Dagur


Dagur - 25.09.1990, Qupperneq 14

Dagur - 25.09.1990, Qupperneq 14
14 - DAGUR - Þriðjudagur 25. september 1990 t Minning: Sæmundur G. Jóhannesson Fæddur 13. nóvember 1899 - Dáinn 18. september 1990 Þegar ég nú með nokkrum fátæk- legum orðum reyni að skrifa minningargrein sem þessa, þá hrannast upp minningarnar í þau 45 ár sem við Sæmundur störfuð- um saman fyrir Drottin. Foreldrar Sæmundar voru Petrea Gísladóttir og Jóhannes Jakobsson á Finnmörk í Vestur- Húnavatnssýslu. Systkini hans voru Konráð, Jakob sem dó á barnsaldri og Þóra og Gyða. Ungur að árum stefndi Sæmundur i það að læra og í trú og bæn fór hann í Kennaraskólann og kom þá í ljós að Sæmundur var gæddur mikl- um og góðum námshæfileikum. En strax og hann hafði lokið námi kom reiðarslagið. Hann fékk berkla og hefur án minnsta vafa þarna mótast það traust sem hann hafði til Drottins, því það var á þeim tíma ekki glæsilegt fyrir ungt fólk að berjast við þann sjúkdóm. Arthur var orðinn aldraður og hafði mörg járn í eldinum. En nú hefur starfið í Ástjörn verið í 44 ár. Og eru þeir margir sem blessa minningu þeirra manna sem voru frumkvöðlar að Ástjörn og er ég einn þeirra sem er þakklátur fyrir að fá að vera með og hjálpa. Sjálfur geri ég mér í dag enn betur grein fyrir því að sá skóli sem ég gekk í hjá bróður mínum Sæmundi hefur gert mér það kleift að bera ábyrgðina síðastliðin 45 ár. Við Ástirningar þökkum. Guði fyrir Sæmund og Gook sem fundu þennan dásamlega reit og byrjuðu það starf sem án minnsta vafa á eftir að bera Guði ávöxt um ókomna tíð. Alla tíð eftir að ég hafði tekið við ábyrgðinni á Ástjörn gat ég komið til hans og leitað ráða, sem dugðu. Sæmundur talaði ævinlega í mig kjark. Nú get ég ekki leitað til þessa góða vinar og bróður en ég geymi þau góðu orð í hjarta mér og blessa minningu þess góða fræðara sem fræddi mig úr orðinu en þangað leitaði Sæmundur og benti einnig okkur og öðrum, að það er orð Guðs, sem er lifandi og kröftugt. Ég veit að þ'egar við kveðjum Sæmund hinstu kveðju þá eru þeir margir sem þakklátum huga minnast hvernig hann hjálpaði með orði og bæn. Þann 8. september 1957 gekk Sæmundur að eiga Þóru Pálsdótt- ur ættaða frá Hornafirði. Guð blessaði þau og gaf þeim 3 börn sem eru Jóhannes Páll, Anna og Guðný Pálína. Fyrstu árin bjuggu Sæmundur og Þóra á Sjónarhæö, en þá kom að því að þau ákváðu að fara að byggja, slíkt var ekki létt, en í trú • og trausti til Drottins hófu þau að byggja, ög þar sannaðist að þeir sem leita Drottins fara einskis góðs á mis. Stekkjargerði 7 er vitnisburður um að það er óhætt að treysta Drottni. Sæmundur varö sér ekki til skammar fyrir það traust. Alla .sína tíð lifði Sæmundur í trú og trausti til Guðs um að hann myndi senda honuni allt, hann sagði mér að oft hefði það verið barátta í huga og sál en allt- af varð hann fyrir sömu reynslu; það er óhætt að treysta orðum og fyrirheitum Guðs. Síðari árin þegar heilsu Sæmundar fór að hraka, kom enn betur í ljós hvílíka afburðakonu hann hafði eignast og þeim kær- leik og þeirri þolinmæði sem Þóra sýndi manni sínum allt til hinstu stundar er ekki hægt að lýsa á annan veg en þann að hún vann þrekvirki á kærleikans braut. Nú er Sæmundur farinn og við sem þekktum hann og feng- um að njóta þess að hlusta á hann útskýra Guðs orð finnum nú enn betur en áður hversu mikils virði hann var okkur öllum. Nú að leiðarlokum er mér efst í