Dagur - 25.09.1990, Síða 11

Dagur - 25.09.1990, Síða 11
Þriðjudagur 25. september 1990 - DAGUR - 11 Stjórnmálaályktun kjördæmisráðs sjálf- stæðisfélaganna á Norðurlandi eystra: Útlendinguin látið eftír að móta byggðaþróun á íslandi Aðalfundur kjördæmisráðs sjálfstæöisfélaganna í Norður- landskjördæmi eystra var haldinn á Akureyri um helgina þar sem samþykkt var eftirfar- andi stjórnmálaályktun. „Aðalfundur kjördæmisráðs sjálfstæðisfélaganna í Norður- landskjördæmi eystra lýsir áhyggjum sínum yfir því alvar- lega ástandi sem skapast hefur í atvinnumálum fjórðungsins undir forystu ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar. Atvinnuleysi er verulegt og horfur á að það muni fara vaxandi. Hinar dreifðu byggðir standa nú frammi fyrir meiri óvissu í atvinnumálum en nokkru sinni fyrr. Ríkisstjórnin hefur brugðist þeirri skyldu sinni að marka nýja atvinnustefnu þeg- ar afleiðingar samdráttar í land- búnaði og sjávarútvegi verða æ ljósari. Þýðingarmiklar atvinnu- greinar standa höllum fæti, eins og skipasmíðaiðnaður og ullar- iðnaður og ekkert hefur verið gert til að mæta sérstökum erfið- leikum bátaútgerðar. Einstakt tækifæri er nú til veita nýjum krafti í atvinnulíf lands- hlutans með uppbyggingu orku- freks iðnaðar. Þess vegna hefðu viðræður um nýtt álver átt að beinast að því að það risi við Eyjafjörð. Nú bendir hins vegar allt til þess að þessum möguleik- um hafi verið spillt með því verk- lagi sem iðnaðarráöherra hefur viðhaft í samningaviðræðum við Atlantalhópinn. Nú er komið á daginn að engin alvara var á bak við yfirlýsingar ráðherra um að álver risi utan höfuðborgar- svæðisins. Aðalfundur kjör- dæmisráðsins mótmælir því harð- lega að hinir erlendu aðilar skuli einir ákveða staðarval stóriðju, en það jafngildir því að ríkis- stjórn Steingríms Hermannsson- ar láti útlendingum það eftir að móta byggðaþróun á íslandi. í nútímaþjóðfélagi kalla þjón- ustugreinar á mestan mannafla. Kröftugri byggðastefnu verður ekki haldið nema skilyrði séu sköpuð fyrir öfluga þjónustu- starfsemi á helstu vaxtarsvæðum landsbyggðarinnar. Stofnun Háskólans á Akureyri markaði tímamót í byggðaþróun á íslandi. Kjördæmisráðið leggur áherslu á að hröð uppbygging þeirrar stofnunar sé ein raunhæfasta leiðin til að treysta undirstöðu byggðar á Norðurlandi og harm- ar að ónógar fjárveitingar skuli hamla starfi og uppbyggingu háskólans. í tengslum við háskól- ann ber að efla Náttúrufræði- stofnun Norðurlands, aðra rann- sókna- og meningarstarfsemi og heilbrigðisþjónustu í fjórðungn- um. Kjördæmisráðið leggur áherslu á nauðsyn þess að samgöngur innan Norðlendingafjórðungs komist í viðunandi horf og að öruggu vegasambandi verði kom- ið á við Austurland til þeSs að greiða fyrir gagnkvæmum við- skiptum og þjónustustarfsemi. Bættar samgöngur eru forsenda þess að hægt sé að nýta markaði fyrir ferskan sjávarafla og eldis- fisk, virkja möguleika fjórðungs- ins í ferðaþjónustu