Dagur - 06.05.1992, Blaðsíða 11

Dagur - 06.05.1992, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 6. maí 1992 - DAGUR - 11 ÍÞRÓTTIR Jón Haukur Brynjólfsson Handknattleikur: Fjölsótt Toyota-mót á Húsavík Toyota-mótið í handknattleik var haldið á Húsavík um síð- ustu helgi. Um 430 börn á aldr- inum 8-14 ára mættu til leiks og mun þetta vera stærsta hand- knattleiksmót sem haldið hefur verið utan Reykjavíkur. KA, IR og Grótta skiptu með sér gull v erðlaununum í flokkunum. Keppt var í 6. flokki karla, 5. flokki karla og kvenna og 4. flokki kvenna. Keppendur komu frá Völsungi, KA, Þór, Hetti, Huganum, Gróttu, ÍR, Fjölni og Umf. Bessastaðahrepps. Þess má geta að allir flokkar frá f>ór voru kjörnir prúðustu lið mótsins, innanvallar sem utan. Þá fengu KA-menn sérstakar kveðjur frá húsverðinum í skólanum þar sem hópurinn gisti og má segja að Akureyrarliðin hafi verið heimabæ sínum til sóma á Húsavík um helgina. Úrslit á mótinu urðu þessi: 6. flokkur drengja, A-liö 1. Grótta 6 2. KA 4 3. Völsungur 2 4. Þór 0 Markahæstir: Indriði Sigurðs- son, Gróttu, 14, Sveinn Stefáns- son, KA, 9, og Gunnar Sigurðs- son, Völsungi, 6. 6. flokkur drengja, B-C-lið 1. KA-b 9 2. Grótta 7 3. KA-C 7 4. Þór-C 4 5. Þór-B 3 6. Völsungur 0 Markahæstir: Steinn Kr. Bragason, KA-C, 11, Heimir Jóhannesson, KA-C, 10, Ragnar O. Rafnsson, Gróttu-B, 9. 5. flokkur stúlkna, A-lið 1. KA 7 2. Grótta 5 3. Fjölnir 5 4. Völsungur 3 5. UMFB 0 Markahæstar: Jóna Kristín Gunnarsdóttir, Völsungi, 16, Guðbjörg Þóra Þorsteinsdóttir, Gróttu, 7, Sigurdís Ólafsdóttir, UMFB, 6, Inga B. Barkardóttir, Fjölni, 6. 5. flokkur stúlkna, B-C-lið. 1. KA-B 5 2. Völsungur 4 3. Grótta-B 3 Markahæstar: Kolbrún Sara Larsen, Völsungi, 6, Elísabet Einarsdóttir, KA, 6, Aðalheiður Kjærnested, Gróttu, 4. 5. flokkur drengja, A-lið 1. ÍR 10 2. KA 7 3. Þór 7 4. Grótta 2 5. Fjölnir 2 6. Völsungur 1 Markahæstir: Guðbrandur Elí Lúðvíksson, ÍR, 16, Óttar Erling Sigurðsson, ÍR, 14, Birgir Birgis- son, Þór, 13. 5. flokkur drengja, B-C-lið 1. ÍR-B 2. KA-B 3. Þór-B 4. ÍR-C Markahæstir: Bjarni Fritzson, ÍR-C, 11, Valur Arnarson, ÍR-B, 11, Benedikt Brynleifsson, KA- B, 9. 4. flokkur stúlkna 1. KA 7 2. Völsungur 3 3. Fjölnir 2 Markahæstar: Ágústa Arnar- dóttir, Fjölni, 12, Elín E. Torfa- dóttir, KA, 9, Fanney Stefáns- dóttir, KA, 8. IM/JHB 5. flokkur KA sem varð í 2. sæti í keppni A-liða. Myndir: IM Maríanna tekur við viðurkenningum úr hendi Aðalheiðar Stefánsdóttur, fráfarandi formanns Æskunnar. Maríanna íþróttamaður Munnar Maríanna Hansen var kjörin íþróttamaöur Umf. Æskunnar 1991 á aöalfundi á Svalbarðs- strönd fyrir skömmu. Maríanna keppir í frjálsum íþróttum og hefur átt bestu gengi að fagna í hástökki en í þeirri grein varð hún íslandsmeistari bæði innan- og utanhúss á síðasta ári, stökk 161 cm inni