Dagur - 06.05.1992, Blaðsíða 12

Dagur - 06.05.1992, Blaðsíða 12
wssm heimsendingarþjónusta alla daga Sunnudaga til fimmtudaga kl. 12.00-S2.50 Föstudaga og laugardaga kl. 12.00-04.50 Hádegistilboð alla daga VEITINGAHUSIÐ Akureyri, miðvikudagur 6. maí 1992 Atkvæðagreiðslu um miðlunartillöguna lýkur í kvöld: Ottast að fáir greiði atkvæði - segir Sævar Frímannsson, formaður Einingar Glerárgötu 80 • ® 86690 Sævar Frímannsson, formaður Verkalýðsfélagsins Einingar, segiriað því miður sé ekki hægt að hrópa húrra fyrir aðsókn að kynningarfundum Einingar um miðlunartillögu ríkissáttasemj- ara og ef eitthvað sé að marka hana megi gera ráð fyrir dræmri þátttöku Einingarfé- laga í atkvæðagreiðslu um miðlunartillöguna. Kosning hófst í gær og lýkur í kvöld. „Mér heyrðist fólk ekki vera ánægt með miðlunartillöguna, en ég held að það geri sér almennt grein fyrir að lengra varð ekki komist að sinni,“ sagði Sævar. Miðlunartillagan var kynnt á fundum á Grenivík, Hrísey, Dal- vík og Ólafsfirði í síðustu viku og sl. mánudagskvöld á Akureyri. A fundinn á Grenivík komu 14 manns, 15 í Hrísey, 40 á Dalvík, 37 í Ólafsfirði og 48 á Akureyri. „Þetta er mjög léleg fundarsókn og mér heyrist á formönnum ann- Áburðardreifing að hefjast: Bændur nota mun minni áburð Dreifing áburðar er ekki almennt hafin en einhverjir bændur munu þó vera farnir að bera á einstakar spildur sem þeir hyggjast nota til beitar. Útlit er fyrir mun minni áburð- arnotkun í vor en á undanförn- um árum vegna mikilla birgða af heyi frá síðastliðnu sumri. Flestir bændur munu hafa lagt inn pantanir á svipuðu magni áburðar og venjulega. Nú er hins vegar ljóst að margir þeirra hyggjast bera mun minna magn áburðar á tún sín en á undanförn- um árum. í einstöku tíðarfari á síðastliðnu sumri aflaðist mun meira magn af heyi á flestum bæjum en í venjulegu árferði og allt að því helmingi meira á sum- um bæjum. Margir bændur eiga því enn mikið af góðu heyi í hlöðum sínum og margir eiga heybirgðir innpakkaðar í plast, sem þeir hyggjast nota næsta vetur. Ólafur Vagnsson, ráðu- nautur hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar, staðfesti þetta og kvaðst hafa heyrt bændur ræða þessi mál. Ólafur sagði að þótt bændur ætluðu að spara áburðar- kaup í vor væri ekki sama á hvern hátt þeir framkvæmdu þann sparnað. Varasamt væri að draga jafnt úr áburðarnotkun á öll tún. Nauðsynlegt væri að velja ein- stakar spildur sem ekki yrði borið á að þessu sinni en fullur áburð- arskammtur notaður á aðrar. Sérstaklega ætti þetta við um þá bændur sem stunda kúabúskap. Ef áburðarnotkunin verði dregin saman þýði það rýrara efnainni- hald heysins og leiði hugsanlega af sér aukna fóðurbætisgjöf. Ólafur sagði að nú þegar mikl- ar heybirgðir væru til staðar væri kjörið tækifæri fyrir bændur að sinna endurræktun túna. Taka til dæmis fyrir gamlar túnspildur sem mikil órækt væri komin í og vinna þær á nýjan leik. ÞI arra félaga hér á svæðinu að fundarsókn hafi verið svipuð á kynningarfundunum hjá þeim,“ sagði Sævar. Atkvæðagreiðsla um miðlunar- tillöguna hófst í gær og lýkur henni í kvöld. Hjá Einingu er kosið á skrifstofum félagsins á hverjum stað nema á Grenivík, en þar er kosið í gamla barnaskólan- um. Á Akureyri stendur kjör- fundur í dag frá kl. 10 til 22, en á hinum stöðunum frá kl. 13 til 20. Atkvæði Einingarfélaga af öllu Eyjafjarðarsvæðinu verða talin á skrifstofu Einingar á Akureyri og gerir Sævar ráð fyrir að talning hefjist fljótlega upp úr hádegi á fimmtudag. Niðurstaðan verður síðan send bréflega til ríkissátta- semjara. Sævar sagðist óttast að miðað við fjölda fundargesta á kynning- arfundunum myndu fáir Eining- arfélagar taka afstöðu til miðlun- artillögunnar í atkvæðagreiðslu. Hann sagðist vilja hvetja þá til að greiða atkvæði og benti á að ef þátttaka yrði minni en 20%, þá skoðaðist tillagan samþykkt, jafnvel þótt allir þeir sem tækju þátt í atkvæðagreiðslunni greiddu henni mótatkvæði. óþh „Farðu varlega“, gæti sú gamla verið að segja við „dóttur“ sína - sauðburð- ur í Eyjafirði er að hefjast. Mynd: Goiii Gengíð frá kaupum Þormóðs ramma á meirihluta hlutaflár í Skildi hf. - óbreyttur rekstur á Skildi Blaðið greindi frá því í gær að viðræður stæðu yfír um kaup Þormóðs ramma hf. á Siglu- fírði á meirihluta hlutafjár í Skildi hf. á Sauðárkróki. Nú hefur verið gengið frá kaup- samningi milli