huga þakklæti til Guðs og bæn um að hann blessi eftirlifandi eig- inkonu og börnin og styrki þau í sorg þeirra. Sjálfur mun ég minnast ykkar allra í bænum mínum og bið kærleiksríkan Guð að blessa ykk- ur öll og styrkja. Bogi Pétursson. Eftir að hafa kcnnt einn vetur á Akranesi lá leið Sæmundar norður til Akureyrar til að hjálpa Arthur Gook, trúboða. Hugur Sæmundar stefndi í kennsluna, en þarna kom fram sá hæfileiki og það hjartalag sem ætíð ein- kenndi bróður minn Sæmund, því þegar hann sá hversu mikið verkefnið var þá hélt hann áfram og í 27 ár vann hann við hlið Gooks. Tveir ólíkir menn voru þeir Sæmundur og Gook en með Frelsarann sem þeir elskuðu báð- ir við hlið sér þá gekk þetta. Arthur Gook sagði mér sjálfur að margt af því sem hann kom í verk hefði aldrei klárast hefði ekki Sæmundar notið við. Þegar Arthur fór heim til Eng- lands tók Sæmundur við blaðinu Norðurljósið sem þá var orðið þekkt blað, og ritstýrði Sæmund- ur því meðan heilsa hans entist. Við sem nutum starfskrafta hans erum í mikilli þakkarskuld fyrir það óeigingjarna starf sem hann vann á akri Drottins. Það var í desember 1945 sem Sæmundur mætti mér á götu og bauð mér á samkomu sem vera átti á gamlaárskvöld. Mig langaði strax að þiggja þetta boð sem ég og gerði, og nú þegar Sæmundur er allur þá höfum við fylgst að í 45 ár. Þegar ég lít yfir þessi 45 ár þá finn ég hversu mikið gæfuspor það var fyrir mig að þiggja boðið. Starf Sæmundar var mikið meðal barna og unglinga og eru þeir margir sem ungir komu í Sunnudagaskólann sem hann stofnaði í Glerárhverfi, á Hjalt- eyri, Árskógsströnd og Dalvík, og veit ég að margir eru í dag þakklátir fyrir það sem þeir fengu að læra hjá honum sem börn, en hann var einkar laginn að tala við þau og segja þeim sögur. Þennan fyrsta vetur byrjaði Sæmundur með biblíunámsflokk og kom þar mikið af ungu fólki, og varð til mikillar blessunar og veit ég að við sem nutum þess að vera með erum öll í mikilli þakk- arskuld því þessum samveru- stundum gleymir maður aldrei. Sæmundur bauð mér að taka þátt með sér í barnastarfinu og þar sté ég mín fyrstu spor og var það mér ómetanleg reynsla að fá að vera þátttakandi í þessu. Þennan vetur fór Sæmundur að segja mér frá Ástjörn, og bauð hann mér að koma með sér. Þarna vorum við 2 vikur, fyrri vikan fór í undirbúning en seinni vikan var með fyrstu drengjun- um. í 13 ár var ég hjálparmaður Sæmundar og Arthurs Gook en þeir stofnuðu þetta starf. Sæmundur bar hitann og þung- ann af þessu starfi þar sem Minning: Oddný Laxdal Fædd 18. mars 1948 - Dáin 13. september 1990 Oddný Laxdal var fædd að Túns- bergi á Svalbarðsströnd þann 18. mars 1948. Hún lést á Borgar- spítalanum í Reykjavík 13. sept- ember, eftir nokkurra daga legu þar. Haustið er komið, laufblöð fölna og falla til jarðar. Andlátsfregnir berast frá manni til manns. Það er erfitt að sætta sig við það þegar kona á besta aldri er farin frá okkur. En vegir guðs eru órannsakan- legir og hann einn veit hvenær kallið kemur, með orðum meg- um við okkur lítils gagnvart hans vilja. Við kynntumst Oddnýju haust- ið 1967, er við hófum nám við húsmæðraskólann Ósk á ísafirði. Þegar ein úr þessum glaðværa hóp er ekki lengur meðal okkar rifjast upp margar góðar ógleymanlegar minningar, sem gott er að eiga og una við. Oddný var góður félagi, hjálpfús og ósérhlífin. Við sem vorum svo heppnar að lenda með henni á