Dagur - 25.09.1990, Page 4

Dagur - 25.09.1990, Page 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 25. september 1990 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavik vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÖFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: INGVELDUR JÓNSDÓTTIR, HEIMASIMI 22791 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SIMFAX: 96-27639 Landsbyggð á krossgötum Allt bendir til að þróun þjóðfélagsmála á næstu árum, og þeim tíma sem eftir lifir af 20. öldinni, muni ráða úrslitum um framtíð byggðar utan suðvestur- horns landsins. Menn hafa áhyggjur af stöðu hinna dreifðari byggðarlaga, og ekki að ástæðulausu. Nú finnst mörgum að komið sé að vendipunkti í byggða- málum, þar sem miklu skipti að rétt sé á haldið. Allar stéttir íslensks þjóðfélags hafa upplifað stór- kostlegar umbyltingar frá lokum síðari heimsstyrj- aldarinnar. í sjávarútvegi og landbúnaði hefur opin- ber stefnumörkun sveiflast frá því að leggja áherslu á því sem næst óhefta framleiðslu, til kvótans og tak- markana sem einkennir þessar greinar svo mjög á okkar tímum. Ytri aðstæður knúðu menn til að horf- ast í augu við vandamál atvinnuveganna af raunsæi og grípa til slíkra ráðstafana, hvort sem það líkaði betur eða verr. Um leið og stjórnvöld urðu að skerast í leikinn með þessum hætti var lögð á þau aukin ábyrgð; að finna úrlausnir í atvinnumálum fyrir byggðarlög landsins. Meðal landsmanna eru skiptar skoðanir um hversu langt skuli gengið í byggðamálum. Þau öfl eru sterk sem telja það ekki hlutverk stjórnvalda að styðja við byggð á þeim stöðum þar sem opinberra aðgerða er greinilega þörf, eigi búseta ekki að leggj- ast af. Víst er, að eigi opinberar aðgerðir að koma að gagni, þegar til lengri tíma er litið, verður einnig að vera vilji og framtak fyrir hendi hjá heimamönnum til að skapa varanlegan búsetugrundvöll. Tilfærsla fjármuna frá þéttbýli til dreifbýlis, í einu eða öðru formi, er auðveldur skotspónn pólitískra afla sem vilja slá sig til riddara á kostnað lands- byggðarinnar. Þá helgar tilgangurinn því miður oft meðalið. íslenska þjóðin á rætur í atvinnuvegunum sem hafa haldið lífi í henni gegnum aldirnar. Landbúnað- urinn og sjávarútvegurinn eru máttarstólparnir sem grundvalla lífsskilyrði hennar, ásamt þeim iðnaði og þjónustu sem komið hefur jafnhliða hraðri tækniþró- un. Menning og saga þjóðarinnar er órjúfanlega tengd þeim atvinnuvegum sem hér hafa verið stundaðir. Getum við hugsað okkur að skólabörn læri um það eftir einhverja áratugi að á íslandi hafi eitt sinn verið stundaður landbúnaður, og sjávarút- vegsfyrirtækin hafi verið í eigu landsmanna sjálfra? Sú umræða um byggðaþróun sem fram fer víða um land er ekkert gamanmál. Hún er sprottin af skiln- ingi fólksins á að raunverulegra aðgerða er þörf. í ljósi sögunnar þarf oft ekki nema litla þúfu til að velta þungu hlassi, landsbyggðinni í óhag. Rangri byggðastefnu má líkja við sjúkdóm, sem ekki er hægt að lækna eftir að ákveðnu stigi er náð. Aukist fólksflótti af landsbyggðinni, þarf ekki að spyrja að afleiðingunum. Þær munu verða skráðar af sögurit- urum framtíðarinnar. EHB Frá íslensku sjávar- útvegssýningunni 1990 „Með mörg kauptilboð í vasanum“ - segir Eggert ísberg hjá Treflaplasti á Blönduósi Trefjaplast hf. á Blönduósi mætti á sjávarútvegssýninguna meö fjórða trefjaplastbátinn sem fyrirtækiö hefur smíðað og vakti báturinn mikla athygli forvitinna gesta, þar sem hann stóð fyrir utan Laugardalshöll- ina. Eggert ísberg, framkvæmda- stjóri Trefjaplasts, var að vonum ánægður með sýninguna. Eggert sagðist ekki hafa átt von á þeim góðu viðbrögðum sem báturinn fékk. „Ég er með nokkur kauptil- boð í vasanum og það mun skýr- ast síðar