Þormóðs ramma og sex hlutafjáreigenda í Skildi sem samtals eiga um 52% hlutafjár. Þeir aðilar sem eru að selja hlutabréf sín í Skildi hf. eru: Eimskip hf., Jöklar hf., Trygg- ingamiðstöðin hf., BYKO hf., ístak hf. og Hagkaup hf. Samtals nemur hlutur þessara sex fyrir- tækja um 52% af hlutafé Skjaldar, en í staðinn fá þau hlutabréf í Þormóði ramma hf. fyrir að nafnverði um 20 milljónir króna. Sauðárkróksbær á um 18% hlutafjár í Skildi hf. og voru málefni fyrirtækisins tekin fyrir á fundi bæjarráðs sl. mánudags- kvöld. Þar lögðu Knútur Aadne- gard (D) og Björn Sigurbjörns- son (A), bæjarfulltrúar, fram bókun þess efnis, að þeir væntu þess að þessar breytingar á meiri- Akureyri-Dalvík: Sjávarútvegsráðherra Óman í heimsókn - skoðar fyrirtæki og stofnanir í dag og á morgun og ræðir við forsvarsmenn þeirra Sjávarútvegsráðherra Óman kemur í heimsókn til Akur- eyrar í dag og mun hann ásamt fylgdarliði skoða fyrir- tæki og stofnanir á Akureyri og Dalvík í dag og á rnorgun og ræða við forsvarsmenn þeirra. Ráðherrann er stadd- ur hér á landi í opinberri heimsókn í boði Þorsteins Pálssonar, sjávarútvegs- ráðherra. Alls koma 9 gestir frá Óman til bæjarins og tekur Halldór Jónsson bæjarstjóri á Akureyri á móti þeim á Akureyrarflug- velli kl. 08.40. Um kl. 09.30 hefst skoðunarferð um Akur- eyri, undir leiðsögn Árna Stein- ars Jóhannssonar, umhverfis- stjóra Akureyrarbæjar. Sjávarútvegsráðherra Óman mun ásamt fylgdarliði, skoða Mjólkursamlag KEA, Slipp- stöðina, Útgerðarfélag Akur- eyringa hf. og Verkmenntaskól- ann, þar sem m.a. verður sýn- ing á framleiðsluvörum til sjáv- arútvegs. Dagskránni í dag lýk- ur með kvöldverði í boði bæjar- stjórnar Akureyrar. Á morgun fimmtudag verður móttaka fyrir ráðherra og gesti á Dalvík kl. 09.00 og mun Helgi Þorsteinsson, bæjarritari, taka á móti þeim fyrir hönd bæjar- stjórnar. Auk þess verða fyrir- tækin Sæpiast og Söltunarfélag Dalvíkur skoðuð. Heimsókn ráðherra og fylgd- arliðs til Eyjafjarðar lýkur kl. 14.00 á rnorgun en þá halda gestirnir aftur til Reykjavíkur. -KK hlutaeign í Skildi hf. yrðu til efl- ingar atvinnulífs á Sauðárkróki. Anna Kristín Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi Alþýðubandalags- ins, lýsti hinsvegar yfir undrun sinni og hryggð, yfir að gengið hefði verið til samninga við útgerðaraðila utan bæjar um þessi kaup án samráðs við bæjar- yfirvöld, þrátt fyrir yfirlýsingar frá sl. hausti um að ekki yrði gengið gegn vilja bæjarstjórn- ar í málinu. Á bæjarráðsfundinum var einnig tekið fyrir bréf frá Fiskiðj- unni-Skagfirðingi, varðandi þessi sölumál og þar óskaði fyrirtækið eftir því að Sauðárkróksbær beitti sér fyrir viðræðum við heimaaðila um kaup á þessum hlutabréfum. Bæjarráð afgreiddi bréfið á þann máta, að bærinn ætti þess ekki kost að koma á slíkum viðræðum þar sem þegar hefði verið gengið frá sölunni. Ekki náðist í Vilhjálm Egils- son, stjórnarformann Skjaldar hf., í gær vegna þessarar sölu, en aðalfundur Skjaldar hf. verður haldinn nk. sunnudag. Rekstur fyrirtækisins hefur gengið fremur illa að undanförnu og uppihald verið í frystihúsi þess á Sauðár- króki og að sögn Árna Guð- mundssonar, framkvæmdastjóra Skjaldar hf., var rekstrarhalli síð- asta árs tæpar fimm milljónir króna. Að sögn forráðamanna Þor- móðs ramma er ekki stefnt að neinum stórvægilegum breyting- um á rekstri Skjaldar hf. Þeir segja ætlunina vera að reka áfram frystihús á Sauðárkróki og Drangey muni áfram eiga sína heimahöfn þar. Hinsvegar verði að sjálfsögðu leitast við að gera reksturinn sem hagkvæmastan. SBG Akureyri: Skólastígur 5 keyptur fyrir sambýli aldraðra sam- Bæjarstjórn Akureyrar þykkti á fundi sínum í gær að kaupa húseignina Skólastíg 5, sem er á horni Skólastígs og Laugargötu, fyrir sambýli aldr- aðra. Bærinn kaupir húsið af Unni Björnsdóttur og Rögn- valdi Þórhallssyni og er kaup- verðið 12 milljónir króna. Að sögn Björns Þórleifssonar, deildarstjóra öldrunardeildar Akureyrarbæjar, er gert ráð fyrir að það kosti 8 milljónir króna að gera nauðsynlegar breytingar á húsinu, sem felast í að lækka gólf í kjallara, skipta um og stækka kjallaraglugga, setja lyftu í húsið og útbúa herbergi í kjallara. Húsið verður afhent 1. septem- ber og fljótlega eftir það hefjast framkvæmdir. Gert er ráð fyrir að í húsinu verði 10 einstaklingar. óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.