Dagur - 25.09.1990, Page 2

Dagur - 25.09.1990, Page 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 25. september 1990 Gagnfræðaskóli Akureyrar: Hestamemiska sem valgrein í 9. bekk Hestamennska verður kennd sem valgrein í 9. bekk grunn- skólans, en skólanefnd Akur- eyrar veitti heimiid til þess. Þessi fræðsla verður a.m.k. í gangi í Gagnfræðaskóla Akur- eyrar. Fyrir tilstilli unglingaráðs Hestamannafélagsins Léttis á Akureyri samþykkti skólanefnd Akureyrar að heimilt væri að bjóða upþ á hestamehnsku sem valgrein í 9. bekk grunnskólans. Að sögn Magnúsar Aðalbjörns- sonar, yfirkennara við Gagn- fræðaskóla Akureyrar, sýndu nokkuð margir nemendur þessu áhuga og verður þessi fræðsla a.m.k. í gangi í Gagnfræðaskóla Akureyrar í vetur. Ætlaðir eru 2 tímar á viku í þetta, fyrir áramót verður um bóklega fræðslu að ræða en verklega eftir áramótin. ój Erindi Serkja til Kísiliðjunnar: Svars að vænta fljótlega „Þeir eru enn með erindi okk- ar til athugunar og væntan- lega svara þeir okkur á næstu vikum. Ég er hæfilega bjart- sýnn á að þeir verði við þessu erindi,“ segir Agúst Sigurðs- son, framkvæmdastjóri papp- írspokaverksmiðjunnar Serkja hf. á Blönduósi en forsvars- menn fyrirtækisins funduðu nýverið með stjórn Kísiliðj- unnar um það erindi Serkja að Kísiliðjan komi sem eignar- aðili inn í fyrirtækið og kaupi framleiðslu þess. Fulltrúar Manville í stjórn Kísil- iðjunnar óskuðu eftir því í sumar að þetta erindi yrði ekki afgreitt fyrr en þéir kæínust til fundat til íslands. Sá stjórnarfundur vár fyrir viku þar sem forsvars- menn Serkja voru einnig boðaðir til að ræða málið. Ágúst segir að fyrir Kísiliðju- menn hafi verið Iagðar allar upp- lýsingar sem beðið hafi verið um. Um verulega framleiðslu er. að ræða jafnframt því sem Serkir þurfa á þessu að halda til að rétta við erfiða stöðu fyrirtækisins. JÓH Skagaijörður: „Ekki bara draumiir“ - myndbandið um Krókinn gerði gagn í sumar var sýnt í KS í Varma- hlíö fimm mínútna langt mynd- band um Sauðárkrók og þá þjónustu sem þar er. Kaupfé- lag Skagfirðinga stóð alfarið að gerð myndarinnar og að sögn Oinars Braga Stefánssonar, verslunarstjóra í Skagfirðinga- búð, hefur ferðamannastraum- urinn á Króknum í sumar verið meiri en undanfarin sumur. „Við vorum fyrst með þetta í gangi á landsmóti hestamanna á Vindheimamelum og síðan færð- um við það í kaupfélagið í Varmahlíð. Svona kynning skilar Akureyri: Höföingleg gjöf til Fjórðungs- sjúkrahússins Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri hefur nýlega borist myndarleg gjöf. Samkvæmt erfðaskrá systranna Aðal- bjargar og Lilju Randvers- dætra er Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri einkaerfingi þeirra, að báðum látnum. Aðalbjörg lést hinn 21. apríl 1989 og Lilja hinn 9. september sl. Helstu eignir dánarbúsins eru húseign að Munkaþverárstræti 26, bankainnistæður, hlutabréfa- eign, auk innbúsmuna. í frétt frá FSA segir að sjúkra- húsið þakki þessa höfðinglegu gjöf og muni stjórn þess taka ákvörðun um ráðstöfun eignanna þannig að þær nýtist sem best fyr- ir Fjórðungssjúkrahúsið. óþh