herbergi, minnumst hennar með hlýhug. Oft var setið og spjallað fram eftir nóttu og mikið hlegið. Við viljum með þessum orðum þakka henni fyrir allar ógleyman- legar samverustundir. Elsku Pétur, Margrét og Jó- hanna, megi allgóður guð styrkja ykkur og hugga í sorg ykkar. Farð þú í friði friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt gekkst þú með guði guð þér nú fylgi. Hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. V. Briem). Skólasystur frá húsmæðraskólanum Ósk ísafirði, veturinn 1967-’68. svo mikið fyrr en þetta hendir einhvern sem stendur manni nærri. Það sem fyrst kemur í huga er spurningin: Af hverju gerist þetta? Sjálfsagt verður þeirri spurningu aldrei svarað en við trúum því að allt hafi þetta ákveðinn tilgang og í þeirri vissu sættum við okkur betur við orð-i inn hlut. f gær, 24. september, var jarð- sungin frá Svalbarðsstrandar- kirkju, Oddný Laxdal. Hún lést á Borgarspítalanum f Reykjavík 13. september eftir mjög skamma legu. Oddný var fædd 18. mars 1948 að Túnsbergi á Svalbarðsströnd. Foreldrar hennar voru Theodór Laxdal og Líney Sveinsdóttir. Uppvaxtar- og unglingsárin voru svipuð því sem var á þeim tíma við leik og störf. Að skyldunámi loknu fór Oddný í Húsmæðra- skólann Ósk á ísafirði. Oddný giftist árið 1979 Pétri Ásgeirssyni frá Siglufirði. Byggðu þau sér heimili að Eikar- lundi 16 á Akureyri. Þar átti hún ásamt eiginmanni og dætrum hlýtt heimili. Þar var ætíð gott að koma og var þannig tekið á móti manni að maður fann sig ætíð velkominn án þess að sérstaklega væri verið að hafa orð á því. Síðustu árin vann Oddný við Iðjulund, vinnustað þroskaheftra. Það starf féll henni vel, við það að hjálpa þeim sem minna máttu sín í þjóðfélaginu. Maður fann það þegar hún ræddi um þá sem hún annaðist þar, að henni þótti vænt um þá og vildi aðstoða eftir því sem tök voru á. Henni leið vel á þessum vinnustað og ég held að þeim sem hún annaðist þar hafi liðið vel í návist hennar. Þegar komið er að þessum tímamótum og leiðir skiljast í bili viljum við þakka samfylgdina. Við viljum þakka fyrir það hve gott var að leita til þín ef aðstoð- ar var þörf, þú varst ætíð boðin og búin til þess að hjálpa og aðstoða. Fljótt eftir að maður kemst til vits og ára verður manni ljós sá sannleikur að snögg breyting get- ur átt sér stað á hérvistardögum okkar. Þrátt fyrir það að þetta er vitað og nánast það eina sem hver og einn verður að beygja sig fyrir, koma þessi umskipti alltaf á óvart en aldrei eins og þegar skorið er á lífshlaup manna fyrir- varalaust. Atburður sem þessi, að fólk á besta aldri er kallað burtu héðan, er vissulega alltaf að gerast en maður hugleiðir þá ef til vill ekki Þessir duglegu krakkar hafa afhent Rauða krossinum 3.350 krónur að gjóf, sem þeir öfluðu með sölu hlutaveltum- una. Frá myndinni eru frá vinstri: Ingvar Herntannsson, Svala Fanney Njálsdóttir, Hörður Fannar Sigþórsson, Arn- ar Ari Hauksson, Lúðvík Leó Lúðvíksson og Ragnar Snær Njálsson. Orð, hvorki mörg né fá, breyta1 því sem orðið er. Þau geta aðeins sagt það sem okkur býr í brjósti nú vð þessi tímamót. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Við sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur til þeirra sem sárast sakna og mest hafa misst, eiginmanns og dætra, Péturs, Margrétar Líneyjar og Jóhönnu Helgu. Fjölskyldan Holtagötu 1.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.