Dagur - 25.09.1990, Blaðsíða 8

Dagur - 25.09.1990, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Þriðjudagur 25. september 1990 m I| TONLISTARSKOUNN A AKUREYRI Aðalfundur Foreldrafélags Strengjadeildar Tónlistarskólans á Akureyri verður haldinn í skólanum mánudaginn 1. október kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Nauðungaruppboö á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins, Hafnarstræti 107,3. hæð, Akureyri, á neðangreindum tíma: Áshlíð 7, Akureyri, þingl. eigandi Friðrik Friðriksson, föstud. 28. sept., '90, kl. 15.00. Uppboðsbeiðandi er: Islandsbanki. Hjallalundur 7 a, Akureyri, þingl. eigandi Ólöf Vala Valgarðsdóttir, föstud. 28. sept., 90, kl. 13.30. Uppboðsbeiðendur eru: Byggingarsjóður ríkisins og Halldór Þ. Birgisson hdl. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, Sýslumaðurinn I Eyjafjarðarsýslu. Nauðungaruppboð annað og síðara, á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins, Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri, á neðangreindum tíma: Aðalstræti 16, Akureyri, þingl. eigandi Rolf hf., föstud. 28. sept., ’90, kl. 15.15. Uppboðsbeiðendur eru: Ólafur Axelsson hrl. og Fjárheimtan hf. Aðalstræti 63, Akureyri, þingl. eigandi Kristján Jóhannsson o.fl., föstud. 28. sept., '90, kl. 13.45. Uppboðsbeiðandi er: Tryggingastofnun ríkisins. Gránufélagsgata 55, Akureyri, talinn eigandi Kathleen Jensen, föstud. 28. sept., '90, kl. 16.00. Uppboðsbeiðendur eru: Hróbjartur Jónatansson hdl. og Andri Árnason hdl. Hjallalundur 3 e, Akureyri, þingl. eig- andi Ragnar Daníelsson, föstud. 28. sept., '90, kl. 13.45. Uppboðsbeiðandi er: Byggingarsjóður ríkisins. Keilusíða 9 e, Akureyri, þingl. eigandi Smári Arnþórsson o.fl., föstud. 28. sept., ’90, kl. 13.30. Uppboðsbeiðendur eru: Ásgeir Thoroddsen hdl., Gunnar Sólnes hrl., Fjárheimtan hf. og Byggingarsjóður ríkisins. Skarðshlíð 25 a, Akureyri, þingl. eig- andi Margrét Sigurðardóttir, föstud. 28. sept., '90, kl. 15.00. Uppboðsbeiðendur eru: íslandsbanki, Gunnar Sólnes hrl. og Reynir Karlsson hdl. Smárahlíð 24 d, Akureyri, þingl. eig- andi Garðar Karlsson o.fl., föstud. 28. sept., '90, kl. 14.00. Uppboðsbeiðandi er: Byggingarsjóður ríkisins. Stórholt 9, n.h., Akureyri, þingl. eig- andi Birgir Antonsson, föstud. 28. sept., '90, kl. 15.45. Uppboðsbeiðendur eru: Sveinn H. Valdimarsson hrl., Gunnar Sólnes hrl. og Kristján Ólafsson hdl. Tjarnarlundur 14 i, Akureyri, þingl eigandi Málfríöur Hannesdóttir, föstud. 28. sept., ’90, kl. 14.15. Uppboðsbeiðendur eru: Byggingarsjóður ríkisins, innheimtu- maður ríkissjóðs, Gunnar Sólnes hrl. og Ólafur Birgir Árnason hrl. Tjarnarlundur 14, j, Akureyri, þingl. eigandi Jóhanna B. Bjarnadóttir, föstud. 28. sept., ’90, kl. 14.15. Uppboðsbeiðendur eru: Byggingarsjóður ríkisins og Ólafur Gústafsson hrl. Tjarnarlundur 7 g, Akureyri, þingl. eig- andi Gunnar Kristjánsson, föstud. 28. sept., '90, kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur eru: Byggingarsjóður ríkisins og Trygg- ingastofnun ríkisins. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu. Ejjolfur í hópnum í tveimur síðustu leikjum - kom inná gegn Bayern Eyjólfur Sverrisson hefur verið í leikmannahópi Stuttgart í tveimur síðustu leikjum liðsins, gegn Bayern Miinchen og St. Pauli. Honum var skipt inn á í leiknum gegn Bayern ,sem tapaðist fyrir rúmri viku en sat allan tímann á bekknum í jafnteflisleik gegn St. Pauli nú um helgina. Eyjólfur sagði í samtali við Dag að hann hefði ekki náð að komast inn í leikinn gegn Bayern. „Þetta gekk ekki nógu vel hjá okkur. Ég kom inná þegar um 20 mínútur voru eftir. Það er mjög erfitt að spila gegn þeim enda liðið geysilega sterkt og heldur boltanum vel. Hinn leikurinn var