Dagur


Dagur - 06.05.1992, Qupperneq 2

Dagur - 06.05.1992, Qupperneq 2
2 - DAGUR - Miðvikudagur 6. maí 1992 Fréttir Á myndinni gefur að líta nemendur úr Þelamerkurskóla í Hörgárdal í sundlauginni að Laugalandi, en nemendur 7. til 10. bekkjar þreyttu langsund mikið í einn sólahring í síðustu viku. Tvö og tvö syntu í einu í 15 mínútur hvert. Sundið var þreytt til styrktar ferðasjóði nemenda. Áheit söfnuðust að upphæð 160 þúsund krónur og vegalengdin er unglingarnir syntu var 99 kílómetrar og 850 metrar. Mynd: Goiií Tannverndarráð ályktar um silfurfyllingar: Engin ástæða til að hætta notkun amalgams Nokkrar umræður hafa orðið fjölmiðlum að undanförnu um tannfyllingarefnið amalgam og meinta skaðsemi af silfurfyll- ingum í tönnum. Hér í Degi birtist grein um þetta mál fyrir nokkru. Nú hefur Tannvernd- arráð gefið út yfirlýsingu um málið. í frétt frá heilbrigðis- og trygg- ingaráðuneytinu segir að sams- konar umræða hafi farið fram í Svíþjóð „og var áróður gegn amalgam farinn að valda ástæðu- lausum ótta hjá almenningi og jafnvel sektarkennd hjá ófrískum konum,“ eins og segir í fréttinni. Þar er greint frá ráðstefnu sem haldin var í Svíþjóð 9. og 10. apríl á vegum sænska rannsókna- ráðsins sem fjallar um læknis- fræðileg málefni þar sem Efling Framhaldsstofnfundur Hagfélagsins hf.: fiillviimslu landbúnaðarafurða Framhaldsstofnfundur Hagfé- lagsins hf. í Vestur-Húnavatns- sýslu verður haldinn á Hótel Vertshús á Hvammstanga á morgun. Þar verður gengið formlega frá stofnun félagsins, en eins og fram hefur komið ákvað Byggðastofnun nýlega að leggja fram hálfa milljón til hlutafjárkaupa í félaginu. Stærstu eignaraðilar Hagfé- lagsins eru Byggðastofnun og sveitarfélög í Vestur-Húnavatns- sýslu, en auk þess eiga atvinnu- fyrirtæki og einstaklingar í hérað- inu hlut í félaginu. Upphaflega var stefnt að því að heildarhlutafé Hagfélagsins Þjónustu- og hjúkrunarrými fyrir aldraða: Fast sótt að breyta þjómisturými í hjúknmarrýini á undaníórnum árum Á tveimur síðustu áratugum hefur heildarfjöldi þjónustu- og hjúkrunarrýma fyrir aldr- aða aukist um 1796 rými og voru samtals 3,235 rými í notk- un um síðustu áramót. I upp- hafi ársins 1971 voru 875 þjón- usturými og 564 hjúkrunar- rými í notkun í landinu en fjölgaði í 990 þjónusturými og 992 hjúkrunarrými á áratugn- um fram til 1981. Fjölgunin á Siglingamálastofnun: Námskeið á Akureyrimn mengunarvarnir íhöfnum Föstudaginn 8. maí verður efnt til námskeiðs á Akureyri er lýt- ur að mengunarvörnum í höfnum. Að sögn Guðmundar Sigur- björnssonar, hafnarstjóra á Akureyri, er ráðgert að starfs- menn hafna frá Hvammstanga allt austur að Vopnafirði sæki námskeiðið. Á föstudagsmorgun- inn hefst fræðslan að Galtalæk með fyrirlestrum er fluttir eru af starfsmönnum Siglingamálastofn- unar. Eftir hádegið verður farið niður að höfn um borð í varðskip sem kemur til Akureyrar vegna námskeiðsins. Varðskipsmenn munu sýna notkun á flotgirðing- um og ýmsum hreinsibúnaði sem verið er að kaupa til mengunar- varna í höfnum á Norðurlandi. ój síðasta áratug er samtals 1253 rými - þjónusturýmum fjölg- aði um 297 en hjúkrunarrým- um fjölgaði alls um 956 rými. Þessar upplýsingar koma fram í nýútkominni skýrslu heil- brigðis- og tryggingamálaráð- herra um málefni og hagi aldr- aðra. íbúar á íslandi voru 255.855 fyrsta desember 1990. Þar af voru 18.735 70 ára og eldri. Þá var fjöldi hjúkrunarrýma á hverja 100 íbúa samtals 10,4 og fjöldi þjónusturýma 6,9. Samtals voru því 17,3 rými á hverja 100 íbúa í landinu. Athygli vekur að fæst hjúkrunar- og þjónusturými eru í Reykjavík eða aðeins 12,7% á hverja 100 íbúa en flest á Suður- landi alls 32,5. Á Vesturlandi eru 24,3 rými fyrir aldraða og 17.9 á' Vestfjörðum. Svipaður fjöldi þjónusturýma er á Norðurlandi - 22,0 á Norðurlandi vestra og 21,1 á Norðurlandi eystra. Á Austur- landi eru 18,4 rými á hverja 100 íbúa