og 160 úti. Á aðalfundinum var Hólmfríð- ur Freysdóttir kjörin formaður Æskunnar. Starfið í frjálsum íþróttum er blómlegt hjá félaginu og þar er margt efnilegra íþrótta- manna. -KK/JHB Blak: 370 „öldungar“ á Sigló 17. Öldungamótið í blaki var haldið á Siglufirði um síðustu helgi. Mótið er orðið eitt stærsta íþróttamót sem haldið er hérlendis og hafa keppend- ur aldrei verið fleiri en um helgina, eða um 370 talsins í 42 liðum, alls staðar að af land- inu._____________________ Knattspyrna: Pollamót Eim- skips í Ólafsfirði KSÍ hefur samþykkt að keppni í Norðurlandsriðli í Pollamóti Eimskips og KSÍ í knattspyrnu 6. flokks fari fram í Ólafsfirði. Það er knattspyrnudeild Leift- urs sem heldur keppnina og fer hún fram helgina 11.-12. júlí. Pollamót Eimskips er nokkurs konar óopinbert íslandsmót fyrir 6. flokk, leikið er í riðlum víðs- vegar um landið og siguriiðin taka síðan þátt í úrslitakeppni. Gert er ráð fyrir að keppendur í Ólafsfirði verði um 150 talsins frá Blönduósi, Hvammstanga, Sauð- árkróki, Siglufirði, Dalvík, Akureyri, Grenivík og Húsavík, auk heimamanna frá Ölafsfirði. „Þetta gekk mjög vel, allar tímaáætlanir stóðust og keppni var jöfn og spennandi. Svo luk- um við mótinu með hörkuloka- hófi á laugardagskvöldið sem lukkaðist mjög vel. Ég held að allir hafi farið ánægðir heim og hlakki til að hittast aftur að ári,“ sagði Runólfur Birgisson, „öld- ungur“ mótsins, eða mótsstjóri. Keppt var í deildaskiptum öldungaflokki 30-40 ára og öðlingaflokki 40 ára og eldri. Úrslit urðu þessi: 1. deild karla 1. Þróttur 10 2. Óðinn 8 3. Mosöld 6 1. deild kvenna 1. HK 10 2. Eik 8 3. Völsungur 6 2. deild karla 1. Fram . 12 2. Rimar 10 3. Sindri 8 2. deild kvenna 1. Súlur 1 14 2. HK 14 3. Eik 12 4. Víkingur 10 Öðlingar karla 1. Óðinn 12 2. Skautar 10 3. Bresi 8 Knattspyrna: Fjögur landslíð á leið út - Þorvaldur ekki með gegn Grikkjum í gær var kynnt val á fjórum íslenskum landsliðum í knatt- spyrnu, A-landsliði karla sem mætir Grikkjum í undankeppni Heimsmeistarakeppninnar 13. maí, U-21 árs liði karla, sem leikur gegn Grikkjum í Evrópu- keppninni 12. maí, U-18 liði karla sem tekur þátt í móti í Tékkóslóvakíu 12.-16. maí og A-liði kvenna sem leikur gegn Englandi 17. maí og Skotlandi 20. maí í Evrópukeppni kvennalandsliða. Það kemur fátt á óvart í valinu á A-landsliði karla en liðið skipa eftirtaldir: Birkir Kristinsson, Fram, Friðrik Friðriksson, ÍBV, Arnór Guðjohnsen, Bordeaux, Eyjólfur Sverrisson, Stuttgart, Sigurður Grétarsson, Grasshopp- ers, Guðni Bergsson, Totten- ham, Sævar Jónsson, Val, Rúnar Kristinsson, KR, Arnar Grétars- son, UBK, Valur Valsson, UBK, Kristján Jónsson, Fram, Kristinn R. Jónsson, Fram, Baldur Bjarna- son, Fram, Andri Marteinsson, FH, Hörður Magnússon, FH, og Ólafur Kristjánsson, FH. Eins og sjá má gefur