sér, þó að hún geri það e.t.v. ekki strax á fyrsta sumri. Það verður því að halda áfram með einhverja kynningarstarfsemi á næsta sumri og það er fullt af fyrirtækjum á Sauðárkróki sem hafa hagsmuna að gæta í þessu máli og mér finnst að þeir aðilar ættu að funda um þessi mál strax eftir áramót,“sagði Ómar Bragi. Upphaflega átti myndbandið að sýna ferðaþjónustu og athygl- isverða staði í Skagafirði öllum og hjá því að vera kort sem sýndi staðina í myndinni tölusetta. Af þeirri framkvæmd varð þó ekki og á endanum var það KS sem dreif í því að gera myndband um Krókinn einan sér. í sambandi við það að í myndbandinu kom illa fram hvar Sauðárkrókur er segir Ómar Bragi að á Vind- heimamelum hafi verið kort við hlið tækisins af leiðinni út á Krók og bænum sjálfum. Málið var síð- an það að þetta kort komst ekki fyrir í KS í Varmahlíð. Myndbandinu var skipt í tvennt. Annar hlutinn sýndi þá þjónustu sem til staðar er á Sauð- árkróki eins og hótelin og íþróttaaðstöðu. Hinn hlutinn sýndi aftur á móti Skagfirðinga- búð og það sem hún hefur upp á að bjóða. „Við erum byrjaðir og við höldum áfram. Það er bara að fá fleiri með í þetta og gera virkilegt átak þannig að við náum ferða- mannastraumnum sem fer í gegn- um Varmahlíð og Sauðárkrókur verði þekkt nafn. Ef fjörðurinn er tekinn líka þá er ýmislegt sem hægt er að bjóða upp á og ég held að þetta sé ekki bara draumur heldur eitthvað sem hægt er að vinna að og við hjá KS erum ákveðnir að halda áfram á næsta sumri,“ sagði Ómar Bragi Stefáns- son. Framkvæmdir í Skarðshlíð: Eru starfsmenn bæjarins að setja upp slysagildrur? Áhyggjufull húsmóðir við Skarðshlíðina á Akureyri hringdi til Dags og benti á, að starfsmenn Akureyrarbæjar væru í framkvæmdum við götuna, sunnan hæðarinnar neðan Ásbyrgis, og væru að setja upp slysagildrur hinar verstu. Gunnar Jóhannesson, verkfræðingur hjá Akureyrar- bæ, kvað rétt vera að starfs- menn væru að störfum við Skarðshlíðina. „Við erum að framkvæma það sem farið var fram á af íbúum við Skarðs- hlíðina, samkvæmt bréfi og undirskriftum, þ.e. að þrengja götuna og koma fyrir hraoa- hindrunum, sem við teljum að komi í veg fyrir þann vanda sem glímt er við,“ sagði Atvinnumál fatlaðra á Akur- eyri komu á borð bæjarstjórn- ar Akureyrar sl. þriðjudag, en í fundargerð félagsmálaráðs var gerð grein fyrir fundi ráðs- ins með Magna Hjálmarssyni, forstöðumanni starfsdeildanna við Lönguhlíð, og Maríu Árna- dóttur, starfsmanns atvinnu- leitar fyrir fatlaða. í bókun félagsmálaráðs segir að Magni hafi látið í Ijós að nú sé komið að Akureyrarbæ að taka nemendur Löngumýrarskóla í vinnu, auk þess sem hann ræddi ýmis önnur mál þessu tengd. Síð- an segir í bókuninni: „Félagsmála- ráð mælir eindregið með því að stofnanir á vegum bæjarins taki einstaklinga á vegum atvinnuleit- ar fatlaðra í starfskynningu/ starfsþjálfun í ríkari mæli en nú er gert, enda verði þeim vel fylgt eftir af fulltrúúm atvinnuleitar nteð það í huga að slíkt gæti leitt til starfs til frambúðar." Últliildur Rögnvaldsdóttir gerði bókun þessa að umræðuefni. og benti á að nauðsynlegt