og 16,0 á Reykjanesi. Dagvistarrými fyrir aldraða voru 303 á öllu landinu í ársbyrj- un 1991 en um síðustu áramót voru 18 ný dagvistarrými tekin í notkun til viðbótar. Af þessum 303 dagvistarrýmum eru 174 í Reykjavík og 49 á Norðurlandi eystra en færri í öðrum landshlut- um. Leigu-, sjálfseignar- og bú- seturéttaríbúðum fyrir aldraða hefur fjölgað verulega á síðustu árum og teljast líkt og dagvistin til opinnar öldrunarþjónustu samkvæmt lögum um málefni aldraðra. Alls eru nú 1.550 íbúðir fyrir aldraða í notkun á landinu og skiptast þær nokkuð í hlutföll- um eftir fólksfjölda. í skýrslu heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra er gert ráð fyrir að um það bil 2.200 aldraðir íbúar geti búið í þessum íbúðum á hverjum tíma. ÞI næmi 2,1 milljón króna, en þar sem Byggðastofnun treysti sér ekki til að leggja fram 700 þús. kr., eins og farið var fram á, þá segist Karl Sigurgeirsson, fram- kvæmdastjóri félagsins, telja að hlutaféð verði um 1850-1900 þús. kr. „Eftir að algjörlega hefur verið gengið frá stofnun félagsins ættu hjólin að fara að snúast hjá okkur, því við höfum haldið dálítið að okkur höndunum í þessari óvissu. Ein hugmyndin sem við ætlum að vinna úr, er að reyna að auka arðsemi í héraðinu með eflingu á fullvinnslu land- búnaðarafurða, en einnig er margt annað á döfinni,“ segir Karl Sigurgeirsson. SBG umræðuefnið var amalgam. Þar skiptust yfir 100 fulltrúar ýmissa hópa á skoðunum og að umræð- um loknum samdi hópur sér- fræðinga úr þeim starfsgreinum sem málinu tengjast greinargerð þar sem niðurstaðan var eftirfar- andi: „Silfuramalgam sem inniheld- ur m.a. kvikasilfur er ódýrasta og mest notaða tannfyllingarefnið sem völ er á. Smá magn af kvika- silfri getur losnað úr amalgami, en ekki hefur verið sýnt fram á að það hafi áhrif á starfsemi líkam- ans. Ofnæmi er þekkt er er mjög sjaldgæft og lagast sé skipt um efni. Miðað við þær vísindalegu niðurstöður sem liggja fyrir, er engin ástæða til að hætta notkun amalgams né fjarlægja þær amalgamsfyllingar sem fyrir eru. Nauðsynlegt er að þeir sjúkl- ingar sem telja sig hafa sjúk- dómseinkenni sem stafi af amalgami án þess að hægt hafi verið að sjúkdómsgreina það, eigi kost á nákvæmri læknisfræði- legri og sálfræðilegri skoðun.“ Með fréttinni fylgja fróðleiks- molar um amalgam og segir þar að enn sé ófundið það efni sem geti keppt við amalgam hvað varðar gæði og verð. Plastefni sem notuð eru séu ekki nógu endingargóð til að setja í jaxla, endingartíminn er helmingi styttri en samt eru þessi efni 50% dýrari en amalgam. Gullfyllingar eru allt að helmingi endingarbetri en amalgam, en þær eru líka tífalt dýrari. Allt útlit er hins vegar fyrir að við þurfum að bíða í 10-20 ár þar til á markað koma jafnvönduð efni og amalgam en sem falla bet- ur að litasamsetningu tannanna. -ÞH Húsavík: AðdáendaJdúbbur Leeds Utd. stofnaður „Ég er búinn að bíða eftir þessu í 18 ár og það var stór stund hjá mér þegar enski meistaratitillinn var í höfn. Ég hef fylgt liðinu gegnum þykkt og þunnt og fór aldrei í felur þó liðið væri komið lengst nið- ur í aðra deild. Þetta var stór- kostleg tilfinning þegar meist- aratitillinn vannst,“ sagði Haf- liði Jósteinsson, sem kjörinn var formaður aðdáendaklúbbs Leeds Utd. Klúbburinn var formlega stofnaður á Veitingastaðnum Bakkanum á Húsavík sl. laugar- dag eftir að nokkuð margir aðdáendur liðsins höfðu fylgst með því taka við meistaratign- inni. Vikuna þar á undan, eða frá því að Ijóst var að liðið yrði meistari í deildinni, þá fór Haf- liði allra sinna ferða um bæinn á hjóli og á því var stöng með skilti þar sem stóð: „Leeds Englands- meistarar." Vakti þessi ferðamáti Hafliða talsverða athygli í bænum. Hinn nýstofnaði aðdáenda- klúbbur hyggst undirbúa ferð til Englands í haust, um það leyti sem keppninstímabilið byrjar. IM

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.