Dagur - 06.05.1992, Blaðsíða 5

Dagur - 06.05.1992, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 6. maí 1992 - DAGUR - 5 Þessi föngulegi hópur var heiðraður með silfurmerki KSÍ fyrir vel unnin störf. Talið frá vinstri: Guðbjörg Pedersen, Hólmbert Friðjónsson, Þorbergur Karlsson, Guðjón Guðmundsson, Jón Runólfsson, Aðalsteinn Steinþórsson, Guðmundur Ólafsson, Stefán Haraldsson, Bjarni Pálmason, Daníel Benjamínsson og Ólafur Friðriksson. Auk þeirra fengu Aðalsteinn Björnsson, Magnús Jónatansson og Magnús Theódórsson silfurmerkið. Myndir: -bjb Aftnælishóf hjá KSÍ Eggert Magnússon, formaður KSÍ, sker afmælistertuna. Aðrir á myndinni eru, talið frá vinstri: Óskar Gunnarsson, forstjóri Osta- og smjörsölunnar; Ellert B. Schram, forseti íþróttasambands íslands; Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskips og Óli B. Jónsson, handhafi heiðurskross KSÍ. Knattspymusamband Islands er 45 ára á þessu ári og síðastliðinn fímmtudag var haldið upp á afmælið í íþróttamiðstöð ISÍ í Laugardal. Fjölmargir velunnarar knattspyrnunnar mættu í opið hús og þáðu dýrindis veitingar. í afmælishófinu voru afhent gull- og silfurmerki KSÍ til þeirra sem hafa starfað ötullega að knattspyrnumál- um á einn eða annan hátt gegnum árin. Þá var æðsta heiðursmerki KSÍ, heiðurskross úr gulli í borða með íslensku fánalitunum, afhent Óla B. Jónssyni, sem þekktastur er fyrir knattspyrnuþjálfun til fjölda ára hjá KR, Val og ÍBK en Óli þjálfaði einnig íslenska landsliðið um tíma. Þeir sem hlutu gullmerki Knatt- spyrnusambands íslands að þessu sinni voru: Alfreð Þorsteinsson, Baldur Maríasson, Ingvi Guðmunds- son, Jóhannes Atlason, Jörundur Þorsteinsson, Kristinn Jónsson, Lár- us Loftsson, Svanfríður Guðjóns- dóttir, Tryggvi Geirsson, Þorlákur Þórðarson og Þorvaldur Lúðvíksson. Sama dag og afmælishófið var haldið hélt stjórn KSÍ sérstakan afmælisfund þar sem ákveðin voru eftirfarandi fjögur mál: 1. Láta skrá sögu KSÍ og því verki skal vera lokið í síðasta lagi fyrir 50 ára afmælið. 2. Efna til samkeppni um nýtt merki KSÍ. 3. Fylgja eðlilegri þróun íslenskrar kvennaknattspyrnu eftir og efla hana enn frekar. 4. Velja íþróttafréttamann ársins sem fjallað hefur hvað mest og best um knatt- spyrnu. -bjb/BB. Útsalan heldur ólram Nýjar gerðir af homsófum, spegilflísum og speglum. AUBSMil HÚSGAGNAVERSLUN STRANDGÖTU 7 - 9 • AKUREYRI SÍMAR 21790 & 21690 Framsóknarfólk Húsavík Skrifstofa Framsóknarfélags Húsavíkur er opin á hverjum laugardagsmorgni kl. 11-12. Ræðum bæjarmál og landsmál yfir kaffibolla. Þar er tækifæri til að koma skoðunum sínum á fram- færi og fá svör við spurningum. Laugardaginn 9. maí verður starfsmaður KFNE mættur á skrifstofuna. Fjölmennum. Framsóknarfélag Húsavíkur. Garðari, Garðarsbraut 5, 2. hæð, sími 41225. Tölvtmámskeið Fyrirhugað er að halda eftirtalin nám- skeið á næstu vikum: C> Windows 3.1 C> Word fyrir Windows 2.0 C> Excel 3.0 Innritun og upplýsingar eru á skrifstofu Tölvufræðslunnar eða í síma 27899. Tölvunám Lesendahornið 55 Nú tyllir vorið „tánum tindana á‘ og raddir náttúrunnar flytja sína hljómkviðu yfir láð og lög, til yndis þeim er kunna að njóta þeirrar listrænu sem undir býr. Já, römm er sú taug sem dregur blessaða farfuglana okkar á sínar heimaslóðir þegar vetur karl ios- ar klær sínar úr moldu, jafnvel að sömu