betri, við lentum að vísu 2:0 undir en náðum að jafna í seinni hálfleik og áttum að vinna,“ sagði Eyjólfur. Hann sagðist ekki sjá fram á að verða í liðinu á næstunni. „Það fer að vísu eftir því hvernig liðinu gengur. Ef þetta gengur þokka- lega er hann ekkert að breyta lið- inu en maður fær kannski „sénsinn“ ef það fer að ganga illa. Maður verður bara að bíða og vera þolinmóður," sagði Eyjólfur Sverrisson. Eyjólfur Sverrisson. j Undankeppni EM í knattspyrnu: íslendingar mæta Tékkum á morgun - hvorki Gunnar né Þorvaldur með Fyrir helgi tilkynnti Bo Johansson, Iandsliðsþjálfari í knattspyrnu, landsliðshópinn sem mætir Tékkum í Tékkó- slóvakíu á morgun. Tvær breytingar hafa verið gerðar á hópnum síðan í leiknum gegn Frökkum, Gunnar Gíslason, Hácken, sem er meiddur, og Þorvaldur Örlygsson, Notting- ham Forest, detta út en í þeirra stað koma Sigurður Jónsson, Arsenal, og Kristján Jónsson, Fram. Hópurinn sem mætir Tékkum á morgun er þannig skipaður: Markverðir: Bjarni Sigurðsson Val Birkir Kristinsson Fram Aðrir leikmenn: Atli Eðvaldsson KR Pétur Pétursson KR Sævar Jónsson Val Þorgrímur Þráinsson Val Anthony Karl Gregory Val Ólafur Þórðarson Brann Pétur Ormslev Fram Sigurður Grétarsson Grasshoppers Sigurður Jónsson Arsenal Guðni Bergsson Tottenham Ragnar Margeirsson KR Arnór Guðjohnsen Anderlecht Rúnar Kristinsson KR Kristján Jónsson Fram Leiknum verður sjónvarpað beint og hefst útsendingin kl. 14.55. í dag mætast landslið þjóðanna skipuð leikmönnum 21 árs og yngri. Sá leikur fer einnig fram ytra. íslenska liðið er þannig skipað: Ólafur Pétursson ÍBK Kristján Finnbogason KR Þormóður Egilsson KR Jóhann Lapas KR Helgi Björgvinsson Víkingi Kristján Halldórsson ÍR Steinar Adolfsson Haraldur Ingólfsson Ingólfur Ingólfsson Valdimar Kristófersson Valgeir Baldursson Steinar Guðgeirsson Gunnar Pétursson Gunnlaugur Einarsson Ríkharður Daðason Anton Markússon Þjálfari U-21 árs Marteinn Geirsson. Val ÍA Stjörnunni Stjörnunni Stjörnunni Fram Fylki Grindavík Fram Fram liðsins er Þorvaldur Örlygsson var ekki valinn í íslenska landsliðshópinn. Körfuknattleikur: Vetrarstarf yngri flokka að hefjast hjá Þór og Tindastól Vetrarstarf er nú að fara í full- an gang hjá körfuknattleiks- deildum Þórs á Akureyri og Tindastóls á Sauðárkróki. Körfuknattleiksæfingar hjá Þór hefjast í dag. Æfingatafla félagsins lítur þannig út: Minni bolti (11 ára og yngri): Þriðjudaga kl. 17-18 og sunnu- daga kl. 9.30-10.45 í íþróttahúsi Glerárskóla. Þjálfari er Sturla Örlygsson en sími hjá honum er 24471. 5. flokkur (12 og 13 ára): Föstudaga kl. 19.30-20.30 og sunnudaga kl. 10.45-12.00. Þjálf- ari er Cedric Evans, sími 22960. Þetta er nýr flokkur hjá Þór. 4. flokkur (14-15 ára): Miðvikudaga kl. 18-19, fimmtu- daga kl. 21-22 og föstudaga kl. 21.30- 22.30 í íþróttahúsi Glerár- skóla. Þjálfari er Jón Örn Guð- mundsson, sími 26256. Drengjaflokkur (16-17 ára): Miðvikudaga kl. 21-22, fimmtu- daga kl. 22-23 og föstudaga kl. 20.30- 21.30 í íþróttahúsi Glerár- skóla. Þjálfari er Jón Örn Guð- mundsson, sími 26256. Unglingaflokkur: (18-20 ára): Fimmtudaga kl. 22-23 í íþrótta- höllinni og sunnudaga kl. 12- 13.15 í íþróttahúsi Glerárskóla. Þjálfari er Cedric Evans, sími 22960. Þetta er einnig nýr flokkur hjá Þór. Þjálfarar hjá yngri flokkum hjá Tindastól verða Milan Rozanek, Einar Einarsson og Guðmundur Jensson. Milan þjálfar meistara- flokk, drengjafloick og 8. flokk, Einar báða stúlknaflokkana og Guðmundur Jensson sameigin- legan 6. og 7. flokk og minni boltann með Milan. Allir flokkar hjá Tindastól taka þátt í íslandsmóti nema minni boltinn 10 ára yngri. Lið í minni bolta 11 ára tekur þátt í íslandsmótinu í fyrsta skipti. JHB/SBG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.