væri að fá þau Magna og Maríu í viðtal viö bæjarráð. þar sem annars sé Gunnar. „Starfsmenn Akureyrarbæjar eru að auka stórlega á þann vanda og hættur sem fyrir eru í og við Skarðshlíðina með framkvæmd- um sínum. f raun og veru eru þeir að setja upp algjörar dauða- gildrur. Umferðin um Skarðs- hlíðina er mjög hröð, glæpsam- lega hröð, og þessar framkvæmd- ir gera það eitt að færa umferðina austar á éðtuná-, nær byggðinni, þannig að hætta á slysum stór- eykst. Eina raunhæfa lausnin er að setja upp hraðahindrun á hæð- ina svipaða þeim sem eru víða í bænuni. Lögreglan hefur viður- kennt þetta svæði sem stórhættu- legt. Að þrengja götuna og aðkeyrslur að fjölbýlishúsunum er rangt, frekar hefði átt að breikka götuna og akreinamerkja hætta á að máliö myndi daga uppi eða dragast á langinn. Gerði hún að tillögu sinni að vísa málinu til bæjarráös til frekari umfjöllunar. og var það samþykkt samhljóða í bæjarstjórn. EHB Sjálfstæðisflokkurinn í Norðurlandskjördæmi eystra mun ekki efna til prófkjörs vegna uppröðunar á Iista flokksins fyrir næstu alþing- iskosningar. Þetta var niður- staða aðalfundar kjördæmis- ráðs flokksins á Akureyri um helgina. Um 50 fulltrúar sátu fund kjör- dæmisráðsins á laugardaginn og voru tveir þeirra andvígir því að kjördæmisráði verði falið að gera hana og korha fyrir hindrúnurri," sagðí húsmóðirin áhyggjufullá. „Við erum að fara að óskum íbúa við Skarðshlíð, að vandlega athuguðu máli, og erum að draga úr meintum of miklum umferð- arhraða, þrengja götuna og setja upp hraðahindranir. Sjónarmið þeirra er skrifuðu undir skjalið til bæjaryfirvalda var, að gatan væri of breið og bifreiðum væri lagt við götuna sém skapáði hættu. Nú verðum við laus við þessar bifreiðar og fáum hraðahindran- ir,“ sagði Guðmundur Guðlaugs- son, yfirverkfræðingur Akureyr- arbæjar. Að sögn Gunnars Jóhannes- sonar var gatan 11 metrar á breidd. „Nú förum við með hana niður í 7 metra, sem er eðlileg akbrautarbreidd fyrir tvær akreinar. Þessar framkvæmdir miða að því að bifreiðunt verður ekki lagt við götuna og hraða- hindranir verða settar upp á þremur stöðum. Hraðahindrun í Skarðshlíðina við gangbraut skammt frá Litluhlíð, önnur við gangbraut í Sunnuhlíð og sú þriðja í Höfðahlíð. Þessar fram- kvæmdir eru fyrsti áfangi að því markmiði sem undirskriftabréfið fór fram á og við viljum gjarna koma til móts við óskir íbúanna nú þegar málið hefur verið skoð- að á faglegum grunni,“ sagði Gunnar Jóhannesson, verk- fræðingur. ój tillögur að framboðslista í stað þess að efnt yrði til prófkjörs. Kjörnefndin er skipuð for- mönnum allra sjálfstæðisfélag- anna í kjördæminu en þau eru 21. Þá sitja í nefndinni 7 fulltrúar sem kjördæmisráð kýs. Sigurður Björnsson í Ólafsfirði er formað- ur nefndarinnar en hann er einn- ig formaður kjördæmisráðsins. Nefndin mun koma saman til fundar um næstu helgi en henni er ætlað að skila af sér sem fyrst. Bæjarstjórn Akureyrar: Atvinnumál fatlaðra til umfjöllimar Framboðsmál sjálfstæðismanna: Ekki próflkjör á Norðurlandi eystra

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.