hreiðrunum ár eftir ár, þótt misjafnar séu viðtökurnar á stundum. Skotglöðum flökkulýð vex fiskur um hrygg, dag frá degi, og vopnum beitt óhæfiiega í mörg- um tilfellum svo mjög, að hörm- ung er til að sjá ef gengið er um vígvellina þegar ósköpunum linnir. Særðir vesalingar berjast um til og frá, auk þeirra sem liggja í valnum hræðilegir útlits, jafnvel á varptíma, eins og dæm- in sanna. Virðist því að fáir kunni með byssu að fara nú orðið, en þetta heitir víst „sport“ og sjálfsagt einn hluti menningarinnar eftir nýjustu sólarmerkjum að dæma. Þar eru margar hliðar á og fáum leyfilegt að rekja hennar krókaleiðir til fulls né leggja hana á metaskál fyrir opnum tjöldum. Framangreind atriði tilheyra gróandanum sem á að gefa öllu líf sitt og liti. En hvað um haust- ið? Er þar kannski önnur hönd Sportveiði 66 lögð á plóginn? Ekki aldeiiis. Þá tekur fyrst steininn úr. Til sönnunar þeirri fullyrðingu má geta þess að 1. október sl. gekk ég um landareignina og tíndi saman beinagrindur af gæsum til að koma þeim undir græna torfu. Útkoman var svo geigvænleg að ég vil ekki gera neinum það til skammar að setja hana á blað fyrir utan það sem haltraði um í blóði sínu. Vissulega ganga margir betur um en hér hefur verið lýst og þeim ber að þakka miskunnsem- ina af heilum hug en Guð gefi hinum vitglóru til að bæta ráð sitt. Að hálfvitast með stál og blý um friðhelg lönd í skjóli myrkurs til þess eins að særa og valda þjáningum má teljast dæmalaus framkoma. Loks mætti svo nefna hreindýr- in. Er siðmenningin þar í heiðri höfð þegar bergmálið hefst á fjöliunum? Ég held ekki, en þar eru víst líka „sportmenn“ á ferð í fullum rétti. Hamingjan góða að leiða rök að slíkri villimennsku á dögum hreinlætis og lagabókstafa þar um. Auðvitað þarf að reka hjarð- irnar í þar til gerðar kvíar og draga til slátrunar eins og heiðar- legt fólk gerir á norðlægum slóð- um við sömu aðstæður og hér eru. Valtýr Guðmundsson, Sandi Aðaldal. „Nám sem nýtist44 Tölvufræðslan Akureyri hf. Glerárgötu 34, III. hæð, 600 Akureyri. Háskóli íslands Endurmenntunarstofnun Félag viðskipta- og hagfræðinga Háskólinn á Akureyri STEFNUMÓTUN FYRIRTÆKJA — námskeið á Akureyri Þátttakendur: Námskeiðiö er ætlað stjórnendum og framkvæmdastjórum fyrirtækja. Efni: Fjallað verður um markmið og gagnsemi af skipulegri vinnu við mótun skýrrar framtíðarstefnu fyrirtækja. Farið verður í aðferðir og vinnuferli við stefnumótun. Tekið verðurfyrir hvernig fyrirtæki geta skoðað rekstrarumhverfi sitt og innri rekstur á kerfisbundinn hátt, m.a. með það að markmiði að virkja sem best styrkleika til að nýta tækifæri framtíðar. Einnig verður fjallað um markmiðasetningu, hvernig hrinda skuli stefnu í framkvæmd, tengingu við árangur, hvernig tryggja megi sem best að árangursmarkmiðum sé náð. Leiðbeinendur: Gísli S. Arason, rekstrarráðgjafi hjá Stuðli hf. og lektor við viðskiptadeild Háskóla íslands og Jóhann Magnússon, rekstrarráðgjafi hjá Stuðli hf. Tími og verð: 13. maí, kl. 9.30-17.30. Þátttökugjald er kr. 11.500,- Staður: Háskólinn á Akureyri, Glerárgötu 36. Skráning fer fram í móttöku Tæknigarðs, fram á föstudag 8. maí, í síma 694940, en nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Endurmenntunarstofnunar, í símum 694923, 694924 og 694925.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.