Dagur - 06.05.1992, Blaðsíða 1

Dagur - 06.05.1992, Blaðsíða 1
75. árgangur Akureyri, miðvikudagur 6. maí 1992 84. tölublað Vel klæddur í fötum frá BERNHARDT Thc Taikir-I.ook J ennaDuoin HAFNARSTRÆTI92 602 AKUREYRI SÍMI96-26708 BOX 397 Sendiferðabifreið lenti utan vegar í Giljareitum í gærmorgun gerði mikla hríð og hálku á Öxnadalsheiði. Bflaleigubfll af gerð Mitsubishi L300 lenti utan vegar í Gilja- reitum. Geir Guðmundsson, hjá Vega- gerð ríkisins á Akureyri, var á ferð um Öxnadalsheiði í gær- morgun. Hann segir að veðrið hafi verið slæmt um tíma, en því slotaði laust fyrir hádegi. „Ég var á undan sendiferða- bifreiðinni. Vegna hálku og blindu fór ég hægt yfir, greinilega ekki nægilega hratt af aksturs- máta þess er á eftir kom. Við vor- Akureyri: Ákveðið að ræða við SS Byggi Framkvæmdanefnd um íbúð- ir aldraðra á Akureyri sam- þykkti samhljóða á fundi sín- um í gærmorgun að ganga til viðræðna við byggingafyrir- tækið SS Byggi hf. á Akur- eyri um byggingu tveggja 35 íbúða fjölbýlishúsa fyrir aldraða á Akureyri. SS Byggir hf. var með næst lægsta tilboðið í byggingu hús- anna þegar tilboð voru opnuð 15. apríi sl., um 58 milljónum króna hærra en tilboð Hag- virkis-Kletts í Hafnarfirði, sem var 398 milljónir króna. Við athugun á tilboðunum kom fram skekkja og tilboð SS Byggis reyndist vera 19 millj- ónum króna hærra en tilboð Hagvirkis-Kletts. Á síðustu vikum hefur verið rætt við Hagvirkis-Kletts menn, en niðurstaðan varð sem sagt sú á fundinum í gærmorgun að ganga til viðræðna við for- svarsmenn SS Byggis á grund- velli tilboðs þeirra. Búist er við að þær viðræður hefjist í dag. óþh Bæjarstjórn Akureyrar: Reikningar 1991 samþykktirígær Reikningar Akureyrarbæjar fyrir árið 1991 voru sam- þykktir á fundi bæjarstjórn- ar Akureyrar í gær. Sigurður J. Sigurðsson, for- seti bæjarstjórnar, sagði að þrátt fyrir áföll á síðasta ári hafi fjárhagur bæjarins verið mjög viðunandi um síðustu áramót og í sama streng tók Halldór Jónsson, bæjarstjóri. Jakob Björnsson (B) sagðist vera áhyggjufullur vegna bágr- ar stöðu Framkvæmdasjóðs bæjarins og þar þyrfti að taka til hendinni strax á þessu ári. Sig- urður J. Sigurðsson sagði rétt að sjóðurinn stæði illa og lausa- fjárstaða hans væri erfið og mikilvægt væri að huga að þessu máli á næstu mánuðum. óþh um staddir vestan nýja vegarins í Giljareitum á gamla veginum. Er ég sá sendiferðabifreiðina koma jók ég ferðina til að forða árekstri. Sá er á eftir kom heml- aði og bíllinn tók að snúast. Bíll- inn lenti utan vegar á hliðina, en sem betur fer ofan vegar. f bíln- um voru átta manns flest útlend- ingar. Fólkið sakaði ekki, en bíll- inn er nokkuð skemmdur. Við komum bílnum á hjólin með handafli og drógum hann síðan upp á veginn. Ég vil taka fram að sendiferðabíllinn var vel dekkj- aður, en bílstjórar ættu að fara hægar yfir þegar ekki viðrar betur,“ sagði Geir Guðmunds- son. ój Starfsmaður umhverfisdeildar Akureyrarbæjar að störfum. í mörg horn er að líta í byrjun sumars Mynd: Golli Sveitarstjórnir fimm sveitarfélaga við utanverðan Eyjaíjörð: Fela Byggðastofnun að kanna ýmsa þættí varðandi sameiningu Útibú Byggðastofnunar á Akurcyri mun aö beiðni sveit- arstjórna fimm sveitarfélaga við utanverðan Eyjafjörð gera úttekt á ýmsum hliðum hugs- anlegrar sameiningar þeirra í eitt sveitarfélag. í síðustu viku var haldinn í Ólafsfirði sameiginlegur fundur bæjarstjórna Dalvíkur og Ólafs- fjarðar og hreppsnefnda Svarfað- ardals-, Árskógs- og Hríseyjar- hrepps og á þeim fundi var sam- þykkt að fara þess á leit við Byggðastofnun að kanna ýmis- legt í sambandi við hugsanlega sameiningu þessara fimm sveitar- félaga í eitt sveitarféiag. Álits- gerð Byggðastofnunar verður síðan lögð fyrir annan sameigin- legan fund sveitarstjórnanna, en að sögn Valtýs Sigurbjarnarson- ar, forstöðumanns útibús Byggða- stofnunar á Akureyri, er ekki ljóst hvenær hún kemur til með að