Dagur - 06.05.1992, Blaðsíða 4

Dagur - 06.05.1992, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Miðvikudagur 6. maí 1992 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31. PÓSTHÓLF 58. AKUREYRI. SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMNETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585). JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON. JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (iþróttir), ÓLIG. JÓHANNSSON. ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON. SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkrókl vs. 95-35960, fax 95-36130). STEFÁN SÆMUNDSSON. ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON. ÞRÖSTUR HARALDSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR. HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Þegar fyrírmynd fellur af staJli Á undanförnum áratugum hafa margir íslenskir stjórn- mála- og fræðimenn horft til Bandaríkja Norður-Ameríku í leit að hinu eina og sanna fyrirmyndarríki. Þeir hafa lýst Bandaríkjunum sem landi tækifæranna og frelsisins, landinu þar sem einstaklingurinn fær að njóta sín og afskipti ríkisvaldsins af atvinnu- og félagsmálum eru í lágmarki. Sumir úr hópnum hafa einnig bent á Bretland sem fyrirmyndarríki hvað þetta varðar. Þessir sömu stjórnmála- og fræðimenn hafa um leið, hver í kapp við annan, lastað hið norræna þjóðskipulag, þar sem höfuð- áhersla er lögð á að byggja upp öflugt velferðarkerfi öll- um þegnunum til handa. Ofangreindir stjórnmála- og fræðimenn eru oft nefndir einu nafni frjálshyggjumenn hér á landi og þeir sem hæst og oftast láta í sér heyra eru jafnvel nefndir frjáls- hyggjupostular. Þessum hópi manna hefur orðið allvel ágengt í áróðursstarfi sínu. Margir íslendingar trúa því orðið í raun og veru að velferðarþjóðfélagið svonefnda sé ekki æskilegasta samfélagsgerðin. Þeir trúa því jafnvel að það sé af hinu góða að mismuna fólki eftir efnahag og þjóðfélagsstöðu. „Hvers vegna ekki að leyfa sumum að fá betri þjónustu á sjúkrahúsum en öðrum ef þeir borga sér- staklega fyrir þjónustuna?" „Hvers vegna ekki að setja upp einkaskóla fyrir þá efnameiri?" Þessum spurningum og öðrum ámóta hefur æ oftar verið varpað fram í þjóð- félagsumræðunni hér á landi síðustu árin. Æ fleiri sjá ekk- ert athugavert við það að draga úr samneyslunni og ráð- ast þar með að rótum velferðarkerfisins. Þetta er rifjað upp nú vegna þeirra ógnaratburða sem átt hafa sér stað í Bandaríkjum Norður-Ameríku síðustu daga. Bandarískt þjóðfélag logar vegna átaka um stöðu blökkumanna í því þjóðfélagi - efnahagslega stöðu þeirra ekki síður en réttarfarslega. Það er staðreynd að þjóðfé- lagsleg vandamál hafa farið hraðvaxandi í Bandaríkjun- um síðustu áratugi. Atvinnuleysi er þar gríðarlegt og lífs- kjör flestra hafa versnað til muna. Velferðarkerfið er bók- staflega í rúst, því þar fær enginn nokkra samfélagslega þjónustu nema greiða fyrir hana úr eigin vasa. Þeir sem eru ekki sæmilega vel stæðir fjárhagslega fá enga þjón- ustu á sjúkrahúsum, í skólakerfinu né tryggingakerfinu. Almannatryggingar eru því sem næst óþekkt fyrirbrigði. Sem dæmi um ófremdarástandið má nefna að talið er að 17 af hverjum 100 bandarískum unglingum kunni ekki að lesa! Einnig er talið að 4% hæstlaunaðra bandarískra fjöl- skyldna hafi jafnhá árslaunun og 51% almennra laun- þega til samans! Það sem gerst hefur í bandarísku þjóðfélagi er í stuttu máli það að þeir ríkari verða ríkari og þeir fátæku fátæk- ari. Bilið eykst dag frá degi. Þjóðarauðurinn skiptist á fárra hendur en þorri þjóðarinnar lifir í eymd og volæði. Þjóðfélagið er smám saman að rotna innan frá. Sama öfugþróun hefur átt sér stað í Bretlandi, þótt hún sé skemur á veg komin. Það væri fróðlegt að heyra í íslensku frjálshyggjupost- ulunum nú. Þeir treysta sér vonandi til að skýra út fyrir íslenskum almenningi hvað hafi farið úrskeiðis í „fyrir- myndarríkinu“. Er ekki hugsanlegt að við íslendingar getum dregið lærdóm af þeim óeirðum sem brotist hafa út í bandarísku þjóðfélagi að undanförnu? Gæti hugsast að hið raunveru- lega fyrirmyndarríki sé nær okkur en margur hyggur? BB. Ungur Akureyringur sigraði í keppni norrænna þjónanema: „Ætti að nýtast mér í atvmniileitmm“ - segir Sigmar Örn Ingólfsson sem tekur sveinsprófið í þessari viku Sigmar Örn með bikarana sem hann hlaut í verðlaun. Sá minni er eignarbik- ar en þeim stærri þarf að skila að ári. Mynd: Goiii Rebekka umhellir víninu undir vökulum augum dómaranna sem fyigdu þeim hvert