreymisstofn- un, ekki sem varanlegan vernd- aðan vinnustað nema í litlum mæli,“ sagði Bjarni. Fjórtán gangnamenn í Austur- Húnavatnssýslu þurftu að bíða í skálum frammi á heiðum yfir helgina vegna þoku, sumir allt frá fimmtudegi. I gærmorgun hafði samt birt og lögðu þeir af stað til byggða á níunda tíman- um. Að sögn Guðmundar Guðbrandssonar, bónda á Unnur Ólafsdóttir, veðurfræð- ingur á Veðurstofu íslands, lofar Norðlendingum betra veðri á næstu dögum. „Já, já, norðanáttin sem hefur verið að hrjá ykkur er gengin niður,“ sagði veðurfræðingurinn. Er Unnur Ólafsdóttir, veður- fræðingur, var spurð um veður- horfur næstu sólarhringa sagði hún: „Veðrið fer nú smá batn- Runólfur B. Leifsson segir að vinna samstarfsnefndar ráðu- neytanna um málefni Bjargs væri á lokastigi og stefnt væri að því að skila álitsgerð til nefndra fjögurra ráðuneyta um næstu Saurbæ í Vatnsdal, voru vistir farnar að minnka og eftir einn dag til viðbótar hefði farið að sverfa að. Dagur náði tali af Guðmundi í gærmorgun þar sem hann var staddur í Álkuskála á Haukagils- heiði við að safna saman föggum, hann var síðan á leiðinni yfir í andi hjá ykkur Norðlendingum, en norðanáttin hefur verið ansi föst fyrir. í dag verður hæglætis veður og þokan er að brotna upp til landsins með norðvestan og vestan golu. Á miðvikudaginn er spáð sunnanátt, hlýju og björtu veðri á Norðurlandi. Á fimmtu- daginn gengur hann í suðvestan- átt og trúlega verður þurrt norð- an heiða.“ mánaðamót. Runólfur vildi ekki upplýsa á þessu stigi hvað nefnd- in íegði til, en hún myndi væntan- lega leggja til nokkrar mismun- andi leiðir og útfærslu á þeim. Öldumóðurskála, þar sem níu af gangnamönnunum héldu til. Guðmundur sagði að fjalla- bjart væri orðið og reiknað væri með að hafa með sér niður á ann- að þúsund fjár. Hann bjóst við að komið yrði niður um níuleytið að kvöldi gærdags ef vel gengi. Nokkrir menn úr Öldumóður- skála freistuðu þess að komast niður í Vatnsdal á sunnudegin- um, en urðu að snúa við eftir að hafa rekið nokkuð að fé allt niður að girðingu. Að sögn Guðmundar var heið- in flekkótt af snjó og svalt en stillt veður. Hann bjóst því við að reksturinn gengi vel, en erfitt yrði undir lokin þegar fjöldinn yrði mestur, hjálp yrði þó í mönnum neðan úr byggð sem lögðu af stað til móts við þá snemma í gærmorgun. „Við notuðum farsímann mikið, hlustuðum á útvarpið og spiluðum á spil. Eitt blað höfðum við til lestrar og það var orðið útslitið,“ sagði Guðmundur þeg- ar Dagur innti hann eftir því hvernig tíminn hefði verð látinn líða þessa daga. SBG Bændur í Vopnafirði urðu fyrir miklum búsiijum af völdum ofsaveðurs úr norðri aðfaranótt sl. föstudags. Fundist hafa um 40 kindur, sem hreinlega króknuðu í veðrinu, og óttast er að uppi á Sandvíkurheiði milli Vopnafjarðar og Bakka- fjarðar eigi eftir að finnast fleiri dauðar kindur. Um þrjátíu kindur fundust í landi Hámundarstaða í Vopnafirði og tíu kindur í landi Strandhafnar. Bæði var unt að ræða lömb og fullorðn- ar kindur. Féð leitaði í skjól í veðurofsanum, m.a. fór það ofan í skuröi og drapst þar. Bændur í Vopnafirði fóru upp á Sandvíkurheiði í fyrradag til aö huga að fé, en fundu ckkert. Þeir búast við að fara þangað aftur í dag ef veður leyfir og eiga allt eins von á því að finna þar fleiri dauðar kindur til viöbótar þeim 40 sem þegar hafa fundist. óþh Helgin í Skagafirði: Ryskingar ogfullar fangageymslur Lögreglan á Sauðárkróki hafði í nógu að snúast um hclgina og á föstudagskvöldið fylltust fangageymsíur, sem að vísu taka ekki nema þrjá. Tveir þeirra sem gistu hjá lögregl- unni tengdust „busaballi“ Fjölbrautaskólans sem var þá um kvöldið. Á laugardagskvöldið var síðan dansleikur með Stjórninni í Mið- garði og kom þar til ryskinga svo að flytja varð tvo á sjúkrahús. Björn Mikaelsson, yfirlögreglu- þjónn, sagði að helgin hefði samt ekki verið erilsamari en við var að búast með dansleiki á tveimur kvöldum. SBG Göngur í Austur-Húnavatnssýslu: Lágu við frá fimmtudegi vegna þoku - tafir í seinni göngum Norðurland: Veðurstofan lofar betra veðri

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.