Dagur - 06.05.1992, Blaðsíða 3

Dagur - 06.05.1992, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 6. maí 1992 - DAGUR - 3 Fréttir Endursöluíbúðir aldraðra á Akureyri: „Fráleitt að spá verðhruni - segir Hermann R. Jónsson hjá Fasteignasölunni hf. 64 Spár um yfirvofandi verðhrun á fasteignamarkaðinum á Akur- eyri vegna byggingar á 70 íbúð- um fyrir aldraða hafa valdið nokkrum titringi í bænum. Ibúðareigendur hafa óttast um sinn hag og töluvert álag hefur verið á símalínum hjá fast- eignasölum. Sumir vilja selja sem fyrst til að lenda ekki í „verðhruninu“ en ekki eru all- ir sammála þeim spádómum sem viðmælendur Dags í gær héldu á lofti. Hermann R. Jónsson hjá Fast- eignasölunni hf. er ekki sammála því sem fram kemur í frétt Dags í gær þar sem viðmælendur blaðs- Sauðárkrókur: Stúdentsefiii „diniitera“ Með vorinu fæðist prófskrekkur hjá skólafólki, en jafnframt eftir- vænting hjá þeim sem t.d. eru að brautskrást úr fjölbrauta- og menntaskólum. í flestum fram- haldsskólum er til siðs að ir stúdentsefni létti sér upp fyrir prófin og „dimiteri“ og það var einmitt það sem þessi'fríði hópur úr Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki var að gera þegar Dagur rakst á hann. „Mexíkanamir“ á Sauðárkróki eru þó töluvert fleiri, en þann 23. þessa mánaðar munu 37 nemend- ur væntanlega brautskrást frá skólanum og þar af 24 með stúdentspróf. SBG ins telja að það muni hafa mikil áhrif á fasteignamarkaðinn þegar aldraðir selja núverandi íbúðir sínar og flytja í íbúðir fyrir aldr- aða sem byggja á við Bugðusíðu. Hermann telur að engin rök fyrir verðhruni hafi komið fram. „Ég fékk þær upplýsingar hjá Húsnæðisskrifstofu Akureyrar- bæjar að 37 manns væru búnir að staðfesta kaup á íbúðum í þess- um húsum. Þar af eru 33 með endursöluíbúðir á ntarkaðinum núna og átta af þeim eru þegar seldar. Þá eru núna 25 íbúðir í endursölu og á Akureyri eru fimm fasteignasölur þannig að þessi viðbót skiptir engu máli ef hún dreifist á fasteignasölurnar. Þessar endursöluíbúðir sem aldr- aðir eru að losa verða á markað- inum í eitt til eitt og hálft ár og eiga ekki að hafa nein teljandi áhrif. Mér finnst fráleitt að spá verðhruni vegna þessa,“ sagði Hermann. Hann bætti því við að Akur- eyrarbær keypti 10 af þessum 70 íbúðum til útleigu fyrir aldraða sem væru undir eigna- og tekju- mörkum og því yrðu í mesta lagi 60 íbúðir í endursölu. Þessi við- Bændaskólinn Hólum í Hjaltadal: Búfræðingar útskrifaðir við skólaslit Bændaskólanum Hólum í Hjaltadal var slitið sl. fímmtu- dag. Tuttugu og þrír nemendur stunduðu nám í efri deild skól- ans í vetur og útskrifuðust þeir allir sem búfræðingar. Bestum árangri á búfræðiprófí náði Jóhanna Stella Jóhanns- dóttir með 9 í einkunn, en næstur kom Guðni Ágústsson með 8,6. Við skólaslitin sagði Svein- björn Eyjólfsson, skólastjóri, m.a. þetta: „Verknám hefurfarið vaxandi í Hólaskóla undanfarið. Nú þurfa allir nemar að vinna töluvert með náminu, hvort sem er í fiskeldisstöð, við rannsóknir, í fjárhúsi eða í hesthúsi. Það er ekki nóg að kenna af bókinni, verkin verða að fylgja. Hólaskóli hyggur á aukið samstarf við erlenda skóla um verknám og fyrsti vísir að því verður hér í sumar er við fáum þrjá finnska verknema. Vonandi getum við síðan strax á næsta ári sent nema í verknám erlendis.“ í ræðu skólastjóra Bændaskól- ans kom einnig fram að hrossa- rækt, reiðmennska og tamningar er það sem mestrar athygli nýtur í starfi skólans um þessar mundir. Til marks um það stund- uðu 53 nemendur nám við skól- ans sl. vetur. Þar af 49 á almennri búfræðibraut og af þeim völdu 42 hrossarækt. Akureyrarbær: Lagði 489 milljómr til atvirmumála á tveimur árum - miðað við höfðatölu samsvarar það því að Reykjavíkur- borg hefði lagt allt andvirði nýja ráðhússins í atvinnumál Á fundi bæjarráös Akureyrar í síðustu viku uröu umræður um fjárveitingar bæjarins til atvinnumála. Þar kom fram að frá árinu 1987 hefur bærinn lagt um 580 milljónir króna til atvinnufyrirtækja í bænum, þar af 489 milljónir á árunum 1990-91. Miðað við höfðatölu samsvara framlög bæjarins á síðustu tveimur árum til þess að Reykjavíkurborg legði 3,4 milljarða til atvinnumála en það er meira en andvirði nýja ráðhússins. Minnst af þessum framlögum bæjarins er þó í formi