og lengja ferðamannatímann. Kjördæmisráð Sjálfstæðisfé- laganna telur brýna nauðsyn bera til þess að allra leiða verði leitað til að styrkja stöðu Norðlend- ingafjórðungs, Forsenda þess að í fjórðungnum geti þrifist öflugt mannlíf er að íbúðar hans öðlist fulla hlutdeild í nýtingu allra auð- linda þjóðarinnar. Aðeins með fjölbreyttu atvinnulífi og sterku getur landshlutinn sinnt mikil- vægu hlutverki sínu í íslensku þjóðlífi, kallað til starfa ungt og vel menntað fólk og búið í haginn fyrir bjartari framtíð." Guðbjörg Rcykjalín og Ólafía Kristín Guðmundsdóttir stóðu fyrir hluta- veltu á dögunum til styrktar Barnadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Stúlkurnar söfnuðu alls 3.464 krónum og fá þær bestu þakkir fyrir. Mynd: Golli Blóiíiaskrcylitigar og gjafavara tœkifæri. Akureyri og 24830 Nauðungaruppboð á eftirtöldum eignum fer fram í skrifstofu embættisins, Húsavík, á neðangreindum tíma: Baughóll 19, Húsavík, þlngl. eig- andi Aðalsteinn S. ísfjörð, fimmtu- daginn 27. sept., '90, kl. 10.00. Uppboðsbeiðendur eru: Árni Pálsson hdl., Ingvar Björnsson hdl. og innheimtumaður ríkissjóðs. Blysfari ÞH.-27, þingl. eigandi Jón Sigurðsson, fimmtudaginn 27. sept., '90, kl. 10.10. Uppboðsbeiðandi er: Byggðastofnun. Dagfari ÞH-70, þingl. eigandi Njörð- ur h.f., miðvikudaginn 26. sept., '90, kl. 13.30. Uppboðsbeiðendur eru: Tryggingastofnun ríkisins, Ingólfur Friðjónsson hdl. og Valgeir Pálsson hdl. Duggugerði 9, Kópaskeri, þingl. eig- andi Kaupfélag Norður-Þingeyinga, fimmtudaginn 27. sept., ’90, kl. 10.20. Uppboðsbeiðandi er: Byggðastofnun. Frysti- og sláturhús á Kópaskeri, þingl. eigandi Kaupfélag Norður- Þingeyinga, fimmtudaginn 27. sept., '90, kl. 10.30. Uppboðsbeiðendur eru: Ingólfur Friðjónsson hdl., Skúli J. Pálmason hrl., innheimtumaður ríkissjóðs og Byggðastofnun. Garðarsbraut 13, e.h. og ris, Húsa- vík, þingl. eigandi Svavar C. Krist- mundsson, fimmtudaginn 27. sept., '90, kl. 10.40. Uppboðsbeiðandi er: Valgarður Sigurðsson hdl. Grund, Grýtubakkahreppi, þingl. eigandi Sigurður Helgason, mið- vikudaginn 26. sept., '90, kl. 14.40. Uppboðsbeiðandi er: Landsbanki íslands. Hlöðufell, Húsavík, þingl. eigandi íþróttafélagið Völsungur, fimmtu- daginn 27. sept, '90, kl. 13.40. Uppboðsbeiðendur eru: Innheimtumaður ríkissjóðs og Byggðastofnun. Klifagata 2, Kópaskeri, þingl. eig- andi Pétur Valtýsson, fimmtudaginn 27. sept., '90, kl. 11.10. Uppboðsbeiðendur eru: Lögvísi sf. og Veðdeild Landsbanka íslands. Laugartún 19 e, Svalbarðseyri, þingl. eigandi Jón Brynjólfsson, fimmtudaginn 27. sept., ’90, kl. 11.20. Uppboðsbeiðandi er: Ólafur B. Árnason hdl. Laugartún 19 g, Svalbarðseyri, þingl. eigandi Ingólfur Guðmunds- son, fimmtudaginn 27, sept., ’90, kl. 11.30. Uppboðsbeiðandi er: Tryggingastofnun ríkisins. Sólbrekka 27, Húsavík, þingl. eig- andi Þorvaldur V. Magnússon, mið- vikudaginn 26. sept„ '90, kl. 16.05. Uppboðsbeiðendur eru: Jóhann Þórðarson