Dagur - 06.05.1992, Blaðsíða 7

Dagur - 06.05.1992, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 6. maí 1992 - DAGUR - 7 Gluggað í Önnu Bolenu og Töfraflautuna Óperan Anna Bolena eftir Doni- zetti (1797-1848) var fyrst sýnd í Mílanó 1830. í óperunni er farið frjálslega með sögulegar stað- reyndir, en söguþráðurinn er á þá leið að Hinrik VIII Englands- konungur er orðinn afhuga drottningu sinni, Önnu Bolenu. Hirðmær drottningarinnar, Jane Seymour, á hug hans allan. Kon- ungur og liðsmenn hans leita ráða til að finna höggstað á Önnu. Því er komið til leiðar að Smeton, tónlistarmaður við hirð- ina, er fundinn sekur um að eiga í ástarsambandi við Önnu. Þau eru sett í fangelsi og þangað er líka stungið þeim Percy, æsku- unnusta Önnu, og Rochefort, bróður hennar. Gálginn bíður þeirra allra. Lokaþáttur óperunnar hefst á því að hirðmeyjar Önnu, sem hafa fylgt henni í fangelsið, syngja um sálarástand hennar. Þær velta fyrir sér hvort hún hafi misst vitið. Áheyrendur fá síðan að sjá og heyra framhaldið. Mozart (1756-1791) samdi Töfraflautuna á dánarári sínu og var hún frumflutt í Vínarborg í september 1791, tveimur mánuð- um fyrir andlát tónskáldsins. Mozart stjórnaði uppfærslunni sjálfur og fékk hún fádæma góðar viðtökur. Söguþráðurinn er tekinn úr ævintýrinu um dóttur Nætur- drottningarinnar sem vondur galdramaður rænir. Liðskonur Næturdrottningar hafa bjargað prinsinum Tamino frá vondum dreka. Þær biðja Tamino að bjarga Paminu, dóttur Nætur- drottningarinnar, úr klóm Saras- tro hins illa. Þegar Tamino sér mynd af Paminu verður hann strax yfir sig ástfanginn af henni og er því auðfús til fararinnar. Með honum fara furðufuglinn Papageno og þrír drengir. Tam- ino fær töfraflautu sem hjálpar- gagn í förinni og Papageno töfra- klukknaspil. í lokaþættinum er m.a. hið fræga sjálfsmorðsatriði Papagen- os. Hann hefur án árangurs leitað um allt að Papagenu sinni og hyggst nú hengja sig. Þá koma drengirnir þrír og spyrja hvort hann hafi gleymt klukknaspilinu sínu. Hann tekur það fram, spilar á það og Papagena birtist á svið- inu. Dúettinn sem Papageno og Papagena syngja er einn hinn þekktasti í óperubókmenntun- um. Sem fyrr segir verða lokaþættir úr þessum vinsælu óperum fluttir í Samkomuhúsinu í kvöld og annað kvöld. SS Fjölmargir vélsleðamenn voru mættir á glæstum fákum sínum í Hlíðarfjalli. Myndir: Golli Vélsleðamót í Hlíðarflalli Vélsleðamótið Reis 92 var haldið í Hlíðarfjalli ofan Akur- eyrar föstudaginn 1. maí sl. Fjölmargir keppendur þöndu fáka sína í blíðskaparveðri og var keppt í spyrnu, brauta- keppni og snjókrossi. Vélsleða- umboðin styrktu mótið og gáfu verðlaun. Lítum þá á úrslit í einstökum flokkum: Spyrna Flokkur C sek. 1. Arnar Valsteinsson 9,33 2. Árni Grant 9,47 3. Hólmgeir Þorsteinsson 9,65 Flokkur B 1. Halldór Kristjánsson 8,91 2. Vilhelm Vilhelmsson 9,20 3. Björn Ægisson 9,49 