hefðbund- inna styrkja þó að þeir hafi aukist líka. Mestu munar hins vegar um hlutafjárkaup bæjarins í atvinnu- fyrirtækjum. Á árunum 1987-89 keypti bærinn hlutafé á hverju ári fyrir 3,7-5,7 milljónir króna en árið 1990 fyrir 308 milljónir og fyrir 50,6 milljónir í fyrra. Einnig hefur orðið talsverð aukning á því að bærinn afskrifi bæjargjöld hjá fyrirtækjum sem eiga í kröggum. Og í fyrra kom nýr liður til sögunnar en hann nefnist áfallnar ábyrgðir, þe. bærinn hefur þurft að standa skil á lánum sem gjaldfallið hafa á bæjarsjóð vegna þess að fyrirtæk- in sem lánin tóku hafa ekki getað staðið undir þeim. Á verðlagi í apríl 1992 jafn- giltu framlög bæjarins til atvinnu- mála 37,6 milljónum króna árið 1987, 23,2 milljónum árið 1988, 30 milljónum árið 1989, 365,4 milljónum árið 1990 og 123,5 milljónum króna í fyrra. Fjárveitingar Akureyrarbæjar til atvinnumála 1987-1991 1987 1988 1989 1990 1991 Styrkir og framlög 2.733.432 4.239.928 4.627.722 5.504.699 7.890.585 Hlutafjárkaup 5.334.000 3.762.000 5.666.000 308.063.375 50.558.155 Lánveltingar 10.097.000 5.868.091 3.500.000 3.483.484 0 Áfallnar ábyrg&ir 0 0 0 0 52.450.018 Afskrifuö bæjargjöld 2.108.762 1.339.735 9.609.964 9.624.268 8.155.248 Samtals 20.273.194 15.209.754 23.403.686 326.675.826 119.054.006 Samtals á ver&lagl apríl '92 37.608.244 23.243.177 29.956.718 365.383.657 123.532.043 Samtals 1987-1991 579.723.839 Aðsókn á fiskeldisbraut hefur hinsvegar minnkað og aðeins þrír nemar útskrifuðust sem fiskeld- isfræðingar á fimmtudaginn var. í máli Sveinbjörns kom samt fram að starfsemi skólans á því sviði væri síður en svo að leggjast af og þó ekki væri útlit fyrir kennslu á brautinni næsta skólaár, væri m.a. litið til skólans sem forystu- aðila í rannsóknum á bleikjueldi. Árangur á búfræðiprófi við Hólaskóla þetta árið var þannig að einn fékk fyrstu ágætiseink- unn, þrettán fengu fyrstu eink- unn, átta aðra einkunn og enginn nemandi þriðju einkunn. SBG bót sem dreifðist á fasteignasöl- urnar á tiltölulega löngum tíma ætti því ekki að hafa nein áhrif á fasteignaverð. SS Sauðárkrókur: Stoftiun félags eldri borgara - stefnt að byggingu þjónustuíbúða Almennur borgarafundur um stofnun félags eldri borgara á Sauðárkróki og byggingu þjón- ustuíbúða fyrir aldraða, var haldinn á Sauðárkróki sl. mánudag. Á fundinum var kosið í nefnd til að vinna að undirbúningi við stofnun félags eldri borgara og er ætlunin að stofnfundur verði í september á þessu ári. Á fundinum gerði nefnd, sem kannað hefur byggingu þjónustu- íbúða fyrir aldraða, grein fyrir niðurstöðum sínum. Ásgeir Jóhannesson, frá Sunnuhlíðar- samtökunum í Kópavogi og Gunnar Björnsson, sem unnið hefur mikið að byggingarmálum eldri borgara í Reykjavík, fluttu báðir erindi um þjónustuíbúðir og sína reynslu af þeim. í lok fundar var síðan borin upp tillaga að stofnun Félags eldri borgara á Sauðárkróki og kosið í undirbún- ingsnefnd fyrir það. Skemmst er frá að segja að til- lagan var samþykkt samhljóða og í nefndina voru kosin: Ingvar Gýgjar Jónsson, Sigurlaug Gunn- arsdóttir og Sigmundur Pálsson. Þau munu í sumar vinna að undirbúningi að stofnun félags- ins, en það er talið vera fyrsta skrefíð í átt að byggingu þjónustu- íbúða fyrir aldraða. Stefnt er að stofnun félagsins í september, en á fundinum, sem var mjög fjölmennur, skráðu 50 manns sig á lista sem félagar þeg- ar þar að kæmi. SBG Aðalfundur Handknattleiksdeildar veröur haldinn í Hamri, mánudaginn 11. maí kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Frá menntamálaráðuneytinu Þróunarsjóður leikskóla Auglýsing um styrkveitingu vegna þróunar- verkefna í leikskólum. Tilgangur styrksins er að stuðla að þróunarverk- efnum í leikskólum. Með þróunarverkefnum er átt við nýjungar, tilraunir og nýbreytni í uppeldis- starfi. Um styrk geta sótt sveitarstjórnir og/eða leikskólastjórar. Sækja má um styrk til nýrra verkefna og verkefna sem þegar eru hafin. Umsókn leikskólastjóra skal fylgja umsögn við- komandi rekstraraðila. Styrkumsóknir skulu berast menntamálaráðuneytinu fyrir 30. maí 1992 á þar til gerðum eyðublöðum, sem fást afhend í afgreiðslu menntamálaráðuneytisins, Sölvhólsgötu 4, Reykjavík. Reykjavík 4. maí 1992.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.