hdl. og Hróbjart- ur Jónatansson hdl. Nauðungaruppboð annað og síðara, á eftirtöldum fasteignum fer fram í skrifstofu embættisins, Húsavík, á neðangreindum tíma: Aðalbraut 46, Raufarhöfn (neðri hæð), þingl. eigandi Albert Leo- nardsson, miðvikudaginn 26. sept., '90, kl. 13.00. Uppboðsbeiðendur eru: Gunnar Sólnes hrl. og Trygginga- stofnun ríkisins. Aðalbraut 61, Raufarhöfn, þingl. eigandi Ragnar Indriðason, mið- vikudaginn 26. sept., '90, kl. 10.10. Uppboðsbeiðendur eru: Tryggingastofnun ríkisins, inn- heimtumaður ríkissjóðs og Örlygur Hnefill Jónsson hdl. Akurgerði 7, Kópaskeri, þingl. eig- andi Ástráður Berthelsen, miðviku- daginn 26. sept., '90, kl. 10.00. Uppboðsbeiðendur eru: íslandsbanki, Jón Ingólfsson hdl. og Örlygur Hnefill Jónsson hdl. Ásgata 25, Raufarhöfn, talinn eig- andi Sigurður Einarsson, fimmtu- daginn 27. sept., '90, kl. 13.20. Uppboðsbeiðendur eru: Landsbanki Islands og Örlygur Hnefill Jónsson hdl. Auðbrekka 9, Húsavík, þingl. eig- andi Klakstöðin hf„ miðvikudaginn 26. sept., '90, kl. 10.30. Uppboðsbeiðendur eru: Hróbjartur Jónatansson hdl„ Byggðastofnun og innheimtumaður ríkissjóðs. Ásgata 3, Raufarhöfn, þingl. eigandi Björn Hallgrímsson, fimmtudaginn 27. sept., '90, kl. 13.00. Uppboðsbeiðendur eru: Örlygur Hnefill Jónsson hdl. og Veðdeild Landsbanka íslands. Ásgata 6, Raufarhöfn, þingl. eigandi Linda Guðmundsdóttir, miðvikudag- inn 26. sept., '90, kl. 10.40. Uppboðsbeiðandi er: Tryggingastofnun ríkisins. Bakkagata 11, Kópaskeri, þingl. eigandi Auðunn Benediktsson, mið- vikudaginn 26. sept., '90, kl. 11.45. Uppboðsbeiðandi er: Fiskveiðasjóður. Baughóll 25. Húsavík, þingl. eig- andi Aðalsteinn Karlsson, fimmtu- daginn 27. sept., '90, kl. 13.30. Uppboðsbeiðandi er: Innheimtumaður rikissjóðs. Brekknakot 1, Svalbarðshreppi, þingl. eigandi Jósep Leósson, mið- vikudaginn 26. sept., '90, kl. 13.10. Uppboðsbeiðendur eru: Veðdeild Landsbanka íslands og Sigríður Thorlacius hdl. Eyrarvegur 2, neðri hæð, Þórshöfn, þingl. eigandi Kaupfélag Langnes- inga, miðvikudaginn 26. sept., '90, kl. 10.20. Uppboðsbeiðandi er: Lögvísi sf. Fjarðarvegur 31, Þórshöfn, þingl. eigandi Pétur Guðmundsson, mið- vikudaginn 26. sept., '90, kl. 14.30. Uppboðsbeiðandi er: Fjárheimtan hf. Garðarsbraut 29, Húsvík, þingl. eig- andi Garðar Geirsson, fimmtudag- inn 27. sept., '90, kl. 13.20. Uppboðsbeiðandi er: Innheimtumaður ríkissjóðs. Höfn II, Svalbarðsstr. hreppi, þingl. eigandi Soffía Friðriksdóttir, mið- vikudaginn 26. sept., '90. kl. 13.50. Uppboðsbeiðendur eru: Gunnar Sólnes hrl„ innheimtumað- ur ríkissjóðs, Eggert B. Ólafsson hdl. og Árni Pálsson hdl. Keldunes 2, Kelduneshreppi, þingl. eigandi Sturla Sigtryggsson, mið- vikudaginn 26. sept., '90, kl. 15.30. Uppboðsbeiðandi er: Kristinn Hallgrímsson hdl. Langanesvegur 11, þingl. eigandi Kaupfélag Langnesinga, fimmtu- daginn 27. sept., '90, kl. 14.10. Uppboðsbeiðandi er: Eggert B. Ólafsson hdl. Langanesvegur 