Eyjólfur Sverrisson kost á sér þótt hann standi í ströngu í toppbaráttu þýsku úrvalsdeildarinnar en Þorvaldur Örlygsson leikur ekki vegna meiðsla. Þá tilkynnti Ormarr Örlygsson, KA, á dögunum að hann gæfi ekki kost á sér vegna anna. Gummi Ben. og Lárus Orri í U-21 Guðmundur Benediktsson, hinn ungi og efnilegi leikmaður Ekeren í Belgíu, er nú valinn í U-21 eins árs hópinn í fyrsta skipti en hann er aðeins 18 ára. Lárus Orri Sig- urðsson, 19 ára úr Þór, er einnig valinn í hópinn í fyrsta sinn og þar er líka að finna leikmann Leifturs á Ólafsfirði, Pétur Marteinsson sem áður lék með Fram. Hópurinn er þannig skipaður: Ólafur Pétursson, ÍBK, Þórður Þórðarson, ÍA, Guðmundur Benediktsson, 18 ára, og sinn í U-21 landsliðinu. Arnar Gunnlaugsson, ÍA, Bjarki Gunnlaugsson, IA, Þórður Guð- jónsson, IA, Sturlaugur Haralds- son, ÍA, Pétur Marteinsson, Leiftri, Steinar Guðgeirsson, Fram, Ásgeir Ásgeirsson, Fram, Finnur Kolbeinsson, Fylki, Þór- hallur Dan, Fylki, Gunnar Pét- ursson, Fylki, Sigurður Örn Jónsson, KR, Hákon Sverrisson, UBK, Lárus Orri Sigurðsson, Þór, og Guðmundur Benedikts- son, Ekeren. Tveir KA-menn í U-18 U-18 ára liðið tekur þátt í 8 liða móti í Piestany í Tékkóslóvakíu og verður í riðli með Tékkum, Pólverjum og Ungverjum. Tveir KA-menn eru í liðinu, þeir ívar Bjarklind og Sigþór Júlíusson. Hópurinn er þannig skipaður: Árni Arason, ÍA, Alfreð Karlsson, ÍA, Pálmi Haraldsson, ÍA, Hrafnkell Kristjánsson, FH, Lúðvík Jónasson, Stjörnunni, Sigurbjörn Hreiðarsson, Val, Þorvaldur Ásgeirsson, Fram, ívar Bjarklind, KA, Sigþór Júlíusson, KA, Atli Knútsson, KR, Gunnlaugur Jónsson, ÍA, Ottó Ottósson, KR, Orri Þórðar- son, FH, Helgi Sigurðsson, Vík- ingi, Eysteinn Hauksson, Hetti, og Jóhann Steinarsson. ÍBK. Kvennalandsliðið skipa eftir- Lárus Orri Sigurðsson, 19 ára, í fyrsta taldir leikmenn: Steindóra Steins- dóttir, ÍA, Sigfríður Sophusdóttir, UBK, Arney Magnúsdóttir, Val, Auður Skúladóttir, Stjörnunni, Ásta B. Gunnlaugsdóttir, UBK, Bryndís Valsdóttir, Val, Guðrún Jóna Kristjánsdóttir, KR, Guð- rún Sæmundsdóttir, Val, Hall- dóra Gylfadóttir, ÍA, Helena Ólafsdóttir, KR, íris Steinsdótt- ir, ÍA, Jónína Víglundsdóttir, 1A, Ragna Lóa Stefánsdóttir, Stjörnunni, Sigurlín Jónsdóttir, ÍA, Sigrún Óttarsdóttir, UBK, Vanda Sigurgeirsdóttir, UBK, sem er fyrirliði. Uppskeruhátíð SRAásunnudag Uppskeruhátíð Skíðaráðs Akureyrar fer fram í Sjallan- um sunnudaginn 10. maí. Þar verða veitt verðlaun fyrir öll innanfélagsmót SRA í vetur og boðið upp á veitingar. Verð- launaafhending fyrir 12 ára og yngri hefst kl. 14 og fyrir 13 ára og eldri kl. 16. Að auki verður öllu starfsfólki skíðamóta í vetur boðið í kaffi kl. 15.30. Allir velunnarar skíðaíþróttar- innar eru velkomnir í Sjallann á sunnudag.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.