Dagur - 25.09.1990, Blaðsíða 6

Dagur - 25.09.1990, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Þriðjudagur 25. september 1990 Ferðamál sem atvinmigrem á Norðurlandi Ein atvinnugrein sem á hvað mesta möguleika til að vaxa á Norðurlandi er ferðaþjónusta. Norðurland hefur upp á allt að bjóða gróðurfarslega og veður- farslega jafnt á sumrum sem á vetrum. Norðurland hefur orð á sér fyrir veðursæld á sumrum og síðan yfirleitt mikinn snjó á vetrum. Þessa eiginleika eiga Norðlendingar að nýta sér til að byggja upp ferðaþjónustu yfir allt árið. Uppbyggingu ferðaþjónustu þarf að skipuleggja langt fram í tímann, þannig að allir þættir ferðaþjónustu fari vel saman. Byggja þarf upp ferðaþjónustu sem framtíðaratvinnugrein og nýta þá auðlind sem náttúra landsins hefur upp á að bjóða, án þess að eyðileggja viðkvæmustu svæðin með of miklum átroðn- ingi. Á viðkvæmustu svæðunum þarf að gera fyrirbyggjandi ráð stafanir. Samgöngur fara batnandi a landi, bundið slitlag á vegum eykst stöðugt og þekur t.d. nær alla leiðina frá Reykjavík til Húsavíkur. Hálendisvegir koma niður á fimm stöðum á Norður- landi. Sjóleiðis eru samgöngur góðar, hafnir á mörgum stöðum sem geta þjónustað flest skemmti- ferðaskip. Flugsamgöngur eru góðar við flesta þéttbýliskjarna norðanlands. Á Akureyri er flug- völlur sem getur nú þegar tekið við millilandaflugi, þar er þó nauðsyn að bæta þjónustuna þeg- ar umferð um flugvöllinn eykst. Á Akureyri hefur gistiaðstaða aukist og batnað síðustu árin. Að þessu framansögðu tel ég að Akureyri geti byggst upp sem miðstöð ferðaiðnaðar á Norður- landi og jafnvel fyrir landið allt. Þangað komi ferðafólk fyrst með flugi, skipum eða jafnvel land- leiðina. Frá Akureyri dreifist fólkið síðan til hinna ýmsu svæða norðvestanlands og norðaustan- lands o.s.frv. Tekjur af ferðamönnum geta verið verulegar. Skv. könnun sem gerð var í júlí 1988 kom fram að hver ferðamaður eyddi að meðaltali 85.000 krónum hér á landi. Meðaldvöl var 11 dagar. Þegar þessar tölureru framreikn- aðar til dagsins í dag eru þetta u.þ.b. 116.000 kr. Ef hægt væri að auka ferðamannastraum um 5 þúsund einstaklinga þýddi það 5.000x116.000 eða 580 milljónir króna. Þá er ekki tekið tillit til margfeldisáhrifa þjónustuþátta. í markaðssetningu á ferða- þjónustu er nauðsynlegt að skilgreina hvað Norðurland hefur upp á að bjóða og skipta ferða- fólki niður eftir því í ákveðna markhópa og skipuleggja ferða- þjónustuna þannig að þörfum þeirra sé fullnægt. Notaðir lyftarar Rafmagn - Diesil 0,6-3 tonn. Ýmsar gerðir ★ Mikið úrval Veltibúnaður og varahlutir. HRINGIÐ EÐA LÍTIÐ INN! STEINBOCKÞJÓNUSTAN Kársnesbraut 102, 200 Kópavogur. Sími 91-641600. Vinningstölur laugardaginn 22. sept. ’90 VINNINGAR FJÖLDI | VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 | 1 5.193.334.- 2.4 TÆ 2 272.349.- 3. 4af 5 128 7.340.- 4. 3af5 4.713 465.- Heildarvinningsupphæð þessa viku: 8.869.097.- UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002 Tryggvi Sveinbjörnssun. a) Áhugafólk um ísl. hestinn. - Islenski hesturinn fer sigurför um heiminn í vinsældum, og hafa íslendingar ekki nýtt þann mögu- leika nægjanlega. Bæði er varðar heildarstefnu um útflutning á ísl. hestinum og markaðssetningu hér heima. Melgerðismelar í Eyjafirði og Vindheimamelar í Skagafirði eru ákjósanlegustu staðir landsins til að byggja upp alhliða aðstöðu til iðkunar á þess- ari íþrótt. Þar væri hægt að byggja upp námskeiðshald fyrir erlenda aðdáendur ísl. hestsins. Fyrst í stað mætti nýta félags- heimilin í sveitunum fyrir þann hluta sem fer fram innan dyra. Fara í lengri eða skemmri reið- túra í íslensku umhverfi. Sam- hliða þessari þjónustu er upplagt að setja upp árlegt sölumót (markað) þar sem íslenskir hesta- eigendur sýndu erlendum og inn- Iendum gestum gæðinga sína. b) Fólk sem stundar vetrar- íþróttir. - Vetraríþróttir eru íþróttir sem fara ört vaxandi hjá almenningi. Á Norðurlandi er hægt að lengja tímann með upp- byggingu skíðasvæða á fleiri stöðum en nú er og jafnframt að bæta þá aðstöðu sem þegar er fyrir. c) Áhugafólk um útiveru, gönguferðir og ýmiss konar náttúruskoðun. - Mengun er alltaf að aukast, úti um allan heim, þar af leiðir að fólk hefur sótt í auknum mæli til þeirra landa sem hafa óspillta náttúru og hreint loft. Fólk úr stórborg- um nýtur þess að komast í kyrrð og vera úti í tæru lofti og fara í stuttar gönguferðir, án tímasetn- ingar og eftir nákvæmu skipulagi. Það vill vera frjálst í ósnortinni náttúru og skoða jarðfræðilegar minjar eða dýralíf o.s.frv. d) Fólk sem hefur áhuga fyrir vetrarferðum um hálendið á skíðum, vélsleðum, jeppum og snjóbílum. - Vetrarferðir um hálendi íslands verða sífellt vin- sælli meðal íslendinga. Eflaust er hægt að auka þennan fjölda með skipulögðum ferðum undir leið- sögn þrautþjálfaðra manna. Þess- ar ferðir er hægt að markaðssetja erlendis. Ekki þyrfti að hafa áhyggjur af viðkvæmri náttúru þegar snjór er yfir öllu. Þessar ferðir er hægt að skipuleggja með aðstoð björgunarsveita sem hafa öll tæki til þess þ.e. snjóbíla, vél- sleða og fl. Með þessu gæti skap- ast fjáröflun fyrir björgunarsveit- irnar í framtíðinni. e) Hálendisferðir á sumrum fara alltaf vaxandi jafnt hjá íslendingum sem erlendum ferða- mönnum. Þarna þarf að auka skipulag til að átroðningur um viðkvæma staði verði ekki of mikill. Þetta verk er nauðsynlegt svo við eyðileggjum ekki auðlind okkar. ’ Nauðsynlegt er að íslenskir fararstjórar verði með öllum hópum sem ferðast um há- lendið. Svona mætti halda lengi áfram með upptalningu á möguleikum t.d. veiðiáhugafólk, listunnend- ur, fólk í sumarleyfi á ferð um landið, og fundir og ráðstefnur. Nauðsynlegt er að velja rétta hópa sem skilja mest eftir sig er varðar þjónustu og tekjur. Núna þegar allt bendir til að álver verði staðsett á Keilisnesi, þurfa Norðlendingar að vinna markvisst að skipulagningu svona uppbyggingar og fara fram á við ríkisvaldið að auka framlög til uppbyggingar samgangna bæði í lofti og landi, einnig að taka virk- an þátt í markaðssetningu erlendis. í lofti þarf að koma áreglubundnu beinu flugi frá Skandinavíu og Mið-Evrópu til Akureyrar. Einnig frá Banda- ríkjunum til Akureyrar eða a.m.k. að tengja flug beint frá Keflavík til Akureyrar við flug frá Bandaríkjunum. Slík þjón- usta ggeti einnig auðveldað allan fraktflutning til og frá Norður- landi. Á landi er nauðsynlegt að ljúka sem fyrst við uppbyggingu hringvegarins með bundnu slit- lagi. Einnig væri nauðsynlegt að byggja upp eina leið yfir hálendið t.d. Sprengisandsleið. Með því styttist leiðin milli áhugaverðra staða á Norður- og Suðurlandi. Þá þarf verulegt fjármagn að koma frá sveitar- og bæjarfélög- um jafnframt því að vera í for- svari fyrir slíkri uppbyggingu. Gera þarf markaðsáætlun til næstu 10-15 ára, þar kæmi fram staða þessara mála í dag, hverjir eru möguleikarnir er varðar