2, Þórshöfn, þingl. eigandi Kaupfélag Langnesinga, miðvikudaginn 26. sept., '90, kl. 15.00. Uppboðsbeiðendur eru: Innheimtumaður ríkissjóðs og Lögvísi sf. Langholt 1 b, Þórshöfn, þingl. eig- andi Kaupfélag Langnesinga, mið- vikudaginn 26. sept. '90, kl. 11.05. Uppboðsbeiðendur eru: Iðnlánasjóður og Byggðastofnun. Langholt 1, Þórshöfn (norðurendi), þingl. eigandi Kaupfélag Langnes- inga, miðvikudaginn 26. sept., '90, kl. 11.40. Uppboðsbeiðendur eru: Iðnlánasjóður, Byggðastofnun og Ásgeir Thoroddsen hdl. Lækjarvegur 4, Þórshöfn, þingl. eig- andi Kjartan Þorgrimsson, mið- vikudaginn 26. sept., '90, kl. 16.05. Uppboðsbeiðandi er: Brynjólfur Eyvindsson hdl. Reykjaheiðan/egur 5, Húsavík, tal- inn eigandi Garðar Geirsson, mið- vikudaginn 26. sept., '90, kl. 11.30. Uppboðsbeiðendur eru: Sigurður I. Halldórsson hdl„ inn- heimtumaður ríkissjóðs, Kristinn Hallgrímsson hdl„ Örlygur Hnefill Jónsson hdl„ Húsavíkurkaupsstað- ur og Veðdeild Landsbanka íslands. Rimar, Grenivík, þingl. eigandi Grávara hf„ fimmtudaginn 27. sept., '90, kl. 14.20. Uppboðsbeiðendur eru: Innheimtumaður ríkissjóðs og Benedikt Ólafsson hdl. Skógahlíð, Reykjahreppi, þingl. eig- andi Björn Ó. Jónsson, miðvikudag- inn 26. sept., '90, kl. 15. 25. Uppboðsbeiðendur eru: Guðmundur Markússon hrl. og Ásgeir Thoroddsen hdl. Sveinbjarnargerði 2 c, Svalb. str„ þingl. eigandi Jónas Halldórsson, miðvikudaginn 26. sept., '90, kl. 15.50. Uppboðsbeiðendur eru: Stofnlánadeild landbúnaðarins, Ásgeir Thoroddsen hdl„ Eggert B. Ólafsson hdl. og Benedikt Ólafsson hdl. Sveinbjarnargerði 2, Svalb., þingl. eigandi Jónas Halldórsson, mið- vikudaginn 26. sept., '90, kl. 15.40. Uppboðsbeiðendur eru: Stofnlánadeild landbúnaðarins, inn- heimtumaður ríkissjóðs, Ólafur B. Árnason hdl. og Gunnar Sólnes hrl„ Árni Pálsson hdl„ Eggert B. Ölafs- son hdl. og Benedikt Olafsson hdl. Söltunarst. v/Höfðabr. Raufarhöfn, þingl. eigandi Fiskavík hf„ fimmtu- daginn 27. sept., '90, kl. 14.30. Uppboðsbeiðendur eru: Innheimtumaður ríkissjóðs og Árni Pálsson hdl. Tunga, Svalb.str.hreppi, þingl. eig- andi Ester Laxdal, miðvikudaginn 26. sept., '90, kl. 16.00. Uppboðsbeiðendur eru: Innheimtumaður ríkissjóðs, Stofn- lánadeild landbúnaðarins og inn- heimtustofnun sveitarfélaga. Uppsalavegur 2, Húsvík (efri hæö), þingl. eigandi Auðunn A. Víglunds- son o.fl., fimmtudaginn 27. sept., '90, kl. 14.40. Uppboðsbeiðendur eru: Örlygur Hnefill Jónsson hdl., Veð- deild Landsbanka íslands og Árni Pálsson hdl. Vaðlafell, Svalbarðsströnd, þingl. eigandi Jóhannes Halldórsson, fimmtudaginn 27. sept., '90, kl. 14.50. Uppboðsbeiðandi er: Árni Pálsson hdl. Verbúð Hreifa hf„ v/Húsav. höfn, þingl. eigandi Hreifi hf„ miðvikudag- inn 26. sept., '90, kl. 10.30. Uppboðsbeiðandi er: Innheimtumaður ríkissjóð. Bæjarfógetinn í Húsavík, Sýslumaðurinn í Þingeyjarsýslu. Akureyringar Lesið Dag með morgunkaffinu dagblaðið ykkar

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.