fótmál og skrifuðu látlaust athugasemdir. Ekki alls fyrir löngu unnu tveir íslenskir þjónsnemar gullverð- laun í keppni norræna þjóna- og matreiðslunema sem haldin var í Espoo, skammt fyrir utan Helsinki í Finnlandi. Annar þessara nema var ungur Akur- eyringur, Sigmar Örn Ingólfs- son, en hann hefur numið kúnstirnar á Fiðlaranum og lýkur sveinsprófi í þessari viku. Dagur hitti hann að máli og bað hann fyrst að segja hvernig það hefði atvikast að hann tók þátt í þessari keppni." „Ég tók þátt í undankeppni sem haldin var á vegum Sam- bands veitinga- og gistihúsa í febrúar. Þar kepptu sjö þjónar og við vorum efst, ég og Rebekka Jane Clarke, nemi á Hótel Óðins- véum í Reykjavík. Að því loknu hófst undirbúningurinn, en hann stóð í hálfan annan mánuð fram að keppninni í Finnlandi.“ - Hvernig æfðuð þið ykkur? „Við æfðum fjórum sinnum í viku undir handleiðslu Halldórs Malmberg sem var þjálfarinn okkar. Á mánudögum æfðum við fyrirskurð á kjöti og fiski, á þriðjudögum vorum við á barnum, á miðvikudögum var eldsteikingin á dagskrá og á fimmtudögum æfðum við blóma- og borðskreytingar. Við Rebekka kepptum sem lið og samstarf okkar gekk mjög vel.“ Með fímm dómara yfír sér - Og svo fóruð þið út í byrjun apríl. „Já, við flugum til Stokkhólms 8. apríl og tókum ferju þaðan til Finnlands. Við gistum á fínu hóteli, Hotelli Kuninkantie í Espoo en keppnin fór fram á hótel- og veitingaskóla þar í bæ. Með okkur voru þjálfarinn og einnig tveir matreiðslunemar ásamt þjálfara sínum sem kepptu í flokki matreiðslunema. Keppnin hófst svo klukkan hálfníu laugardaginn 11. apríl. Við byrjuðum á því að leggja á borð fyrir átta manns. Við urðum einnig að skreyta það og að því loknu var borðið dæmt. í hádeg- inu þjónuðum við gestunum átta til borðs, bárum þeim súpu í forrétt, skárum fisk og bárum þeim kjöt á fati í aðalrétt og þurftum síðan að flambera eftir- réttinn. Þá þurftum við að umhella víni úr flöskum í karöfl- ur vegna botnfalls. Meðan á þessu stóð voru ávallt 3-5 dómar- ar yfir okkur og fylgdust með hverri hreyfingu okkar. Síðdegis þurftum við svo að leggja á borð fyrir sex manns í kvöldverð ásamt því að semja matseðilinn og velja vín með matnum. Af og til var okkur kippt inn á barinn þar sem við bjuggum til kokteila en við lærð- um rúmlega tuttugu slíkar blönd- ur utan að. Við þurftum hins veg- ar ekki að þjóna til borðs um kvöldið. Þess í stað var okkur sjálfum boðið út að borða og á diskótek á eftir. Verðlaunaafhendingin fór svo fram á sunnudagsmorgni á rosa- lega flottu hóteli sem heitir Hotel Strand Inter-Continental. Úrslit- in voru kynnt þannig að byrjað var á fimmta sætinu og þegar fjórða sætið var tilkynnt létti mér óneitanlega því þá var ljóst að við höfðum komist í verðlauna- sæti. Það var vissulega gaman að vinna, en ég átti ekki frekar von á því, mér fannst Danirnir mjög öruggir, en þeir lentu í öðru sæti.“ íslensku matreiðslunem- unum gekk ekki eins vel, en þeir höfnuðu í þriðja sæti. Stærsti sigurinn Þau Sigmar Örn og Rebekka eru ekki fyrstu íslendingarnir til að sigra í þessari keppni því af þeim sex skiptum sem hún hefur verið haldin hafa íslendingar sigrað þrívegis. Munurinn hefur hins vegar aldrei verið meiri á sigur- vegurunum og þeim sem lentu í öðru sæti. Óneitanlega glæsilegur árangur hjá þessum ungu kepp- endum. Hverju þakkar Sigmar hann? „Ég þakka það fyrst og fremst góðum undirbúningi, bæði á æfingunum í Hótel- og veitinga- skólanum syðra og ekki síður hér á Fiðlaranum. Svo hafði það mik- ið að segja að samstarf okkar Rebekku var mjög gott, við þurftum varla nema að líta hvort á annað til að vita hvað ætti að gera næst.“ - Nú ert þú að ljúka sveins- prófi, hvað tekur svo við? „Ég ætla nú að byrja á að fara í ferðalag með skólasystkinum mínum, en að því loknu tekur atvinnuleitin við. Mig vantar vinnu og mig langar að prófa að vinna í útlöndum." - Verðlaunin ættu nú að létta þeir leitina, ekki satt? „Jú, maður skyldi ætla það. Þessi keppni er virt í faginu sem sést á því að í Danmörku tóku um sex þúsund nemar þátt í undankeppninni. Ég lærði líka mikið á undirbúningnum og keppninni, bæði hér heima og úti, og það kemur sér vel í sveinsprófinu,“ sagði Sigmar Örn Ingólfsson sem ætti að vera orð- inn þjónn þegar þetta birtist. íslensku keppendurnir í Espoo, frá vinstri: Halidór Malmberg þjáifari, Sigmar Örn, Rebekka Jane Clarke, Kristján Sæmundsson þjálfari mat- reiðslunemanna, Bergleifur Joensen og Þröstur Magnússon.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.