í þessari viku eða um næstu helgi hver verður kaupandi að bátnum,“ sagði Eggert. Aðspurður um hvort eitthverti eitt atriði varðandi bátinn hafi vakið meiri athygli en annað, sagði Eggert það hafa verið stærð bátsins. „Báturinn er mjög rúm- góður, jafnt í lest, lúkar, vélar- rými og vistarverum," sagði ^ ^íi f'jljf : Eggert Isberg stendur við trefjaplastbátinn sem er til sýnis á Islensku sjávar- útvegssýningunni. Eggert. Til að koma bátnum frá Blönduósi til Reykjavíkur land- leiðina þurfti Trefjaplast að smíða sérstakan undirvagn. Eggert sagði að sú ráðstöfun hafi margborgað sig. „Við þurftum ekki að láta hífa bátinn í sýning- arbásinn og spöruðum því stórar fjárhæðir. Við ókum bara beint í básinn með bátinn. Það þurfti að hífa bát hérna við hliðina á okkur og það kostaði einar 80 þúsund krónur,“ sagði Eggert. -bjb Slippstöðin hf. á Akureyri var að sjálfsögðu á íslensku sjávar- útvegssýningunni að kynna sína starfsemi og fyrir svörum í þeim bás var Sigurður G. Ringsted, forstjóri. í sama bás var verið að kynna nýja dótturfyrirtæki Slippstöðv- arinnar, Gagnamiðiun hf., sem sagt var frá í blaðinu sl. föstudag. Sigurður sagði í samtali við Dag að Gagnamiðlun og hugbúnaður- inn Viðhaldsvaki hafi vakið mikla athygli á sýningunni og tími Slippstöðvarmanna að mestu farið í að kynna nýja fyrir- tækið. Gunnar Arason, Sigurður G. Ringsted, Gunnar Skarphéðinsson, Eiríkur Rósberg og Jón Sæmundsson. Menn gáfu sér tíma og ræddu máJin - Viðhaldsvakinn vakti mikla athygli „Varðandi okkar hefðbundnu kynningu hjá Slippstöðinni þá hefur sýningin gengið vel. Við höfum hitt marga fyrrverandi og núverandi viðskiptavini, og þeir stoppað lengi hjá okkur. Mér finnst hafa verið meira um það en á síðustu sýningum, menn hafa gefið sér tíma og rætt málin,“ sagði Sigurður. Eiríkur Rósberg, fram- kvæmdastjóri Gagnamiðlunar, var ánægður með viðbrögðin við Viðhaldsvakanum þegar Dagur hitti hann að máli í lok sýningar- innar í Laugardalshöll. Eiríkur sagði að hátt í 100 aðilar, jafnt innlendir sem erlendir, hafi skrif- að sig niður með hugsanleg kaup í huga á Viðhaldsvakanum til notkunar í sínum skipum. „Þetta eru miklu betri viðbrögð en við þorðum nokkurn tímann að vona,“ sagði Eiríkur ennfremur. Gagnamiðlun hf. mun ekki eingöngu vera með Viðhaldsvaka á sínum snærum. Má þar nefna í viðbót „Bæjarvaka" og „Verk- smiðjuvaka“ til nota fyrir bæjar- félög og verksmiðjur, sem koma að sama gagni og Viðhaldsvak- inn, þ.e. stuðla að betra viðhaldi og eftirliti. -bjb Nýja færavinda DNG fékk góð viðbrögð - milli 30 og 40 vindur seldar á sýningunni „Sýningin fór rólega af stað en síðustu daga hefur verið stöðugur straumur til okkar. Nýja tölvuvindan hefur vakið athygli og sjómenn spenntir fyrir henni.“ Svo mælti Kristján Jóhannesson hjá DNG á Akureyri en á sýningunni var fyrirtækið með til sýnis nýja tölvustýrða færavindu. Fyrir þrem árum setti DNG á markað tölvustýrða færavindu, sem í dag hefur yfir 85% mark- aðshlutdeild á innlendum mark- aði. Nýja vindan er afrakstur þróunarstarfs síðustu ára og hef- ur hún fengið góð viðbrögð. Kristján sagði að sýningin núna væri ekki eins lífleg og árið ‘87, en þrátt fyrir það hafi gengið vel að selja vindurnar. Áður en síð- asti sýningardagur rann upp var DNG búið að selja yfir 30 færa- vindur, jafnt af gömlu sem nýju gerðinni. „Síðan eru margir aðilar að spá í spilin þannig að heildarútkom- an á eftir að koma í Ijós eftir þessa sýningu. Margir af okkar innlendu viðskiptavinum, og einnig erlendir, hafa komið við hjá okkur og látið ánægju sína í ljós,“ sagði Kristján að lokum. -bjb F.v. Nfls Gíslason, Ásgrímur Benjamínsson, Kristján Jóhannesson og Reyn- ir Eiríksson.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.