Dagur - 06.05.1992, Blaðsíða 6

Dagur - 06.05.1992, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Miðvikudagur 6. maí 1992 Spurning vikunnar Geirmundur Valtýsson: Ég vona náttúrlega að þeim gangi sem best þarna úti og ég spái að lagið lendi í einu af þremur efstu sætunum. Hörður G. Ólafsson: Ég hef nú ekki heyrt mörg hinna laganna í keppninni, en spái að íslenska lagið lendi í 8.-10. sæti. Hverju spáir þú um gengi íslenska lagsins í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem fram fer um næstu helgi? (Spurt á Sauðárkróki) Sigurdríf Jónatansdóttir: Ég veit ekki hvað skal segja, ætli það verði þó ekki í ein- hverju af tíu efstu sætunum. Ólafur Arnbjörnsson: Ég held að ég hafi varla heyrt annað lag en það íslenska svo því hlýtur bara að ganga vel og ég spái því 8. sæti. Margrét Bóasdóttir (Papagena) og Óskar Pétursson (Papageno) syngja einn þekktasta dúett óperubókmenntanna. Myndir: Golli Óperuvinna söngdeildar Tónlistarskólans á Akureyri: Lokaþættir úr tveimur vinsælum óperum fluttir í Samkomuhúsinu - Anna Bolena eftir Donizetti og Töfraflautan eftir Mozart í kvöld og annað kvöld hafa óperuunnendur norðan heiða ástæðu til að fagna. Nemendur og kennarar söngdeildar Tón- listarskólans á Akureyri setja þá upp lokaþætti úr tveimur vinsælum óperum í Samkomu- húsinu á Akureyri og koma fjölmargir söngvarar fram, bæði kennarar og misjafnlega langt komnir nemendur. Þættirnir verða aðeins ttuttir þessi tvö kvöld. Óperusýningin er afrakstur af óperuvinnu söngdeildar Tónlist- arskólans í vetur. Að sögn Hólm- fríðar Benediktsdóttur, söng- kennara, er stórum áfanga náð með því að fara með óperusýn- ingu á svið. Hún sagði að vitan- lega væri hér ekki sambærileg uppfærsla og hjá atvinnumönn- um og líta bæri á sýninguna sem skólasýningu. Hins vegar setti söngdeildin mark sitt hátt og stefndi að því að innan fárra ára yrðu sýndar óperur árlega á Akureyri. Um óperuvinnu (Opera Workshop) segir Hólmfríður m.a. í söngskrá sem gefin er út í tengslum við tónleikana: „Tónlistarnám er margslungið. En eitt er það sérstaklega sem skilur að nám hljóðfæraleikara og söngvara. Það er textinn. Orðin, ljóðin, óperutextinn felur í sér merkingu, jafnvel söguþráð, sem komast þarf til skila ekki síð- ur en tónlistin sjálf. Þegar söngnemandi hefur lok- ið fyrstu stigum náms síns er tek- ið að krefjast þess að hann öðlist meiri tilfinningu fyrir texta og nái að túlka hana í flutningi sínum. Mjög margir kennslufræðingar telja að óperuvinna sé einhver besta leiðin til að nálgast þetta markmið. Óperutónlist gefur söngvaranum mikið frelsi til túlk- unar án þess að slegið sé af ströngum kröfum tónlistarinn- ar.“ Fjölmargir söngvarar koma fram Söngdeildin mun flytja lokaþætti (Finale) úr óperunum Anna Bol- ena eftir Gaetano Donizetti og Töfraflautunni eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Stjórnandi tónlistar er Gordon J. Jack, píanóleikari Richard Simm, leik- stjóri og kynnir Sigurður Hall- marsson og aðstoðarleikstjóri Hrefna Harðardóttir. í Anna Bolena syngja Hólm- fríður Benediktsdóttir (Anna Bolena), María Vigfúsdóttir (Smeton), Örn Viðar Birgisson (Percy), Haraldur Hauksson (Rochefort) og Jón Árnason (Hervy) og auk þeirra kemur fram kór hirðmeyja og varð- manna. í Töfraflautunni syngja auk kórs einsöngvararnir Margrét Bóasdóttir (Pamina), Óskar Pét- ursson (Tamino), Michael J. Clarke (Papageno), Sólveig Hjálmarsdóttir (Papagena), Hildur Tryggvadóttir, Dagný Pétursdóttir, Þuríður Vilhjálms- dóttir, Sigurður Baldursson, Jón Helgi Þórarinsson, Kristín Alfreðsdóttir, Margrét Sigurðar- dóttir, Guðný Erla Guðmunds- dóttir, Magnús Friðriksson, Benedikt Sigurðarson og Elma Atladóttir. Við upphaf tónleikanna og í hléi leikur kvartett skipaður eftir- töldum nemendum Tónlistar- skólans á Akureyri: Gunnar Bene- diktsson, óbó, Þrúður Gunnars- dóttir, fiðla, Eydís Sigríður Úlf- arsdóttir, lágfiðla, og Nicole Vala Cariglia, selló. '' '' Fjöldi söngvara kemur fram, bæði nemendur og kennarar söngdeildar Tónlistarskólans á Akureyri

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.