fjármagn, uppbyggingu sam- gangna, gistiaðstöðu, nýjar auð- lindir og fl. Þar á eftir kæmi fram- kvæmdaáætlun með ábyrgðar- svið, tímalengd og kostnaður við slíka uppbyggingu. Ef svona uppbygging á að verða að veruleika, þurfa allir að vera með jákvæðan hugsunarhátt og hrinda frá sér öllu svartsýnis- tali. Samkeppni milli einstakra landshluta má ekki eiga sér stað, samstillt átak verður að vera fyrir hendi. Tryggvi Sveinbjörnsson. Iitilræði vegna tónlistarveislu Ég get ekki neitað því, að ég rak upp nokkuð stór augu, þegar ég sá í Degi í morgun stórletraða fyrirsögn: „Tónlistarveisla framundan". Og forvitni mín var hreint ekki svo lítil, að vita hvað undir þess- ari fyrirsögn leyndist. Og viti menn: Jú, þar var komin kynning á fyrirætlun Passíukórsins á Akureyri á komandi vetri. Og þar sem ég hef svo margs góðs notið frá þessum kór, lifnaði forvitnin um allan helming. Og ekki reyndust fyrirheitin lítil. Hefja átti „veisluna" á frumflutn- ingi áttraddaðrar messu, eftir Carpentier. Þótt ég hafi alloft heyrt þetta nafn þá skal ég viður- kenna vanþekkingu mína á afrek- um þessa höfundar en dálítið kom það mér undarlega fyrir sjónir, ef hér væri um að ræða tónverk sem aldrei hefði komið fyrir eyru áheyrenda fyrr (en svo skil ég orðið frumflutningur), þótt höfundurinn hafi nú legið í gröf sinni frá því herrans ári 1951, að því er The Oxford Com- panion to Music, frá 1970 hermir. :(Þetta ágæta rit hefir svo mikið við hann, að birta af honum mynd, auk lofsamlegra ummæla um verk hans). Næst á svo að koma annar frumflutningur. Sem sé, á verki Finnans Hekki Sarmanto: New Hope Jazz Mass, og komi þar til liðs við kórinn „nokkrir færustu djassarar landsins" auk söngkon- unnar Diddú. Er þá komið að þriðja atriðinu, sem raunar er höfuðástæðan fyrir að ég sting hér niður penna, þ.e. Strengleik- um Björgvins Guðmundssonar, sem mér skilst að flutt sé í tilefni 100 ára afmælis höfundarins. Vissulega er ég því samþykkur að fyrir því sé full ástæða að þessa afmælis sé minnst á sem vegleg- astan hátt en kannski hefði frekar átt að velja eitthvert annarra verka hans sem minna væri þekkt og ef til vill sýndi enn betur þann mikla „anda“, sem að baki þeirra stendur. Um það má deila. En hvernig skilja ber að hér sé um „alheimsfrumflutning“ að ræða, er ekki á mínu færi. Ég er þess fullviss að engu okkar sem þátt tókum í flutningi þessa verks undir stjórn Björgvins á þjóð- hátíðardegi okkar í Stokkhólmi árið 1951 er úr minni liðin sú stemmning, sem þá ríkti í Kon- serthuset. Og hvernig skilja á þar sem segir „Roar Kvam, stjórn- andi kórsins, hefur útsett verkið fyrir kór og hljómsveit," veit ég ekki. Af því að allir sem verkið þekkja vita að það er, af höfundi, útsett fyrir kór með einsöngs- og tvísöngsinnskotum. Er hann kannski að leika sama leikinn og Páll P. Pálsson þegar hann lim- lesti mörg vel gerð lög sem höfundar þeirra höfðu búið til flutnings einsöngvara, með því að færa þau í kórbúning, samber „Sólsetursljóð" Bjarna Þorsteins- sonar og ýmis fleiri. Um undir- leikinn gegnir öðru máli. Hann gerði höfundurinn aðeins fyrir píanó og er auðvitað fengur í að fá hann í hljómsveitarbúningi og flutningi og hefir Roar Kvam áður sýnt það ljóslega, að fyrir því er honum trúandi. Passíukórinn á Akureyri. Mín- ar bestu óskir um gott gengi um langa framtíð. Akureyri 18. sept. 1990 Páll Helgason.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.