Dagur - 25.09.1990, Side 3

Dagur - 25.09.1990, Side 3
Þriðjudagur 25. september 1990 - DAGUR - 3 fréftir l Hættu að reykja - til vinnings: Samkeppni norrænu krabbameins- félaganna til átaks í reykingavömum - þátttakendur og stuðningsmenn þeirra geta unnið til glæsilegra verðlauna Krabbameinsfélögin á Norður- löndunum efna í ár til sameig- inlegs átaks í reykingavörnum. Snýst það um að fá reykinga- menn til að hætta að nota tóbak 1S. okt. n.k. og halda bindindið næstu fjórar vikurrt- ar, tH 12. nóv. í hverju landi er heitið veglegum verðlaunum til að hvetja fólk til þátttöku. Þrjár norrænar vinabæjakeðj- ur, sem til þess voru valdar, gegna sérstöku hlutverki i þessu átaki. íslensku bæirnir í þeim eru Kópavogur, Sauðárkrókur og Selfoss. Bæirnir þrír í hverju landi keppa sín á milli um verð- laun fyrir besta þátttöku og sá sem nær bestum árangri allra vinabæjanna fær sérstaka viður- kenningu. Hér á íslandi og í Sví- þjóð nær átakið ekki aðeins til vinabæjanna þriggja, heldur til alls landsins. Reykingamenn 16 ára og eldri geta tekið þátt Allir reykingamenn 16 ára og eldri geta skráð sig í keppnina með því að fylla út innritunar- blað sem fylgir bæklingi sem gef- inn hefur verið út vegna átaksins. Bæklingur þessi á að liggja frammi á heilsugæslustöðvum og víðar í hverju sveitarfélagi og því ættu allir sem áhuga hafa að geta náð sér í eintak og tekið þátt. Innritunarblaðið þarf síðan að setja í póst eigi síðar en 15. októ- ber. Skráning í keppnina er þeg- ar hafin. Stuðningsmenn verða að hafa náð 12 ára aldri Hver þátttakandi velur sér stuðn- ingsmann sem reykir ekki og er reiðubúinn til að aðstoða hann við að ná takmarkinu. Vinni þátt- Þijár Proskahjálp á Norðurlandi vestra endurreist: deildir í stað einnar Gauksmýri í gagnið í lok nóvember Á fundi á Sauðárkróki um helgina var ákeðið að endur- reisa Þroskahjálp á Norður- landi vestra og hafa þrjár deildir í stað einnar yfir allt svæðið áður. Eina á Siglufirði, aðra í Skagafjarðarsýslu og þá þriðju í Húnavatnssýslum. Þroskahjálp á Norðurlandi vestra hefur ekki verið virkt félag síðastliðin ár og þess vegna var gripið til þessa ráðs að sögn Steinþórs Héðinssonar, eins nefndarmanna í undirbúnings- nefnd endurreisnarinnar. Vonin er að starfsemin gangi betur með þessu móti, en samgöngur háðu fundahöldum þegar félagið náði yfir allt kjördæmið. Á fundinn á Sauðárkróki komu fyrirlesarar að sunnan, þau Lára Björnsdóttir frá Þroska- hjálp Reykjavík og Matthías Kristiansen frá foreldrafélagi misþroska barna. Steinþór segir að áhugi hafi verið mikill fyrir endurreisninni og kosið var í þriggja manna undirbúnings- nefnd á fundinum. Ætlunin er síðan að búið verði að endurreisa félögin fyrir aðalfund Þroska- hjálpar um miðjan október. Félögin munu starfa með Svæðisstjórn um málefni fatlaðra á Norðurlandi vestra um ýmis mál og m.a. í sambandi við sam- býlið að Gauksmýri í V.-Húna- vatnssýslu. Þar eru koninir til starfa þrír starfsmenn við að undirbúa hús og annað fyrir upp- haf starfseminnar. Sveinn Allan Morthens, framkvæmdastjóri Svæðisstjórnar, sagði að vonast væri til að hægt væri að hefja starfsemina í lok nóvember. Búið er að fá úhlutað úr Framkvæmda- sjóði níu og hálfri milljón til Gauksmýrar og eftir er að fá Hestamannafélagið Léttir festir kaup á hesthúsi fyrir unglingastarfið: „Stórkostlegur áfangi“ - segir Guðrún Hallgrímsdóttir í unglingaráði Léttis Hestamannafélagið Léttir á Akureyri hefur fest kaup á allstóru hesthúsi í hesthúsa- byggðinni í Breiðholti ofan Akureyrar. Þetta hesthús er sérstaklega ætlað unglinga- starfinu, eða hestum þeirra unglinga sem eru í erfiðleikum með að koma hestum sínum á hús yfir vetrartímann og eins fyrir þá unglinga sem hug