Dagur - 25.09.1990, Blaðsíða 7

Dagur - 25.09.1990, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 25. september 1990 - DAGUR - 7 Handknattleikur, 1. deild Létt upphitun hjá KA-mönnum KA-menn höfðu niikla yfir- burði þegar þeir mættu Sel- fyssingum í fyrsta leik sínum á Islandsmótinu í handknattleik á föstudagskvöldið. Leikurinn fór fram í íþróttahöllinni á Akureyri og lauk honum með 15 marka sigri KA-manna, 27:12. Lið gestanna var ótrú- lega slakt og er ljóst að lið KA verður ekki dæmt af þessari viðureign. Er óhætt að segja að um létta æfingu hafi verið að ræða áður en átökin hefjast fyrir alvöru. Erlingur Kristjánsson, þjálfari KA, gaf tóninn með því að skora tvö fyrstu mörk leiksins með bylmingsskotum. Þegar 10 mínútur voru liðnar var staðan 3:2 fyrir KA en þá skildu leiðir og öllum var ljóst hvert stefndi. KA- menn skoruðu 6 mörk í röð og breyttu stöðunni í 9:2 og þegar flautað var til hlés var staðan 13:4. í seinni hálfleik héldu KA- menn uppteknum hætti og náðu mest 17 marka forskoti, 27:10. Selfyssingar klóruðu í bakkann með því að skora tvö síðustu mörkin og úrslitin urðu því eins og fyrr segir 27:12. Ekki stóð steinn yfir steini í liði Selfyssinga. Sóknarleikurinn var í molum og vörnin engu skárri. Þá vörðu markverðirnir tveir samtals þrjú skot. KA-liðið verður tæpast dæmt af þessari viðureign þótt það hafi leikið ágætlega. Axel Stefánsson var í miklum ham í markinu, varði 15 skot, þar af eitt víti og vörnin var sterk þótt hún sofnaði nokkrum sinnum á verðinum. Ágæti sóknarleiksins á eftir að koma í ljós en þar voru Erlingur og Hans Guðmundsson í aðal- er þeir burstuðu Selfyssinga 27:12 Erlingur Kristjánsson átti mjög góöan aði auk þess 8 mörk. Og varnarmenn hlutverkum. Þeir virtust skora þegar þeim datt það í hug en geta varla búist við jafn náðugum dög- um í næstu leikjum. „Ég er ánægður með leik liðs- ins enda sýnist mér árangur erf- iðra æfinga vera að skila sér. Ég er þokkalega bjartsýnn á vetur- inn og við stefnum hiklaust að því að verða í hópi sex efstu liða,“ sagði Pétur Bjarnason, fyrirliði KA, að leik loknum. KA hefur fengið nokkra nýja leikmenn og þeir styrkja liðið leik með liði sínu á föstudaginn. Hann var aö venju sterkur í vöminni og skor- Selfoss létu sér ekki vel líka. Mynd: kl Knattspyrna: Kristján áfram með Magnaíiðið Kristján Kristjánsson hefur verið endurráðinn þjálfari Kristján Kristjánsson verður áfram á Grenivík. Mynd: Golli knattspyrnuliðs Magna frá Grenivík. Kristján þjálfaði og lék tneð liðinu í sumar þegar það sigraði í 4. deild íslands- mótsins með miklum glæsi- brag. „Jú, jú, þetta stemmir alveg. Það kom eiginlega aldrei annað til greina hjá okkur en að reyna að ná honum aftur enda var mikil ánægja með hans störf hér í sumar,“ sagði Jón Ingólfsson hjá Magna. Kristján tekur til starfa hjá Magna um áramót. Jón sagði að verið væri að athuga með mannskapinn sem yrði hjá liðinu næsta sumar en fátt væri komið á hreint í þeim efnum. Þó væri útlit fyrir að allir leikmenn þess frá í sumar yrðu áfram og líkur á að einhverjir bættust við. tvímælalaust. Hans var mest áberandi, virtist nokkuð óstyrkur fyrst en hrökk svo í gang og var óstöðvandi eftir það. Friðþjófur Arnar Friðþjófsson var líflegur, sérstaklega í vörninni, en línu- maðurinn Andrés Magnússon og Tékkinn Pavel komu lítið við sögu að þessu sinni. Dómarar voru Guðmundur Sigurbjörnsson og Jón Her- mannsson. Þeir dæmdu ágætlega en voru e.t.v. heldur umburðar- lyndir. Mörk KA: Hans Guðmundsson 9, Erlingur Kristjánsson 8, Sigurpáll Árni Aðalsteinsson 4/2, Friðþjófur Arnar Friðþjófsson 3, Jóhannes Bjarnason 2/1, Andrés Magnússon 1. Mörk Selfoss: Sigurjón Bjarna- son 4, Gústaf Bjarnason 3/1, Ein- ar Gunnar Sigurðsson 1, Sigurð- ur Þórðarson 1, Smári Stefánsson 1, Hilmir Guðlaugsson 1, Stefán Halldórsson 1. Handknattleikur 1. deild Víkingur 2 2-0-0 53:40 4 Stjarnan 2 2-0-0 50:42 4 Valur 2 2-0-0 49:43 4 KA 1 1-0-0 27:12 2 ÍBV 2 1-0-1 46:45 2 KR 1 1-0-0 26:25 2 Frant 2 0-1-1 41:43 1 Selfoss 2 0-1-1 34:49 1 FH 1 0-0-1 24:25 0 ÍR 2 0-0-2 46:50 0 Haukar 1 0-0-1 16:26 0 Grótta 2 0-0-2 39:51 0 Lyftingar: Snorri með tvö íslandsmet Snorri Arnaldsson, lyftinga- maður frá Akureyri, setti um helgina tvö Islandsmet í drengjaflokki í lyftingum. Snorri keppti í 75 kg flokki og lyfti 90 kg í snörun, sem er íslandsmet, 100 kg í jafnhöttun, sem er jöfnun á eigin meti, og samanlagt 190 kg sem er íslandsmet. Snorri keppti flokki drengja yngri en 16 ára en hann er um það bil að ganga upp úr þeim flokki og í unglingaflokk, 16-20 ára. Mótið var haldið í íþrótta- höllinni á Akureyri en þar keppti einnig Tryggvi Heimisson. Tryggvi keppti í 75 kg flokki ung- linga og lyfti 110 kg í snörun og 120 í jafnhöttun, samanlagt 230 kg- Bæði Tryggvi og Snorri undir- búa sig nú fyrir Norðurlandamót unglinga sem haldið verður í nóvember. Þar setja þeir markið hátt og stefna báðir að verð- launasæti. Tryggvi Heimsson og Snorri Arnaldsson undirbúa sig nú af kappi fyrir Norðurlandamótið.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.