liggja fyrir. Beiðni sveitarstjórnarmanna þessara fimm sveitarfélaga þarf vart að koma á óvart. Umræða um aukið samstarf eða samein- ingu sveitarfélaga við Eyjafjörð hefur á undanförnum misserum verið ofarlega á baugi og aukinn kraftur færðist í hana með útgáfu skýrslu nefndar félagsmálaráðu- neytisins um skiptingu landsins í sveitarfélög, sem kom út í september á síðasta ári. Fó svo að sveitarstjórnirnar hafi falið Byggðastofnun að kanna ýmsa þætti viðvíkjandi sameiningu sveitarfélaganna í eitt sveitarfélag er langur vegur frá því að af þessari sameiningu kunni einhvern tímann að verða. Sveitarstjórnarmenn á Eyjafjarð- arsvæðinu eru sammála um að innan fárra ára verði sveitarfélög- in stækkuð, en spurning sé hvort verði ofan á að sameina fimm sveitarfélög við utanverðan Eyjafjörð eða öll sveitarfélög við Eyjafjörð í eitt sveitarfélag. í áðurnefndri skýrslu félagsmála- ráðuneytisins er nefndur þriðji kosturinn, tvö sveitarfélög við Eyjafjörð. I þeirri hugmynd felst að sameina fimm sveitarfélög við utanverðan Eyjafjörð í eitt sveit- arfélag og sveitarfélög frá Arn- arneshreppi að Ljósavatnsskarði í annað sveitarfélag. Eftir því sem næst verður kom- ist eru töluvert skiptar skoðanir meðal sveitarstjórnarmanna í áðurnefndum fimm sveitarfélög- um við utanverðan Eyjafjörð um sameiningu þeirra í eitt sveitar- félag. Dalvíkingar og Svarfdæl- ingar virðast jákvæðir að skoða þetta í fullri alvöru, en ákveðinna efasemda gætir hjá nokkrum full- trúum í bæjarstjórn Ólafsfjarðar. Pá eru efasemdaraddir í Hrísey og Árskógshreppi, ekki síst vegna þess að íbúar beggja hreppanna sækja ýmsa þjónustu frekar til Akureyrar en Dalvíkur. Valtýr Sigurbjarnarson segir að mikil „gerjun“ sé meðal sveitar- stjórnarmanna um allt land í sameiningarmálum um þessar mundir og auk þess sem Byggða- stofnun hafi verið falið að kanna jarðveginn við utanverðan Eyjafjörð, þá liggi fyrir að skoða ýmsa þætti varðani hugsanlega sameiningu sveitarfélaga í Aust- ur-Húnavatnssýslu. óþh Skólar á Akureyri: Aukið framboð á kennurum á sama tíma og stöðum fækkar - margir kennarar á höfuðborgarsvæðinu vilja koma norður Óvenju mikil ásókn er í kennarastöður við skóla á Akureyri fyrir næsta haust á sama tíma og útlit er fyrir að óvenju fáar stöður losni. Það er því frekar búist við offram- boði á kennurum en skorti, að minnsta kosti hvað varðar almennar kennarastöður. Að sögn Ingólfs Ármannssonar, Vinnumiðlunarskrifstofan á Akureyri: Atvmnulausmn fækkar um 40 milli mánaða Atvinnulausum á Akureyri hefur fækkað á síðustu vikum. I byrjun aprflmánaðar voru atvinnulausir 320, en nú í byrj- un maí eru þeir 279. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumiðlunarskrifstofunni á Akureyri eru 171 karl og 108 konur atvinnulaus á Akureyri í byrjun sumars. í fyrra á sama tíma voru atvinnulausir 170, en árið áður 285. Starfsmenn Vinnu- miðlunarskrifstofunnar reikna með, að á næstu vikum fái enn fleiri vinnu þ.e. þegar hefðbund- in sumarstörf hefjast. Flestir þeir er fengu vinnu í síðasta mánuði eru verkamenn og verkakonur úr Einingu. ój skólafulltrúa, verða umsóknir teknar fyrir á fundi í dag og þá ætti staðan að skýrast. „Það verður eingöngu ráðið réttindafólk í þessari fyrstu lotu. Mun fleiri kennarar með réttindi hafa sótt um stöður á Akureyri en undanfarin ár og greinilegt er að margir kennarar á höfuðborg- arsvæðinu hafa hug á að koma norður," sagði Ingólfur. Hann taldi víst að nú þegar væri fullbókað í allar almennar kennarastöður við grunnskólana á Akureyri en hins vegar vantaði kennara í ýmsar sérgeinar svo og sérkennslu. Hann sagði að útlitið í heild væri mun betra en á síð- ustu árum. „Auðvitað kemur líka inn í þetta að það verður viss skerðing á kennslumagni þannig að nokkr- ar stöður falla út og framboð á kennarastöðum verður því minna en verið hefur,“ sagði Ingólfur. SS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.