hafa á að eignast hest, en hafa ekki getað látið drauminn rætast vegna aðstöðuleysis. Ungling- um þessum er bent á að hafa samband við unglingaráð Hestamannafélagsins Léttis. „Hesthúskaupin í Breiðholti eru auðvitað stórkostlegur áfangi fyrir Létti og býður upp á marg- víslega starfsemi í sambandi við hirðingu og meðferð hrossa jafnt sem að nokkuð margir unglingar fá inni með hross sín. Hesthúsið sem keypt var er rétt hjá Skeif- unni, sem er félagsheimili hesta- mannafélagsins Léttis. Hesthúsið þarfnast töluverðra endurbóta og í þær framkvæmdir verður farið í haust. Hvað viðkemur leigu á básum þá verður kostnaði haldið í lágmarki og hey verður keypt sameiginlega. Viss aðili verður fenginn til að hafa eftirlit með hesthúsinu, t.d. sjá um morgun- gjöf og hafa eftirlit með gjafa- málum almennt," sagði Guðrún Hallgrímsdóttir, sem situr í ung- lingaráði hestamannafélagsins , Léttis á Akureyri. ój fimm til viðbótar að sögn Allans. Það er fyrir stofnkostnaðinum, en Þroskahjálp mun síðan taka þátt í rekstrinum. Þeir þrír starfsmenn sem nú eru starfandi að Gauksmýri munu ráða þá tvo sem starfa munu með þeim, en það gerist ekki fyrr en undirbúningi er lokið að sögn Allans. SBG takandinn til verðlauna, fær stuðningsmaður hans líka vinning. Sérstök verðlaun verða auk þess dregin út fyrir stuðn- ingsmenn og veitt óháð því hvort reykingamennirnir sem þeir studdu hafa staðið sig eða ekki. Stuðningsmenn verða að vera 12 ára og eldri. Verðlaunin í keppninni eru hin glæsilegustu. Dregið veröur úr innsendum þátttökutilkynning- um í lok keppnistímabilsins og nokkrir þátttakendur verð- launaðir. Til þess að fa verðlaun- in þurfa þeir þó að geta staðfest sakleysi sitt á fullnægjandi hátt. Ráðgjöf og leiðbeiningar fyrir þá sem vilja hætta Bæjarsjóðirnir í Kópavogi, á Sauðárkróki og á Selfossi verð- launa hver um sig einn þátttak- anda úr bæjarfélaginu sérstak- lega. Heilsugæslustöðvarnar á stöðunum þremur og jafnvel víðar, verða með sérstakt átak í reykingavörnum með tilliti til samkeppninnar. Á tímabilinu 15. okt. til 12. nóv. n.k. verða þátt- takendum jafnframt veittar leið- beiningar og ráðgjöf í reykbind- indi alla virka daga milli kl. 15 og 16 í sfma 91-621414 hjá Krabba- meinsfélaginu. -KK Öl- og gosdrykkja- umbúðir: hækkað umkrónu Skilagjald á einnota öl- og gosdrykkjaumbúðum hækk- aði úr 5 kr. í 6 þann 15. sept- ember sl., samkvæmt nýrri reglugerð frá umhverfis- ráðuneytinu frá 31. ágúst sl. Samkvæmt reglugerðinni skulu líöa 45 dagar frá því hækkun álags skilagjalds úr 5 kr. í 6 kr. þar til Endurvinnsl- an hf. hækkar endurgreiðslu til neytenda fyrir hverjar umbúðir. Hækkun endur- greiðslu úr 5 kr. í 6 kemur því til framkvæmda 1. nóvembcr nk. Ástæðan fyrir þessum fresti er. að á þeim tímapunkti scnt skilagjald er hækkað, þá er mikiö af óinnleystum umbúð- um hjá neytendum og smásölu- aðilum, sem hafa greitt 5 kr. í skilagjald fyrir þær untbúðir. Er búist við að þessar umbúöir skili sér til Endurvinnslunnar hf. á næstu vikum. Hækkun skilagjaldsins mun koma fram í verði öl- og gos- drykkja til neytenda á na^tu vikum, eða eftir því scm söluaöilar endurnýja birgðir sínar. HLUTABREFAUTBOÐI LOKIÐ Útgefandi: Nafnvirði hlutabréfa: Heildaráskrift: Hlutur hvers kaupanda: Útgerðarfélag Akureyringa hf. 24.269.850 krónur. 64.289.700 krónur. 37,75%. Gíróseðlar hafa verið póstlagðir til kaupenda og ber að greiða þá í síðasta lagi 1. október nk. Nánari upplýsingar veita aðalsöluaðilar: Kaupþing hf., Kringlunni 5, 103 Reykjavík, sími (91) 68 90 80. Kaupþing Norðurlands hf., Ráðhústorgi 1, 600 Akureyri, sími (96) 2 47 00. Umsjón með útboði: KAUPÞING HF / MflffU t erdbréftjfynrtd’ki

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.