Flokkur AA 1. Finnur Aðalbjörnsson 8,31 2. Rúnar Gunnarsson 8,89 3. Jóhannes Reykjalín 9,09 Brautakeppni Flokkur 5 1. Árni Grant 2. Arnar Valsteinsson 3. Jóhann Eysteinsson Flokkur 6 1. Karl Grant 2. Gunnar Hákonarson 3. Sigurður Sigþórsson Flokkur 7 1. Jóhannes Reykjalín 2. Finnur Aðalbjörnsson 3. Guðlaugur Halldórsson Snjókross Lítill flokkur 1. Vilhelm Vilhelmsson 2. Árni Grant 3. Sveinn Sigtryggson Stór flokkur 1. Árni Grant 2. Gunnar Hákonarson 3. Sigurður Sigþórsson SS Árni Grant keppti í ýmsum flokkum og var sigursæll. ALMENN KAUPLEIGUÍBÚÐ Húsnæðisnefnd Akureyrarbæjar auglýsir eftir umsóknum um tvær 3ja herbergja íbúðir í Helga- magrastræti 53. Við úthlutun verður tekið tillit til húsnæðisaðstæðna og fjölskyldustærðar umsækjenda. Lánshlutfall er 90%. Umsóknareyðublöð og allar nánari upplýsing- ar fást á Húsnæðisskrifstofunni, Skipagötu 12, sími 25311. Opnunartími skrifstofunnar er mánudaga til föstudaga frá kl. 10.00 til 12.00 og 13.00 til 16.00. Umsóknarfrestur rennur út þann 23. maí nk. Húsnæðisnefnd Akureyrarbæjar. Veðurathugunarmenn á Hveravöllum Veðurstofa (slands óskar að ráða tvo einstaklinga, hjón eða einhleypinga, til veðurathugana á Hvera- völlum á Kili. Starfsmennirnir verða ráðnir til árs- dvalar, sem væntanlega hefst seint í júlímánuði 1992. Umsækjendur þurfa að vera heilsuhraustir og reglusamir, og nauðsynlegt er, að a.m.k. annar þeirra kunni nokkur skil á meðferð véla. Tekið skal fram, að starfið krefst góðrar athyglisgáfu, nákvæmni og samviskusemi. Laun eru samkvæmt launakerfi ríkisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, heilsufar, menntun, fyrri störf og meðmælum, ef fyrir hendi eru, skulu hafa borist Veðurstofunni fyrir 21. maí n.k. Allar nánari upplýsingar eru gefnar í Tækni- og veðurathugunardeild Veðurstofunnar, Bústáðavegi 9, 150 Reykjavík, sími 600600. © s i ffl llri fjTI rTTI mmm irmr liil fffl III i Mll Ti ffl tlt ffl m m ui i mtmi i't’ itti Ul i ifflffl ffl Ttntrnr fflffllffll Tntrr 1 Frá Menntaskólanum á Akureyri Kennara vantar að skólanum næsta skólaár í dönsku, stærð- fræði og þýsku. Umsóknir skal senda skólameistara fyrir 20. maí nk., sem veitir allar frekari upplýsingar. Menntaskólanum á Akureyri, 5. maí 1992. Tryggvi Gíslason, skólameistari MA. Starfsmaður óskast! Skattstjóri Norðurlandsumdæmis eystra óskar að ráða starfsmann til afleysingar í virðisaukaskatts- deild í um það bil eitt ár. Staðgóð bókhaldskunnátta æskileg. Viðkomandi þarf að geta hafið störf fljót- lega. Nánari upplýsingar getur skattstjóri. Akureyri 5. maí 1992. Skattstjóri Norðurlandsumdæmis eystra. Lausar eru stöður deiidarstjóra og kennara frá 1. ágúst 1992. Kennslugreinar: (slenska, tungumál, raungreinar og siglingafræðigreinar. Umsóknarfrestur er til 20. maí. Upplýsingar í símum 61380 og 61152. Skólastjóri. I

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.